Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 39 Þórðamir þrír, sem reka Trésmiðju Þórðar. Frá vinstri: Þórður Sigursveins- son, Þórður Karlsson, Þórður Svansson. Morgunblaðið/SigurReir. Trésmiðja Þórðar í Vestmannaeyjum: Vaxandi umsvif ungs fyrirtækis Vestmannaeyjum, 11. aprfl. FYRIR þremur árum settu þrír ungir trésmiðir hér í bæ á laggirnar tré- smíðaverkstæði sem þeir nefndu Trésmiðju Þórðar hf. og er það nafn vel við hæfi því trésmiðirnir bera allir þrír Þórðarnafnið, Þórður Karlsson, Þórður Sigursveinsson og Þórður Svansson. Trésmiðja Þórðar tók til starfa í 200 fm húsnæði en árið 1982, vegna vaxandi umsvifa, festu þeir félagar kaup á 1500 fm verksmiðjuhúsi á tveimur hæðum. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 15. Trésmiðja Þórðar hefur að mestu sérhæft sig í smíði eininga- húsa úr timbri en auk þess unnið að ýmsum öðrum smíðaverkefnum bæði hér í Eyjum og á fastaland- inu. Þeir félagar hafa náð góðum árangri í framleiðslu einingahúsa og til marks um það má geta þess að á þessum þremur árum hefur Trésmiðja Þórðar byggt 15 ein- ingahús. Þá hefur trésmiðjan byggt tvær bensínstöðvar, aðra hér í Eyjum en hina í Borgarnesi og stórt og glæsilegt kúluhús er risið hér í Eyjum þar sem verða opnaðar verslanir en auk þess er í húsinu íbúð. Að sögn Þórðar Karlssonar eru mörg verkefni framundan. Gerðir hafa verið samningar um smíði fimm tveggja hæða einingahúsa hér í Eyjum og þriggja slíkra húsa sem munu rísa á fastalandinu. Þá hefur Trésmiðja Þórðar tekið að sér að byggja stórt og vandað fé- lagsheimili fyrir Hestamannafé- lagið Fák í Reykjavík. Fréttaritari ræddi við Þórð Karlsson á dögunum og var hann fyrst beðinn að lýsa einingahúsum þeim sem þeir félagar framleiða. „Þessi hús eru teiknuð hjá Teiknistofunni Kvarða í Reykja- vík og Verkfræðiteiknistofu Páls Zóphoníassonar byggingatækni- fræðings í Vestmannaeyjum. Hef- ur Páll séð um hönnun grindar sem er allfrábrugðin öðrum gerð- um einingahúsa hér á landi. Grindin er unnin úr 2“x6“ og ein- angrun í útveggjum er 6“ glerull en 8“ glerull í þaki. Einingin sest ofaná og utanum sérstaka mólettu sem er gegnfúavarin en á milli einingar og mólettu er sérstök þétting sem er úr þar til gerðu gúmmíi. Húsið er fest niður með teinum sem ganga í gegnum sperr- ur og niður í sökkul. Aðalkostur- inn við þessa festingu er að hægt er að eftirspenna húsið og full- ganga frá einingum að innan. Ein- ingarnar koma einangraðar og plötuklæddar að innan með raf- magnslögnum í. Plötur eru úr harðpressuðum rakavörðum spónaplötum. Stærð eininga er mjög breytileg, allt uppí 3,6 m. Vegna stærðar eininganna eru möguleikar fleiri um mismunandi gerðir húsa, t.d. með annarri klæðningu en timbri, s.s. áli eða stáli." — Hvert er verð þessara húsa? „Við framleiðum bæði einnar og tveggja hæða hús. Sem dæmi um verð get ég nefnt að verð á ca. 120 fm einnar hæðar húsi er um 850 Einingahúsiö fullfrágengiö. þús. kr. en á 105 fm tveggja hæða húsi um 1.320 þús. kr. Þetta verð er miðað við aprílvísitölu og skil- ast húsin uppkomin á 1. bygg- ingarstigi fullbúin að utan, ein- angraðir útveggir og plötuklæddir að innan. Á 2. byggingarstigi er húsið tilbúið undir tréverk og er verð þá á 120 fm húsinu 1.075 þús. kr. én 