Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 15 Miðdegislúr MorKunblaðið/ Friðþjófur f Kollafirði á Ströndum er talsvert um sel enda fremur friðsælt þar. A góðviðrisdögum liggur selurinn gjarnan á skerjum nálægt landi og lætur ekki Ijósmvndarann trufla sig í miðdegislúrnum þó líklega sé honum ókunnugt um það að skothríð hans reynist eins hættulaus og raun ber vitni. 6,5 milljónir til kvikmyndagerðar — þar af 3,6 til gerðar tveggja leikinna mynda KVIKMYNDASJÓÐUR hefur ákveðið að veita samtals 3,6 milljónum króna til gerðar tveggja nvrra, leikinna kvikmynda. I'að eru kvikmyndirnar „Sand- ur“, sem Agúst Guðmundsson vinnur að, og „Skammdegi", sem gerð er af kvikmyndafélaginu Nýtt líf sf. 1,8 milljónum króna er veitt til hvorrar myndar. Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum 1984 er alls 6,5 millj- ónir króna. Umsóknir um styrki voru fjörutíu og fengu alls sextán aðilar styrki á bilinu 75.000 — 250.000 króiiur auk tveggja fyrr- greindra styrkja. Þá verður og varið hálfri milljón króna til út- breiðslu- og markaðsmála al- mennt, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Kvikmyndasjóði. Fjórir 250 þúsund króna styrkir eru veittir til gerða heimilda- mynda. Þá styrki fá Hjálmtýr Heiðdal (Síldarævintýrið á Djúpu- vík), Páll Steingrímsson o.fl. (Saga hvalveiða á I slandi), Sigurð- ur Grímsson (Þumall) og Vil- hjálmur Knudsen (Vatnajökull). Tvö hundruð þúsund króna styrki til kynningar og sölu á kvikmynd- um fá FILM (Hrafninn fíýgur), Kvikmyndafélagið Óðinn (At- ómstöðin), Saga Film (Húsið), Kvikmyndafélagið Umbi (Skilaboð til Söndru) og Völuspá (Á hjara veraldar). Finnbjörn Finnbjörnsson fær 100 þúsund krónur til að gera grafíska mynd og fjórir einstakl- ingar fá 75 þúsund króna styrki til handritagerðar. Það eru Egill Eð- varðsson (Kuml), Kristín Jóhann- esdóttir (Pourqoi pas?-slysið), Þórarinn Guðnason (íslendingar á Hafnarslóð) og Þorgeir Þorgeirs- son (Hvíta tjaldið). í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Hinrik Bjarnason, forstöðumaður Lista- og skemmdideildar sjón- varpsins, Helgi Jónasson, fræðslu- stjóri Reykjanesumdæmis, og Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Þinglausnir verða ekki fyrr en eftir afgreiðslu kjördæma- og kosningalagamálsins „ÉG get engu spáö um þinglausn- ardag, en svo mikið er víst að þing- lausnir verða ekki fyrr en tekist hef- ur að afgreiða kjördæmamálið og kosningalögin," sagði Ólafur G. Ein- arsson formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins m.a. á fundi Sjálf- stæðisfélagsins á Seltjarnarnesi sl. fimmtudagskvöld. Auk Olafs talaði Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins á fundinum, fundarstjóri var Magnús Krlendsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. Ólafur sagði ennfremur, að hann hefði haldið fund þann sama dag með formönnum þingflokk- anna og kynnt þeim 60 frumvörp sem lögð er áhersla á að koma í gegnum þingið fyrir þinglausnir. Þá sagði hann að auk þess ætti eftir að fara fram umræða um skýrslu utanríkisráðherra og eld- húsdagsumræður. Hann taldi því þá menn bjartsýna á Alþingi sem reiknuðu með þinglausnum 12. maí n.k. Hann sagði það sér að meinalausu að horft væri á laug- ardaginn 19. maí sem þinglausn- ardag, en hann reiknaði ekki með að af þeim gæti orðið fyrr en í lok mánaðarins, eins og nú væri kom- ið. Varðandi kjördæmamálið og kosningalögin sagði Ólafur, að þetta löggjafarþing þyrfti að sam- þykkja á ný stjórnarskipunarlögin sem samþykkt hefðu verið á síð- asta þingi. Þá þyrfti einnig að samþykkja ný kosningalög, en ýmsar hnökrar virtust vera komn- ir á það mál, sem verið hefði til meðferðar í svokölluðum lausa- nefndum þingsins. Hann kvað ýmsa þingmenn, t.a.m. formann Alþýðuflokksins, sem hefði verið samþykktur kosningalagabreyt- ingunni á síðasta þingi, nú sjá málið í nýju ljósi eftir síðustu kosningar. Ef kosið hefði verið síðast eftir nýju tillögunum hefði Alþýðuflokkurinn t. d. aðeins fengið einn mann í Reykjaneskjör- dæmi í stað tveggja, en Bandalag jafnaðarmanna tvo í stað eins, sagði ólafur. Hann sagði i lokin, að það væri algjört skilyrði af sinni hálfu, að þinglausnir yrðu ekki fyrr en þessi mál væru komin í gegn og skipti sig ekki máli, þó þingið þyrfti þess vegna að standa alla sumarmánuðina. „Átti von á niður- stöðu í þessum dúr“ — segir Þórir Daníelsson, formaður skipulagsmálanefndar ASÍ FYRSTU samráðsfundir launþegahreyfingarinnar, á vegum ASÍ og skipu- lagsnefndar samtakanna um endurskipulagningu ASÍ voru haldnir nú um helgina, þar sem funduðu fulltrúar fiskvinnslunnar, iðnaðarins og byggingar- iðnaðarins. Þar kom fram takmarkaður áhugi á að gjörbreyta skipulagi ASI, en cindreginn vilji til að auka samstarf ólíkra starfshópa innan sömu at- vinnugreinar. Þórir Daníelsson, formaður sambandsins sagði eftir þessa skipulagsmálanefndar Alþýðu- fundi að hann hefði átt von á þeim tón sem þarna kom fram. „Fólk vill ekki miklar skipulagsbreyt- ingar á samtökunum," sagði Þórir, „en það vill aukið samstarf innan atvinnugreinanna. Ég sat fundinn hjá starfsfólki í fiskvinnslu, og þar kom m.a. fram mjög eindreg- inn vilji þeirra sem eru í Verka- mannasambandinu, að samvinna og allt samband innan fiskvinnsl- unnar verði aukið til muna,“ sagði Þórir samtali við blm. Mbl. Sumarhjólbarðar Heilsóluó radial- dekk á verði sem fáir keppa við ^lkoup 155 x 12 kr. 1.080,- 155 x 13 kr. 1.090.- 165 x 13 kr. 1.095.- 175 x 14 kr. 1.372.- 185 x 14 kr. 1.396.- 175/70x 13 kr. 1.259.- 185/70x 13 kr. 1.381.- VEITUM FULLA ÁBYRGÐ Síöumúla 17, inngangur aö neöanveröum austurenda. Sími 68-73-77.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.