Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 43
_________________________MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 Borghildur Strange Minningarorö Fædd 6. desember 1921. Dáin 1. maí 1984. Það kom okkur vinum Borghild- ar Strange eða Boggu, eins og við kölluðum hana, ekki á óvart þegar okkur barst frétt um lát hennar 1. maí. Bogga var „farin heim“ eins og við skátar köllum það. Hún hafði í 3 ár barist hetjulegri bar- áttu við banvænan sjúkdóm þar sem hún sýndi af sér slíkt æðru- leysi og dugnað, að einstætt er. Þessi ár voru henni mikils virði og öllum ástvinum hennar sem fengu tíma til að átta sig á lífinu og til- gangi þess. Alltaf var sami lífs- viljinn og aldrei bilbug að finna hjá Boggu. Hún var eins g stóra stælta tréð, sem bognar ei, en brestur í stóra storminum, að lok- um. Það eru tæp 50 ár frá því að nokkrir ungir skátaforingjar mynduðu Næturgalaflokkinn hér í Reykjavik. Þegar þeir hættu for- ingjastörfum héldu þeir áfram að hittast og njóta vináttunnar frá skátadögunum. Svo þegar þeir kvonguðust gengu eiginkonurnar í flokkinn og hefur hann starfað fram á þennan dag. Við áttum öll skemmtilegar endurminningar frá skátastarfinu og höfðum heillast af skátahugsjóninni í æsku og viðhorf því oft eins. Á hverju ári er farin „Septembertúr", sem tek- ur 2—3 daga og í áratugi höfum við farið saman í Þjóðleikhúsið á 4. sýningu hvers nýs leikrits, en síðan heim hver til annars til skiptis, í kaffisopa, með fjörlegum umræðum um leikinn og annað, sem efst er á baugi. Þetta hefur orðið okkur mikils virði og sannari vináttu en innan okkar hóps þekki ég ekki. Það er nú svo að maður eignast á ævinni marga vini og er sífellt að eignast fleiri og metur vináttu þeirra mikils, en aldrei er hugur- inn jafn opinn fyrir áhrifum og á unglingsárunum. Þeir góðu vinir, sem maður eignast þá, hafa sér- stak gildi þá og ávallt síðar. Mað- ur gagnrýnir þá ekki, en tekur þá eins og þeir eru, því að þeir eru hluti af manni sjálfum. Þannig var vinátta okkar Næturgalanna áður og er enn. En nú er í vinahóp- inn komið skarð. Bogga vinkona okkar er farin heim á undan okkur hinum og þáttaskil, sem snerta okkur öll. Hugur okkar leitar til Eiríks vinar okkar, sem nú sér á bak ástvini sínum, en þau giftust 10. maí 1947, og tileinkuðu líf sitt hvort öðru upp frá því. Börnin urðu þrjú: Olafur, giftur Ingu Long, Oddý Hanna, gift Ásgeiri Heiðar, og Gunnar, giftur Jakob- ínu Eddu Sigurðardóttur. Barna- börnin eru 4 og urðu sem auga- steinar ömmu og afa síðustu árin, bæði í heimsóknum að Barðavogi 38, á ferðum um landið að sumri og skíðum á vetrum, en ekki síst Þann 12. apríl lést hér í Reykja- vík Ása Sigurðardóttir, háöldruð merkiskona, sem mig langar að minnast með nokkrum síðbúnum orðum. Ætt hennar ætla ég ekki að rekja, það hefur þegar verið gert. Mig langar aðeins til að þakka henni fyrir þær ánægju- stundir, sem ég fékk að njóta með henni. Eftir langa og harða bar- áttu við veikindi var hvíldin henni kærkomin, þó við sem eftir lifum söknum hennar mikið. Oft dáðist ég að þessari gömlu konu, lífsgleði hennar og æðruleysi i veikindum hennar. Hún „laumaði lítilræði" að börnunum, eins og hún orðaði það, fylgdist með öllum afmælum, og á jólunum komu gjafir frá henni til allra barnabarna og austur í sumarbústaðinn við Gíslvatn, en hann byggðu Bogga og Eiki fyrir nokkrum árum og hafa búið til lítinn sælureit þar. Þá leitar hugurinn líka til æsku- heimilis Boggu hjá Hansínu og Viktori Strange við Njálsgötuna, þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi á góðu heimili við ör- yggi og hamingju, þar sem hús- móðirin var alltaf til staðar til hjálpar og stuðnings. Nú á Hans- ína að baki að sjá tveimur dætrum sínum á stuttum tíma, því Gyða dó í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðinn. Missir Hansínu er því mikill. Við í Næturgalaflokknum send- um Eiríki og öllum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra og að hinar mörgu góðu minningar frá farsælu lífi muni létta öllum þessar stundir. „Sofnar drótt nálgast nótt. Sveipast kvölroða himinn og sær. Allt er hljótt hvíldu rótt Guð er nær.