Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 45 Fram semur við IBM Meistaraflokkur Fram í knatt- spyrnu mun leika með IBM-aug- lýsingu á keppnispeysum sínum leiktímabilid 1984. Samkomulag um þessa auglýsingu hefur verið gert milli knattspyrnudeildar Fram og IBM og gekk það í gildi 1. apríl síöastliðinn. Greiðsla IBM til Fram fyrir tíma- bilið nemur um kr. 300.000 og aukagreiöslur, sem háðar eru árangri. • Formaður knattspyrnudeildar Fram, Halldór Jónsson, afhendir Gunnari Hanssyni, forstjóra IBM á íslandi, Fram-fána. Ljósmyndir Mbl./Kristján Einarsson. • Tveir af leikmönnum Fram í nýjum búningi með IBM-auglýsingu. Með þeim á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Hansson, forstjóri IBM, Halldór Jónsson, Fram, og Ólafur Schram, framkvæmdastjóri Adidas- umboðsins á íslandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem IBM á islandi, sem er íslenskt fyrir- tæki í alþjóölegum tengslum, aug- lýsir á búningum hjá meistaraflokki í knattspyrnu. Halldór Jónsson, formaður knattspyrnudeildarinnar sagöist fagna þessum samningum og væru Framarar stoltir yfir þvi og heföu af því mikla ánægju að vera í samstarfi við þetta þekkta fyrir- tæki. Þá hefur knattspyrnudeild Fram og Heildverslun Björgvins Schram gert með sér samning um aö öll knattspyrnuliö félagsins leiki í Adi- das-búningum leiktímabilið 1984. Veröur þaö 4. árið í röö, sem knattspyrnumenn Fram klæðast Adidas-búningum. Fyrir íþróttaáhugamannafélag er slíkur stuðningur, sem í þessum samningi felst, ómetanlegur. Tennis- námskeið Hafin er innritun á vegum Tennisdeildar íþróttaféiags Kópavogs (TÍK) á byrjendanám- skeið í tennis, fyrir unglinga og elcQri. Kennslan fer fram í nýja íþróttahúsinu við Digranesskóla á Skálaheiði í Kópavogi. Kennslan hefst föstudaginn 11. maí nk. Olympíunefnd fatlaóra gefur út minnispening Ólympiunefnd fatlaðra hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir fjársöfnun til styrktar ís- lenskum keppendum á Ólympíu- leika fatlaðra, sem haldnir veröa í sumar. Undirtektir almennings og opinberra aðilja hafa verið mjög góöar, og er nefndin þakklát öll- um þeim, sem lagt hafa málinu lið. Þess má geta aö á Ólympíuleik- unum, sem haldnir voru í Hollandi fyrir 4 árum, unnu íslendingar gull- verðlaun í sundi og brons í lyfting- um. Einnig má geta þess að síöast- liðin 2 ár hafa Islendingar unnið til 7 verölauna á heimsleikum mænu- skaðaðra íþróttamanna, þ.e. 2 gull, 1 silfur og 1 brons í sundi, og 1 gull, 1 silfur og 1 brons í frjálsum íþróttum. Af þessu má Ijóst vera, aö viö gerum miklar kröfur til okkar íþróttafólks, sem á leikana fer. Engu er þó hægt aö lofa um árangur, en eitt er þó víst, að þeir keppendur, sem fara og taka þátt í leikunum, munu leggja sig alla fram til þess að ná sem bestum árangri og verða þjóö sinni til sóma. Nú er lokaátak nefndarinnar hafið með útgáfu minnispeninga. Stærð þeirra er 5 cm í þvermál og 5 mm á þykkt, útgefnir eru aðeins 100 stk., gullhúðaöir bronspen- ingar og 150 stk. bronspeningar, og eru hvorirtveggja númeraöir. Peningarnir eru til