Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAl 1984 Ríkissaksóknari um hundahald fjármálaráðherra: Albert boð- in dómsátt Rfkissaksóknari hefur sent hund- amál Alberts Guðmundssonar, fjár- málaráðherra, til Sakadóms Reykja- víkur með heimild um að málinu megi Ijúka með dómssátt og greiðslu sektar. Svo sem kunnugt er, var fjár- málaráðherra kærður fyrir að halda hund í Reykjavík í trássi við bann um hundahald í borginni. Lögreglan í Reykjavík rannsakaði málið og sendi síðan til ríkissaksóknara. Albert Guðmundsson er ekki á landinu og því hefur ekki verið hægt að ljúka málinu í Sakadómi Reykjavíkur með dómsátt og sekt. Þessi meðferð er hin sama og aðr- ir hundaeigendur í Reykjavík hafa orðið að sæta. Það er þeim er boð- ið að ljúka málum með dómsátt og greiðslu sektar fyrir ólöglegt hundahald. Fjölgunin í skattaeftirllti: Að tillögu fjármála- ráðherra — segir skattrannsóknarstjóri í TILEFNI af frétt Mbl. um beiðni þess efnis að starfsmönnum við skattaeftirlit verði fjölgað um 25, hafði Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri samband við Mbl. og sagði beiðni þessa gerða af skattrannsóknarstjóra að tillögu fjármálaráðherra. Þá væri ætlunin að þessir starfsmenn iytu yfirstjórn skattrannsóknarstjóra, en ekki ríkisskattstjóra eins og sagt var í fréttinni. Það leiðréttist hér með. Rainbow Hope, skip bandaríska flutningafélagsins Rainbow Navigation, með íslenska fánann við . Vörum til varnarliðsins skipað um borð í Rainbow hún í höfninni í Norfolk um síðustu helgi. Skipið kemur í fyrsta sinn til Njarðvíkur á mánudaginn. Hope í Norfolk-höfn. Rainbow Hope losar í Njarðvík: Tekjumissir Reykjavíkurhafnar um „ÞAÐ skiptir engum sköpum fyrir Reykjavíkurhöfn þótt uppskipun á varningi til varnarliðsins færist til landshafnarinnar í Njarðvík," sagði Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri í Reykjavík, í samtali við blaðamann Mbl. íslensku skipafélögin, Eimskip og Hafskip, hafa skipað varningi til varnarliðs- ins upp í Reykjavík en upp úr Rainbow Hope, skipi bandaríska skipafélagsins Rainbow Navi- gation, sem hefur gengið inn í þessa flutninga og situr fyrir um þá, verður skipað í Njarðvík. „Tekjur Reykjavíkurhafnar af þessari uppskipun, þ.e. vörugjöld af varnarliðsvöru, voru á síðasta ári tæplega ein milljón króna," sagði Gunnar B. Guðmundsson. „Gjaldskrárhækkun frá því í fyrra er um 20%, þannig að stærðargráðan er ennþá um ein milljón. Vörugjöldin eru hluti af ein milljón hafnargjöldum en ég á ekki von á að Reykjavíkurhöfn verði fyrir öðrum tekjumissi vegna þessa. Skipakomum til Reykjavíkur mun ekki fækka þótt bandaríska félagið hafi tekið þessa flutninga til sín,“ sagði hafnarstjóri. Sverrir Hermannsson um samningana við Alusuisse: Niðurstöður dómnefnda væntanlegar í september Helgarveðrið HJÁ Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að um helgina yrði suðvestanátt á öllu landinu og víðast gola eða kaldi. Um sunnan- og vestanvert landið verður rign- ing eða súld, en þurrt veður og víða bjart norðan- og austanlands. — komumst vart á leiðarenda fyrr en þær liggja fyrir Útfór Ólafs Jóhannessonar á þriðjudag í FRÉTT frá forsætisráðuneyt- inu er frá því skýrt, að útför dr. Ólafs Jóhanessonar fyrr- verandi forsætisráðherra fari fram á vegum ríkisins frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí kl. 13.30. Útvarpað verður frá athöfn- inni. Stjórnarráðið verður lok- að sama dag á milli klukkan 13 og 15. SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann ætti ekki von á að við kæmumst á leiðarenda með samningamál við AluNuis.se, fyrr en úrskurðir dómnefnda í gömlu deilumálunum lægju fyrir. Hann kvaðst vænta þeirra niðurstaðna í byrjun septembermánaðar. Þá sagöist ráðherrann ánægður með árangur fundahaldanna sem staðið hafa yfír í Sviss og sagði næsta fund samningsaðila ákveðinn 12. og 13. júní nk. í London. traust til samninganefndar okkar Sverrir fór