“ Páll Gíslason „Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkar nær.“ Har.Ól. í dag verður kvödd frá Foss- vogskirkju Borghildur Strange sem lést 1. maí sl. Foreldrar Borghildar voru sæmdarhjónin Hansína Þorvalds- dóttir Strange og Victor Strange verkstjóri hjá Hamri hf. um ára- tuga skeið. Victor var danskur maður, sem settist að á íslandi 1918. Hann reyndist báðum þjóð- unum góður sonur. Victor lést fyrir all mörgum ár- um, en Hansína lifir í hárri elli, komin á níræðisaldur. Hún hefur orðið fyrir þeirri miklu sorg að sjá á bak tveimur dætrum sínum með aðeins þriggja mánaða millibili. Gyða, sú systirin sem fyrr kvaddi þennan heim, 5. febrúar sl., fluttist ung til Danmerkur og bjó í Kaupmannahöfn um 30 ára skeið, gift dönskum manni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hún lætur eftir sig tvö börn sem nú eru upp- komin. Hansína og Victor eignuðust átta börn og var Borghildur næst elst, fædd 6. desember 1921. Öll börnin gerðust skátar á unga aldri og sum þeirra hafa starfað óslitið fram á þennan dag. Ég minnist fyrstu heimsókna minna á æskuheimili Borghildar við Njálsgötu. Húsmóðirin fínleg, blíð og brosmild sem vildi öllum gott gera, húsbóndinn stór og langömmubarna hennar. Það var hennar yndi að gleðja aðra, ekki síst börnin, og þau voru orðin æði mörg, í hennar stóru fjölskyldu. Allir afkomendur hennar muna ömmu sína, sem göfuga og gjaf- milda konu, sem öllum þótti vænt um. Eldri drengurinn minn sagði, er hann heyrði að langamma hans væri dáin: „Ég vona að guð passi' ömmu vel, hún var svo góð.“ Hún miðlaði okkur yngra fólkinu af þekkingu sinni og reynslu. Hún var með eindæmum gestrisin og naut þess að vera gestgjafi. Eg, Jens og drengirnir okkar, Arnar og Ólafur, kveðjum ömmu þeirra og biðjum henni guðsbless- unar. sterklegur og taldi það ekki .eftir sér eftir langa og stranga vinnu- daga að skutla skátastúlkunum upp að Hafravatni eða austur að Úlfljótsvatni þegar verið að var að undirbúa skátamót eða sumar- dvalir kvenskáta. Aldrei var hugs- að um tíma eða peninga. Margar minningar um einstök gæði og hjálpsemi þessara hjóna geymast í hugum okkar. Kvenskátafélag Reykjavíkur gerði þau að heiðurs- félögum sem lítinn þakklætisvott fyrir þann skerf sem þau létu fé- laginu í té. Borghildur var um margra ára skeið skátaforingi og síðar sat hún í stjórn Kvenskátafélags Reykja- víkur. Sömuleiðis var hún ein þeirra sem undirbjó og stjórnaði sumardvöl kvenskáta á frumbýl- ingsárunum að Úlfljótsvatni, þeg- ar tjöldin voru aðal húsnæðið. Þá var líf og fjör og orðið stress hafði aldrei heyrst. Það var þá sem okkur fannst við „líta inn í lands- ins eigin sál“. „Hefur þú komið austur að Úlfljótsvatni er sólin roðar tind? Áin niðar, lækur hjalar blítt við fagra skógartind. Hefur þú komið upp að vörðunni og litið yfir láð? Léttur blærinn strýkur vanga allt er Ijósgeislum stráð.“ Þetta allt upplifðum við að Úlfljótsvatni, þótt við hefðum aldrei getað komið þessari reynslu í þann yndislega búning sem Hrefnu Tynes var svo tamt. Á þessum árum, þegar skáta- störfin voru tómstundastörf okkar, skemmtun og lifsfylling, fann ég hve gott var að starfa með Borghildi. Hún var ákveðin, sinnti sínum skátastörfum heils hugar, var ósérhlífin og það sem hún tók að sér stóð eins og stafur á bók. Það var langt frá þvi að hennar skoðanir fyndu ávallt sama farveg og okkar hinna, en hún var ódeig við að setja þær fram og fylgja þeim eftir. Borghildur var hrein- lynd, hún hafði sterka réttlætis- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. I>ess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíöum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. „Far þú í friöi friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði guð þér nú fylgi hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.