Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 23 í Harðar sögu og Hólmverja falla sagn- festu- og bókfestukenningar í einn farveg, enda vill það einmitt verða svo, að meðal- hófið er hin vandrataða málamiðlun. Auk þess breytist sagan í lygisögu með köflum, eins og fyrr segir, en heldur svo sínu striki á milli. Margar spurningar hljóta að vakna við fyrirlestur prófessors Þórhalls, m.a. hvers vegna Styrmir fróði þarf að dulbúa Sturlu Sighvatsson í slíkri skógarmannasögu sem Harðar saga er, þar sem fyrir kemur fjöldi þekktra manna frá söguöld, t.a.m. Harald- ur konungur gráfeldur og Gunnhildur kóngamóðir í allri sinni grimmd. Og má Geir, fóstbróðir Harðar, þakka sínum sæla, að hann kemst undan slægð hennar og hefndarþorsta. Það er dálítið fáránlegt, jafnvel grátbroslegt, að horfa upp á Sturlu Sighvatsson í gervi Harðar Grímkelssonar eiga í útistöðum við Harald konung grá- feld og vera jafnvel staðinn að haugbroti á Gautlandi, þar sem hann vinnur á tröllinu og draugnum Sóta eftir ótrúlegustu ævin- týri í furðusagnastíl. Margt sótti Hörður til Noregs, ekki síður en Sturla Sighvats- son, þótt ekki yrði hann handgenginn Har- aldi gráfeldi. Hann sótti og sverð, hring og hjálm í Sótahaug og Helgu Haraldsdóttur í hendur Haralds jarls á Gautlandi, en Sturla fékk Solveigar, sem einnig var stór- ættuð og af konungum komin. Hún var af Oddaverjaætt. Þá leggjast þeir Helgi og Geir fóstbróðir hans í víking og vel mætti svo að orði komast, að Sturla Sighvatsson aftur af þeim, og fer því betur út úr sög- unni en efni standa til. Hvað sem öðru líður, er saga Sturlu Sig- hvatssonar rækilega pökkuð inn í umbúðir Harðar sögu og Hólmverja, svo rækilega raunar að vart er unnt að kalla hana lykil- sögu, heldur er Sturla fyrirmynd Harðar með köflum, eins og prófessor Þórhallur benti á. Engu er líkara, ef kenningar próf- essors Þórhalls standast, en Styrmir fróði hafi verið altekinn af Sturlu Sighvatssyni og umsvifum hans, enda hefur hann ekki komizt hjá því að fylgjast vandlega með þessum aðsópsmikla samtímamanni sín- um. Gervi Harðar fer honum misjafnlega og ekki er loku fyrir það skotið, að Hörður Grímkelsson hafi getað verið uppi á þeim tíma, sem Styrmir fróði staðsetur hann í sögu sinni, svo margar persónur sem þar eru á þeim tíma og margkunnar af all- áreiðanlegum heimildum. í Atómstöðinni og Guðsgjafaþulu eru tilbúin skírskotandi persónunöfn, en í Inn- ansveitarkroniku gefur Halldór Laxness persónum sínum oftast rétt nöfn, enda þótt hann bregði út af því og ritstýri sög- unni með sínum hætti, eins og Styrmir fróði hefur e.t.v. gert — og þá áreiðanlega ýmsir aðrir höfundar íslendinga sagna — í frásögunum af Herði og Helgu Haralds- dóttur og víðar. Alkunna er það einnig, að skáldsagnahöfundar skapa persónur úr fleiri en einni fyrirmynd og mun það al- gengara en þeir haldi sig við eina fyrir- mynd gegnum þykkt og þunnt, enda erum við þá farin að nálgast ævisögur með ein- hverjum hætti. En Harðar saga og Hólm- verja er óralangt frá þeirri bókmennta- grein. Ef Hörður Grímkelsson væri alfarið Sturla Sighvatsson, hlytu þessi eftirmæli Styrmis fróða um sögupersónu sína að eiga við Sturlu látinn. En þar segir svo: „Allir lofuðu hreysti hans, bæði vinir hans ok óvinir, ok þykkir eigi honum samtíða á alla hluti röskvari maðr verit hafa ok vitr- ari en Hörðr, þó at hann væri eigi auðnu- maðr. Ollu því ok hans fylgðarmenn, þó at hann stæði í slíkum illvirkjum, ok þat ann- at, at eigi má sköpunum renna.