Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 25 Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og Pólýfónkórs SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur á morgun, fimmtu- dag, tónleika í Háskólabíói, þar sem flutt verða kórverkin Ave verum eftir Mozart, Te deum eftir Verdi og Stabat Mater eftir Rossini. Flytjendur auk hljómsveitarinnar eru Pólý- fónkórinn og fjórir ítalskir einsöngvarar, sem hingað eru komnir til að taka þátt í flutningi Stabat Mater. Stjórnandi tónleikanna verður Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi Pólý- fónkórsins, og er það í fyrsta sinn sem hann stjórnar Sinfón- íuhljómsveitinni. Einsöngvararnir fjórir eru Denia Mazzola, sópran, Claudia Clarich, mezzosópran, Paolo Barbacini, tenór, og Carlo de Bortoli, bassi, en þau þrjú síðastnefndu eru hingað komin fyrir tilstilli Kristjáns Jóhannssonar, söngvara. Blm. Mbl. ræddi við söngvarana að lokinni æfingu með kór og hljóm- sveit í gær og fara viðtölin hér á eftir. Ijósm. Mbl./RAX. Frá æfingu einsöngvaranna með kór og hljómsveit í gærmorgun. Alls taka um 200 manns þátt í uppfærslunni / I w ■ * JSé ^ : V f ÆrMi , ■ Ká ■ 'v. „Einbeittir og samstilltir tónlistarmenn“ - segir Carlo de Bortoli um kórinn og hljómsveitina ALMÓÐLEGUR ferill bassa- söngvarans Carlo de Bortoli hófst er hann sigraði í G.B. Viotti, al- þjóðlegri söngvakeppni í Vercelli á Italíu 1972, og kom það sama ir í fyrsta sinn fram á fjölunum í Regio-leikhúsinu í Torino. Hann á nú að baki söng í um 50 óperuhlut- verkum, en auk ópera og tónleika hefur hann margsinnis tekið þátt í útsendingum ítalska ríkisútvarps- ins og annarra útvarpsstöðva í Evr- ópu og komið fram á alþjóðahátíð- um. „Það sem mest hefur komið mér á óvart við að syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands og Pólýfónkórnum er þessi gífur- lega samviskusemi og samstill- ing sem ríkir. Fólk er einbeitt á æfingum og ég verð ekki var við þann óróa sem oft er á svona mannmörgum æfingum. Þetta er mjög ólíkt því sem viðgengst á Ítalíu og jafnvel víðar. Slík vinnubrögð sem hér viðgangast gera ferðina hingað að sjálf- sögðu mjög ánægjulega og ég gæti vel hugsað mér að koma hingað aftur, a.m.k. til að kynn- ast betur landi og þjóð,“ sagði Bortoli, sem áður hefur sungið í Stabat Mater, bæði á tónlistar- hátíðum, í ítalska ríkisútvarpinu og víðar. Að loknum tónleikunum hér á morgun heldur Carlo Bortoli til Sassari á eyjunni Sardiníu, þar sem hann syngur einsöng í messu eftir Haydn. „Gæti hugsað mér að setjast hér að“ - segir Denia Mazzola, sópran- söngkona, sem nú syngur í annað sinn á Islandi Sópransöngkonan Denia Mazz- ola er íslendingum ekki með öllu ókunn, eftir að hún kom hingað fyrir tæpum tveimur mánuðum og söng titilhlutverkið í Lucia di Lammermoor. Mazzola er sú eina af ítölsku einsöngvurunum fjórum sem ekki hefur áður sungið í Stab- at Mater. „Mig hefur lengi langað Carlo de Bortoli, bassasöngvari til þess,“ sagði hún, „og tækifærið á að syngja á þessum tónleikum var því kærkomið, ekki síður en að eiga kost á að vinna á ný með tónlistarmönnum á íslandi. Af því að ég er hingað komin í annað sinn undrar mig ekki á sama hátt og kollega mfna það, að hitta fyrir jafn þaulæfða og hæfa tónlistarmenn. Þvi kynnt- ist ég við vinnuna í Lucia di Lammermoor," sagði Mazzola. „Sömu sögu er að segja um Pólý- fónkórinn, hann skipa góðir og samstilltir söngvarar og stjórn- andinn, Ingólfur Guðbrandsson, hefur einstakt lag á að ná fram því besta í hverjum og einum. Og hann sýndi það á æfingunni í morgun, sem var með kór og hljómsveit, að hann er mjög hæfur stjórnandi. — Er munur á að syngja hér eða á Italíu. „í sjálfu sér er ekki svo mikill munur á, hvað varðar sönginn sem slikan. En undirbúningur, æfingar og einbeitingin sem ég finn hér hjá hljóðfæraleikurun- um og sérstaklega kórsöngvur- unum er mun meiri en á Ítalíu. Hér leggja allir sig fram við það sem þeir eru að gera og ég fann á æfingunni í morgun, sem og þeg- ar ég kom hingað fyrst, hversu mikil alvara liggur að baki vinn- unni hjá hverjum og einum. Slík samheldni og einbeiting er oft á tíðum ekki svo auðfundin. En mér líkar mjög vel hér og satt best að segja hefði ég ekkert á móti því að setjast að á íslandi,“ sagði Mazzola. Ferill Deniu Mazzola hófst í söngskólanum í Veróna á Ítalíu, en þaðan hélt hún til náms hjá Dante Mazzola í Scala-óperunni í