Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
Á flota- og heræfingum NATQ:
RÁÐIST INN í
NORÐUR-NOREG
egar Bretar náðu Falklandseyjum af
Argentínumönnum fluttu þeir land-
gönguliðana jafnt með herskipum og
ferjum sem þeir tóku leigunámi. í hinum miklu
flota- og heraefingum NATO í Norður-Noregi nú
í mars voru fjórar ferjur notaðar til að flytja
hluta þeirra 11.600 landgönguliða (marines),
sem gerðu strandhögg skammt fyrir sunnan
Tromsö. Bárust þær fréttir um sóknarflotann
að á ferjunum væru konur við þjónustustörf og
fæðið eins og á fyrsta farrými, meira að segja
kavíar í forrétt, sem hermennirnir hefðu hafnað
af því að þeir héldu að þeir væru að fá maura!
Blaðamönnum var nú í fyrsta sinn boðið að vera
með sóknarflotanum síðasta spöl hans frá
Þrándheimi til áfangastaðar í Malangenfirði og
Ballsfirði skammt frá herbækistöðvum Norð-
manna við Bardufoss, en þar hafa Norðmenn
fjölmennustu herfylki sín í nágrenni sovésku
landamæranna sem þó eru í meira en 500 km
fjarlægð. Vorum við fjórar nætur með flotanum
og bjuggum um borð í bandaríska landgöngu-
skipinu Saipan. Alls voru 17 blaðamenn í hópn-
um og var ætlunin að okkur yrði skipt niður á
landgönguliðasveitir og við fylgdumst með þeim
fyrsta sólarhringinn í landi. Því miður heppn-
aðist sú ráðagerð ekki að fullu, vegna veðurs og
tæknilegra atriða. Sjö okkar sem áttu að fara í
land með breskum og hollenskum sveitum kom-
ust aldrei til þeirra.
Á kortinu er sýnt hvernig heraflanum var skip-
að við landgöngu og til varnar umhverfis flug-
völlinn í Bardufoss sem landgönguliðarnir áttu
að ná á sitt vald.
& ÁRÁSARLIÐ A‘VflRNflRLIí)
Iœ ÍOOOMENN M 1000 MEHN
■ LANDGÖNfiU-
▼ 5TALIR.
, CVARNAR-
LÍNA
i 5ÓKNARLE1ÐIR
<9forJmtnnJ
C?\ STORTYLKI15 jj <=HRA&UP(L) \ STORFYLKI N
6.®herdeild
eftir Björn
Bjarnason
2. GREIN
Fljótandi þorp
Hlutverk Saipan er að flytja
landgönguiiða hvert sem er í ver-
öldinni og koma þeim í iand með
þyrlum, landgönguprömmum eða
bryndrekum sem eru jafnvígir á
sjó og landi. Þilfarið er fiugvöllur
250 m langur og 43 m breiður, þar
sem bæði þyrlur og þotur sem
lenda og fara á loft lóðrétt geta
athafnað sig. Skutur skipsins er
opnanlegur og unnt að láta sjó
flæða inn í hann en þaðan sigla þá
landgönguprammar (mest 7 eftir
gerð þeirra). Hver prammi hefur
eigin áhöfn sem býr um borð í
honum og hugsar um hann eins og
„sitt“ skip. Saipan er 40.000 lestir.
f áhöfninni eru 60 foringjar og 837
sjóliðar en alls er þar rými fyrir
172 landgönguforingja og 1.730
óbreytta hermenn eða samtals
2.799 menn um borð. Alls rúmast
35 þyrlur í skipinu og 200 farar-
tæki önnur, bryndrekar, fiutn-
ingabílar, fallbyssur, skriðdrekar,
jeppar, jarðýtur o.fl., o.fl. Vélar-
aflið er 70.000 hestöfl og nær skip-
ið yfir 20 hnúta hraða. Banda-
ríkjamenn eiga fimm svona skip
og tóku tvö þeirra þátt í þessari
æfingu, Saipan og Nassau.