“ Hörður hafði verið höfði hærri en aðrir menn, þeg- ar hann var 15 vetra. „Honum mátti engar sjónhverfingar gera í augum, því at hann sá allt eftir því, sem var. Hann var hærðr manna bezt ok rammr at afli, syndr manna bezt ok um alla hluti vel at íþrótt- um búinn. Hann var hvítr á hörund en bleikr á hár. Hann var breiðleitr ok þykk- leitr, liðr á nefi, bláeygr ok snareygr ok nökkut opineygr, herðibreiðr, miðmjór, þykkr undir höndina, útlimasmár ok at öllu vel vaxinn." Sturla Sighvatsson má vel við þessa lýs- ingu una, ef hann er kveikja hennar. En ekki er þess getið sérstaklega, að Hörður Grímkelsson hafi farið suður til Róms og fengið lausn sinna mála, eins og Sturla Sighvatsson eftir illvirki sín hér á landi, 1234. Heiðnir menn voru að sjálfsögðu ekki Rómferlar. í íslendinga sögu segir, að Sturla hafi fengið lausn allra sinna j mála í /' Rómaborg og föður síns og tekið I þar stórar / skriftir. Þess- arar suður- göngu hans er a.m.k. getið í þremur merkum heimildum og hefur hún þótt at- hygli og eftir- breytni verð. í ís- lendinga sögu segir, að Sturla hafi í Róm borið sig drengilega, eins og vænta mátti: „... en flest fólk stóð úti ok undraðist, barði á brjóstit ok harmaði, er svá fríðr maðr var svá hörmuliga leikinn, ok máttu eigi vatni halda (þ.e. gátu ekki tára bundizt) bæði karlar og konur." Þessi lýsing er nánast samhljóða í Guðmundar sögu Arasonar og er þess getið að Sturla hafi komið við í Noregi á heimleið og fundið Hákon konung í Túnsbergi, „ok tók hann allvel við honum. Dvaldist hann þar lengi inn síðara vetrinn, er hann var í Nóregi". í sögu Hákonar konungs gamla eftir Sturlu Þórðarson frá því um 1265 segir, að Sturla Sighvatsson hafi komið utan af íslandi til fundar við páfa, um hákarlahaustið, staldrað við í Noregi, en komið aftur á heimleið og talað við konung „marga hluti". Vildi konungur koma á einvaldi á Islandi og stilla þannig til friðar, því bezt væri, „ef einn réði mestu. Sturla tók þessu líklega ok kvað lítit mundu fyrir verða, ef sá væri harð- virkr ok ráðugr, er við tæki. Konungur spurði, ef hann vildi taka þat ráð. Hann kvaðst til mundu hætta með konungs ráði ok forsjá ok eiga slíkra launa ván af hon- um sem honum þætti verðugt, ef hann fengi þessu á leið komit". Sturla kom út til íslands og var bæði líklegur, harðvirkur og ráðugur. Tvö síð- ustu lýsingarorðin geta átt við Hörð Grímkelsson, ekki síður en Sturlu Sig- hvatsson. í Guðmundar sögu Arasonar er Sturlu lýst með þeim hætti, að hann hafi verið bráðger, svo að af var látið, og síðar: „Var hann ok auðkenndr, því at hann stóð upp. Var hann mikit afbragð annarra manna bæði at vexti ok afli, svá at ekki máttu aðrir menn við hann jafnast um flesta hluti hér á landi ...