Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAl 1984 5 Fjöreggið frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld Frá æfíngu á Fjöregginu. A myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pálmi Gestsson og Soffía Jakobsdóttir. -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------‘'Jósm. Mbl./JUJíus _ FJÖREGGIÐ, leikrit Sveins Ein- arssonar, verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld. |>etta er fyrsta sviðsverk Sveins, en hann hefur áður sett upp fjölda leiksýninga og nú síðast Brúðu- heimilið í Færeyjum. Auk þess hef- ur Sveinn Einarsson samið út- varps- og sjónvarpsleikrit og gert leikgerðir eftir verkum Halldórs Laxness. Leikstjóri Fjöreggsins er Haukur J. Gunnarsson en leikar- ar eru 15 talsins. Leikritið gerist í Reykjavík á okkar dögum á heimili vel stæðrar fjölskyldu og fjallar um ólík viðhorf og skoðanir þriggja kynslóða. Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverkum sínum. Ráðstefna um einka- rekstur og opinberan Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu í dag, sem ber heitið „Einkarekstur — Opinber rekstur?" í frétt frá félaginu segir, að markmiðið með ráðstefnunni sé „að skerpa þá umræðu, sem frajn hefur farið hérlendis í vetur dm sölu ríkisfyrirtækja og útboð á þjónustu hins opinbera." M.a. verða á ráðstefnunni kynntar niðurstöður skoðana- könnunar, sem Hagvangur hf. hef- ur gert fyrir Stjórnunarfélagið, um afstöðu fólks til opinberrar þjónustu og umfangs ríkisrekst- ursins. Afhenti trúnaðarbréf í Ástralíu HINN 17. apríl sl. afhenti Pétur Thorsteinsson, sendiherra, Sir Ninian Stephen, landstjóra Ástr- alíu, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands í Ástralíu með aðsetur í Reykjavík. FLUGLEIÐIR BCCADWAy ^KARNABÆR HLJOMBÆR 'Tríumflh ÝJf MISS EUROPE Matseðill Rauðvínssoðinn léttreyktur lambavöðvi með ristuðum anan- as, sykurbrúnuðum jarðeplum, blómkáli, gulrótum, salati og cherrytagaðrí rjómasveppasósu. Pönnukökur Normanniske. MISS /VORLD Kynning á þátttakendum og krýning Ijósmynda- fyrirsætu ársins og vinsælustu stúlkunnar fer fram í cccAimy föstudagskvöldiö 11. maí nk. og hefst meö boröhaldi kl. 19.00. Sólveig Þórisdóttir Tekið á móti gestum meö freyöandi Very Colcl Duck. Stúlkumar koma fram í síðum kjólum og baöfötum frá Triumph. Flutt verk Gunnars Þórðarsonar, Tilbrigöi viö fegurð, með cfansívafi íslenska dansflokksins. Módel 79 sýna Hskufatnað frá Karnabæ. Dansflokkur frá Jazzballettskóla Báru sýnir dansa úr myndinni Staying Alive. Tónar um fegurðina: Þuríöur Sigurðardóttir og Björgvin Halldórsson syngja. Krýndar verða Ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan. Allar fá stúlkurnar körfu með freyöandi Very Cold Duck og Ijósmyndafyrírsæta ársins og vinsælasta stúlkan blóm frá Stefánsblómum. Tryggid ykkur miða sem fyrst í Broadway í síma 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.