Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984
15
ekki til umræðu að byggja við
Fossvogsskóla. Það er því sýnt að
elztu nemendur úr Fossvogsskóla
verða að fara annað, þangað til
nemendum heima fyrir fækkar
svo að skólinn geti bætt við sig
efstu bekkjum.
Ný skipan við
breyttar aðstæöur
Málefni Réttarholtsskóla verða
til áframhaldandi meðferðar hjá
fræðsluyfirvöldum. Erfitt er að
sjá það fyrir nú, hvort nokkur
grundvöllur verður fyrir því í
næstu framtíð að afhenda hann í
heilu lagi undir rekstur sérskóla.
Það þarf enginn að halda að for-
maður fræðsluráðs gangist upp í
ímynduðu hlutverki fasteignasala.
Síður en svo. Ef aðstæður hins
vegar leyfa bætta heildarnýtingu
húsnæðis með breyttri starfsemi
tel ég sjálfsagt að meta alla slíka
kosti. Borgin hefur áður losað
skólahúsnæði fyrir skólahald á
vegum ríkisins og fengið greitt
fyrir. Þannig var um hluta Voga-
skóla og Laugalækjarskóla. Ég
heyri enga gagnrýni á þá ráðstöf-
un, sem gripið var til vegna lát-
lausrar fækkunar nemenda í við-
komandi hverfum, og sér ekki
fyrir endann á þeirri þróun enn.
I hnotskurn eru mál Réttar-
holtsskóla þannig, að forráða-
menn Breiðagerðisskóla töldu sér
ekkert að vanbúnaði að taka sína
nemendur í 7., 8. og 9. bekk. Nem-
endur úr Fossvogsskóla verða að
fara í annan skóla í 7., 8. og 9.
bekk. Fornámið er í Réttarholti,
gæti verið annars staðar. Ríkið
hefur látið í ljós áhuga á að fá
a.m.k. hluta húsnæðis Réttar-
holtsskóla til afnota fyrir sér-
skóla. Verður af þessu æskileg
heildarmynd? Um það mun
fræðsluráð fjalla á næstunni.
Markús Örn Antonsson er formad-
ur fræósluráðs Reykjaríkur.
ur Konráð Jónsson. Hann bar mér
þau boð fyrir páska, að ætlunin
væri að afgreiða málið á þann veg
að vísa því til ríkisstjórnarinnar.
Eftir nokkra umhugsun sagði ég
Eyjólfi, að auðvitað kysi ég helst
að málið yrði samþykkt, en þó
væri ef til vill illskárra, að málið
dagaði upp í nefndinni heldur en
að því væri vísað í frumvarpakistu
ríkisstjórnarinnar. Ég ákvað
nokkru síðar að knýja á um af-
greiðslu málsins og lyktirnar urðu
þær, sem að ofan greinir. Um allt
þetta mál átti ég hina ágætustu
samvinnu í hvívetna við Eyjólf
Konráð Jónsson.
Þessu máli er ekki lokið. Land-
búnaðarráðherra hefur nú ákveðið
að slaka lítillega á einokunarkló
Grænmetisverslunar landbúnað-
arins. Það er þó hvergi nærri nóg.
Nú er ætlunin, eins og innflytj-
endur segja, að koma upp nýju
„hálfgildings einokunarfyrir-
komulagi" við hlið þess gamla.
Það er auðvitað engin lausn á mál-
inu.
Varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins segir í grein í Morgun-
blaðinu í gær: „Þau tíðindi hafa
gerst, að einokun Grænmetisverzl-
unar landbúnaðarins á kartöflum
hefur verið brotin á bak aftur."
Þetta er ekki rétt. Það sem gerðist
í málinu var það, að stjórnarflokk-
arnir, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur, hafa ákveðið
að endurskoða þær reglur, sem
gilda um sölumál landbúnaðarins
og sú endurskoðun á að hafa það í
för með sér, að einokuninni verði
aflétt. Það hefur engri einokun
verið aflétt. Hún er enn i fullu
gildi. Það er aðeins talað um að
afnema hana. Á þessu er auðvitað
reginmunur. Það sem í rauninni
gerðist við afgreiðslu kartöflu-
málsins í efri deild var það, að
ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum
ákváðu að leika biðleik í málinu og
fórna enn einu sinni hagsmunum
neytenda á altari Framsóknar-
flokksins og SÍS.
