Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 33 hún hóf notkun á Hvalfjarðarefni hafa auglýst, að kostur væri á óvirku efni fyrir hærra verð. Á tímabilinu 1974—1978 er þó ekki hægt að segja að fólk hafi haft valkosti varðandi steypuefni. Þegar Hvalfjarðarefni kom á markað 1962 var það prófað við Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og mældist það alkalí- virkt. Byggingaryfirvöldum í Reykjavík svo og forráðamönnum steypustöðva var bent á þessa hættu, en tóku ábendinguna ekki til greina, enda þá ekki unnt að benda á dæmi um skemmdir af þessu tagi í húsum nokkurs staðar í heiminum. 2) Byggingameistarinn. f bygg- ingarreglugerð frá 1979 segir um ábyrgð iðnmeistara: „Múrara- meistari, sem hefur áritað upp- drátt ber m.a. ábyrgð á allri stein- steypu, niðurlögn hennar, múr- vinnu ...“ 3) Nei. Tillögur frá Steinsteypu- nefnd og samþykkt þingsályktun- artillögu þar að lútandi hafa ekki leitt til þess. Aftur á móti hefur Húsnæðisstofnun o.fl. styrkt rannsóknir varðandi viðgerðar- möguleika. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós fleiri valkosti og ódýrari en vitað var um í upphafi. Valgarður Erlingsson spyr: Hefur verið gerð könnun á því, hvort einhver munur er á auglýstu verði fasteigna og hinu raunveru- lega söluverði? Mér hefur skilist að þarna sé talsvert misræmi á, og hið raunverulega söluverð sé oft á tðum talsvert lægra en hið aug- lýsta verð. Ég vildi gjarnan fá svar við þessu, bæði hvað varðar fullbúnar eignir og fasteignir á byggingastigi. Svar: Mér vitanlega hefur ekki verið gerð könnun á því, hvort munur er á auglýstu verði fasteigna og raunverulegu söluverði enda eru ýmis vandkvæði á slíkri könnun. Fasteignir eru oft til sölu á mörg- um fasteignasölum og þá oft aug- lýstar á nokkuð mismunandi verði. Og þegar verðbólgan var 5% á mánuði og verðið fer daghækk- andi er erfitt að segja hvað sé auglýst verð. En samkvæmt þeirri reynslu sem fengist hefur að undanförnu seljast eignir yfirleitt á eitthvað lægra verði en auglýst er. Yfirleitt 2% til 5% lægra verði. En dæmi eru til um mikið meiri lækkun og einnig kemur fyrir að eign seljist á hærra verði en auglýst er, sér- staklega ef greiðslurnar dreifast mikið. Hér er átt við sölu á eldri eignum. Eignir á byggingarstigi eru nánast alltaf á föstu verði. Og þá komum við að kjarna málsins. Nefnilega því, að raun- verulegt verð fasteigna eru ekki það sama og uppgefið verð, alla- vega ef greiðslur eru óverðtryggð- ar og verðbólga nokkur. Raunvirði (þ.e. verð eignar ef hún er stað- greidd) er alltaf töluvert mikið lægra eða 10% til 30% eftir verð- bólguspá og dreifingu greiðslna. Ef allar greiðslur eru verðtryggð- ar og vextir teknir með í dæmið má segja að raunvirði sé sama og söluverð. — PB. Málefni aldradra V I>órir S. Guðbergsson Ferðalög aldraðra Þegar vor er í lofti, sólin skín eða þegar náttúran skartar sínum fegustu litum á haustin, vaknar einnig löngun hjá öldr- uðum ekki síður en ungum til þess að breyta til, njóta unaðssemda lífsins, kanna óþekkta stigu og heimsækja jafn- vel nýjar heimsálfur og þjóðir fjarlægra landa. Eins og áður hefur verið vikið að hefur Reykjavíkurborg rekið fjölbreytt félagsstarf fyrir aldr- aða á undanförnum árum ásamt félagslegri þjónustu sem Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar hefur haft yfirumsjón með. Fram til þess hef ég eingöngu rakið í stórum dráttum það starf sem unnið er á vegum stofnunar- innar á vetrum en ekki minnst á sumarstarfið. Það kom fljótlega í ljós eftir að félagsstarf aldraðra hófst að mikil þörf var á aukinni starfsemi yfir sumartímann. Þegar vor er í lofti, þegar sólin er hæst á himni og þegar náttúran skartar sínum feg- urstu litum á haustin, vaknar einnig löngun hjá öldruðum ekki síður en ungum til þess að breyta til, njóta unaðssemda lífsins, kanna óþekkta stigu og heimsækja jafnvel nýjar heimsálfur og þjóðir fjarlægra landa. Ákveðið var því fljótlega að reyna að mæta þessari þörf og kanna möguleika