sölu í settum nr. 1 —100 gullhúðaðir brons og 101 — 150 stakir bronspeningar og eru þeir í vönduðum öskjum. Fulltrúar frá Ólympíunefnd fatl- aðra fóru á fund fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, og af- hentu honum sett nr. 1 að gjöf, og viö það tækifæri lét ráöherra í Ijós bestu óskir um aö fötluöu íþrótta- fólki og ööru íþróttafólki mætti vel farnast í þeirri keppni, sem fram fer í sumar. Peningarnir verða til sölu hjá Ólympíunefnd fatlaöra á Háaleit- isbraut 11 — 13, sími 86301, mánu- daga til fimmtudaga kl. 16—18.30, og hjá Gunnari Gunnarssyni, Lind- arbraut 6, Seltjarnarnesi, sími 23114, og hjá Ásgeiri B. Guð- laugssyni, Lágmúla 7, 2. hæð, sími 33380, frá kl. 10—16 mánudaga til föstudaga. Ólympíunefnd fatlaöra vonar að fólk sjái sér fært að kaupa þessa minnispeninga og styöja þannig starfsemi nefndarinnar. Fróðir menn, sem til þekkja, telja peninga þessa hafa mikið söfnunargildi, þar sem upplag er aðeins 100 sett plús 50 stakir peningar. Fréttatilkynning Iré Ólympíunefnd fatlaöra. • Besti tugþrautarmaöur heimsins, Daley Tompson, hefur miklar tekj- ur af íþrótt sinni. Nú er hugsanlegt að hann geti fengið keppnisbann á Ólympíuleikum vegna leynisamnings. Er Daley Thompson á leynisamningi? — fær hann 5 milljónir króna undir boröiö? BREZKA blaðið Sunday People segir um helgina aö tugþrautar- garpurinn Daley Thompson, Heims-, Evrópu- og Ólympíu- meistari, hafi fyrirgert áhugarétt- indum sínum með leynisam- komulagi viö snyrtivörufyrirtæki, og eigi á hættu aö veröa hætta keppni í framhaldi af uppljóstr- unum. Segir blaðið aö brezka frjáls- íþróttasambandið hafi lagt blessun sína yfir auglýsingasamning milli Faberge og Thompson, sem gaf Thompson 45 þúsund sterlings- pund í aöra hönd. Tekjur vegna • Fjármálaráöherra, Albert Guömundssyni, afhentir minnispen- ingarnir. Wilkins til AC Milan Ray Wilkins flýgur til Ítalíu í dag og þar mun hann skrifa undir samning viö AC Milan. Wilkins mun fá tvö hundruð þúsund sterl- ingspund í grunnlaun á ári, auk ýmissa bónusa fyrir sigra o.fl. AC Milan kaupir Wilkins fyrir eina og hálfa milljón punda. Man. Utd. hefur þegar tryggt sér mann á miðjuna í stað Wilkins. Það er skoski landsliðsmaðurinn Gordan Strachan sem þeir kaupa á 600 þúsund pund frá Aberdeen. samninga af þessu tagi eru lagðir í sérstaka sjóöi sem frjálsíþrótta- sambönd varðveita og fá þau 15% af upphæðinni í sinn hlut. Sunday People segir brezka sambandið hins vegar enga vitn- eskju hafa haft um aö Faberge og Thompson hafi gert annan samn- ing sín á milli, leynisamning, með milligöngu fyrirtækis að nafni Hillreach Ltd. i Hong Kong. Gaf sá samningur Thompson 105 þúsund sterlingspund í aðra hönd á þrem- ur árum, eða á fimmtu milljón króna. Formaður brezka frjálsíþrótta- sambandsins segir auglýsinga- samninga og fjármálaumsvif Thompsons hafa veriö margslung- in hingað til, en ávallt samkvæmt reglum. Engar yfirlýsingar yröu gefnar út fyrr en málið hefði veriö kannað frá öllum hliðum. ^pnll lllll IIIII —— llprúllirl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.