“ Sturla Sighvatsson hefur sem sagt verið öðrum mönnum hærri og gjörvileiki hans alþjóð kunnur, eins og fram kemur í sam- tímaheimildum. Hann hefur litið Solveigu Sæmundsdóttur sömu augum og Hörður Grímkelsson konu sína, Helgu Har- aldsdóttur, þótt ekki sé ást hins síðar- nefnda á konunni lýst með jafn eftir- minnilegum hætti og hug Sturlu til Sol- veigar. Eftir Sauðafellsför, sem alkunn er í íslandssögunni, spurði hann einskis ann- ars en þess „hvárt þeir gerðu ekki Sol- veigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis". Á þetta benti prófessor Þórhallur m.a. í fyrirlestri sínum. Helga Haraldsdóttir var jarlsdóttir frá Gautlandi, en Solveig Sæmundsdóttir af- komandi Magnúsar konungs berfætts. Má segja, að þær hafi verið í hópi kynstærstu kvenna eftir landnám. Þó að þær væru ein og sama persóna í Harðar sögu og Hólm- verja, væri ekki þar með sagt, að Helga hafi ekki getað verið á dögum, þegar sagan og í miðri sögunni, eða 15. kapítula, þar sem segir frá haugbroti Hróars Haralds- sonar jarls og Harðar Grímkelssonar á Gautlandi, breytist sagan í ýkjusögu í anda fornaldar sagna. Annars staðar koma við sögu fjölkunnugar kerlingar og Grímkell lendir í ósátt við goð sín vegna galdra. Goðin hóta honum dauða, en hann lætur brjóta þau og brenna, því að hann vill ekki, að þau segi sér neinar harmsögur. Skömmu síðar verður Grímkell bráðdauður og er merkilegt, hvað Styrmir fróði, svo sannkristinn maður, leggur upp úr áhrifamætti ásanna. Annars staðar leggur hann persónu þó í munn, að sá siður, sem tók við af ásatrú, sé betri kosturinn; þ.e. kristni. Grímkell legg- ur eld í hof sitt og er raunar merkilegt, hvað höfundi er ofarlega í huga að láta sögupersónur brenna hús andstæðinga sinna. Höfundur Njáls sögu hefur ekki þurft að leita víða til að láta sér koma brennu í hug. Hann hafði bæði fyrir aug- um Harðar sögu, Flugumýrarbrennu og aðrar þær brennur, sem alkunnar voru af bókum og ekki síður úr samtímasögu Sturlungaaldar. hafi verið í vík- ingsgervi í stjórn- málabaráttu Sturl- ungaaldar, en lengra nær samlík- ingin ekki. Þegar heim kemur á Hörður Grímkels- son aðild að gripa- þjófnaði, en þótt menn hans fýsti allra illverka og Hörður hafi átt hlut að þeim, reyn- ir hann þó að halda á að gerast eftir landnám. Ur því verður einfaldlega aldrei skorið frekar en ýmsu öðru í þessu völundarhúsi sögu og sagna. Ef persónur koma fyrir í mörgum ólíkum og alltraustum heimildum, verða þær ekki skornar niður við trog með einu penna- striki. Þannig voru persónur íslandsklukk- unnar flestar uppi fyrir um þrjú hundruð árum, án þess þó við vitum neitt um þær að gagni. Á þeim er þjóðsagnablær. Jafn- vel Árni Magnússon er móðu hulinn og ótrúlegt, að hann hafi verið sá hinn sami og birtist í íslandsklukkunni frekar en aðrar þær persónur, sem þar ber fyrir augu. Þannig er vafalaust einnig um margar persónur íslendinga sagna. Enda þótt við höfnum þeim boðskap sagnfestu- manna, sem telja að sögurnar hafi verið saman settar skömmu eftir atburðina á sögu- eða friðaröld, síðan varðveittar í föstu formi í munnmælum og loks ritaðar á bókfell að fyrirsögn sagnamanna, er hitt jafn víst, að