105 fm tveggja hæða hús- sins 1.700 þús. kr. í gluggum hús- anna er þrefalt verksmiðjugler." — Er ekki mikið fyrirtæki að flytja einingarnar uppá land? „Flutningar eru mjög einfaldir þar sem einingar í eitt hús komast á stóran vörubíl eða vöruvagn. Þær eru settar á bíl við verk- smiðjudyr svo til á hafnarbakkan- um, ekið um borð í Herjólf og síð- an frá Þorlákshöfn á áfangastað. Við reisingu þarf að nota krana en reising er mjög hröð og tekur ekki nema um þrjá daga að loka hús- inu,“ sagði Þórður Karlsson. — hkj. Hafskip opnar vörugeymslu í Keflavík: Hin nyja vöruskemma Hafskips/Suðurnes við Iðavelli. Gerbreytir vinnuaðstöðu og fækkar ferðum til Rvíkur * — segir Þorvaldur Olafsson umboðsaðili Hafskips hf. («ardi, 15. apríl. SL. LAUGARDAG tók Hafskip formlega í notkun nýja vörugeymslu Hafskips/Suðurnes sem staðsett er í iðnaðarhverfinu á Iðavöllum í Kefla- vík. Umboösaðili fyrir Hafskip er Þorvaldur Ólafsson en hann rekur sem kunnugt er trésmiðju handan götunnar þar sem Hafskip hefir að- stöðu. Við athöfnina komu helztu frammámenn bæjarfélagsins, verzl- unarmenn og forráðamenn Hafskips í Reykjavík. Athöfnin hófst með því að Þor- valdur Ólafsson bauð gesti vel- komna og sýndi þeim athafna- svæðið. Var tekið í notkun 160 fm húsnæði fyrir nokkrum dögum sem var fullt af vöru. Þá er ráð- gert að taka annað 200 fm hús- næði í gagnið fljótlega og stækka og girða af útisvæði. Tómas Tómasson sparisjóðs- stjóri og forseti bæjarstjórnar Keflavíkur lýsti ánægju sinni yfir þessu átaki sem nú hefði loks ver- ið hrint í framkvæmd. Þetta ætti eftir að verða lyftistöng fyrir verzlun og viðskipti á Suðurnesj- um og kannski ekki sízt fyrir iðn- aðinn. Óskaði hann forsvars- mönnum Hafskips til hamingju með þennan merka áfanga. Þorvaldur Ólafsson sagði að- spurður að þessar hugmyndir hefðu verið til umræðu í áraraðir í Keflavík og komizt á góðan rek- Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips, ávarpar gesti í KK-saln- Um. Morgunblaðid/Arnór. spöl fyrir u.þ.b. þremur árum en dagað uppi þá. Hann sagði að þessi aðstaða gerbreytti vinnu- aðstöðu þeirra manna sem kæmu til með að nota sér þjónustuna og sparaði margar ferðir til Reykja- víkur þótt ekki væri dýpra tekið í árinni. Þá væri mikið öryggi sem fylgdi því að hafa slíka vöru- geymslu, einkum á veturna þegar tíðarfarið gerði mönnum gramt í geði. Þorvaldur sagði að staðsetn- ingin hefði einkum verið valin með hliðsjón af hinni nýju hrað- braut sem fyrirhugað er að leggja ofan byggðarinnar í tengslum við nýju flugstöðina því að fyrst um sinn a.m.k. yrði varan keyrð úr Reyjavík og framtíðin yrði að skera úr um það hvort til kæmi að skip yrðu affermd í Keflavík. Að athöfninni lokinni var fjöl- mennt í KK-salinn og þáðu gestir veitingar í boði Hafskips. Ragnar Kjartansson þakkaði mönnum fyrir móttökurnar. óskaði hann góðrar samvinnu við Suðurnesja- menn og Þorvald Ólafsson. í lokin sté í pontu Friðjón Þórð- arson en hann verður umsjónar- maður birgðastöðvarinnar og markaðsöflunar en ásamt honum mun Guðfinna Eyjólfsdóttir sjá um bókhaldshlið fyrirtækisins. Arnór Opiðtil kl.19 mánudaga þriöjudaga miðvikudaga fimmtudaga TJtniT KTTT> Skeifunni 15 nAuíiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.