Eiður Guðnason er alþingismaður
og formaður þingflokks Alþýðu-
ílokksins.
Alþingi lagar sig að kröfum tím-
ans - en stendur á gömlum merg
Kafli úr ræðu Þor-
valdar Garðars
Kristjánssonar for-
seta Sameinaðs Al-
þingis við þinglausnir
Hér fer á eftir lokakafli ræðu
Þorvalds Garðars Kristjánssonar,
forseta Sameinaðs Alþingis við
þinglausnir á dögunum.
Svo sem marka má af þessu
yfirliti hafa mörg mikilvæg mál
verið til meðferðar og hlotið af-
greiðslu. Þótt menn hafi greint
á um ýmislegt sem gert hefir
verið, sameinast allir þingmenn
í þeirri ósk, að störf þessa þings
megi verða til heilla landi og
lýð.
Þetta þing, sem nú er að ljúka,
hefir að ýmsu leyti verið með
sérstökum hætti. Fleiri þing-
flokkar eru nú á Alþingi en
nokkru sinni áður. Allt reynir
þetta meir en áður á skipulag og
starfshætti Alþingis.
En Alþingi byggir á traustum
grunni og langri reynslu, sem
vísar veginn, þegar aðlaga þarf
vinnubrögð nýjum aðstæðum og
viðhorfum.
Engar verulegar breytingar
hafa verið gerðar á þingsköpum
Alþingis um langt skeið. Það var
því tímabær ákvörðun sem tekin
var á þessu þingi, þegar ákveðið
var að setja á stofn nefnd til að
endurskoða þingsköp. Þessi
nefnd vinnur nú að þessu þýð-
ingarmikla máli. Ekki gerist
þörf að gjörbreyta eða umbylta
lögum um þingsköp. Hins vegar
hafa einkum hin síðustu ár kom-
ið fram hugmyndir um breyt-
ingar í einstökum efnum, eins
og háttvirtum alþingismönnum
er bezt kunnugt um. Má þar til
nefna atriði svo sem t.d:
1) Meðferð þingsályktunartil-
lagna,
2) fyrirkomulag fyrirspurna,
3) framkvæmd utandagskrár-
umræðna,
4) störf og hlutverk þingnefnda
og
5) útvarp frá Alþingi.
Þing það, sem nú er að ljúka,
hefir ekki farið varhluta af
gagnrýni frekar on oftast áður.
Gagnrýni er í sjálfu sér góðra
gjalda verð, þegar í henni felast
gagnlegar ábendingar og aðhald
fyrir okkur þingmenn. Slíkt ber
ekki vott um andúð og virð-
ingarleysi fyrir Alþingi heldur
þvert á móti sýnir það áhuga og
stolt fyrir elztu og mikilvægustu
stofnun landsins. Hin almenna
umræða um starfshætti Alþing-
is er af hinu góða, því að þing-
menn geta margan lærdóm af
henni dregið, bæði við mótun
þingskapa og framkvæmd
þeirra.
Hins vegar má ekki heldur
gína við hverri flugu sem kastað
er fram í hinni mikilvægu um-
ræðu um Alþingi og störf þess.
Þar kennir stundum grasa, sem
sprottin eru af meiri eða minni
misskilningi og vankunnáttu svo
að ekki sé meira sagt. Það má
heldur ekki, þó í góðum tilgangi
sé, seilast um of til erlendrar
fyrirmyndar um starfghætti Al-
þingis. Það ber jafnan að hafa í
huga að Alþingi hefir í veiga-
miklum efnum sérstöðu þegar
borið er saman við flestar er-
lendar löggjafarsamkomur. Það
eru mörg vandamál í löggjafar-
þingum, sem stafa af margföldu
fjölmenni á við það sem við höf-
um á Alþingi. Þess vegna ber að
varast að apa upp vinnubrögð
sem er ill nauðsyn til að mæta
vanda hinna fjölmennu löggjaf-
arþinga en hjá okkur kunna að
geta hindrað, að Alþingi njóti
þess ómetanlega hagræðis, sem
fylgir fámennri löggjafarsam-
komu. Mestu varðar, að í þeirri
stöðugu viðleitni sem halda
verður uppi til að aðlaga
starfshætti Alþingis kröfum
tímans hverju sinni, verði tekið
mið af þeirri sérstöðu og löngu
reynslu sem elzta löggjafarþing
heims hefir yfir að búa.