Um borð er sjúkrahús með fjór-
um aðgerðarstofum, 20 rúma gjör-
gæsludeild og sjúkrarúmum fyrir
300 manns. Unnt er að elda 8.000
máltíðir daglega. Skipið er búið
eigin sjónvarpsstöð, þar sem sýnd-
ar eru kvikmyndir, fræðslu- og
skemmtiþættir auk frétta. Skóli er
starfræktur um borð og þar eru
verslanir auk pósthúss og þvotta-
húss. Skipið er vopnað eldflaugum
til varnar gegn flugvélum, sex 20
mm fallbyssum og þremur 54 kal-
ibrabyssum.
Á friðartímum eru skip af þessu
tagi send á vettvang til neyðar-
hjálpar svo sem vegna náttúru-
hamfara.
Það vakti undrun okkar blaða-
mannanna að við gátum ekki sent
fréttir frá þessu fljótandi þorpi og
greinilegt var að fjarskipti vegna
okkar nutu ekki forgangs í stjórn-
stöð þess. Hvað sem því leið fór vel
um okkur þarna, ekki var unnt að
kvarta undan fæðinu og á kvöldin
horfðum við á kvikmyndir í for-
ingjamessanum.
Landgönguliðarnir
Herafla er almennt skipt í þrjár
greinar: flugher, flota og landher.
Að sjálfsögðu var flugherinn ekki
til fyrr en nú á þessari öld og lík-
lega líður ekki á löngu þar til
geimher kemur til sögunnar. Hins
vegar gerðist það 28. október 1664
að Karl II Bretakongunur skipaði
svo fyrir að 1.200 „Land Souldjer"
skyldi dreift á skip í flota hans
hátignar. Til þessara fyrirmæla
má rekja sögu landgönguliðanna.
Þeir eru landhermenn sem sendir
voru til sjós og verða að vera undir
það búnir að berjast hvar sem
skipin koma að landi. Nú á tímum
nota landgönguliðar einnig flug-
vélar. Á ensku eru landgönguliðar
kallaðir „marines" sem í ensk-
íslenskri orðabók Sigurðar Arnar
Bogasonar er þýtt þannig: „hópur
hermanna til þjónustu á sjó“, kom
bókin þó út 1952 eftir að land-
gönguliðar höfðu getið sér gott orð
í síðari heimsstyrjöldinni, ekki
síst hinir bandarísku á Kyrrahafi.
Breskir landgönguliðar (40 for-
ingjar og 775 óbreyttir liðsmenn),
hernámu ísland 10. maí 1940 og
sumarið 1941 komu hingað banda-
rískir landgönguliðar til að leysa
Bretana af, en bandaríska sveitin
var síðan send héðan til að herja á
Japani í Kyrrahafi. Það orð fer af
landgönguliðum að þeir séu mestu
harðjaxlarnir í hópi hermanna og
láti ekkert aftra sér.
Bandaríkjamenn eiga fjölmenn-
ustu landgönguliðasveitirnar, US
Marines, en í þeim eru tæplega 200
þúsund manns. í bresku sveitun-
um, Royal Marines, eru alls tæp-
lega 8.000 manns og Hollendingar
eiga 2.800 landgönguliða. Bretar
og Hollendingar æfa saman og
bresk skip flytja Hollendingana.
Sovétmenn hafa verið að þjálfa
hermenn til strandhöggs á nálæg-
um og fjarlægum ströndum og nú
er talið að um 15.000 menn séu í
sovéskum landgöngusveitum.
Mestu sovésku æfingarnar til
þessa voru í Eystrasalti fyrir rúm-
um tveimur árum. Eins og málum
er háttað er ekki talið að Sovét-
menn ráði yfir nægu afli á þessu
sviði til þess að senda landgöngu-
liða til dæmis til Islands. Öðru
máli gegnir um Norður-Noreg og
lönd nær Sovétríkjunum en fsland
og víst er að Sovétmenn hafa ekki
lagt hendur í skaut á þessu sviði.
