Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR
83. tbl. 71. árg.
Noregur:
Samningar
á síðustu
stundu
Ósló, 7. aprfl. AF.
í MORGUN tóksl aó koma í veg
fyrir allsherjarverkfall 50.000
starfsmanna í norskum málmiðnaöi
en þá féllust fulltrúar þeirra á mála-
miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Gerir hún ráð fyrir 5,9% kauphækk-
un á árinu.
Samkomulagið, sem er talið
vera stefnumarkandi fyrir ýmsar
aðrar starfsstéttir, eins og t.d.
verkafólk í vefjariðnaði og við
framleiðslustörf, gerir eins og fyrr
segir ráð fyrir 5,9% kauphækkun
á árinu 1984 og að kaupmátturinn
haldist óskertur. Það er þó undir
því komið, að verðbólgan verði
ekki meiri en 6,7% á árinu en
stjórnvöld spá því, að verðlag
muni hækka á þessum tíma um
6-6,5%.
Verkamenn í málmiðnaði,
40.000 talsins, höfðu boðað verk-
fall um helgina og höfðu vinnu-
veitendur á móti hótað verkbanni
á önnur 10.000. Ef til verkfallsins
hefði komið hefði það verið fyrsta
verkfall í þessari grein frá 1932.
Kína — Víetnam:
Barist
á landa-
mærum
Peking, 7. aprfl. AP.
ENN HEFUR ófriður blossað upp á
landamærum Kína og Víetnam og
Kínverjar sögðust í dag hafa svarað
fallbyssuskothríð Víetnama á alls 20
stöðum og fellt marga víetnamska
hermenn.
Kínverska fréttastofan Xinhua
greindi frá því, að víetnamskir
fallbyssuliðar hefðu staðið í stór-
ræðum á fimmtudag og föstudag,
sent þá sprengjuregn yfir landa-
mærin, einkum á óbreytta borg-
ara. í dag hafi síðan verið svarað í
sömu mynt og í Pekingsjónvarp-
inu voru sýndar fréttamyndir þar
sem kínverskir hermenn hlóðu
fallbyssur og hleyptu af þeim.
Sagði Xinhua að margar stöðvar
Víetnama hefðu verið eyðilagðar
og mannfall í þeirra röðum hefði
verið mikið.
Kína og Víetnam voru nánir
bandamenn í Víetnamstríðinu á
sínum tíma, en vináttuböndin
rofnuðu er Víetnamar réðust inn í
Kambódíu og ruddu rauðu khmer-
unum frá völdum, en Kínverjar
studdu stjórn þeirra. Ngyen Co
Thach, utanríkisráðherra Víet-
nam sagði í dag, að Kínverjar
hefðu átt upptökin að landamæra-
átökunum nú. Á hinn bóginn væru
Víetnamar tilbúnir að horfa fram
hjá því ef það gæti orðið til að
slaka á spennunni. Sagði Thach að
Kínverjar vildu með hernaði sín-
um á landamærunum þvinga
Hanoistjórnina til að hverfa burt
frá Kambódíu.
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ástandið er enn
óljóst í Kamerún
Ahidjan, FflabeinsNtröiidinni, 7. apríl. AP.
BARIST VAR í dag í Yaounde, höfuðborg Kamerúns, og ríkir enn mikil óvissa i
landinu eftir byltingartilraunina, sem þar var gerð í gær. Flugvellir eru allir
lokaðir og engin fjarskipti eru við umheiminn.
Beirút brennur enn og í gær var bar-
ist þar af sömu heift og fyrr.
AP
Útvarpið í Yaounde hætti aftur
útsendingum í morgun og þykir það
benda til, að enn sjái ekki fyrir end-
ann á átökunum milli hermanna,
sem trúir eru forsetanum, Paul
Biya, og hluta forsetalífvarðarins
og e.t.v. annarra, sem gengið hafa
til liðs við hann. Eru þeir síðar-
nefndu múhameðstrúar og undir-
rótin sögð togstreita milli þeirra og
kristinna manna. í gærkvöldi var í
útvarpinu skorað á fólk að halda sig
heima meðan verið væri „að upp-
ræta síðustu leifar andspyrnunnar“
en í dag mátti enn heyra, að barist
var víða.
Paul Biya, forseti, sem er krist-
inn maður frá Suður-Kamerún, hef-
ur sakað fyrrum forseta, Ahmadou
Ahidjo, um samsæri gegn stjórn-
inni og fyrir skömmu var Ahidjo
dæmdur fjarstaddur til lífláts fyrir
þær sakir. Biya mildaði dóminn síð-
ar og breytti í fangelsisdóm. Ahidjo
er múhameðstrúarmaður frá norð-
urhluta tandsins og er haft eftir
heimildum, að leiðtogi byltingar-
manna sé þaðan einnig.
Kamerún var áður þýskt vernd-
arsvæði en eftir fyrri heimsstyrjöld
tóku Bretar og Frakkar við stjórn-
inni í landinu. Landið fékk sjálf-
stæði árið 1960 og hefur velmegun
alla tíð verið þar meiri en annars
staðar í Vestur-Afríku. Þar er unn-
in olía og þjóðin sjálfri sér næg um
matvæli.
Heftidarárásir Israela
Palestínumanna
á vígi
Brirúl, 7. apríl. Al’.
ÍSRAKLKKAR herþotur gcrðu í dag
árásir á stöðvar Palestínuskæruliða í
borginni Bhamdoun í Mið-Líbanon, í
hefndarskyni fyrir árás hryðju-
verkamanna á óbreytta borgara í
Jerúsalem fyrir nokkrum dögum.
Þetta var sjötta loftárás ísraela á
Bhamdoun á þessu ári og sögðu þeir
að sprengjur þeirra hefðu hitt í mark.
Hvergi var getið um mannfall í
árásunum, en ríkisútvarpið í Líban-
on sagði að loftvarnarskothríð hefði
hindrað þoturnar í því að hæfa
skotmörk sín. Á hinn bóginn neitaði
útvarpsstöð drúsa því ekki afdrátt-
arlaust að árásirnar hefðu lukkast
og er Bhamdoun þó á þeirra yfir-
ráðasvæði.
Þúsundir fjölskyldna hírðust í
kjöllurum og sprengjubyrgjum síð-
ustu nótt, er mesta sprengjuhríð í
11 daga gekk yfir Beirut, höfuðborg
Líbanon. Stríðandi fylkingar létu
sem vind um eyru þjóta tilmæli um
vopnahlé og voru skotmörk valin af
handahófi. Að minnsta kosti 7
manns létu lífið og 53 særðust.
Ófriðlegt var einkanlega við „grænu
Iínuna“ svokölluðu, sem greinir
sundur íbúðarhverfi kristinna
manna og múhameðstrúarmanna.
Fulltrúar stríðandi fylkinga, sem
setið hafa á fundum að undanförnu,
hvöttu til vopnahlés, en kallinu var
ekki sinnt, og efast menn enn meir
fyrir vikið um burði þeirra til að
koma á friði í Líbanon.