Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 11 °9 W 0ej/rð íSSfc^ i Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. fró kl. 10—3 e.h. ath, K.M. Húsgögn Tilboöiö veröur ekki endurtekiö Lanflholt8»eflur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík. „Hagnýtar rannsóknir byggja á grunnrannsóknum“ — Rætt við dr. Þorstein I. Sigfússon MEÐAL þeirra styrkja, sem Vísinda- sjóður veitti nýlega, var 450 þúsund króna styrkur til uppbyggingar rann- sóknaaðstöðu í eðlisfræði þéttefnis. Er þetta hæsti styrkur, sem sjóður- inn veitti í ár. Ábyrgðarmaður verk- efnisins er dr. Þorsteinn I. Sigfússon og ræddi blm. Morgunblaösins við hann á dögunum. Fyrst var spurt hvort afstaðan til frumrannsókna á íslandi væri að breytast. „Margt hefur orðið til þess að skilningur ráðamanna á gildi frumrannsókna hefur aukist und- anfarin ár. Umræðan um þátttöku íslendinga í hátækniiðnvæðingu hefur öðrum þræði beinst að gildi þekkingar og frumrannsóknir eru frumuppspretta þekkingar.” — Er hægt að stunda frum- rannsóknir á íslandi? „Raunvísindastofnun er að mínu mati einstök stofnun i sinni röð og þótt leitað væri víða um lönd. Við eigum mjög marga hæfa vísindamenn sem unnið hafa merkt starf og hlotið viðurkenn- ingu á alþjóðavettvangi. Sama gildir um margar aðrar rannsókn- arstofur hér á landi. Fjárskortur hefur háð starfseminni nokkuð. Ég hef oft beint spjótum mínum að tollum vísindatækja sem hefur staðið rannsóknum hér fyrir þrif- um og það eru einkar gleðilegar % indasjóðs. Með þessari styrkveit- ingu verður hægt að ljúka tveimur af þremur áföngum uppbygging- arinnar." — Er framtíðin björt fyrir ís- lenskar rannsóknir? „Tvímælalaust. Miðað við þá að- stöðu sem frumherjar sumra vís- indagreina hér á landi höfðu fyrir ekki meira en kannski tveim ára- tugum er aðstaða ungra vfsinda- manna hérlendis allt önnur. Þessi bjarta framtfð íslenskra rann- sókna byggir á ötulli vinnu frum- herjanna og siðast en ekki síst breyttri afstöðu og skilningi ráða- manna á gildi rannsókna," sagði dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon að lokum. Þorsteinn I. Sigfússon fréttir fyrir íslenskar rannsóknir að Alþingi hefur nú samþykkt lög sem fela f sér heimild til niðurfell- ingar tolla og aðflutningsgjalda af slfkum tækjum. Ég er ekki í vafa um að þessi lög eiga eftir að verða vítaminsprauta fyrir rannsóknir hér á landi.“ — Eru frumrannsóknir hagnýt- ar? „Ef spurt er hvernig frumrann- sóknir okkar á eðli málma og málmblanda geti tengst hagnýt- ingu í íslenskum iðnaði er svar mitt tvíþætt. I fyrsta lagi eigum við íslendingar að geta boðið meira en raforku og vinnandi hendur þeim fyrirtækjum sem leggja vilja út í málmiðju hérlend- is. Við eigum að geta boðið þekk- ingu á grundvallaratriðum fram- leiðsluferilsins og framleiðslunn- ar. Það hlýtur að vera okkur styrkur og við stöndum þá betur að vígi í ákvarðanatöku um iðn- væðingu. í öðru lagi ryðja nýjar málmblöndur sér nú til rúms f auknum mæli f hátækniiðnaði. Þær eru notaðar í hreyfla og vélar, sem uppistaða t.d. rannsóknar- tækja í læknisfræði og síðast en ekki síst opna þær möguleika á fleiri rannsóknum, sem svo aftur leiða til nýrra uppgötvana og auk- innar þekkingar. Hagnýtar rann- sóknir byggja á grunnrann- sóknum." — Til hvers verður styrk Vís- indasjóðs varið? „Öll upphæðin verður notuð til tækjakaupa. Við munum nota féð til þess að byggja upp varanlega rannsóknaaðstöðu við Raunvfs- indastofnun, þar sem vfsinda- mönnum á sviði eðlisfræði þétt- efnis gefst kostur á að nýta að- stöðuna til rannsókna sinna. Þessi uppbygging er komin vel á veg, m.a. með tækjagjöfum frá Cam- bridge-háskóla og styrkjum Vís- Það er bullandi Daihatsu-sala í notuðum og nýjum bílum í dag Úrval af flestum árgerðum af hinum vinsælu Daihatsu Charade og Charmant en mikil eftirspurn tæmir söluskrárnar ótrúlega fljótt. Komið því til okkar ef þjð þurfið að selja Daihatsu. Komið og kynnið ykkur skiptidamið okkar. Komið og gerið frábærlega hagstæð viðskipti í glæsilegum sýningarsal._ ■umboðið Ármúla 23, s. 85870 — 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.