Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 44
44 MORG.UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 IJE ItlMI KVIKHVNPANNA HVERJIR HREPPA HNOSSIÐ? Þrjár af ástiedunum fyrir því að Terms of Endearment hlaut flestar tilnefn- ingar í ár, 11 talsins — þau Shirley MacLaine, Debra Winger og Jack Nicholson. Oscarsverð- launin ’84 verða afhent á mánu- dagskvöldið Kitt er nokkuð oruggt, ad þrátt fyrir margvíslegar breytingar vestur í Ilollywood frá ári til árs, þá verður alltaf sami spenningurinn og húll- umhæið í kringum eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaheimsins — Óskarinn. Nú er þessi eftirsótti karl — sem ku vera röskt fet á hæð, losa 4 kfló, með 14 karata gullhúð — kominn vel á sextugsaldurinn án sýnilegra ellimarka. Verðlaunin verða afhent í 56. skipti með tilheyrandi pomp og pragt í Los Angeles Music Center að kvöldi 9. þessa mánaðar. Að venju kom ýmislegt á óvart er væntanlegir verðlaunahafar voru tilnefndir, en þeir eru fimm í hverju flokki, svo eftirvæntingin er ekki minni í ár en endranær. Athygli vakti sá mikli fjöldi til- nefninga sem myndir hlutu er kostuðu „lítið" í framleiðslu, en þá eru Bandaríkjamenn að tala um „litlar" 120—150 milljónir króna! Sú sem sat uppi með hvað sárast ennið var Barbra Streisand, en flestir spáðu því að mynd hennar, Yentl, yrði tilnefnd til allra helstu verðlaunanna og hún sem leik- stjóri og leikari, en ekkert varð af þeim draumum. Þá tóku margir til þess að Eric Roberts var ekki til- nefndur fyrir góðan leik sinn sem eiginmaður Dorothy Stratten í Star 80, og svo mætti lengi telja. Sú mynd sem margir spá að hirði flest meginverðlaunin í ár er Terms of Endearment. Hún hlaut flestar tilnefningar í ár, eða alls ellefu talsins. Þetta er tragikóm- ísk mynd sem fjallar um samband móður og dóttur. Þá er breska myndin The Dresser tilnefnd sem besta mynd ársins. Hún segir af aldurhnignum, enskum stórleik- ara og manninum sem séð hefur um líf hans að tjaldabaki í gegn- um árin. Þeir félagar eru leiknir af Albert Finney og Tom Courtn- ey, sem báðir hlutu tilnefningu ásamt leikstjóra myndarinnar, Peter Yates, en sú tilnefning kom fyrir brjóstið á mörgum. í kapphlaupinu um óskarinn fyrir bestu mynd ársins er gam- anmyndin The Big Chill sem fjall- ar um endurfundi vina frá há- skólaárunum, viðhorf þeirra til dauðans og fullorðinsáranna. The Right Stuff, sem er saga fyrstu sjö geimfara Bandaríkjanna og hins þjóðsagnakennda þjálfara þeirra. Fimmta myndin sem hlaut til- nefningu í ár er svo Tender Mercies, sem fjallar á hljóðlegan hátt um endurreisn country- western-söngvara. Bretar eiga fjóra þeirra leikara sem tilnefndir eru fyrir bestan leik í aðalhlutverki og er það eng- in nýlunda. Áður hefur verið minnst á Finney og Courtney, en auk þeirra koma við sögu Michael Caine fyrir túlkun sína á út- brunnu skáldi og kaldhæðnum kennara í Educating Rita og Tom Conti sem annað útbrunnið skáld og kvennamaður í sveitahéruðum Connecticut í Reuben, Reuben. Eini Bandaríkjamaðurinn í úrvali leikranna er Robert Duvall í hlut- verki drykkjusjúks kántrísöngv- ara sem finnur frið og ró í örmum góðrar