Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
7
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund óskar ólafsson
Það má gjarnan kalla það eitt
af vormerkjunum þegar dregur
að fermingum. Þess sér reyndar
stað fljótlega upp úr áramótum
hvað í vændum er, þegar byrjað
er að auglýsa í fjölmiðlunum,
hvað muni nú hentast þetta árið
að gefa unglingunum við tíma-
mótin. í annan stað mun það
gerast á mörgu heimili að tím-
anlega sé farið að undirbúa á
ýmsan hátt, ef ferma á að vori.
Ýmsum finnst að tilstandið sé
víða fullmikið og rétt mun það
vera, jafnvel er gengið svo langt,
að í einu dagblaðanna fyrir
skömmu mátti sjá eftirfarandi
setningu: „Stórar gjafir og veg-
legar veislur eru haldnar en
sjálft guðsorðið og tilgangur
fermingarinnar gleymist eða er
gefinn lítill gaumur." Ekki eru
nú spöruð stóru orðin þarna,
reyndar harla merkilegt hvað
sumir eru fljótir að alhæfa og
gera eitthvert orðspor eða eigin
hugrenningar að altækum sann-
indum. Víst eru umsvifin að ytra
hætti of mikil vegna ferminga,
a.m.k. sumstaðar, en hitt held ég
að við ættum að athuga, að þessa
gætir í flestum tilvikum þegar
við gerum okkur dagamun eða
viljum gera eitthvað myndarlega
og þó að þetta gangi stundum úr
hófi, þá held ég að það sé full
mikið sagt að slíkt þurfi ævin-
lega að skyggja allskostar á inn-
tak þeirra atburða, sem verið er
að fagna. En hverju fögnum við
þegar fermt er? Er ekki megin-
mál að það sé ljóst? Að áliti
þeirra sem eru í forsvari af
kirkjunnar hálfu, þá er verið að
fagna því að söfnuðir hafa staðið
við þær skuldbindingar að veita
skírðum einstaklingum skírnar-
fræðslu, það er tilsögn í grunn-
sannindum kristinnar trúar og
þeirri ábyrgð, réttindum og
skyldum sem slíku fylgja. Lokið
er einskonar áfanga í þeirri trú-
arlegu uppbyggingu, sem uppal-
endur, heima fyrir, ásamt skóla
og kirkju hafa tekið að sér að
miðla til þeirra, sem skírn hafa
hlotið. Rétt er að undirstrika að
hér er ekki um að ræða neins-
konar valdboð eða ítroðslu, því
að „kristið uppeldi sem vill vera
sjálfu sér samkvæmt getur ekki
falið í sér ytra valdboð eða
þvingun til trúar og viðhorfa,
heldur á það að vera uppeldi til
sjálfstæðis, bæði að því er varð-
ar athafnir og afstöðu." (Sig.
Pálsson námsstj.)
Þegar Jesús hafði kallað til sin
lærisveina og sendi þá síðan út í
heiminn með erindi sitt, þá sagði
hann: Farið ... skírið ... og
kennið þeim ..." Hvernig til
tekst hjá okkur að fara eftir
þessu og koma því til skila, það
er þarflegt að skoða og blandast
víst engum hugur um að mis-
brestur er á að nógu vel fari,
hvort heldur við lítum til heimil-
anna, skólans eða kirkjunnar
sem stofnunar. Mér er það mæta
vel ljóst hverju sinni, þegar
dregur að fermingu að unga
fólkið margt, sem ég hefi fengið
að umgangast, það er ekki með
öll sannindi „upp á vasann“ og
mér er það líka sárlega ljóst að
of fáir ástvinir þess hafa gefið
sér jafn góðan tíma á mánuðun-
um fyrir fermingu til að taka
þátt í fræðslunni og helgihaldi
með börnum sínum, eins og þeir
sýnast gera, þegar að athöfninni
sjálfri kemur og tilhaldinu og
með slíkri vanrækslu eru ástvin-
ir í rauninni að grafa undan því
að fræðslan sé tekin alvarlega,
því þegar fordæmið og áhugann
vantar heima, þá er ekki von til
mikils árangurs. En þrátt fyrir
þetta, þessa vanrækslu okkar
Ferming
allra, þá held ég að býsna margt
sitji eftir í huga og hjörtum
ungmenna frá undirbúnings-
skeiði, hvað sem sagt er, þegar
annað þykir henta betur í frétt-
um.
Það ætti að vera flestum ljóst
að fermingarathöfn er engin
töfraathöfn eða stórmerki sem
líklegt er til að valda straum-
hvörfum, heldur veltur á mestu
hvernig hlúð er að þeim vísi til
trúarþekkingar og tilbeiðslu,
sem reynt var að sá til á meðan á
fermingarundirbúningi stóð, en
því skyldi heldur ekki gleymt að
sérhvert vers, sem barni er
kennt við stokkinn og hvert for-
dæmi til fylgdar við vilja Guðs,
sem ástvinir hafa fyrir barni
sínu, allt er það einnig þáttur í
fermingarundirbúningi.
