Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 23 Jóhannesi Páli vel fagnað af papúum Mount Hagen, 8. maí. AP. NÆR 200.000 innfæddir papúar á Nýju-Guineu fógnuðu Jóhann- esi Páli páfa II, er hann heim- sótti þá í gær. Báru margir þeirra stríðsaxir og spjót að þjóðarsið. Sumir hinna inn- fæddu höfðu lagt á sig margra vikna ferðalag yfir fjöll og um ógreiðfæra frumskóga til þess að ná fundi páfa. Karpov með tapaða skák gegn Torre London, 8. maí. AP. HEIMSMEISTARINN í skák, Ana- toly Karpov, virtist vera með gjörtap- aða skák á móti Eugenio Torre frá Filippseyjum í II. umferð alþjóða- skákmótsins í London. Var gert ráð fyrir, að Karpov myndi gefa skákina án þess að tefla hana frekar. Karpov, sem hafði svart, beitti kóngs-indverskri vörn. í 10. leik tefldi hann mjög djarflega og vann peð, en skildi eftir hrók á hættu- legum stað á miðju skákborðinu. Torre tókst að vinna hrókinn fyrir biskup og tefldi síðan af varfærni. Smám saman náði hann að bæta stöðu sína svo, að hann var kominn með gjörunna stöðu að mati skák- sérfræðinga, en skákin fór í bið eftir 45 leiki. Þegar páfinn flutti messu sínu, hlýddu þeir á af mikilli athygli. Flestir þeirra voru berfættir og stóðu kyrrir í for, sem sums staðar náði í ökkla, því að óhemju rigning hafði verið á þessu svæði dögum saman. f dag brá þó til hins betra, því að það stytti upp, svo að vel sá til sólar. Tveir ættbálkar innfæddra höfðu dregið með sér stóra krossa, sem þeir báðu páfa að blessa og munu síðan flytja aftur til þorpa sinna, þar sem þessir krossar eiga að standa í framtíðinni. Varúðarráðstafanir til verndar páfa voru ekki umfangsmiklar. Stjórnvöld höfðu þó lagt algert bann við því, að frumstæðir stríðsmenn fengju að koma á vettvang búnir bogum sínum og örvum. Féll fyrir örvaroddi Uppreisnarmenn í Nýju-Guineu standa hér við lík Indónesíumanns, sem þeir drápu með örvum. Annar Indónesíumaður hlaut sömu örlög, en svissneskum flugmanni, sem uppreisnarmennirnir tóku til fanga, var sleppt. Verður sorfið að Kohl á flokksþingi CDU? Studgart, 8. raaí. AP. HELMUT Kohl kanzlari opnar flokksþing flokks Kristilegra demó- krata í Stuttgart á morgun, miðviku- dag, og er búist við að umræður um nýtt hneykslismál setji sinn svip á fundinn, sem haldinn er á sama tíma og allsherjarverkfall málmiðnaðar- manna vofir yfir. Búist er við að Kohl réttlæti þá ákvörðun stjórnarflokkanna að veita sakaruppgjöf þeim er komist hafa í kast við lögin fyrir að greiða ekki skatt af fjárframlög- um í flokkssjóði. Stjórnarandstaðan hefur harð- lega gagnrýnt þessa ákvörðun stjórnarflokkanna, og síðustu Palme leyndi Svía upp- lýsingum um kafbátamálin Stokkhólmj, 8. maí. Krá Krik Liden, fréllaritara Mbl. KVÖLDBLAÐIÐ Expressen scgir í dag að Olof Palme forsætisráðherra hafi leynt sænsku þjóðina mikilvægum atriöum í bréfi Anders Ferm sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hann las upp í sjónvarpi 9. desember sl., þar sem fjallað var um njósnaferð- ir sovézkra kafbáta í sænskri lögsögu. Palme las aðeins helming bréfsins í sjónvarpinu og sagði einvörðungu almennar skoðanir um kafbátamál- ið að finna í seinnihluta þess. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þar var að finna upplýsingar er höfðu áhrif á hvernig sænska stjórnin með- höndlaði kafbátamálið. Þar er haft eftir KGB-generáln- um Michail Milsten að Sovétmenn telji Svíþjóð hafa litla þýðingu fyrir sig. Ennfremur að Sovétmenn muni aldrei gangast við óboðnum ferðum kafbáta sinna í sænskri lögsögu, enda þótt vísbendingarnar væru óyggjandi. Samkvæmt þessum bréfshluta ræddu Svíar það við Sovétmenn að senda leyninefnd til Moskvu til þess að ræða kafbátamálið í Hársfirði 1982. Fyrst var vitað um bréf Ferms er Svenska Dagbladet ljóstraði upp um leynifund hans með Milsten og Georgij Arbatov í Bandaríkjunum, þar sem kafbátamálið var til um- ræðu. Hermt er að Svíar leiki tveim- ur skjöldum í kafbátamálinu. Út á við gagnrýni þeir Rússa harðlega, en eftir diplómatískum leiðum hafi þeir beðið Rússa að hætta kafbáta- siglingum í sænska skerjagarðinum, gegn því að Svíar gleymi atvikinu í Blekinge 1981 og Hársfirði 1982. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Palme harðlega í dag fyrir að halda bréfi Ferms leyndu að hluta. daga hafa margir flokksmenn Kohls gagnrýnt ákvörðunina í auknum mæli. Talið er að undir- tektirnar á flokksþinginu kunni að hafa áhrif á hvort tillaga stjórn- arinnar komist í gegnum þingið. Allt þar til í síðustu viku stefndi í það að flokksþingið yrði „fagnað- arsamkoma" vegna smávegis efnahagsbata, sigurs flokksins í Baden-Wurttemberg fyrir skömmu og aukinna vinsælda flokksins í skoðanakönnunum. Meðan flokksþingið stendur yfir greiða málmiðnaðarmenn í Hesse atkvæði um hvort gripið skuli til allsherjarverkfalls til að ítreka kröfuna um 35 stunda vinnuviku. Samskonar atkvæðagreiðslur í öðrum fylkjum hafa leitt í ljós yf- irgnæfandi stuðning við slíkar að- gerðir, og er jafnvel búist við að leiðtogar málmiðnaðarmanna geri upp hug sinn meðan á flokksþingi CDU stendur, en grípi þeir til verkfallsvopnsins mundi það varpa skugga á þingstörfin. Rússar kaupa veiðiheimildir Kanadamenn og Sovétmenn undir- rituðu nýtt fiskveiðisamkomulag I. maí sl., en með því skuldbinda Rússar sig í fyrsta skipti til að kaupa fersk- fiskafurðir af Kanadamönnum gegn veiðiheimildum í kanadískri fiskveiði- lögsögu. Samkvæmt samkomulaginu fá Sovétmenn heimild til að veiða sam- tals 100 þúsund smálestir af fiski í kanadískri lögsögu árlega. Sam- komulagið er uppsegjanlegt af beggja hálfu, hvenær sem er, með 12 mánaða fyrirvara. Sjávarútvegsráðherra Kanada segir að Sovétmenn veiði fyrst og fremst fisk, sem Kanadamenn veiði ekki sjálfir, þar sem enginn mark- aður sé fyrir hann. (Finaneial Times) Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ........... 14/5 Dísarfell ..... 28/5 Dísarfell ..... 11/6 Dísarfell ..... 25/6 ROTTERDAM: Dísarfell ..... 15/5 Dísarfell ..... 29/5 Dísarfell ..... 12/6 Dísarfell ..... 26/6 ANTWERPEN: Dísarfell ..... 14/5 Dísarfell ..... 30/5 Dísarfell ..... 13/6 Dísarfell ..... 29/6 HAMBORG: Dísarfell ..... 17/5 Dísarfell ...... 1/6 Dísarfell ..... 15/6 Dísarfell ......29/6 HELSINKI/TURKU: Hvassafell .... 24/5 Hvassafell .... 20/6 LARVIK: Jan ........... 21/5 Jan ............ 4/6 Jan ........... 18/6 GAUTABORG: Jan ........... 22/5 Jan ............ 5/6 Jan ........... 19/6 KAUPMANNAHÖFN: Jan ........... 23/5 Jan ............ 6/6 Jan ........... 20/6 SVENDBORG: Francop ....... 10/5 Jan ........... 24/5 Jan ............ 7/6 Jan ........... 21/6 ÁRHUS: Francop ....... 11/5 Jan .......... 25/5 Jan ............ 8/6 Jan ........... 22/6 FALKENBERG: Helgafell ..... 11/5 Arnarfell ..... 22/6 LENINGRAD Hvassafell..... 28/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell .... 24/5 Skaftafell .... 24/6 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 25/5 Skaftafell .... 25/6 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Undarleg lykt af peningum Lögreglan í Osló telur sig hafa klófest margfaldan bankaræningja Poul Schliiter forsætisráðherra Danmerkur og Felipe Gonzales forsætisráð- herra Spánar. Myndin er tekin í Danmerkurheimsókn Gonzales. Danir styðja aðild Spánar Kaupmannahöfn, 8. maí. ap. bandalaginu. Sagði Gonzales það FELIPE Gonzales forsætisráð- áhugamál Dana að Evrópuríki herra sagði eftir fund sinn með yrðu tengd sterkari böndum, og Paul Schluter í dag að Danir því styddu þeir aðild Spánar og styddu aðild Spánar að Efnahags- Portúgals frá og með 1986. Osló, 8. maí. Frá fréttaritara Morgunhlaósins, FYRRVERANDI lögreglumaður, sem grunaður er um að hafa framið mörg vopnuð bankarán í Osló, strauk úr fangelsinu um helgina. Hann náðist hins vegar aftur daginn eftir. Lögreglumaðurinn var fyrst handtekinn fyrir nokkrum mánuð- um, en var svo látinn laus. Á föstu- dagskvöld var hann aftur handtek- inn, sökum þess að lögreglan hafði fengið nýjar sannanir gegn honum. Jan Krik l.aurr Maðurinn hefur að undanförnu unnið á bensínstöð og eigandi hennar uppgötvaði skyndilega, að í peningakassanum voru seðlar, sem lyktuðu einkennilega, alveg eins og þeir hefðu verið grafnir lengi í jörð. Peningarnir úr bankaránunum hafa nefnilega aldrei fundizt og lögreglan telur, að maðurinn hafi grafið þá í jörð. Nú áiítur lögregl- an, að maðurinn sé byrjaður að skipta seðlunum fyrir aðra. Þess vegna var hann handtekinn. En þar með var ekki sagan öll. Á laugardag tókst manninum að strjúka úr fangelsinu í Osló. Sleit hann sig lausan frá lögreglumanni sem átti að gæta hans og stökk síð- an yfir múrinn. Sólarhring síðar var hann handtekinn aftur hjá ást- mey sinni. Þessi fyrrverandi lögreglumaður hafur stöðugt haldið fram sakleysi sínu. Strok hans nú og peningaseðl- arnir, sem sennilega eru frá ránun- um, valda því, að lögreglan er nú enn vissari en áður um að réttur maður hafi verið handtekinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.