Sú regla hefur skapast að fjórða
hvert ár er efnt til landgönguæf-
inga í Norður-Noregi með skipum
‘ - “ " • t • lálH iH l u
undir yfirstjórn Atlantshafsher-
stjórnar NÁTO og liðsafla frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Hollandi. Þar að auki æfir hraðlið
Evrópuherstjórnar NATO í
Norður-Noregi annað hvert ár. Nú
í mars féllu þessar æfingar saman
í fyrsta sinn.
í sameiginlegu varnarkerfi
NATO líta bresku landgöngulið-
arnir á sig sem sérsveitir Atl-
antshafsherstjórnarinnar er
senda megi hvert sem er en gegni
þó lykilhlutverki við varnir
Norður-Noregs og eyjanna á Atl-
antshafi og í því samhengi nefndi
talsmaður bresku sveitanna í Nor-
egi sérstaklega portúgölsku eyj-
arnar Madeira og Azor og Ber-
muda-eyjar við strönd Bandaríkj-
anna. Ég spurði um ísland. Kom í
ljós að Royal Marines líta ekki á
fsland í þessu samhengi. Var helst
að skilja að ástæðan fyrir því væri
söguleg, Bretar telji að þeir yrðu
ekki vel séðir á íslandi vegna þess
að þeir hernámu landið á sínum
tíma. Á árunum 1968 og 1969
efndu breskir landgönguliðar til
heræfinga hér á landi meðal ann-
ars í Þjórsárdal, en síðan ekki sög-
una meir. í raun hafa landgöngu-
liðar aldrei æft sig hér á landi eins
og þeir gera í Norður-Noregi og
hvarvetna annars staðar þar sem
þess mætti vænta að þeirra yrði
þörf. Eftir því sem ég kemst næst
eru pólitískar ástæður fyrir því að
ísland hefur orðið útundan að
þessu leyti fremur en hernaðar-
legar.
Bandarískir landgönguliðar
hafa það sérstaka hlutverk um
heim allan að gæta öryggis í
bandarískum flotastöðvum og í
sendiráðum Bandaríkjanna. Þeir
starfa því við Laufásveg hér í
Reykjavík og rúmlega 100 eru á
Keflavíkurflugvelli.
Varnir gegn
vetrarhörkum
Bandarískir landgönguliðar eru
ekki vanir heimskautaloftslagi að
vetri til. Um borð í Saipan var lagt
ofurkapp á að búa hermennina
undir landgönguna í Noreg og
vistina í snævi þökktu fjalllend-
inu. Sumir Bandaríkjamannanna
höfðu aldrei séð snjó og aldrei
þurft að klæða af sér kulda eða
vinna við byssur og brynvarin far-
artæki í frosthörkum. í sjónvarps-
kerfi Saipan voru hvað eftir annað
sýndar fræðslumyndir um það
hvernig menn ættu að haga sér í
snjó og kulda, forðast vosbúð og
koma sér fyrir í tjöldum að næt-
urlagi. Sérfræðingur í þessum efn-
um flutti erindi um þau yfir okkur
blaðamönnunum, svo við færum
okkur ekki heldur að voða. Nokkur
hluti Bandaríkjamannanna hafði
verið í tæpar tvær vikur í vetrar-
hörkum í Minnesota til að búa sig
undir dvölina í Noregi og hópur
hafði einnig verið sendur til snævi
þakinna fjalla í Kaliforníu. Þá var
okkur sagt að á leiðinni yfir Atl-
antshaf hefðu landgönguliðarnir
horft á víedó-myndir í 17 klukku-
tíma um varnir gegn snjó og
kulda. 1 sjúkrahúsi Saipan höfðu
læknar verið þjálfaðir til að
hjúkra þeim sem ekki þyldu kuld-
ann.
Bresku og hollensku landgöngu-
liðarnir eru tvímælalaust betur
undir það búnir en Bandaríkja-