Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAl 1984 49 Toluca 1982. Þá lék Polu 9. Rh4. Nú er stund hefndarinnar runn- in upp. 9. — Rbd7, 10. e4 — Bg6, 11. Bd3 — Bh5, 12. Bf4 — He8, 13. e5 — Rd5, 14. Rxd5 — cxd5, 15. h3. í Tilburg í haust lék Polugaj- evsky 15. De3 gegn Portisch, sem jafnaði taflið auðveldlega með 15. - a6, 16. Hfcl - Db6, 17. Rd2 - Bg6. 15. — Be7,16. Hfcl — a6,17. Hc3 - Bxf3? Uppskipti í anda Smyslovs. Svartur gefur hvítreitabiskup- inn og hyggst síðan stilla peðum sínum upp á hvítum reitum. Gallinn er sá að hvíta biskupa- parið kemur til með að njóta sín vel í sókninni. 18. Dxf3 — Rb8. 19. Bxh7+n — Kxh7, 20. Dh5+ — Kg8, 21. Hg3 - g6. Ef 21. - Bf8 þá 22. Bg5 - Be7, 23. Bh6 - Bf8, 24. Hxg7+! - Bxg7, 25. Dg4 - Kf8, 26. Dxg7+ — Ke7, 27. Bg5+ og vinnur. 22. Hxg6+! — fxg6, 23. Dxg6+ — Kh8, 24. Dh6+ — Kg8, 25. Dxe6+ — Kh8, 26. Dh6+ — Kg8, 27. Dg6+ — Kh8, 28. Dh5+ — Kg8, 29. Bh6! — Bf8, 30. Dg6+ — Kh8, 31. Bxf8 — Hxf8, 32. Dh6+ — Kg8, 33. Ha3! og svartur gafst upp, því eftir að hrókur hvíts kemst að berskjölduðum kóngi hans verður ekki við neitt ráðið. Skákir þar sem öllu er fórnað, nema nauðsynlegu liði til að máta með, eru óvenjulegar á svona „háu plani". alkalíefnahvarfa. Notkun opinnar málningar er til bóta en dugar skammt, ef skemmdir eru þegar komnar fram. Steypan undir er nefnilega rakadræg og sýgur í sig þann raka, sem hún kemst í snert- ingu við. Ef unnt er að hindra rakadrægni steypunnar án þess að loka yfirborði hennar er von til þess að steypan þorni og alkalí- efnahvörfin stöðvist. Þetta hefur tekist með notkun silanefna, sem er glær vökvi, sem látinn er flæða yfir steypuna og gengur inn í hana. Mála má yfir með opnum málningum, en það er ekki nauð- synlegt. Ef notuð er þétt málning er árangur hindraður. Hvenær má mála Ágúst Jónsson spyr: Hve langur tími er æskilegt að líði frá því að hús er pússað eða hraunað þar til það er málað. í öðru lagi: hve lang- ur tími er æskilegt að líði frá því að galvaníserað bárujárn er lagt á þak þar til það er málað? Svar: Miðað við þá málningu, sem er almennt notuð í dag má mála strax og hörðnun er lokið. Þ.e. 1—2 mánuðum eftir að pússað var. Galvaníserað bárujárn hefur gjarnan verið látið veðrast í 2—3 ár áður en það hefur verið málað. Hefur þetta verið gert til að tryggja góða viðloðun milli máln- ingar og járns en um leið slitnar galvaníseringin nokkuð. Máln- ingarframleiðendur telja, að í dag séu til svo góðir grunnar, sem tryggja góða viðloðun, að í lagi sé að mála galvaníserað bárujárn strax. Áður en það er gert þarf þó að fituhreinsa járnið með terpent- ínu eða öðru álíka efni. Flestir Reykvíkingar þekkja þessar tvær rótgrónu byggingavöruverslanir. Veggfóðrarinn hf. hóf göngu sína árið 1931, og er verslunin þvf rúmlega hálfrar aldar gömul. Málning & Járnvörur hf. var stofnsett árið 1934 og á því hálfrar aldar afmæli á þessu herrans ári. Þeir eru ófáir viðskiptavin- irnir sem notið hafa þjónustu reyndra starfsmanna þessara grónu verslana. Báðar verslanirnar opna í dag í sameiginlegum húsakynnum í Vl Síðumúla 4. Nýju húsakynnin eru björt og rúmgóð, svo hinir ágætu starfsmenn begga verslana geta veitt enn betri pjónustu en áður. Starfsmenn Veggfóðrarans og Málningar & Járnvara þakka viðskiptavinum sínum ánægjuleg samskipti á liðnum árum, og bjóða þá jafnframt velkomna í nýju húsakynnin í Síðumúla 4. VECGFÓÐRARINN• TVÆR GAMLAR OG RÓTGRÓNAR VERSLANIR OPNA í NÝJUM HÚSAKYNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.