Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 41 ÞINGBRÉF eftir STEFÆN FRIÐBJARNARSON styrkja rekstrarstöðu RÚV, sem gegndi áfram mikilvægu frétta- og menningarhlutverki. Hjörleifur Guttormsson, sem í seinni tíð kemur æ oftar fram sem talsmaður Alþýðubandalags á Al- þingi í fræðslu- og menntamálum, hafði hinsvegar allt á hornum sér, er hann ræddi frumvarpið. „Við gagnrýnum þá þróun," sagði hann, „þar sem fjármagn verður drottn- andi afl og ráðandi um útbreiðslu áróðurs og viðhorfa." Sjónarmið hans virtist það, að pólitískt kjör- in skömmtunarnefnd eigi áfram að velja hljóðvarps- og sjónvarps- efni „ofan í“ sauðsvartan almúg- ann. Þröngsýn afstaða Alþýðu- bandalagsins kom engum á óvart. Það gerði hinsvegar afstaða Kvennalistans, sem var enn forn- eskjulegri. „Ég tel það allt of mikla bjart- sýni að halda að RÚV geti keppt við fjársterka aðila um mannafla og ennþá síður um efni,“ sagði Kristín Halldórsdóttir (Kvl). „Ástæða er til að óttast atgervis- flótta frá stofnuninni" (RÚV). Hér sýnist það ekki skipta mestu máli að fólk hafi nægt framboð hljóð- varps- og sjónvarpsefnis og rétt til að velja og hafna, eins og þegar önnur þjónusta á í hlut (bækur og blöð), heldur hver veitir þjónust- una. Auðlindarannsóknir á landgrunni íslands Lífskjör landsmanna og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar byggist í bráð og lengd á því að erja svo akur þjóðarbúskaparins að hann gefi vaxandi uppskeru, þ.e. þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjur. Þar skiptir máli að þróa sjálfa þjóðfélagsgerðina þann veg, að hún feli í sér hvata hjá ein- staklingunum til að nýta hugvit sitt og framtak, menntun og þekk- ingu sem bezt. Þá Skiptir ekki síð- ur máli að nýta tækifæri, sem for- sjónin leggur okkur í hendur. Nefna má lífefnaiðnað, stóriðju, fiskirækt og hugsanleg verðmæti í landsgrunni íslands. „Þrátt fyrir ýmis gildandi laga- ákvæði og samninga er land- grunnið ekki eign ríkisins í skiln- ingi opinbers réttar. Hins vegar er það hluti af ríkissvæðinu, þannig að strandríkið hefur ríkisyfirráð varðandi allar rannsóknir og nýt- ingu auðlinda þess. í þessu felst að enginn má rannsaka eða nýta auð- lindir landgrunnsins án skýlauss leyfis strandríkis.“ Þannig kemst Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðu- neyti, að orði í gagnmerkri grein- argerð um rannsóknir setlaga og hugsanlegra auðlinda í land- grunninu. Gunnar G. Schram (S) lagði á dögunum fram tillögu til þings- ályktunar um auðlindarannsóknir á landgrunni íslands, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að efla og hraða rann- sóknum á landgrunni íslands, inn- an jafnt sem utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar, með sér- stöku tilliti til auðlinda sem þar kunna að finnast." I greinargerð er vitnað til haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem staðfestir yfirráðarétt strandríkja til landgrunns og hafsbotns innan 200 mílna efna- hagslögsögu, auk hugsanlegs rétt- ar utan þeirra marka, allt að 350 sjómílum, sem byggður yrði á jarðfræðilegu framhaldi landsins og öðrum jarðfræðilegum þáttum landgrunns og hafsbotns. Af þess- um sökum sé hin mesta nauðsyn að afla sem gleggstrar vitneskju um landgrunnið og hafsbotninn umhverfis ísland svo hægt sé að styðja kröfur um landgrunnsrétt- indi utan 200 sjómílna markanna. í þessu sambandi verður ekki komizt hjá að minna á frumvarp til laga um skipan olíuleitarmála og hagnýtra hafsbotnsrannsókna á íslenzku yfirráðasvæði, sem flutt var í efri deild Alþingis 1981 af þeim Lárusi Jónssyni (S) og Eyjólfi K. Jónssyni (S), en sá síð- arnefndi hefur verið helzti tals- maður íslenzkrar hagsmunagæzlu í hafréttarmálum á Alþingi. í greinargerð er m.a. vikið að tilraunaborunum í Flatey á Skjálfanda árið 1982 á vegum Orkustofnunar, sem staðfestu, að allþykk setlög er að finna undir eynni, en borholan var hinsvegar langt frá því að vera nógu djúp til þess að unnt væri að ganga úr skugga um heildarþykkt setlag- anna. Nýtt — Nýtt Kjólar frá Vínarborg, blússur, pils, peys- ur frá Þýskalandi og Sviss. Glugginn Laugavegi 40 Skrifstofuþjálfun Mímis EINKARITARASKÓLINN Tekiö veröur við umsóknum vegna skólavistar næsta vetur nú í apríl. Kjarni A.: skrifstofuþjálfun á ensku. Kjarni B.: skrifstofuþjálfun á íslensku. Allar upplýsingar á skrifstofunni, kl. 1—5 eftir há- degi. MimÍr, Brautarholti 4, sími 10004. Galv-a-grip á galvan- íseraö járn og ál. Járn- iö á þessum húsgafli var endurnýjaö fyrir 2 árum. Þegar síöasti nagli haföi veriö rek- inn, var grunnmálaö meö Galv-a-grip. í dag er járniö eins og þaö hafi verið málaö í gær. Meö Galv-a-grip undramálningunni er hægt aö gera þaö sem taliö hefur veriö óframkvæmanlegt. Árlega rigna niöur og ryöga verömæti fyrir hundruö milljóna vegna þess aö járn er látiö standa ómálaö í fjölda ára. Meö Galv-a-grip er hægt aö mála allt frágangsjárn (sléttjárn) svo sem kjöl, kanta o.fl. fyrir uppsetningu. Verksvitiö svíkur engan. Galv-a-grip er í senn grunnur og yfirmálning, ein umferö ca. 1 lítri á 7m2 bárujárns (þykkt lag) hefur gefist mjög vel. Galv-a-grip er lausn á miklum vanda. Það er þjóðarhagur og kjarabót að nota Galv-a-grip. Aðeins dýrara en ódýrast miðað við gæði. M. Thordarson Box 562,121 Reykjavík Kvöldsími 23837. Sölustaðir B.B. Byggingavörur O. Ellingsen Litaver Slippbúðin Mýrargötu Smiösbúöin Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.