Mílanó. Frumraun sína þreytti hún í Lucia di Lammermoor, Rigoletto, Grímudansleiknum, Leðurblökunni, Messíasi, Carm- ina Burana og fleiri verkum, en Denia Mezzola, sópransöngkona hefur þar að auki sungið í I Pur- itani, Don Pasquale, Töfra- drykknum, Töfraflautunni, Rak- aranum í Sevilla, Boheme og fleiri verkum. Hún hefur sungið inn á plötu, Grímuballið, eftir Verdi og undir stjórn Rinaldi og á annarri plötu flytur hún lög eftir Donizetti. Þá hefur hún sungið í flestum óperuhúsum á Ítalíu og í ftalska og belgfska ríkissjónvarpinu og sigrað í fjór- um alþjóðlegum söngvakeppn- um. Næsta verkefni hennar er að syngja í Rigoletto á tónlistarhá- tíðinni i Salzburg f Austurríki. „Mín fyrstu kynni af ís- landi eru mjög jákvæð“ Claudia Clarich, mezzosópran „ÞÓ AÐ TÍMI minn hér leyfi mér ekki að skoða mig um á Islandi, eins og ég hefði viljað, þá er ein- stakt að fá þetta tækifæri til að kynnast íslenskri tónlistarmenn- ingu og starfa með stjórnandan- um, hljómsveitinni og Pólýfón- kórnum. Þar er á ferðinni fólk sem kemur til dyranna eins og það er klætt og er sannkallaðir fagmenn. Nægir þar að nefna aðferð þeirra við upphitun radda fyrir æfingu, sem er samstillt í stað þess að hver hiti upp í sínu horni, eins og oft gerist. Þcssi fyrstu kynni mfn af Islandi eru því mjög jákvæð og ég hlakka til tónleikanna," sagði Claudia Clarich, mezzosópransöng- kona. Clarich, sem er fædd í Lima f Perú af ítölskum foreldrum, stundaði söngnám í Giuseppe Claudia Clarich, mezzósópransöngkona Verdi-tónlistarskólanum i Míl- anó og útskrifaðist þaðan með afbragðsvitnisburði árið 1982. Hún hélt námi sfnu áfram í tón- listarháskólanum í Osimo, og gerir enn, en þar kom hún fyrst fram í hlutverki Hánsel f óper- unni Hánsel og Gretel eftir E. Humperdinck. Á vegum söng- skólans í Mflanó hefur Clarich sungið víða, m.a. f óperum eftir Massanet, Cimarosa, Stravinsky, Prokofiev og Scarlatti, auk þess sem hún söng á Litla sviðinu í Scala-óperunni í Madame Butt- erfly, eftir Puccini. Á síðastliðnu ári sigraði Claudia Clarich í al- þjóðlegu söngvakeppninni Isam- ele Voltolini í Mantova. Frá ís- landi heldur hún heim til Ítalíu, þar sem hún mun fara í tón- leikaferðalag og syngja m.a. í Stabat Mater, en hún hefur áður sungið i verkinu í Mflanó. „Söngvarar og hljóðfæra- leikarar á háum mælikvarða“ - segir Paolo Barb- acini að lokinni fyrstu æfingu með Sinfóníu- hljómsveitinni og Pólýfónkórnum „FYRIR mitt leyti er það mjög spennandi reynsla að koma hingað til íslands, landslagið minnir helst á tunglið. Tónleikarnir eru ekki síður áhugavert viðfangsefni og ég verð að segja eftir mín fyrstu kynni af hljómsveitinni og hljómsveitarstjóranum að ég er mjög hrifinn," sagði tenórsöngvar- inn Paolo Barbacini í samtali við Mbl. ! Paolo Barbacini, tenórsöngvari *Barbacini hóf söngnám f heimaborg sinni, Reggio Emilia á Ítalíu, auk þess sem hann lauk þar námi f fiðluleik. Hann kom fyrst fram á sviði í óperunni Werther, eftir Massenet, þar sem hann söng aðalhlutverkið. Upp frá þvf jókst hróður hans mjög og hann hefur sungið i öll- um helstu óperuhúsum á Ítalíu, þ.m.t. La Scala, og víðar um heim. Hlutverkaskrá hans spannar allt frá klassiskum it- ölskum höfundum til nútfma- tónlistar og hefur hann m.a. sungið undir stjórn hljómsveit- arstjóranna von Matacic, Abb- ado, Muti, Osawa og Casadeusar. „Ingólfur Guðbrandsson er af- skaplega hæfur stjórnandi, já- kvæður og fullur af lífskrafti," sagði Barbacini. „Sama er að segja um Sinfóníuhljómsveitina og Pólýfónkórinn, þar er að finna söngvara og hljóðfæraleik- ara sem eru mjög fagmannlegir og á háum mælikvarða. I Pólý- fónkórnum eru mjög fallegar og vel æfðar raddir og varðandi kórinn verður það að segjast að jafn öguð vinnubrögð og þar við- gangast hef ég ekki fundið hjá kórum á Ítalíu. Reyndar ekki í Mið-Evrópu allri, þvi að söng- fólki þar hættir til að líta á kór- söngvara sem annars flokks söngvara, jafn fáránlegt sem það nú er, því að kór í flutningi verka eins og verða flutt á tónleikun- um er eitt nauðsynlegasta „hljóðfærið" á sviðinu," sagði Barbacini. Hann hefur áður sungið Stab- at Mater í Pesaro. Þegar Is- landsferðinni sleppir heldur Barbacini aftur til ítalfu, en hann fer bráðlega í söngferðalag með Scala-óperunni til ísrael, þar sem hann mun koma fram á alþjóðlegu tónlistarhátiðinni i Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.