“ Guðrún Ragnars. kennd og lifði og starfaði í anda sinna lífsviðhorfa. í skátahreyfingunni kynntust þau Borghildur og eiginmaður hennar, Eiríkur Jónasson, raf- virkjameistari. Heimili þeirra bar vott um samkennd og farsæld. Þau eignuðust þrjú börn: Ólaf, Oddnýju og Gunnar. Öll eru þau gift og hafa stofnað sín heimili. Um árabil mótaðist líf Borghildar af húsmóður- og uppeldisstörfum, enda bera afkomendur þeirra hjóna þess vitni, að vel hafi verið um þau hugsað. Eftir að skátafélögin tvö í 43^ Reykjavík hættu að starfa aðskil- in og sameiginleg félög drengja og stúlkna voru stofnuð víðs vegar um bæinn stofnuðu eldri kven- skátar, sem starfað höfðu að skátamálum á yngri árum, félag sem ber nafnið „Félag eldri kven- skáta“, stundum nefnt „Hrukkur". Markmiðið var að hlúa að skáta- heimilum í borginni. Basarar voru haldnir, saumað og bakað og nú síðast var álitleg fjárhæð lögð í Skátahúsið, sem er að rísa við Snorrabraut. En það sem var best, gömlu tryggðaböndin voru knýtt fastar. Á þessum vettvangi var Borghildur mjög virk í mörg ár. En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum árum kervndi Borghildur þess meins sem að lok- um varð henni að aldurtila. Lífslöngun hennar var mikil og hún barðist hetjulega. Oft virtist hún ætla að hafa betur. Vonin um að fá að sjá barnabörnin sín vaxa og dafna gerði hana sterka, en sterkust var hún í mótlætinu því hún vissi lengi hvert stefndi. Borghildur átti góða að. Eigin- maðurinn gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að létta undir með henni, sömuleiðis börnin hennar, móðir og systkini. Við þökkum Borghildi fyrir langt og gott samstarf, hjá sum- um okkar spannar það um hálfrar aldar skeið. Við sendum Eiríki, börnum, móður og systkinum inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Borghildar Strange. F.h. Félags eldri kvenskála, Áslaug Friðriksdóttir SVAR 4? MITT eftir Billy Graham Heitstrenging llm áramótin síðustu gerði ég mörg heit — en ég hef komist mð raun um, að ég hef ekki haldið neitt þeirra. Hvers vegna er ekki meiri dugur í mér? Þér eruð að uppgötva það, sem ótal margir hafa komist að raun um: Við viljum taka okkur á og breyta lífi okkar, en okkur skortir andlegt og sið- ferðilegt þrek til þess. Er nokkuð við þessu að gera? Já, ég er sannfærður um, að svo sé. Við viljum oft gera betur, en tekst ekki — en Guði tekst það! Hér er nefnilega um andlegt vandamál að ræða. Biblían segir, að við sé- um öll, andlega talað, veik vegna syndarinnar. Mað- ur getur verið bæklaður vegna afleiðinga sjúkdóms, og á sama hátt erum við „bækluð“ vegna afleiðinga „sjúkdóms" þess, sem heitir synd. Jafnvel þegar við viljum gera vel, finnum við, að við megnum það ekki. Þetta stafar af því, að við höfum gert uppreisn gegn Guði. Við látum Guð ekki sitja í fyrirrrúmi, heldur ráðum ferðinni sjálf, og við höfum gert það sem okkur lystir í stað þess, sem hann ætlaðist til af okkur. Þess vegna er brýnasta þörf okkar fyrirgefn- ing og nýtt líf. Og hér sjáum við ástæðuna til þess að Kristur kom. Jesús Kristur kom, svo að unnt væri að fyrir- gefa okkur. Vegna dauða síns á krossinum hefur hann gefið okkur kost á að öðlast hreinsun syndanna og sátt við Guð. Hafið þér nokkurn tíma veitt Jesú Kristi viðtöku sem drottni yðar og frelsara? Það er fyrsta skrefið, sem þér þurfið að stíga. Þér getið boðið honum að koma inn í líf yðar með einfaldri bæn og játningu og trú. Þegar við komum til Krists, tekur heilagur andi sér bústað í okkur. Hann hjálpar okkur að lifa eins og okkur ber og að gangast undir vald Guðs á hverj- um degi. Páll postuli þekkti líka þessa baráttu. Hann sagði: „Að vilja veitist mér auðvelt, en að fram- kvæma hið góða ekki“ (Róm. 7,18). En hann komst að raun um, að Kristur gaf honum styrk, þegar hann sneri sér til hans: „Allt megna ég fyrir kraft hans, sem mig styrkan gjörir" (Fií. 4,13). Þetta getur líka orðið yðar reynsla. Asa Sigurðar- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.