Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 36
-TO» k onr > » « r o MO » 'T»T»TT*r r r-rjf-r , 36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Fréttir frá borgarstjórn Heimild til niðurrifs Fjalakattarins staðfest SAMÞYKKT byggingarnefndar um niðurrif Fjalakattarins var staðfest með nafnakalli á fundi borgarstjórnar á fimmtudag með atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna nema Huldu Valtýsdóttur, formanns umhverfisráðs borgarinnar, sem greiddi atkvæði gegn staðfestningu á niðurrifi hússins, ásamt 7 borgarfulltrúum í minnihlutanum. Tveir borgarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins, þau Sigurður E. Guðmundsson (A) og Sigrún Magnúsdóttir (F). Tillaga frá borgarfulltrúum minnihlutans um að borgar- stjórn samþykkti að gera allt sem í hennar valdi stæði til að greiða fyrir samningaviðræðum um hugsanleg kaup á Fjalakett- inum ef af slíkum viðræðum yrði milli eiganda hússins og samtakanna Níu líf, fékk 10 at- kvæði og ekki stuðning. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sat hjá við atkvæðagreiðsluna um þá tillögu með vísan til þess að eðli- legast væri að viðræður samtak- anna og eiganda hússins færu fram á ábyrgð þeirra sjálfra, en hvorugur þessara aðila hefði óskað eftir sérstökum atbeina borgarinnar við þær viðræður. Formaður umhverfisráðs studdi tillöguna sem túlkuð var sem yf- irlýsing um vilja borgarinnar um varðveizlu hússins. Það hefur komið fram að meirihluti borgarstjórnar telur að borgin hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa Fjalakött- inn til friðunar eins og sakir standa og gera hann upp. Kaup- verð hússins er áætlað á bilinu 12—20 milljónir króna og að það muni kosta 44 milljónir að gera húsið upp í upphaflegri mynd. f skipulagshugmyndum þeim, sem nú liggja fyrir um uppbygg- ingu í Kvosinni er ekki á því byggt, að húsið þurfi að víkja. Á fundi borgarstjórnar 15. mars sl., kom fram að ef eigandi húss- ins eða aðrir sem kynnu að eign- ast húsið síðar hefðu áhuga að gera húsið upp og leituðu í því sambandi til ríkis og borgar, þá hlyti máli að koma til ákvörð- unar á nýjan leik. Á þeim fundi var ákveðið að borgin ætti við- ræður við menntamálaráðherra um málefni Fjalakattarins, enda stæði það Þjóðminjasafni og/eða menntamálaráðuneytinu næst að friða húsið, ef þau rök, sem færð hafa verið fyrir friðun þess, standast. Fjármunir til varðveizlu þess ekki fyrir hendi í ráðuneytinu Davíð Oddsson, borgarstjóri, og borgarfulltrúarnir Ingibjörg Rafnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áttu fund með menntamálaráðherra, þar sem gerð var grein fyrir sjónarmið- um borgarinnar og óskað eftir upplýsingum um viðhorf ráðu- neytisins til málsins. Af hálfu ráðherra kom það fram, að eng- in efni stæðu til þess af hálfu ríkisins, að það hefði atbeina að því að leysa húsið til sín og/eða ákveða friðun þess með þeirri kostnaðarþátttöku, sem því myndi óhjákvæmilega fylgja fyrir ríkið. í skýrslu borgar- stjóra til borgarráðs um þessar viðræður segir, að á það hefði m.a. verið bent á hálfu ráðu- neytisins, að fjármunir hefðu ekki fengist til þess að standa við þær skuldbindingar, sem menntamálarráðuneytið teldi sig þurfa að standa við í þessum efnum, s.s. að gera upp friðað hús Kennaraskólans við Laufás- veg og Viðeyjarstofu í Viðey. Átti viðræðunefndin einnig fund með fulltrúum áhuga- manna um verndun Fjalakatt- arins. „Eigandinn á rétt á svari frá borginni“ Við afgreiðslu málsins í borg- arstjórn rakti Hilmar Guð- laugsson, borgarfulltrúi og formaður byggingarnefndar borgarinnar sögu þessa máls í borgarkerfinu. Eigandi Fjala- kattarins fór fyrst fram á það formlega að fá heimild til niður- rifs hússins í febrúar 1979. Af- staða hefði ekki verið tekin til þessa erindis hjá borginni þá með vísan til þess að unnið væri að gerð deiliskipulags að Kvos- inni. Þegar málið hefði verið til meðferðar í byggingarnefndinni í vor hefði tillaga um frestun á afgreiðslu málsins einnig komið fram með vísan til gerðar deili- skipulagsins. Slík regla ætti sér hvergi stoð, hins vegar ætti eig- andinn skýlausan rétt á því að fá svar frá borgaryfirvöldum við erindi sínu um niðurrif, já eða nei. „AÓgerðarleysið réttlætt með fjármagnsskorti“ Álfheiður Ingadóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði m.a. að hún væri þeirrar i Fjalakötturinn skoðunar að aldrei ætti að heim- ila niðurrif á nokkru húsi nema ljóst væri hvað koma ætti í stað- inn á því svæði, sem það stæði. í sameiginlegri bókun borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins um málið sagði m.a. þeir hörmuðu vilja- leysi borgaryfirvalda og menntamálaráðuneytis til að tryggja varðveizlu Fjalakattar- ins. Hefðu þau ekki haft neitt frumkvæði að þvi að grípa inn í | það mál þrátt fyrir að borgar- minjavörður, umhverfisráð og húsfriðunarnefnd