Víst vitum við, sem árin höf-
um nokkuð mörg að baki, við er-
um orðin það veðruð að gera
okkur grein fyrir því, að ekki er
allt varðandi lífsgæfuna heim-
anfengið úr höndum okkar fyrir
börnin okkar. Við getum bent,
stutt og leitt, en það er máttur
meiri en við ráðum yfir, sem
spinnur örlagaþræði í stundir og
daga, sem við taka hjá unga
fólkinu. En það getur enginn
tekið frá okkur að sá þeim fræ-
kornum og kenna þeim að líta í
þá átt, sem við treystum stað-
fastlega að geti gefið þeim
styrkleika og traustan búnað í
lífsnestið. Og þó að kirkjan með
sína fermingu sé ekki nokkur
trygging fyrir áfallalausri ferð,
þá trúi ég að ennþá lifi sú trú
með flestum í þessu landi, að við
getum ekkert gefið börnum okk-
ar betra til vegvísunar og lífs-
heilla en fylgdina við Jesúm
Krist. Það var eitt af ferming-
arbörnum ársins, sem skrifaði í
smáritgerð þessi orð: „Ég hef
lært um Jesú í vetur og skilið
hvað Guð er góður, en ég get alls
ekki skilið af hverju fólk hlustar
ekki betur á hann og tekur meira
mark á honum." Já, það þarf
ekki háan aldur til þess að
greina það að veröldin gæti verið
öðruvísi og betri, ef Drottinn
þætti marktækari til áhrifa. Og
við sem erum fullorðin megum
trúlega stundum bera kinnroða
frammi fyrir börnum okkar
fyrir að kenna þeim og vísa veg,
sem við göngum of sjaldan sjálf.
Það er áreiðanlega ósk okkar
allra á þessu vori sem endranær
að unga fólkið, sem um þessar
mundir leitar blessunar við ölt-
uru kirknanna, að það taki okkur
fram, hvað varðar trúfesti við
Jesúm Krist og boðskap Hans,
að það taki meira mark á Hon-
um en okkur hefur auðnast og
vinni með því að því, að skapa
nokkru hlýrri heim og betri er
stundir líða. Og þó að ferming-
arbörnin hafi sum takmarkaða
kunnáttu í fræðunum eins og við
mörg hver, sem stærri erum, þá
er gott að minnast þess að þau
eru ekki að lúta fylgd við þann
leiðtoga, sem þykir vænt um þau
í samræmi við kunnáttu og próf
og ytri eiginleika, heldur helgar
þau öll með elsku sinni og varð-
veislu hvernig sem þau eru búin
til farar fyrir augum manna.
Hvítu kyrtlarnir minna ekki á að
börnin séu allsendis flekklaus,
heldur að Guð einn hafi ráð á
þeim lit altærum, sem geti gert
þeim bjart fyrir augum í lífinu.
Já, nú er að koma vor og ekki
langt í vornálina og ylinn. Og
það er elskulegt að hugsa til þess
á sinn hátt fyrir ástvini unga
fólksins, sem nú er að fermast,
að það er að ganga út í vorið í
tvennum skilningi, bæði út í
blíðu komandi árstíðar og einnig
út í vordaga æskunnar. Og ég er
viss um að öllum sem þykir vænt
um þau bregður ekki svo mjög þó
að dálítið umstang sé í kringum
fermingardaginn, á meðan sú
vonin vakir að sitthvað frá at-
höfn og undirbúningi muni leiða
til þeirrar sumarhugsunar og
björtu gleði, sem trúartraustið á
Guði getur fært þeim í hjarta-
stað. Jesús sagði: Fylgið mér —
ég er vegurinn — ég er lífið
sjálft. Og það er Hann sem lyftir
höndum og blessar þau börn sem
krjúpa við altari kirkju Hans og
biðja handleiðslu Hans. Megi
Guð gefa að unga fólkið leggi
lófa í Hans helgu, traustu hönd
og bindi trúnað við Hann. Við
eigum ekki völ á að benda til
farsælli fylgdar þeim sem okkur
er annast um og enginn annar
hefur efni á að segja: „Ég mun
vera með ykkur allt til enda ver-
aldar."
1
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Píanó — Flyglar
Steinway & Sons
Grotrian — Steinweg
Ibach
Pálmar ísólfsson & Pálsson.
Pósthólf 136, Reykjavík,
símar 30392, 15601, 30257.
DSTOÐ
VERÐBRÉFA-
IDSKIPTANNÞ,
Sparifjáreigandi!
Hefur þú íhugaö sparnaðarkostina
sem eru á markaöinum í dag?
Raunávöxtun m/v mismunandi verðbólguforsendur: Árs- Ávöxtun Verð- trygg- ing Veröbólga
12% 15% 20%
Verðtr. veðskuldabr. 9,87 Já 9,87 9,87 9,87
Eldri spariskírt. Mism. Já 5,30 5,30 5,30
Happdr.skuldabr. 5,50 Já 5,50 5,50 5,50
Ný spariskírt. 5,08 Já 5,08 5,08 5,08
Gengistr. sparisk. 9,00 ? ? ? ?
