Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 37 Breskir landgönguliðar sækja fram. Breskir skriðdrekar í felubyrgjum. LjÓ8m. Mbl. Bj.Bj. frammistöðu hermannanna. Þá voru þarna einnig opinberir full- trúar 13 erlendra ríkja, sem þegið höfðu boð um að fylgjast með her- æfingunum á grundvelli Hels- inki-samþykktarinnar. í þeirra hópi voru tveir Sovétmenn, Finni, Svíi og Svisslendingur. Þessir full- trúar fengu aðeins leyfi til að kynnast aðgerðum landvarnarliðs- ins. í miðstöð fyrir blaðamenn var á hverjum degi gefið yfirlit yfir hvernig einstökum sveitum vegn- aði. Þar var sagt að landgangan hefði tekist vel og því lýst á kort- um hvernig innrásarliðið sótti í áttina að flugvellinum í Bardu- foss, sem það átti að ná á sitt vald. í höfuðstöðvum hraðliðs NATO lét yfirmaður þess, Andrew G. Bandarískir landgönguprammar tæmdir á strönd Noregs. Ljósm. Mbi. Bj.Bj. Læknar um borð í Saipan á slysaæfingu. Ljósm. Mbl. Bj.Bj. ítalskir hermenn í hraðliði NATO — svokallaðir „alpínistar“, það er her- menn sérþjálfaðir til bardaga í Ölpunum. Miklar hreystisögur eru til af hermönnum í þessum sveitum. Það vakti athygli hve allur búnaður þeirra er léttur og meðfærilegur. Til vinstri á myndinni er svefntjald fyrir tvo menn. Þess má geta, að bandarísku landgönguliðarnir sofa í tíu til fimmtán manna tjöldum. Ljósm. Mbl. Bj.Bj. Landgöngu- og þyrluskipið Saipan. Bandaríkjamenn eiga fimm slík skip. Takið eftir að skutinn má opna og lækka og sigla þá landgönguprammar út úr honum. Lítill prammi hangir utan á breska landgöngu- og þyrluskipinu Fear- less. Ljósm. Mbl. Bj.Bj. menn að starfa í vetrarhörkum. Ár hvert dveljast breskir land- gönguliðar til að mynda um þrjá mánuði í Norður-Noregi við vetr- aræfingar. Þeir eru þjálfaðir í skíðagöngu sem heyrir til undan- tekninga hjá Bandaríkjamönnum. Af þessu leiðir að Bretar og Hol- lendingar láta ekki snjóinn hefta för sina og dreifa sér meira um óbyggðir en Bandaríkjamenn sem treysta að verulegu leyti á þjóð- vegi þegar í land er komið. Búnaður einstakra hermanna í sveitunum ber þessum mun merki. Bandaríkjamennirnir eru klifjaðri en Bretarnir, til dæmis sýndust matvæli bresks hermanns í einn sólarhring taka þriðjung af því rými sem vistir Bandaríkjamanns til jafn langs tíma taka. Fram kom að verið er að gera margvís- legar tilraunir með fatnað og vist- ir Bandaríkjamanna og það var samdóma álit allra sem við spurð- um að bandarísku landgöngulið- arnir væru betur í stakk búnir núna að þessu leyti en áður. Til dæmis vöktu klunnalegir skór Bandaríkjamanna athygli okkar. Við nánari athugun kom í ljós að fætur manna svitna gjarnan í þeim sem er síst æskilegt við þess- ar aðstæður. Styrkur Bandaríkjamanna felst í hinum gífurlega tækjabúnaði sem þeir ráða yfir. Var ótrúlegt hve þeir fluttu mikið magn af her- gögnum og farartækjum á land á skömmum tíma. Þegar við ferðuð- umst milli stöðva á landi, hitti ég meðal annars fyrir foringja í breskri sveit í hraðliði NATO sem átti að verja brú fyrir „innrásar- liði“ Bandaríkjamanna. Voru 700 menn úr sveit hans faldir í snævi þökktum hlíðunum og biðu „óvin- arins". Foringinn var ekki í vafa um að sér tækist að stöðva Banda- ríkjamenn. En bætti við þegar hann hafði fullvissað mig um það, að þó væri betra að hafa Banda- ríkjamenn með sér en á móti í slíkum hernaði, því að enginn stæðist þeim snúning að lokum vegna sóknarmáttar þeirra með orrustuþotum og þyrlum. Haldið í land Upp úr miðnætti föstudaginn 16. mars gengu fyrstu sveitirnar á land. Daginn áður höfðum við sjö blaðamenn beðið árangurslaust eftir að komast til þeirra sveita Breta og Hollendinga sem við átt- um að fylgja í einn sólarhring á landi. En þá gekk á með éljum á hafi úti og Bandaríkjamenn töldu ekki óhætt að senda okkur með þyrlum frá Saipan til skipanna, þar sem sveitirnar voru. Áður en meginherinn sem í voru rúmlega 3.000 Bretar og Hollend- ingar og tæplega 9.000 Banda- ríkjamenn tók land höfðu njósna- og skemmdarverkasveitir hvoru tveggja verið nokkra daga í landi til að afla upplýsinga og bægja „óvininum" frá landtökustöðun- um. Á vegum bresku landgöngu- liðanna starfa SBS-sveitir (Speci- al Boat Service) í þessum tilgangi. Mikil leynd hvílir yfir þessum vík- ingasveitum sem synda í land eða