Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 21
MORGtJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 r 2r Myndlist- arsýning á Selfossi Myndlist Bragi Ásgeirsson Starfssvið okkar gagnrýnenda markast að sjálfsögðu fyrst og fremst af höfuðborgarsvæðinu og því erum við ekki fjölorðir um listsýningar úti á landsbyggð- inni. Hér kemur einnig til að myndlist hefur orðið mikið til útundan í dreifbýlinu sé tekið mið af leiklist og tónlist — af bókasöfnum er og nóg. Svo er einnig fátt um fína drætti á vettvangi sjónmennta utan endamarka Stór-Reykjavíkur en þó nokkur ljósglæta í höfuðstað Norðurlands þegar best lætur. Það er því rétt og skylt að styðja alla viðleitni til aukins þroska á myndlistarsviði utan höfuðborg- arsvæðisins og einkum ef hún er af heilbrigðum toga. Listrýnirinn átti þess kost á dögunum að heimsækja sýningu Svövu Sigríðar Gestsdóttur í Listasafni Árnessýslu og hafði ánægju af þeirri skoðunarferð. Sýningin er ótvírætt í flokki þeirra betri er settar eru upp af staðarbúum í þeirri sveit. Svava Sigríður, sem er hús- móðir fyrir austan fjall og fæst við að mála í tómstundum sín- um, lærði að mála í Myndlist- arskóla Revkjavíkur er hann var til húsa í Asmundarsal, og einn- ig í skreytilistarskóla í Kaup- mannahöfn. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar áður og tekið þátt í allnokkrum samsýn- ingum. Á sýningunni í Listasafni Árnessýslu eru 35 myndverk, að- allega olíu- og vatnslitamyndir en þó einnig nokkrar klippi- myndir blandaðrar tækni. Auðséð er ánægja gerandans við að fást við liti og form og hann leitar til allra átta að myndefni. Myndirnar eru mjög misjafnar að gæðum en einna bestum árangri nær Svava er Svava Sigríður Gestsdóttir hún vinnur út frá beinum og óbeinum áhrifum frá ýmsum landsþekktum málurum. En þannig á það einmitt að vera, því að öll myndlist er endurvarp áhrifa annarstaðar frá, að við- bættum persónuleika gerandans. Það er einmitt styrkur Svövu að hafa eitthvað að segja út frá eig- in brjósti og því geta myndirnar enganveginn flokkast undir neina tegund af stælingum. Þá er það kostur i vinnubrögð- um Svövu, að hún notar hreina og ómengaða liti, sem kemur vel fram í tveim blómamyndum hennar „Anemónur" (2) og „Baldursbrár" (33). Lithreinasta og ferskasta mynd sýningarinn- ar er þó „Sumarnótt" (29), sem að auki er mettuð Ijóðrænni kyrrð. Nokkrar ágætlega unnar vatnslitamyndir minna á Bar- böru Árnason og þokkafullar hestamyndir leiða hugann að Ásgrími en í hvorugu tilvikinu er það til lýta. Hér koma einmitt fram hughrif, sem eru listakon- unnar sjálfrar og jafnframt sterkasta hlið hennar og sem hún ber að leggja mesta rækt við. Aquaseal þakpappinn -sé hugsaötíl framtíöarinnar Þegar hús er byggt, eða þegar þak húss er lekt, verður að hugsa málið vel. Vanda vinnubrögðin og velja rétt þakefni. Hvað þakpappa varðar er valið einfalt: Aquaseal þakpappinn ervandaður tjöruríkur og sandborinn. Þakpappinn ertil í eftirtöldum gerðum: 1 B 28 kg. 20x 1 m. undirpappi f. bárujám 1 B 36 kg. 20x 1 m. undirpappi f. asfalt 1 E 36 kg. 10x1 m. yfirpappi f. asfalt Einnig asfalt í 45 kg. pakkningum og sterkir loftventlar úrtrefjaefni. OLÍUVERSLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5-REYKJAVÍK SlMI SÖLUDEILD 24220 (RÁÐGJÖF) SÍMI BIRGÐASTÖÐ 33533 (PANTANIR) Brciðholts ÁMORGUN Byggingarhátíö á morgun, sunnudaginn 27. maí 1984 kl. 14.00 í kirkjubyggingunni í Mjóddinni. velkomnir Skólalúðrasveit Arbæjar og Breiöholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. Helgistund. Séra Lárus Halldórsson. Kirkjukórinn. Framkvæmdakynning. Siguröur E. Guömundsson formaöur byggingar- nefndar. Veitingar í boöi safnaöarins. Styðjum kirkju- byggingima • Ágúst Ármann hf. • B.M. Vallá • Bílaborg • Breiðholtskjör • Broadway • Burstafell • BYKO • Húsasmiöjan • Iðnaðarbankinn • Landsbankinn, Breiðholti • Magnús V. Pétursson • Verzlunarbankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.