á auknu starfi yfir sumartímann. Vegna fárra fastra starfsmanna hefur þó ekki fram til þessa verið unnt að halda uppi félagsstarfi alla sumarmán- uði og hefur starfið að hluta til skipst niður á þrjá staði íNorð- urbrún, Lönguhlíð og Furugerði. Dagsferðir Undanfarin ár hafa verið skipu- lagðar dagsferðir fyrir aldraða á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og verið afar vinsæl- ar að öllu jöfnu þó að stundum eigi veðurfar þátt í því að fólk hætti við, jafnvel á síðustu stundu, þeg- ar ekki blæs byrlega. Venjulega hafa verið skipulagð- ar 10—12 dagsferðir í nágrenni Reykjavíkur og um höfuðborgina sjálfa. Ýmist er lagt af stað um 9.00 að morgni eða 13.00 e.h. allt eftir því hvað áætlað er að aka langt og lengi. Fólk safnast saman fyrir framan Alþingishúsið við Austurvöll, en það hefur verið hefð frá upphafi þessa starfs. Sem dæmi um dagsferðir má nefna: 1. Selfoss, Eyrarbakki, Stokks- eyri, 2. Hvalfjörður, Vatnaskógur, Saurbæjarkirkja, 3. Keflavík, Svartsengi, Vatns- leysuströnd og Kálfatjarnar- kirkja. Þá má einnig geta þess að 2ja—3ja daga ferðir hafa einnig verið afar vinsælar og nægir þar að nefna Snæfellsnes, Akureyri, Hallormsstað og Skóga. Orlofsferðir að Löngu- mýri í Skagafirði Mörg undanfarin ár hefur verið náin samvinna Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar við ís- lensku þjóðkirkjuna um orlof aldraðra að Löngumýri í Skaga- firði, þar sem Margrét Jónsdóttir hefur veitt starfinu forstöðu frá upphafi. Skipulagðir hafa verið 6 hópar í 12 daga orlofsdvöl hver, frá því síðla í maímánuði og þar til í byrj- un septémbermánaðar. Orlofsferðir þessar hafa verið mjög vinsælar frá upphafi enda fer þar saman félagsleg samvera í fögru umhverfi undir stjórn reyndra starfsmanna, reglulegar máltíðir með góðum mat, andleg og líkamleg uppbygging á hverjum degi sem verður mörgum öldruð- um ómetanlegt og ógleymanlegt veganesti. Svo vinsælar hafa þessar ferðir orðið að nauðsynlegt er að skipu- leggja þær og bóka talsvert fram í tímann og setja um þær ákveðnar reglur þar sem gert er ráð fyrir því m.a. að þeir verði að öllu jöfnu látnir ganga fyrir sem ekki hafa verið áður og eru orðnir mjög aldraðir. Á sumrinu 1984 er ráðgert að 6 hópar komist til Löngumýrar og mun sumardagskráin verða nánar kynnt af Félagsmálastofnun Reykjavíkur eigi síðar en um mán- aðamótin apríl/maí nk. Allar nánari upplýsingar um ferðir þessar verða veittar í Norð- urbrún 1, s: 86960. Orðsending til alþingismanna: Vegna frumvarps um ríkismat sjávarafurða — eftir Pétur H. Ólafsson Mér var í æsku kennt, að hverj- um manni bæri skylda til að að- vara um hættu, sjái hann hana framundan. Frumvarpið um ríkismat sjávar- afurða, sem liggur nú fyrir Alþingi, felur í sér að mínum dómi mikla hættu, ef samþykkt verður. Því vil ég upplýsa ykkur og gera viðvart, háttvirtir alþingismenn. Ég hef verið starfandi fiskmats- maður um nokkurt skeið og líka yfirtökumaður á fiskafurð fyrir erlenda þjóð, svo mér er að nokkru kunnugt hvar skórinn kreppir í þeim málum. Ég hef alltaf verið og er einstaklingshyggjumaður, innan þeirra marka að einstaklingshags- munir megi ekki valda þjóðinni skaða. Við yfirlestur þess frumvarps, sem ég geri hér að umtalsefni, varð * mér ljóst, að frumvarpið felur í sér þá hættu ef það verður samþykkt, að slökun gæti orðið á eftirliti og gæðamati útfluttra sjávarafurða, en það er ekki það sem okkur vant- ar nú, heldur að unnið verði að því markvisst að skerpa eftirlitið og gera sjálft gæðamatið svo raun- hæft að kaupendur vörunnar geti treyst því í öllum tilfellum. Hér eiga einstaklingshagsmunir og þjóðarhagsmunir að geta farið saman. Ég reikna með að alþingismenn geti verið sammála mér í því að nauðsyn beri til að búa við óháða dómstóla í landjnu. Á sama hátt þarf og verður sú stofnun að byggj- ast upp, sem á að annast gæðaeft- irlit og gæðamat útfluttra ís- lenskra sjávarafurða. Sú stofnun verður að vera óháður dómstóll, sem gætir jafnt hagsmuna kaup- enda