sveitakonu í Tender Mercies. Conti er sá eini þeirra sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður. Courtney var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í Doctor Zhivago. Hinir eru öllu sigldari. Caine var tilnefndur fyrir leik sinn í Alfie og Sleuth, Finney fyrir Tom Jones og The Murder on the Orient Express en Duvall hlaut sínar fyrir The Great Sant- ini, The Godfather og Apocalypse Now. Leikkonan sem gekk út með Óskarinn fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í fyrra, Meryl Streep, er enn í sviðsljósinu, í þetta skipti sem hin nafntogaða iðnverkakona Silkwood, sem hlaut geislun við störf í kjarnorkuveri og fannst myrt um það leyti sem hún ætlaði að hefja mál á hendur verinu. Myndin er að sjálfsögðu Silkwood, en það kom mjög á óvart að hún var ekki tilnefnd sem ein besta mynd ársins. Val Julie Waters, hárgreiðslu- konunnar sem leggur út á náms- brautina í Educating Rita, kom á óvart, (einkum þar sem að Streis- and var skilin eftir í skugganum), en sama verður ekki sagt um þær Shirley MacLaine og Debru Wing- er í hlutverkum hinnar ómögulegu móður og langþjáðu dóttur í Terms of Endearment. Jane Alex- ander hlaut sín fyrir annars konar móðurhlutverk, en hún má horfa á börn sín farast í kjarnorkuspreng- ingu í Testament. Streep hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir Sophie’s Choise og 1979 fyrir bestan leik í aukahlutverki í Kramer vs Kramer. Að auki var Streep tilnefnd fyrir The French Lautinant’s Woman og The Deer Hunter. Ef Streep vinnur í ár verður hún þriðja leikkonan til að vinna Óskarsverðlaunin tvö ár í röð, skipar sér á bekk með Kath- arine Hepburn og Luise Rainer. Jane Alexander hefur hlotið til- nefningar áður fyrir The Great White Hope, All The President’s Men og Kramer vs Kramer. Winger var tilnefnd í fyrra fyrir An Officer and a Gentleman, en MacLaine hefur áður hlotið fjórar tilnefningar, fyrir Some Came Running, The Apartment, Irma la Douce og The Turning Point. Tilnefningar bestu leikstjóra í ár ollu einnig miklum heilabrot- um. Tveir þeirra sem nokkrum dögum fyrr hlutu tilnefningu Samtaka kvikmyndaleikstjóra (Directors Guild of America), Lawrence Kasdan fyrir The Big Chill og Philip Kaufman fyrir The Right Stuff, gleymdust. Þeir sem hlutu náð fyrir augum Akademí- unnar í ár voru Yates fyrir The Dresser, Mike Nichols fyrir Silk- wood, Nýliðinn James Brooks fyrir Terms of Endearment, Ástr- alinn kunni, Bruce Beresford, fyrir Tender Mercies og Ingmar Bergman fyrir Fanny and Alex- ander. Þeir þrír síðastnefndu hlutu tilnefningu bæði Samtaka leikstjóra og Akademíunnar. Nichols hlaut verðlaunin árið 1%7 fyrir The Graduate, en var tilnefndur árið áður fyrir Who is Afraid of Virginia Wofd? Bergman hlýtur einnig þriðju til- nefninguna í ár eftir Cries and Whispers 1973 og Face to Face 1976. Hvorki Beresford né Brooks hafa hlotið tilnefningu fyrr og ef Brooks vinnur verður hann fjórði ieikstjórinn sem fær Óskarinn fyrir sína fyrstu mynd. Hinir eru Delbert Mann fyrir Marty, Jerome Robbins fyrir Wesí Side Story og Robert Redford fyrir Ordinary People. Nú hef ég gert örlitla grein