Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
45
Ný innlánsskírteini
Útvegsbanka íslands
BANKASTJÓRN Útvegsbanka fs-
lands hefur ákveðið að bjóða til sölu
frá næsta mánudegi, 9. apríl, inn-
lánsskírteini með 6% hærri vöxtum
en af almennum sparisjóðsbókum.
Skírteinin verða að lágmarki tvö
þúsund krónur og verða til sex mán-
aða.
Leituðu vars við Islandsstrendur
FIMM skip Bandaríkjahers voru
í gærmorgun á siglingu undan
norðurströnd landsins. Að sögn
Bill Clyde, blaðafulltrúa Varn-
arliðsins, eru þessu skip hluti
stærri hóps, sem hélt áfram æf-
ingum eftir að hinum umfangs-
miklu æfingum NATO lauk á
NoregShafi fyrir nokkru. Skýr-
inguna á siglingu skipanna svo
nærri landi sagði blaðafulltrú-
inn vera þá, að þau hefði leitað
vars innan 12 mílna markanna í
óveðrinu sl. helgi.
Morgunblaðið/Tómas Helga-
Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns ályktar:
Oviðunandi að gefnar séu
undanþágur um öryggisbún-
að í trássi við lög og reglur
STJÓKN Sjómannafélagsins Jötuns í
Vestmannaeyjum fjallaði um sjálf-
virkan sleppibúnað á fundi sínum sl.
sunnudag. í ályktun fundarins segir
að skv. reglugerð útg. 25. júni 1982
séu tekin af öll tvímæli um hvernig
sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgun-
arbáta skuli vera. I>ar komi fram að
gúmmíbjörgunarbátar um borð í ís-
lenskum skipum eigi að vera búnir
fjarstýrðum sleppibúnaði og sjálfvirk-
um sjóstýribúnaði og hafi skv. fyrr-
greindri reglugerð átt að vera kominn
um borð í öll skip fyrsta september sl.
Misritanir
MISRITAST hefur í blaðinu í gær,
nafn fermingarbarnsins Astu
Kristnýar Árnadóttur, Sogavegi
96. Hún fermist í Bústaðakirkju í
dag kl. 13.30. Á nafnalistanum
stendur Ásta Kristín.
Þá misritaðist heimilisfang
Magnúsar Inga Eggertssonar, sem
fermist í Garðakirkju klukkan 14 í
dag. Hann býr að Lindarflöt 36 í
Garðabæ. Mbl. biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Stjórn Jötuns lítur svo á að það
sé aldeilis óviðunandi fyrir sjómenn
að skipaskoðunin gefi undanþágur
um öryggisbúnað skipa í trássi við
gildandi lög og reglur en öll skip
sem sigla undir íslenskum fána
þurfa haffærniskírteini og það fæst
ekki nema til komi vottorð undirrit-
að af skipaskoðunarmanni viðkom-
andi staðar og þá að undirlagi Sigl-
ingamálastofnunar.
Stjórn Jötuns lýsir í ályktuninni
allri ábyrgð á hendur stofnunum
sem með öryggismál sjómanna
fara, og skorar á stjórnvöld og þá
sérstaklega þann ráðherra sem
þessi mál heyra undir, að gera nú
gangskör að því að ekki verði
endurnýjuð haffærniskírteini skipa
ef björgunarbúnaður er ekki í sam-
ræmi við gildandi reglugerð um það
efni og afturkalla allar undanþágur
það að lútandi.
Sjómannafélagið Jötunn skorar á
alla sjómenn að fylgjast vel með
öllum öryggisbúnaði um borð í skipi
sínu og ráða sig ekki í skiprúm
nema sjálfvirkur sleppibúnaður
gúmmíbjörgunarbáta sé til staðar
um borð.
Breytist almennir vextir á tíma-
bilinu heldur 6% vaxtaálagið sér.
Kaupandi getur innleyst skírtein-
ið hvenær sem er að sex mánuðum
liðnum. Kaupi hann þá nýtt skír-
teini til annarra sex mánaða verð-
ur ársvöxtunin 22,1% (miðað við
15% vexti eins og þeir eru í dag af
almennum sparisjóðsbókum).
Leysi kaupandi ekki skírteinið inn
á gjalddaga sér bankinn um að
leggja áfallna vexti við upphæð
skírteinisins og ávaxtast inneign-
in eftir það á kjörum almennra
sparisjóðsbóka. Skírteinin verða
framseljanleg.
Hér er um að ræða samskonar
innlánsform og Landsbankinn
býður nema að lágmarksupphæð
skírteina er tvö þúsund krónur hjá
Utvegsbankanum en tíu þúsund
hjá Landsbankanum.
Tekið verður við innborgunum
frá og með mánudeginum 9. apríl
nk.
(Fréttatilkynning.)
Akureyri:
Ljósm. Mbl. GBerg.
íþróttadagur framhaldsskólanna
Akureyri, 5. apríl.
MENNTASKÓLINN á Akureyri,
gagnfræðaskólinn og iðnskólinn
gáfu nemendum sínum og kenn-
urum frí í dag frá hinu daglega
amstri bóknámsins og þess í stað
var efnt til íþróttahátíðar í nýju
íþróttahöllinni, þar sem fram
fór keppni í einstaklingsíþrótt-
um og milli flokka kennara og
nemenda í boltaíþróttum og
reiptogi. Virtust bæði nemendur
og kennarar kunna þessari ný-
breytni vel og skemmtu mér auð-
sjáanlega vel í „höllinni".
KRAFTUR
ÖRYGGI - ENDING
215 90HÖI67KWI
ÞYNCD: 18.061 KC
SKÓFLUR: 430 L - 930 L
235 195 HÖ1145 KWI
ÞYNCD: 40.500 KG
SKÓFLUR: 1150L- 2100L
215 SA - 90 HÖ (67 KWI
ÞYNCD: 20.800 KC
SKÓFLUR: 430 L - 930 L
245 325HÖI242KWI
ÞYNCD: 62.500 KC
SKÓFLUR: 1910 L-2870 L
225 135 HÖ1101 KWI
ÞYNCD: 25.700 KC
SKÓFLUR: 570L-1370L
CATERPILLAR
SALA S. ÞUDNUSTA
Caterpillar, Cat ogíBeru skrásett vörumerkl
[hIheklahf
Laugavegi 170-172 Srmi 21240