hafi eindregið mælt með varðveislu hússins og fjöldamargir einstaklingar og félagasamtök boðist til að leggja málinu lið og axla hluta þeirrar fjárhagsábyrgðar sem af varð- veislu þess hlýst. Rökum um menningarsögulegt og bygginar- sögulegt gildi hússins hefði ekki verið hafnað af borgaryfirvöld- um og menntamálaráðuneyti, heldur réttlættu þau aðgerðar- leysi sitt með fjármagnsskorti. Með samstilltu átaki margra að- ila þyrfti Fjalakötturinn hins vegar ekki að verða yfirvöldum fjárhagslega ofviða. f máli Gerðar Steinþórsdótt- ur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins kom fram að hún teldi ekki fullreyndar leiðir til að varðveita húsið. Samþykki á niðurrifi nú bæri einungis vott um áhugaleysi borgaryfirvalda á þessu máli, en ekki peninga- leysi. Þjóð sem hefði efni á þ ví að ganga í 40 milljón króna ábyrgð í leit að gullskipi væri ekki fjárhagslega á flæðiskeri stödd. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði m.a. að ljóst væri að bæði borgin og menntamálaráðuneyt- ið vísuðu máli Fjalakattarins frá sér í stað þess að standa saman að björgun þess. Því væri ljóst að fjárhagslegan grundvöll skorti fyrir varðveizlu hússins. Kvaðst hann sitja hjá við af- greiðslu málsins, þar sem hann væri ekki reiðubúinn til að standa að því, að borgarsjóður einn fjármagnaði kaup á húsinu og endurreisn þess. Skilyrt hundahald verdur heimilað tillögu um skoðanakönnun hafnað Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var samþykkt meö 14 atkvæðum borgarfultrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að semja í samráði viö lögreglustjóra eða fulltrúa hans drög að nýrri reglugerð um hundahald í Reykjavík. I þeim drögum á að koma fram, að hundahald sé bannað í Reykja- vík, — en heimilt sé að veita und- anþágu frá því banni, að uppfyllt- um ströngum skilyrðum. Þau skil- yrði eiga m.a. að vera, að hundur sé skráður í þar til gerðar bækur á vegum borgarinnar og skal hund- urinn merktur með þeim hætti, sem borgaryfirvöld ákveða. Eig- andi hunds skal greiða árlegt af- gjald í borgarsjóð, þegar leyfi er fengið eða endurnýjað. Færa skal hundinn árlega til skoðunar og hreinsunar hjá þar til bærum heilbrigðisyfirvöldum og skal hundeigandi greiða kostnað af því. Hundeigendum verði skylt að tryggja hunda sína hjá viður- kenndu tryggingarfélagi, og utan dyra skulu hundar jafnan hafðir í bandi eða helsi. Hundeigandi, eða sá sem er með hund á ferli, skal skuldbundinn til að fjarlægja óþrif eftir hundinn, að viðlögðum sektum. Eigandi lausbeislaðs hunds, sem hirtur er innan borg- armarkanna, verði að sæta upp- töku á þeim hundi og óheimilt verði að vera með hunda í almenn- ingsgörðum borgarinnar milli kl. 08.00 á morgnana til 21.00 á kvöld- in. Er hugsanlegt að tiltekin svæði verði algerlega útilokuð frá fólki með hunda. Um hundahald í fjöl- býlishúsum fari eftir ákvæðum í sameignarsamningum. Þá var samþykkt að í reglugerð- inni skyldi vera ákvæði til bráða- birgða þar sem ákveðið er að bera ákvörðun um hundahald innan borgarmarkanna undir atkvæði allra atkvæðisbærra borgarbúa þegar nokkur reynsla verður kom- in á hina nýju skipan, þó ekki síð- ar en 4 árum eftir staðfestingu reglugerðarinnar. Þeir aðilar, sem fá leyfi fyrir hundum á þessu tímabili, þurfi að sæta þeim ákvörðunum, sem teknar kunna að vera í framhaldi af slíkri at- kvæðagreiðslu. í reglugerðinni eiga jafnframt að vera skýr ákvæði um viðurlög við brotum um meðferð ólöglegra hunda, sem handsamaðir eru, rétt til aflífunar hunda og fleira í því sambandi. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Kvennaframboðsins gerðu tillögu um að skoðanakönnun færi fram síðar á þessu ári á meðal borg- arbúa um afstöðu til hundahalds í borginni. Þeir sem nytu kosn- ingaréttar í borgarstjórnarkosn- ingum hefðu þátttökurétt í slíkri könnun og kjörstaðir yrðu a.m.k. tveir. 1 máli Sigurjóns Péturssonar (Abl.) kom m.a. fram, að líklegt væri að aðeins þeir sem raunveru- lega tækju afstöðu til hundahalds í borginni myndu tjá sig í slíkri skoðanakönnun. Hann teldi heldur ekki rétt að ákveða fyrst um fyrir- komulag hundahalds og bera það síðan undir atkvæði, eins og til- laga meirihlutans gerði ráð fyrir. Margrét S. Einarsdóttir og Páll Gíslason (S) kváðust m.a. fagna því að þetta mál skyldi vera komið á það stig, að fyrirsjáanlegt væri að regla kæmist á það í borginni. Fjölluðu þau um þá varnagla, sem slegnir væru um framkvæmd hundahalds í tillögu meirihlutans, en ástæðan fyrir því að reglum um hundahald skyldi nú breytt og borgarbúum síðar gefinn kostur á að greiða atkvæði um málið væri sú, að með því væri fólki gefinn kostur á því að gera raunhæfan samanburð á núverandi ástandi og ef skilyrt hundahald er heimilað. Tillagan um skoðanakönnun fékk 7 atkvæði og því ekki stuðn- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.