sem seljenda vörunnar. Sam- kvæmt mínum skilningi, þá hefur löggjafinn fram að þessu stefnt að því, að þessu marki yrði náð gegn- um þau lög sem í gildi hafa verið á þessu sviði. Frumvarpið um ríkismat sjávar- afurða kemur þvert á áður mark- aða stefnu Alþingis gegnum árin í þessu efni. Samkvæmt frumvarp- inu á sjö manna stjórn, „fiskmats- ráð“, að stjórna matsstofnuninni og fjórir þeirra að vera úr hópi framleiðenda eða seljenda vörunn- ar, valdir af þeim ráðherra sem fer með málefni sjávarútvegs á hverj- um tíma. Það hljóta allir að sjá, að ef þetta verður samþykkt, þá yrði ekki lengur um óháða matsstofnun að ræða lagalega séð, og undir hæl- inn lagt hvernig hin faglega vinna færi úr hendi. Þetta þurfa alþing- ismenn að gera sér ljóst, því ábyrgð þeirra er mikil á þessu sviði. Ég þekki gegnum störf mín mik- inn fjölda fiskframleiðenda í öllum landshlutum og gegnum þau kynni er mér ljóst, að mikill meirihluti þeirra er öndvegismenn sem ekki mega vamm sitt vita. En það eru líka til innan þessarar mikilvægu stéttar menn sem ekki vanda nógu vel sína framleiðslu og þurfa á hverjum tíma sterkt óháð og fag- legt aðhald, svo þeir valdi ekki heildinni skaða. Hagsmunum þess- ara manna, svo og allra annarra sem að fiskframleiðslu starfa, ásamt þjóðarhagsmunum sem geta orðið miklir á þessu sviði, er án nokkurs vafa best borgið með þeim hætti að löggjafinn standi vörð um þann arf sem við höfum hlotið frá okkar framsýnustu mönnum í sjávarútvegi og fiskframleiðslu gegnum árin. En þeir voru aldrei í neinum vafa um að óháð ríkismat sjávarafurða tryggði best íslenska hagsmuni á erlendum mörkuðum. Flestir þessara manna voru miklir einstaklingshyggjumenn, sem skildu að frelsi einstaklinga og þjóðarhagsmunir urðu að fara saman. Einn þessara manna var hinn mikilhæfi foringi sjálfstæðis- manna, Ólafur Thors. Hann stóð á löngu tímabili sem sjávarútvegs- ráðherra vörð um óháð ríkismat sjávarafurða og það hvarflaði aldr- ei að honum að Kveldúlfur, fjöl- skyldufyrirtæki hans, ætti að stjórna útflutningsmati fiskafurða. Frumvarpið sem Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra leggur nú fram um ríkismat sjáv- arafurða gerir hins vegar ráð fyrir því að „Fiskmatsráð" verði skipað sjö mönnum og af þeim velji hann fjóra úr hópi framleiðenda. Það fer því ekkert á milli mála hverjir hefðu yfirstjórn slíkrar stofnunar. Ég vil því benda á að mikið djúp er staðfest á milli sjónarmiða þessara tveggja manna í embætti sjávar- útvegsráðherra, Ólafs Thors ann- ars vegar og Halldórs Ásgrímsson- ar hins vegar. Eins og ég sagði í upphafi þess- arar greinar, þá tel ég það skyldu mína að vara við samþykkt þessa frumvarps, þar sem það felur i sér algjöra stefnubreytingu á stjórn þeirrar stofnunar sem hefur það mikilvæga hlutverk að annast út- flutningsmat sjávarafurða okkar. Frá mínu sjónarmiði er frumvarpið auk þessarar stefnubreytingar mjög illa unnið og til lítils sóma fyrir þá sem samið hafa. Það er því von mín, að alþingismenn hlaupi „Frá mínu sjónarmiöi er frumvarpiö auk þess- arar stefnubreytingar mjög illa unnið og til lít- ils sóma fyrir þá sem samið hafa. Það er þvi von mín, að alþingis- menn hlaupi ekki hugs- unarlaust að því að sam- þykkja þetta vanhugs- aða frumvarp.“ ekki hugsunarlaust að því að sam- þykkja þetta vanhugsaða frum- varp. Að síðustu vil ég benda alþingis- mönnum á að bæði Norðmenn og Kanadamenn, okkar aðalkeppi- nautar á fiskmörkuðum, eru nú að herða á sínu útflutningsmati og ætla að gera það að óháðu ríkis- mati á öllum sviðum. Framundan er því harðnandi samkeppni um gæði fiskafurða sem boðin verða fram á mörkuðum og í þeirri bar- áttu tel ég að íslenskir hagsmunir verði best tryggðir með óháðu ríkismati sem gætir jafnt hags- muna kaupenda sem seljenda. Að hvika frá þessu er ævintýra- mennska sem við höfum ekki efni á, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Pétur //. Ólafsson er fískmatsmad- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.