fyrir þeim útnefndu í meginflokkunum — mönnum og myndum. Ég læt fylgja að lokum upptalningu á öll- um tilnefningum í helstu flokkun- um. Svo læt ég fljóta með ágiskun á líklegustu sigurvegarana — mest í blindni — rétt til gamans: Besta myndin: Terms of Edear- ment. Besti leikstjórinn: James Brooks. Besti karlleikari í aðal- hlutverki: Robert Duvall. Besta leikkonan í aðalhlutverki: Shirley MacLaine. Besti leikari í auka- hlutverki: Jack Nicholson. Besta erlenda mynd ársins: Fanny and Alexander. S.V. RIGHT STUFF SILKWOOD C-«K> -W««r'tTM CiNTc^r »OI THE BIG CHILL THE DRESSER f kFwhy& Q Ape; q IMQMAR .Berqmati Mynd ársins: Terms of Kndearment, Tender Mercies, The Right Stuff, The Dresser, Thc Big Chill. Besta erlenda mynd ársins:' Carmen (Spánn), Entre Nous (Frakkland), Fanny & Alexander (Svíþjóð), Job’s Revolt (Ung- verjaland), Le Bal (Alsír). Besti leikstjórinn: Peter Yates/The Dresser, Ingmar Bergman/Fanny & Al- exander, Mikc Nichols/Silkwood, Bruce Beresford/Tender Mercies, Jamen L. Brooks/Terms of Endearment. Besti leikari (aðalhlutverk): Michael Caine í Educating Rita. Tom Conti í Reuben, Reuben. Tom Courtney í The Dresser. Robert Duvali I Tender Mercies. Albcrt Finney í The Dresser. Bcsta leikkona (í aðalhlut- verki): Jane Alexander í Testament. Shirley MacLaine í Terms of Endearment. Meryl Streep í Silkwood. Julie Walters í Educating Rita Debra Winger í Terms of Endcarment. Besti leikari í aukahlutverki: Charles Durning í To Be Or Not To Be. John Lithgow í Terms of Endearment. Jack Nicholson í Terms of Endearment. Sam Shepard í The Right Stuff. Rip Torn í Cross Creek. Besta leikkona í aukahlutverki: (!her í Silkwood. Glenn Close í The Big Chill. Linda Hunt í The Year of Living Dangerously. Amy Irving í Yentl. Alfred Woodard í Cross Creek. Bcsta irumsamda handritið: Laurcnce Kasdan, Barbara Benedik, The Big Chill, Ingmar Bergman, Fanny & Al- exander. Nora Ephron, Alice Arlen, Silk- wood. Ilorton Foote, Tender Mercies. Law- rence Lasker, Walter F. Parkes, War Gam- es. Besta handritið byggí á áður birtu efni: Harold Pinter, Betrayal. Ronald Harwood. The Dresser. Willy Russ el, Educating Rita. Julius J. Epstein, Reu- ben, Reuben. James L. Brooks, Terms of Endearment. Besta kvikmyndataka: Sven Ny- kvist, Fanny & Alexander. Don Peterman, Flashdance. Caleb Deschanel, The Right Stuff. William A. Fraker, War Games. Gordon Willis, Zelig. Besta klipping: Frank Morris, Edward Abroms, Blue Thunder. Bud Smith, Walt Mulconery, Flashdance. Glenn Farr, Lisa Fruchtmann, Stephen A. Rotter, Douglas Steward, Tom Rolf, The Right Stuff. Sam O’Steen, Silkwood. Richard Marks. Terms of Endearment. Besta frumsamda tónlistin: Leon ard Rosenman, Cross Creek. Johi? Willi ams, Return of the Jedi. Bil! Conti, The Right Stuff. Michaeií Gore, Terms of Endearment. Jerry Goldsmith, Under Fire. Bestu búningar: Joe I. Tompkins, Cross Creek. Marik Vos, Fanny & Alex- ander. Willian Ware Theiss, Heart Like a Wheel. Anne-Marie Marchand, The Return of Martin Guerre. Santo Loquasto, Zelig. (Heimildir: The New York Times. Variety).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.