Ríkisvíxlar 25,72 Nei 12,25 9,32 4,77
Alm. sparisj.reikn. 15,00 Nei 2,68 o -4,17
Sparisj.reikn. 3 mán. 17,70 Nei 5,09 2,35 -1,92
Sparisj.reikn. 12 mán. 19,90 Nei 7,05 4,26 -0,08
Landsb. sparisk. 6 mán. 22,1 Nei 9,01 6,17 1,75
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum viö
eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá:
□ Eldri spariskírteini ríkissjóös
□ Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs
□ Ríkisvíxlar
□ Óverötryggö veöskuldabréf, 18—20%
□ Óverðtryggð veðskuldabréf, hæstu
leyfil. vextir
□ Verðtryggð veðskuldabréf, 2—5 ár
EIGENDUR SPARISKSRTEINA
RÍKISSJÓÐS ATHUGIÐ!
Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1
er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti
umfram verðtryggingu á ári. Nú eru á
boöstólum spariskírteini sem bera 5,3%
vexti umfram verðtryggingu á ári fram að
hagstæöasta innlausnardegi.
Kynnið ykkur ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag.
Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags-
ins er ávallt reiöubúið að aðstoða við val á hag-
kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum
hvers og eins.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
9. apríl 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóða
Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d.
1970-2 17.415,64 Innlv. í Seðlab 5.02.84 '
1971-1 15.303,83 5,30% 1 ár 156 d.
1972-1 13.821,74 5,30% 1 ár 286 d.
1972-2 11.384,26 5,30% 2 ár 156 d.
1973-1 8.656,61 5,30% 3 ár 156 d.
1973-2 8.232,90 5,30% 3 ár 286 d.
1974-1 5.435,99 5,30% 4 ár 156 d.
1975-1 4.002,39 Innlv. í Seðlab. 10.01.84
1975-2 3.021,25 Inntv. i Seölab. 25.01.84
1976-1 2.877,97 Innlv. i Seðlab. 10.03.84
1976-2 2.273,74 Innlv. í Seðlab. 25.01.84
1977-1 2.122,16 Innlv. í Seðlab. 25.03.84
1977-2 1.763,04 5,30% 151 d
1978-1 1.438,89 Innh/. í Seðlab. 25.03.84
1978-2 1.126,32 5,30% 151 d.
1979-1 951,45 Innlv. i Seölab. 25.02.84
1979-2 732.69 5,30% 156 d.
1980-1 620,52 5,30% 1 ár 6 d.
1980-2 477,03 5,30% 1 ár 196 d.
1981-1 408,28 5,30% 1 ár 286 d.
1981-2 302,07 5,30% 2 ár 186 d.
1982-1 284,33 5,30% 322 d.
1982-2 210.67 5,30% 1 ár 172 d.
1983-1 162,41 5,30% 1 ár 322 d.
1983-2 104,57 5,30% 2 ár 202 d.
1974-D 5,319.50 Innlv. í S< sölab. 20.03.84
1974-E 3.658,17 5,50% 232 d.
1974-F 3.658.17 5,50% 232 d.
1975-G 2.382,58 5,50% 1 ár 232 d.
1976-H 2.219,50 5,50% 1 ár 351 <j.
1976-1 1.720,67 5,50% 2 ár 231 d.
1977-J 1.562,59 5,50% 2 ár 352 d.
1981-1. fl. 324,80 5,50% 2 ár 22 d.
Veðskuldabréf — verðtryggð
Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Ávöxtun umfram verötr
1 ár 95,69 214% 8,75%
2 ár 92.30 Z'4% 8,88%
3 ár 91,66 314% 9,00%
4 ár 89,36 3%% 9.12%
5 ár 88,22 4% 9,25%
6 ár 86.17 4% 9.37%
7 ár 84.15 4% 9.50%
8 ár 82,18 4% 9,62%
9 ár 80,24 4% 9,75%
10 ár 78,37 4% 9,87%
11 ár 76,51 4% 10,00%
12 ár 74,75 4% 10,12%
13 ár 73,00 4% 10,25%
14 ár 71,33 4% 10,37%
15 ár 69,72 4% 10,49%
16 ár 68,12 4% 10,62%
17 ár 66,61 4% 10,74%
18 ár 65,12 4% 10.87%
19 ár 63,71 4% 10,99%
‘20 ár 62,31 4% 11,12%
Veðskuldabréf óveri tryg gð
Sölug.m/v 1 afb á ári 14% 16% 18% 20% (HTvT 21%
1 ár 87 88 90 91 92
2 ár 74 76 78 80 81
3 ár 63 65 67 69 70
4 ár 55 57 59 62 63
5 ár 49 51 54 56 57
Hlutabréf
Verzlunarbanki íslands Kauptilboö óskast. hf.
Daglegur gengisútreikningur
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsinu Simi 28566