ýmis sannleiksbrot frá þess- um tíma hefur rekið á fjörur þeirra, sem rituðu íslendinga sögur að lokum í blóðug- um átökum Sturlungaaldar. Það var ekki hægt að lýsa þeirri öld betur en með skír- skotun til vígaferia þeirra tíma, þegar Eg- ill Skallagrímsson og aðrir ofstopar fóru með brugðnum brandi um eyjar og megin- lönd. Leyndardómur íslendinga sagna hefur verið meginviðfangsefni merkra vísinda- manna í mörgum löndum, bæði fyrr og síðar. En hulunni verður aldrei alveg svipt af þessum óskýrðu meistaraverkum, því að engin ein kenning á við um sögurnar allar: sumar eru skírskotandi samtímasögur með rætur í gömlum munnmælum, aðrar skáldskapur að mestu, en þó með sann- leikskornum inn á milli og enn aðrar byggja að mestu leyti á gömlum minnum og munnmælum, sem höfundar hafa tekið bókstaflega og litið á sem fullboðlega sannfræði, þótt þeir hafi ritstýrt henni. Loks eru þær sögur, sem allir eru sammála um, að séu uppspuni frá rótum, eins og Víglundar saga og Króka-Refs saga. En vel má vera, að einnig verði unnt að benda á kveikju þeirra og fyrirmyndir eins og próf- essor Þórhallur hefur nú gert, að því er varðar Harðar sögu og Hólmverja og þannig hleypt nýju fjöri í hana, gert hana að spennandi umhugsunarefni um mikil- væg álitamál í fornri sagnaritun íslenzkri; breytt henni úr skemmtisögu eingöngu í dæmisögu um hryðjuverk Sturlungaaldar. Hún er augsýnilega eins og aðrar íslend- inga sögur þarn síns tíma og vísar til óhugnanlegra hryðju- og hermdarverka Sturlungaaldar. Jafnvel gömul kerling bít- ur vígamann á barkann og undir lok sög- unnar eru konur skornar sundur í stykki og hræjunum fleygt á víðavangi. Þar situr í sæng sinni kona, sem höfundur hefur mikið dálæti á, systir Harðar Grímkels- sonar, og bíður eftir Indriða manni sínum, að hann hefni mágs síns óviljugur, en er hótað í sænginni með exi að öðrum kosti. Slíkir skörungar voru einnig kunnir í samtíma Sturlungaaldar. Jafnvel nákomn- ir þeim mönnum, sem öldin dregur nafn sitt af. VI Þegar íslendinga sögur og raunar forn islenzk sagnaritun eru á dagskrá, erum við sem blindur maður, sem þreifar á fílsfæti eftir að hann hefur tekið utan um trjábol og fullyrðir að þeirri reynslu fenginni, að fóturinn sé trjábolur. Islendinga sögur eru bæði tré og fílsfótur, en þær eru einnig fíll og skógur. Til þess að sá blindi geri sér grein fyrir því, þarf hann á að halda leið- sögn og trúverðugum lýsingum. Hann get- ur ekki gert sér fulla grein fyrir skóginum, þótt hann taki utan um einn trjábol, og skógurinn lýsir sér ekki sjálfur. Okkur hefur skort sannfærandi leiðsögn í frum- skógi fornra íslenzkra sagna. Blindur mað- ur, sem þreifar á einu tré, á erfitt með að gera sér i hugarlund heilan skóg og getur því síður lýst honum. Og það, sem er mest um vert, laufið og fjölbreytt litadýrð skóg- arins, er ofan og utan við skynsvið hans og skilning. I þessum sporum stöndum við því miður, þegar íslendinga sögur eru annars vegar. Við verðum að handlása okkur áfram og þá eftir nýjum hugmyndum og djörfum ályktunum. Þannig eru kenningar Þórhalls Vil- SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.