Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
Punktar frá Finnlandi:
BaðstoAikröId
og byggingar
aflokkunum á hönd. Hins vegar
væri allt í vitleysu þegar þessar
tvær stúlkur væru veikar og því
væri mönnum misjafnlega mikið
áhugaefni að þær héldu góðri
heilsu, eða eftir því hvar þeir
væru staddir í pólitíkinni.
I Helsinki hefur verið farið
með okkur vítt og breitt um bæ-
inn. Við vorum dagstund í þing-
húsinu þar sem virðist vera ögn
rýmra um þingmenn en í okkar
Alþingishúsi. Þar eru gríðar-
stórar vistarverur fyrir allar
hugsanlegar nefndir og þing-
flokksfundi og síðan tylltum við
okkur ásamt ellilffeyrisþegum
llelsinki. 5. apríl. Frá Jóhönnu Kristjóns-
dóttur. blaóam. Mbl.
VH) HÖFUM nú verið hér fjórir
íslenskir blaðamenn síðan á
sunnudagskvöldið síðasta í boði
finnska utanríkisráðuneytisins og
okkur hefur verið hampað og hoss-
að og við höfum vissulega fengið
góða hugmynd um orðlagða
finnska gestrisni.
Einn af þessum dögum var
farið til Turku sem er þriðja
stærsta borgin og lengi höfuð-
borg Finnlands. Þangað mun
forseti íslands einnig koma í
heimsókn sinni og við skoðuðum
bæði Dómkirkjuna og höllina í
bænum sem eru bersýnilega
stolt Turku. Höllin var að
nokkru reist á þrettándu öld en
síðan hafa hvað eftir annað
komið upp eldsvoðar þar og því
byggt við og breytt og endur-
byggt og það hefur að leik-
mannsdómi ekki allt tekist svo
að fulls samræmis gæti. Dóm-
kirkjan hefur einnig orðið fyrir
barðinu á eldi og það er raunar
furðulegt að heyra hvað eldsvoð-
ar hafa oft og einatt leikið þessa
borg grátt. Eftir einn slíkan,
sem lagði nánast alla borgina í
rúst á síðustu öld, var miðbær
hennar endurskipulagður og
gerð ný áætlun um byggingar-
svæðið sem borgin hefur yfir að
ráða. Jarðvegurinn er ekki
traustur og því setur það stækk-
un borgarinnar vissulega nokkr-
ar skorður.
Við hittum borgarstjórann i
Turku, Veino Linna, geðugan og
elskulegan mann sem gaf okkur
undurfallega bók um staðinn,
lýsti fögnuði sínum með vænt-
anlega heimsókn forsetans og lét
sýna okkur skemmtilega kvik-
Úr Musteriskirkjunni í Helsinki.
mynd um Turku. Hins vegar
varð hann dulítið dapur í bragði
þegar við spurðum hann um
pólitíska skiptingu innan bæjar-
stjórnarinnar. Það hefði nú farið
svo í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum að sósíaldemókratar og
kommúnistar hefðu fengið
tveggja manna meirihluta. Síðan
hefðu tvær stúlkur úr hópi sósí-
aldemókrata farið að endur-
skoða hug sinn og gengið borgar-
og grunnskólanemendum á þing-
bekk og fylgdumst stutta stund
með stjórnarandstöðuþingmanni
ræða skattamál og virtust aðeins
áheyrendur hlýða á mál hans,
þingmennirnir spjölluðu hins
vegar saman, gengu fram og aft-
ur eða blöðuðu í skjölum. Við
fórum einnig út á Hanaholmen
sem er þekkt sænskt-finnskt
menningarsetur og margir ís-
lendingar kannast án efa við, en
þar var Ann Sandelin einn helst-
ur ráðamaður áður en hún tók
við stjórn Norræna hússins og
menn huga gott til að fá hana
aftur til starfa svo og Borgar
Garðarsson leikara sem virðist
mjög vel metinn leikari hér í
landi. Hanaholmurinn var í
vetrarbúningi þegar við komum
þangað en á sumrin mætti segja
mér að þar væri afar fagurt um
að litast. Vingjarnleg stúlka,
Anna Stína, fylgdi okkur um
húsið og sýndi okkur myndarleg
fundaherbergi, prýðilega að-
stöðu fyrir gesti sem búa þar
meðan ráðstefnur eru haldnar
og við litum inn í bókaherbergi
miðstöðvarinnar og var sagt að
þar væri að finna fáeinar ís-
lenskar bækur eftir Halldór
Laxness.
Einn morguninn þegar við
vorum að leggja af stað frá bú-
stað okkar, Hótel Marski, var
snjór og óvenjulega mikil hálka
á gangstéttum. Þá tókst ekki
betur til en svo að einn úr hópn-
um, Guðmundur Árni frá Al-
þýðublaðinu, hrasaði og bár
fyrir sig höndina og þóttist hafa
vel sloppið og kvartaði í engu.
Síðan héldum við glaðbeitt á
fund Koivisto forseta eins og
þegar hefur verið sagt frá, áttum
hjá honum kurteisa stund og síð-
an var farið til að hlusta á hina
ýmsu ágætu menn sem sögðu
okkur bæði frá innan- og utan-
ríkismálum. Eftir því sem á dag-
inn leið versnaði þó ástandið á
fingri alþýðublaðsmannsins, en
hann lét sig hafa það þó höndin
væri þrýst margsinnis. Við sáum
þó að við svo búið mátti ekki
lengur standa og þegar læknir
skoðaði hann seint um eftir-
miðdaginn kom í ljós að hann
hafði tvíbrotnað á fingri og varð
nú að setja gips um fingurinn.
Þetta þótti bæði okkur og
finnskum fylgdarmönnum okkar
meiri hreysti en aðrir hefðu
sýnt.
Koivisto forseti er ákaflega
vinsæll maður hér og hefur þó
ekki verið auðvelt að fara í föt
Kekkonens fyrrverandi forseta
sem menn dá og virða. Kannski
skýringin á vinsældum Koivisto
WedgwoocT
Höfum nú á boðstólum eitt vinsælasta kafflstell úr
beinpostulíni „Bone China“ frá Wedgwood, Gold
Chelsea. Hvítt með gylltri rönd. Einnig fáanlegt al-
hvítt.
Eigum stórkostlegt úrval af glæsilegum gjafavörum.
Postulínsrósirnar frá Aynsley og postulínsegg. Til-
valdar gjafir um páskana og sumardaginn fyrsta.
KeRöal
Hverfisgötu 105, sími 26360.
Naeg bílastæði að baki hússins, innkeyrsla frá Snorrabraut.
Tilboð óskast
Tilboð óskast
Tilboð óskast í Chervolet Blazer S-10 (Tahoe) árgerð 1983, Ford Bronco
árgerð 1983, Mercury Zehyr árgerð 1982, Chevrolet Camaro Rally Sport
árgerð 1981, Chevrolet Monza árgerð 1980, AMC Jeep CJ-7 árgerö 1976, auk
fleiri bifreiða.
Bifreiðirnar verða á útboði þriðjudaginn 10. apríl nk. í bifreiðasal Sölu varnar-
liðseigna, Grensásvegi 9, kl. 12—15.
Síðasta bifreiðaútboð fyrir páska. Sala varnarliðseigna.