Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 48
Opiö alla daga frá Opið öll timmtudags-, löslu- kl. 11.45-23.30. dags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. *2ælkeninn temMíaWltói© A US TURS TRÆW22. AUSTURSTRÆTI 22. INNSTRÆTI. (INNSTRÆTI). SÍMI 11633. SIMI 11340. ____________________ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Keppa á söngmóti í Tékkó- slóvakíu Söngvararnir Björgvin Hall- dórsson og Jóhann Helgason hafa þegið boð um að taka þátt í alþjóðlegri söngva- keppni, sem fer fram í Brat- islava í Tékkóslóvakíu í lok maí. Um tuttugu þjóðir Aust- ur- og Vestur Evrópu munu eiga fulltrúa í keppninni, sem er haldin árlega. Framlag þeirra Björgvins og Jó- hanns í keppninni, sem heima- menn kalla „Bratislavská Lýra“, verður lagið „Sail On“ eftir Jó- hann Helgason, en það lag vann önnur verðlaun í alþjóðlegri söngvakeppni í Castlebar á írlandi sl. haust. Björgvin Halldórsson sagði í samtali við blm. Mbl., að tékkneski fulltrúinn í Castlebar hefði boðið þeim félögum þátttöku í Bratislava-keppninni. Það boð hefði verið ítrekað í vetur og væri nú afráðið að þeir tækju þátt í sæti í dómnefnd alþjóðlegrar söngvakeppni. „Bratislavská Lýra“. f 20 manna dómnefnd keppninn- ar verður m.a. ómar Valdimars- son, blaðamaður, og er þetta í fyrsta skipti, sem Islendingur á „Fer senni- lega aldrei á sjó aftur“ „É(i VAR alveg staðráðinn í því að fara aftur á sjóinn en eftir því sem frá hefur liðið hefur sá ásetningur smám saman verið að víkja. Eg fer sennilega aldrei á sjó aftur," sagði Vestmanneying- urinn Guðlaugur Friðþórsson er blm. Mbl. ræddi við hann í gsr. Eins og frægt er orðið vann Guðlaugur það frækilega afrek að synda í land, um 5 kílómetra vegalengd, í aðeins nokkurra gráðu heitum sjónum, eftir að bátur hans, Hellisey VE, sökk skammt undan Vestmannaeyj- um fyrir tæpum fjórum vikum. „Ég fékk að fara heim af sjúkrahúsinu á þriðjudag og get nú orðið gengið um. Nota hækjurnar bara til stuðnings. Sárin eru nær alveg gróin, að- eins smásár enn á vinstri fæt- inum,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann væri á leiðinni til New York svaraði Guðlaugur því til að það væri allt í deiglunni ennþá. „Strák- arnir eru að klára vertíð, en ég býst við að við förum fimm saman ef úr verður." Húsavík: Tré bregða lit Húsavík, 6. apríl. Á HÍJSAVÍK er umræðuefni dagsins í dag hið góða veður, logn og sóLskin og átta stiga hiti í for sælu. Þessi veðurblíða hefur verið frá því í byrjun febrúar þó aðeins hafi verið dagamunur. Víðir í görðum er farinn að bregða lit og brum farin að koma á tré, svo sumir hafa áhyggjur af ef hið raunverulega vor er ekki komið. Fréttaritari. Charles Mathias, öldungadeildarþingmaður á fundi SUS: Verndarlögin frá 1904 eru ekki afdráttarlaus CHARLES Mathias, öldunga- deildarþingmaður repúblíkana frá Maryiand-ríki í Bandaríkjun- um, lýsti því yfir á fundi hjá Sambandi ungra sjálfstæðis- manna í gær, að hann teldi lögin frá 1904 ekki svo afdráttarlaus að óhjákvæmilegt væri fyrir bandarísk hernaðaryfirvöld að skipta við bandarískt skipafélag vegna flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. í upphafi máls síns minntist hann kynna þeirra Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og þar með vináttu sinnar við íslendinga. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vísaði til þeirrar áherslu sem öld- ungadeildarþingmaðurinn hafði lagt á frjáls viðskipti fyrr í máli sinu á fundinum og spurði hann síð- an álits á því sem verið hefur að gerast með íhlutun hins nýja bandaríska skipafélags, Rainbow Navigation Inc., í flutninga fyrir varnarliðið í skjóli bandarískra ein- okunarlaga frá 1904 um skyidu bandarískra hernaðaryfirvalda til að skipta við bandarísk skipafélög. Jafnframt lýsti Kjartan þeirri skoðun sinni að þessi lög gætu ekki átt við um bandamenn Bandaríkj- anna innan Atlantshafsbandalags- ins. Charles Mathias sagði að þetta mál hefi nýlega komið upp og hann hefði ekki kynnt sér það til hlítar. Lögin frá 1904 hefðu verið sett við allt aðrar aðstæður en nú ríkja og tækju mið af verndarsjónarmiðum sem væru orðin úrelt fyrir löngu og stönguðust þar að auki á við megin- stefnu ríkisstjórnar Ronalds Reag- an. Þá taldi Mathias að í lögunum væru undanþáguákvæði og vakti jafnframt máls á því að þessum lögum mætti breyta eins og öðrum. Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., lét þá skoðun í ljós að sá sem fengi tryggingu fyrir 10 milljón dollara árlegum tekjum af flutning- myndi að lokum ná undirtökunum í siglingum milli landanna. Charles Mathias hét því að kanna þetta mál frekar þegar hann kæmi aftur til Washington. í fundarlok þakkaði Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, Mathias þann áhuga sem hann hefði sýnt þessu máli og sagð- ist vona að athugun hans leiddi til farsællar niðurstöðu fyrir báðar um mdli Islands og Bandaríkjanna þjóðirnar. Mjólkurfræðingar boða verkfall: Mjólkurlaust um páskana? ÓVÍST er hvort nægilega mjólk og aðrar mjólkurvörur verður að fá um páskana vegna boðaðs verk- falls mjólkurfræðinga frá og með mánudeginum fyrir páska, 16. aprfl næstkomandi. A föstudagskvöldið slitnaði upp úr samningaviðræðum Mjólkurfræðingafélags íslands og viðsemjenda félagsins, VSÍ og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í fyrramálið. „Það strandaði einkum á rétt- indamálunum, því lítið var farið að ræða launaliðina," sagði Guð- mundur Sigurgeirsson, formaður mjólkurfræðingafélagsins, í samtali við blaðamann Mbl. „Við höfum viljað fá nánari skilgrein- ingu á okkar verksviði og trygg- ingu fyrir því, að ekki sé fólk úr öðrum starfsgreinum að vinna störf, sem undir okkar iðn heyra. Þetta er okkur afar mikilsvert mál og umfangsmikið. Angi af því er t.d. á leið í félagsdóm." Hann sagði að mikið bæri á milli í deilunni en kvaðst þó gera sér vonir um að hægt yrði að ná samningum fyrir þ. 16., þannig að ekki þyrfti að koma til verk- fallsaðgerðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.