Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 39 Gunnur Júlíus- dóttir — Fædd 27. febrúar 1927. Dáin 19. mar.s 1984. Mér hitnaði um hjartaræturnar þegar ég frétti lát vinkonu minnar Gunnar Júlíusdóttur. Ekki óraði mig fyrir því í sumar þegar ég naut gestrisni hennar, glaðværðar og góðvildar á heimili hennar og eiginmanns hennar, Árna Stef- ánssonar, að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur hérna megin graf- ar. En svona er nú stundum lífið, óútreiknanlegt og misvindasamt. Hér rættist enn sem oftar, að það að heilsa og kveðja er og verður alltaf lífsins saga. Gunnur var fædd á Sólheimum á Svalbarðsströnd hinn 27. febrú- ar 1927. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum í stórum systkinahópi. Snemma komu í ljós þau skap- gerðareinkenni sem æ síðan settu mark sitt á hana og störf hennar, hin hljóðláta alvara, hlýhugur og umhyggja fyrir öllu því sem bágt átti og minna mátti sín. Gunnur Júlíusdóttir var skaprík kona þótt hún færi vel með það og sagði alltaf meiningu sína ákveðin og hispurslaus, enda þótt allt fas hennar einkenndist af hljóðlátri hógværð. Hún var glöð í góðum vinahópi og á ég margar góðar minningar frá ánægjulegum sam- verustundum með henni og henn- Minning ar fólki bæði í Hólkoti og síðar á Fjólugötu 8 og nú síðast Grænu- götu 12 á Akureyri. Fyrir þær er ég innilega þakklátur, svo og öll mín kynni af Gunni. Leiðir okkar Gunnar lágu sam- an eftir að hún giftist vini mínum og félaga, Árna Stefánssyni frá Hólkoti í Hörgárdal, síðar bifreið- arstjóra á Akureyri. Það var alltaf ánægjuefni að sækja þau hjónin heim og njóta samvistanna við þau á hinu hlýlega og myndarlega heimili þeirra, þar sem alúð og traust vináttan, hjartahlýjan og einlægnin ríkti í fyrirrúmi. Þau hjónin, Gunnur og Árni, eignuðust tvo syni, Stefán Jóhann, sem nú er forstjóri á vörubílastöð- inni Stefni á Ákureyri, og Gunn- laug, bifreiðarstjóra á Akureyri. Áður hafði Gunnur eignast dreng, Júlíus Kristjánsson, sem nú er stýrimaður á Rauðanúpi. Öll voru þau tengd saman traustum fjöl- skylduböndum og studdu hvert annað með ráðum og dáð gegnum brim og boða sem mættu þeim á lífsleiðinni. Og þegar barnabörnin komu til sögunnar áttu þau alltaf athvarf og skjól hjá henni Gunni ömmu sinni og voru mjög hænd að henni. Þau sakna nú góðrar ömmu. Já, við erum mörg sem söknum Gunnar Júlíusdóttur. Ég kveð + Útför eiginmanns míns og fööur, BJÖRNS ÓLAFSSONAR, fyrrverandi konsertmeistara, veröur gerö frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 10. apríl kl. 13.30. Kolbrún Jónasdóttir, Þorbjörg Björnsdóttir. / t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, RÓSAMUNDU JÓNSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóður fró Bakka, Dýrafirði, Börn, tengdasynir og barnabörn. Þökkum + innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar. ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Eskihlíö 16 A. Þóra Guöjónsdóttir, Björn Á. Guöjónsson, Guömundur Guöjónsson. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐFINNU H. STEINDÓRSDÓTTUR, Maríubakka 30. Steindór V. Sigurjónsson, Áslaug Magnúsdóttir, Guömundur Sigurjónsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Valgeröur Sigurjónsdóttir, Erlingur Friörikason, Guöfinna Sigurjónsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 hana með söknuði og þökk. Sama gerir fjölskylda mín. Aðstandendum Gunnar sendum við samúðarkveðjur og biðjum al- góðan guð að styrkja þau öll og blessa um ógenginn æviveg. Veri Gunnur sæl og blessuð og hafi hún þökk fyrir allt. Minning- in um góða, glaðværa og hjarta- hlýja konu vermir okkur, vinum hennar, sem eftir sitjum hérna megin grafar. Guð blessi hana um eilífð alla. Stefán Trjámann Tryggvason + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför bróöur okkar, tengdafööur og afa, SIGUROAR SIGFINNSSONAR fró Noröfiröi. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks Hrafnistu, Hafnar- firöi, fyrir góöa umönnun. Jóhanna Sigfinnadóttir, Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Guóný Valtýsdóttir, Paul R. Smith, Valgerður Eiríksdóttir, Þóra Eiríksdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar míns, fööur okkar, stjúpfööur, tengdafööur og afa, SIGURÐAR FINNBOGA ÞORSTEINSSONAR, Strandgötu 17 A, Patreksfiröi. Þorsteinn Ólafsson, Þorsteinn Sigurösson, Unnur Sigurðardóttir, Theodór R. Theodórsson, Sjöfn Theodórsdóttir, Erling Theodórsson, Kristbjörn H. Eydal, Óli Rafn Sigurösson, Steindór Ögmundsson, Hermina Halldórsdóttir, Bruce Brown, Lolla Hjólmtýsdóttir, Eyrún Guömundsdóttir og barnabörn. RDAM etta glæsilega sumartilboð Arnarflugs gefur þér tækifæri til að kynnast tveimur stórkostlegum heimsborgum fyrir ámóta verð og venjulega kostar að heimsækja eina. Þetta eru ekki galdrar. Þú flýgur með Arnarflugi frá Keflavík til Schiphol-flugvallar í Hollandi og þaðan áfram með Air France t:il Parísar - og sömu leið heim aftur^ M ræður fengd ferðarinnar sjálfur (hámark 30 dagar) og einnig hvort þú staldrar við í Amsterdam fyrir Parísardvölina eða á eftir. I báöum borgunum er dvalið á góðu hóteli með morgunverði. Hafðu samband við næstu ferðaskrif- stofu eða söluskrifstofur Arnar-' flugs. Yerð nðeins 16.175 miðað við gistingu í 2 manna herbergi í viku Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 ♦miðað við gengi 23.3. 84. HÓFUÐBORGIR EVRÓPU ÍEINNIFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.