laumast í smábátum, kafbátum eða fallhlífum. Sambærílegar sveitir Bandarikjamanna heita „Force Reconnaissance Company". Með okkur blaðamennina var flogið í þyrlu frá Saipan til flug- vallarins í Bardufoss. Sólin skein en það gekk á með éljum til fjalla. Við höfðum ekki verið lengi í þyrl- unni, þegar okkur varð ljóst að flugmennirnir höfðu aldrei flogið til Bardufoss áður. Þeir rýndu í kort og leituðu fyrir sér eftir kennileitum á jörðu niðri, fylgdu þjóðvegum og ísiþökktum ám. Fyrir þá sök urðu flugmennirnir að hörfa á meðan él gengu yfir þrönga dalina af ótta við að ann- ars myndu þeir rekast á fjallshlíð- ar. Létti okkur öllum þegar við lentum á áfangastað. En ekki var þar til setunnar boðið því að í þann mund sem við höfðum lagt hafurtaskið frá okkur á flugbraut- inni og lausamjöllin sem þyrlan þeytti upp hafði sest aftur heyrð- ist mikill hvinur og Jagúar- orrustuþota birtist á leið til flug- taks. Við forðuðum okkur hið snarasta og komumst fljótlega í öruggar hendur. Fylgst með „átökum“ I sólarhring gafst okkur tæki- færi til að fylgjast með „átökun- um“ á landi. Til liðs við land- gönguliðana komu norskar sveitir úr heimavarnarliðinu. En tvö norsk stórfylki (um 11.000 menn) vörðust á landi með hraðliði NATO. í hraðliðinu voru stór- skotaliðssveitir frá Bretlandi, ít- alíu og Kanada; undirfylki fót- gönguliða frá Luxemborg; verk- fræðifylki, stjórnfylki og flug- stjórnsveit frá Bandaríkjunum; Þjóðverjar lögðu til farskiptasveit og hjúkrunarsveit með sjúkrahúsi; Bretar önnuðust njósnir og birgðaflutninga; Kanadamenn, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn lögðu til þyrlur; orrustuþotur voru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi og Kanada auk norskra þyrlu- og flugsveita. Á blaða- mannafundi sem Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, efndi til á „vígvellinum" sagði hann að um 40.000 menn tækju þátt í æf- ingunum. Allir hermennirnir og hvert ein- asta farartæki var vandlega merkt þannig að auðveldlega mátti sjá hvort um væri að ræða liðsmenn „norðurs", innrásarhers- ins, eða „suðurs", landvarnarliðs- ins. Hvarvetna voru „dómarar" á ferð, en hlutverk þeirra er að meta Christie, undirhershöfðingi frá Kanada, mjög vel af frammistöðu sinna manna. Við hittum bandariska land- gönguliða af Saipan eftir fyrstu nótt þeirra í frosthörkunum. Flestir voru þeir kampakátir, en sumum þótti greinilega nóg um. Flórídabúi stóð við tjaldskörina og reykti. Hann sagðist fyrir mánuði hafa verið að busla í hlýjum sjón- um og mikið vildi hann gefa fyrir að vera kominn þangað aftur! í búðunum fengum við lítið spjald sem hverjum landgönguliða er af- hent og hann á að lesa sé hann í vafa um til hvers í ósköpunum hann er kominn þarna 300 km norður fyrir heimskautsbaug. Þar eru menn varaðir við því að á þessum slóðum, þar sem byggð er dreifð kunni óvinurinn að beita kjarnorku-, sýkla- eða efnavopn- um og eru landgönguliðarnir hvattir til þess að nota grímur og hlífðarföt gegn slíkum ógnarvopn- um. En þar stendur einnig: „Við erum ekki í Noregi með bandamönnum okkar í NATO af því við þráum stríðsátök. Heldur vegna þess að við unnum því sem við verjum: stjórnkerfi okkar sem byggist á frelsi og virðingu fyrir þeim réttindum sem Guð hefur veitt einstaklingnum. Og við höf- um nægilegt afl til að verja þessi verðmæti með lífi okkar gegn sérhverjum sem ógnar þeim. í þágu þessara varna skiptir Noregur miklu, stjórnmálalega, landfræðilega og siðfræðilega. Án Noregs verður norðurvængur Evr- ópu ekki tryggður og með strönd Noregs fara fimmtíu og fimm af hundraði sovéskra herskipa frá stöðvum við Murmansk. Á striðs- tímum yrði Noregur, sem er lítið land, fyrir harkalegri árás. Noregur skiptir miklu af því að þar býr frjáls og hugrökk þjóð sem hefur axlað sinn hluta af sameiginlegum vörnum hins frjálsa heims. Við erum í Noregi á friðartím- um af því að án máttar og árvekni er ekki unnt að varðveita friðinn. Við erum I Noregi af því að frelsinu sem við njótum fylgja skyldur. Við erum í Noregi til að leggja fram það sem við megnum til að ástvinir okkar heima og aðrir um heim allan sem treysta á okkur geti lifað í friði. Við gerum ávallt skyldu okkar. Semper Fidelis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.