utan í morgun til um stóriðju og Jóhannesar Nor- viðræðna við Svisslendinga. Hann sagði að þær viðræður myndu fjalla almennt um stöðu mála, en ekki einstaka þætti þeirra. Sverrir sagði gömlu deilu- málin umfangsmeiri en reiknað hefði verið með. Unnið væri nú í dómnefndum og þá sérstaklega aðaldómnefndinni í New York og vænti hann niðurstöðu í byrjun septembermánaðar nk. Iðnaðarráðherra sagðist ánægður með gang mála í við- ræðum samninganefndar um stóriðju og Alusuisse-manna í Sviss. Hann sagði síðan: „Þó þetta taki langan tíma er allt með felldu og mér finnst full ástæða til að taka fram, að ég ber fullt dal formanns hennar. Ég ber til hans fullkomið traust í hvívetna og vísa með öllu á bug svo fárán- legum aðdróttunum og skrifum sem voru í nafnlausri grein í Nú- tímanum. Ég hef sjaldan séð jafnóhugguleg skrif á ævi minni og þegar sótt er að mönnum með þessum hætti, og ég er annarrar skoðunar, vil ég ekkert liggja á því og vil gjarnan að fram komi þau orð um traust mitt á fram- úrskarandi hæfni Jóhannesar Nordal í þessu stórvandasama starfi um samningana við Alu- suisse." Jóhannes Nordal um Alusuisse-viöræðurnar: Sammála um sam- keppnisaðstöðuna Knut Ödegaard þýðir ljóðabók Kristjáns Karlssonar, New York MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur fengið Knut Ödegaard skáld til þess að þýða Ijóðabók Kristjáns Karlssonar, New York, á norsku, en bókin er ein tilnefndra bóka til verðlauna Norðurlandaráðs í bókmenntum. Jóhanns Sigurðssonar, sem hann fékk verðlaun Norðurlandaráðs fyrir um árið, „Fljótt, Fljótt, sagði fuglinn", eftir Thor Vilhjálmsson, ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, Éinar Braga, Matthías Johannes- sen, Jón Oskar og Þorstein frá Hamri. Knut Ödegaard hefur þýtt fjöl- margar bækur úr íslenzku, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, var hann tilnefndur til for- stjóra Norræna hússins af stjórn þess í fyrradag. Af þýðingum Knuts má nefna Lilju eftir Ey- stein Ásgrímsson, Geisia eftir Einar Skúlason, ljóðabækur ólafs SAMNINGANEFND um stóriöju og samningancfnd Alusuisse eru nú nær því að vera sammála um það hver samkeppnisaðstaða álbræðslu á íslandi sé, miðað við álbræðslur á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum, eftir að viðræðum þessara að- ila lauk í Ziirich í gær, samkvæmt því sem formaður nefndarlnnar dr. Jóhannes Nordal, upplýsti blm. Mbl. í gær. „Fyrst og fremst höfum við rætt um samanburð á samkeppnisað- stöðu á Islandi og samanburð á orkuverði," sagði dr. Jóhannes Nordal í samtali í gær, og sagði hann þetta auðvitað vera einn þáttinn í því að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. „Það er óhætt að segja að það hefur miðað þó nokkuð áfram á þessum fundum í gær og í dag,“ sagði Jó- hannes, „og aðilar hafa nálgast hvor annan, að því er varðar mat á þessum atriðum." Jóhannes sagði að næsti við- ræðufundur aðila hefði verið ákveðinn í London um miðjan júní, þar sem aðalviðfangsefnið yrði verðbótaákvæði í endurskoð- uðum samningi, auk þess sem áfram yrði reynt að komast til botns í því hver samkeppnisað- staða álbræðslu á íslandi sé við aðrar álbræðslur. Slasaður maður sóttur um borð í Harald Böðvarsson HJÁLPARBEIÐNI barst Slysavarnafélagi fslands um kl. 05 aðfaranótt föstudags frá sjúkrahúslækninum á ísafírði, vegna manns sem skorist haföi í andliti um borð í skuttogaranum Haraldi Böðvarssyni, sem þá var staddur djúpt í Víkurál, vestur af Látrabjargi. Hafði óhappið gerst um kl. 02., maðurinn skorist á efri vör, hnífurinn gengið upp í nef og haföi honum blætt mikið. Að sögn Hannesar Hafstein, ásamt birgðavél. Vel gekk að finna framkvæmdastjóra Slysavarnafé- togarann og ferja manninn í þyrl- lagsins, var leitað til varnaliðsins una, sem lenti síðan við Borgar- og fór þyrla frá þeim, með iækni spítalann um kl. 09.15. innanborðs, í loftið um kl. 06.20,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.