Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 7 Ósvlklnn gæöingur verö frá kr. 6.950. Gíralaust — 2ja gíra — 3ja gíra — 5 gíra — 10 gíra og 12 gíra. D.B.S. reiöhjól hafa margsannaö yfirburöi sína viö íslenskar aöstæöur. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FALKINN 105 REYKJAVIK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670 Nú er ástæða til að endurnýja baðblöndunartækið og fá hitastillt^^U^^ í staðinn = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Kramhúsið dans og leiksmiðja Við opnum 14. maí Þá hefst 15 daga námskeið í leikfimi — dansi og fimleikum. Byrjenda og framhaldsflokkar. Kennarar- Hafdís Arnadottir og Bryndis Bragadóttir kenna músikleikfimi og dans Sören Petersen kennir fimleika og dans. Fimleikafólk Sören hefur veriö þjálfari sýningaflokks í Danmörku, hjá honum læriö þiö aö tengja saman fimleika og dans Innritun daglega frá kl. 13.00 Sími 15103. ajLk tMetwteour 8. mat 1M4 13 IMltvari frjáHlyndit, •amvinnu og fálagshyggju Utgefandi: Nútiminn K.f. Ritstjórar Magnús Ötatsson (ábm) og Þórarinn Pórarinsson Ritstjóm. skrrfstofur og auglystngar Siðumúk 15. Ráyfgavik Simi 86300 Auglýsingasimi 18300 Kvöidsimar: 86387 og 86306 Veró i lausasóiu 26 kr Asknft 250 kr. Leiftursókninni var hafnað „Slá niður verðbólgu eins fljótt og hægt var“ Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, tíundar starfsferil stjórnar sinnar í viðtali viö Morgunblaðið í gær. Hann segir orörétt: „fyrsti áfangi var að slá niður verðbólguna eins fljótt og hægt var ... “. Verðbólgan var sigruö meö leiftursókn. En gamli ritstjórinn á NT talar í gagnstæöa átt viö staðreyndir mála. Hann birtir þreyttan leiöara í gær undir fyrirsögninni: „Leiftursókninni var hafnaö“. Staksteinar staldra lítiö eitt viö þessi öfugmæli ársins í dag. Gamall leiðari í nýjum Tíma Meginmíl leiðara NT í gær um leiftursókn gegn verðbólgu fer hér á eftir „Því er kappsamlega haldió fram af stjórnarand- stæðingum, að ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar fylgi leiftursóknarstefnu þeirra Reagans og Thatrh- ers. í raun var þessu óbeint svaraó af forseta Alþýóu- sambands íslands i ræóu, sem hann hélt I. maí síð- asti. á fundi f Neskaupstað. Ásmundur Stefánsson var- aði þá öfluglega við því, að íslendingar létu fallast f at- vinnuleysisgryfjuna. Þvf til áréttingar gat hann þcss, að í löndunum í kringum okkur væri 10. hver maður atvinnulaus. l»að svaraði til þess, að tíu til tólf þúsund manns væru atvinnulausir bér á landi eóa tvöfaldur fjöldi vinnufærra manna í Austurlandskjördæmi. Ásmundur benti enn- fremur á það, að hér væri nær ekkert atvinnuleysi. Ekkert sýnir gleggra stefnumuninn. Stefna þeirra Reagans og Thatch- ers byggist á því, að at- vinnuleysi sé óhjákvæmi- legt, ef ná eigi taumhaldi á verðbólgunni. Stefna is- lensku stjórnarinnar er hins vegar að ná taumhaldi á verðbólgunni án atvinnu- leysis. Öllu meiri stcfnu- mun er vart hægt að hugsa sér. Annar meginmunur á leiftursóknarstefnu Reag- ans og Thatchers og stefnu islenzku ríkisstjórnarinnar er sá, að stjórnir þeirra Reagans og Thatchers hafa dregið verulega úr félags- legri aðstoð við þá, sem lakast eru settir. Hér hefur ríkisstjórnin tvívegis í sam- bandi við efnahagsaðgerðir aukið félagslega aðstoð við þá, sem höllustum fæti standa. I*etta var gert á síðast- liðnu vori, þegar gefin voru út bráðabirgðalög um efna- hagsaðgerðir. Eitt megin- atríði þeirra var að auka barnabætur til þeirra, sem stóðu höllustum fæti, og að hækka hlutfallslega meira ellilaun og tekjutryggingu en launahækkuninni nam. I>á var og veittur viss af- sláttur á tekjuskatti. Um þessar mundir er Al- þingi að afgreiða ný lög um efnahagsmál. Eitt megin- atriði þeirra er að auka fé- lagslega aðstoð við þá, sem lakast eru settir, m.a. með verulega auknum barna- bótum." Reynslunnar dýrkeypti lærdómur Frá lyktum síðari heims- styrjaldarinnar höfum við íslendingar aldrei sUðið nær IjöÚaatrinnuleysi en eftir fimm ára samstjórn Alþýðubandalags og Eram- sóknarflokks á öndverðu ári 1983. Verðbólga var komin í 130% og stefndi, að óbreyttu, í 180% fyrir árslok. Átvinnuvegir höfðu verið reknir með vaxandi halla um árahil, safnað skuldum, sem hávextir gerðu óbærilegar. — Ejöldi fyrirtækja var kominn að rekstrarstöðvun og fjölda- atvinnuleysi blasti við. Lífskjör fóru hratt versn- andi í kjölfar stjórnarstefn- unnar. Orsakir vóru þrí- þættar: I) Samdráttur í sjávarfangi og sjávarvöru- framleiðslu, 2) Erlendar skuldir, sem tóku til sín fjórðung útfhitningstekna í skuldabyrði og rýrðu þjóð- artekjur og lifskjör sam- svarandi, 3) Röng fjárfest- ingarstefna, sem þýddi verulega hærri kostnað við öflun þjóðartekna (og sam- svarandi skerðingu a>- menns kaupmáttar). I»ar að auki drógu stjórnvöld fætur f nýtingu nýrra möguleika: stóriðja, líf- efnaiðnaður, rafeindaiðn- aður, fiskeldi, tæknivæðing til að auka framleiðni os.frv. I»að er því rétt þegar formaður Framsóknar- flokksins segir að „fyrsti áfanginn var að slá niður verðbólgu eins (ljótt og hægt var", þ.e. beita leift- ursókn gegn verðbólgu- draugnum. I»að er líka rétt hjá hon- um þegar hann segir að næsta skrefið sé að festa þennan árangur f sessi með aðgerðum í peninga- málum og ríkisfjármálum. Við ríkjandi aöstæður er bráðnauösynlegt að draga saman segl í ríkisbúskapn- um, sníða þjóðinni (skatt- borgurum) yfirbyggingu og samneyzlustakk eftir vexti, þ.e. greiðslugetu. Ríkis- búskapurinn verður að axla sinn hlut í stórrýröum þjóðartekjum, rétt eins og launamaðurinn. Næstu skref eru síðan að skapa skilyrði í þjóðar- búskapnum fyrir nýsköpun atvinnulífsins, nýju fram- taki, hagvexti, og batnandi lífskjörum. I»að verður ekki gert með því að hverfa aftur til uppdrátt- arstefnu gengins áratugar þegar allt koðnaði niður nema verðbólgan. Fram- fylgja þarf „leiftursókn til bættra lífskjara" með nýsköpun atvinnulífs í is- lenzkum þjóðarbúskap. Við þurfum að læra af dýr- keyptri reynslu lífskjara- I skerðingar. Einíöld — Ódýr SOEHNLE Pakkavog 20 kg. 50 kg. Raímagn + raíhlööur ÖIMUR OlSlíUSOM A CO. Mf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.