Við íslendingar minnum
gjarnan á það við hátíðleg tæki-
færi eða á mikilvægum stund-
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
um, að við eigum elzta löggjaf-
arþingið. Kannski minnum við
ekki sízt erlenda menn á þessi
sannindi, þegar svo ber undir.
Engum ber frekar að halda
þessa staðreynd í heiðri en ein-
mitt Alþingi sjálfu. Þetta þing
sem nú er að ljúka er haldið á
1053.—1054. ári frá stofnun Al-
þingis. Spurning er hvort ekki sé
bragarbót að því að árafjölda
frá stofnun Alþingis sé jafnan
getið á þingskjölum, hliðstætt
því sem nú er getið tölu löggjaf-
arþinga. Þennan sið mætti taka
upp á næsta þingi.
Þá verður á þessu ári breyting
er varðar stöðu skrifstofustjóra
Alþingis. Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri lætur af störf-
um fyrir aldurssakir. í dag sam-
þykktu forsetar Alþingis að
ráða Friðrik Ólafsson, lögfræð-
ing og ritstjóra Lagasafnsins,
skrifstofustjóra Alþingsis frá 1.
september nk. Þegar næsta
reglulegt Alþingi kemur saman
hefir því Friðjón Sigurðsson lát-
ið af störfum skrifstofustjóra.
Friðjón Sigurðsson hefir verið
skrifstofustjóri Alþingis í 28 ár
og áður var hann búinn að vera
fulltrúi á skrifstofu Alþingis í
12 ár. Þetta er langur starfstími.
Og Friðjón Sigurðsson hefir ver-
ið skrifstofustjóri Alþingis í
meir en Vt þess tíma, sem þetta
embætti hefir verið við lýði frá
fyrsta löggjafarþinginu 1875.
Á starfstíma Friðjóns Sig-
urðssonar hefir orðið mikil
breyting á starfsháttum Alþing-
is. Þessar breytingar koma við
skrifstofustjóra með tvennu
móti. Annars vegar auka þær
umsvif og verkefni skrifstofu-
stjóra. Hins vegar gera þær
meiri kröfur til forsjár og
stjórnunar af hálfu skrifstofu-
stjóra.
Friðjón Sigurðsson hefir stað-
ið að nauðsynlegum breytingum
í rekstri þingsins og jafnframt
gætt þess, að ekki hafi verið
ofgert. Þannig hefir í senn Al-
þingi lagað sig að kröfum tím-
ans og gætt hefir verið þess að
staðið væri á gömlum merg í
umróti líðandi stundar.
Friðjóni Sigurðssyni eru
færðar þakkir fyrir hans mikil-
vægu störf í þágu Alþingis, sem
hann hefir unnið af sérstakri
kostgæfni, elju og samvizku-
semi.
Nú við þinglausnir vil ég
þakka öllum alþingismönnum
fyrir ágætt og ánægjulegt sam-
starf á þessu þingi. Sérstakar
þakkir færi ég varaforsetum,
sem jafnan hafa fúslega veitt
mér hina ágætustu aðstoð. Ég
þakka skrifurum þingsins elju-
semi og kostgæfni í störfum.
Skrifstofustjóra og öllu starfs-
fólki Alþingis þakka ég fyrir
mikið og gott starf og fyrir
ánægjulega samvinnu í hví-
vetna.
Ég óska öllum utanbæjar-
þingmönnum góðrar heimferðar
og ánægjulegrar heimkomu og
ég vænti þess, að við hittumst
öll heil á komandi hausti, þegar
Alþingi kemur saman á ný.
Heill og hamingja fylgi öllum
hv. þingmönnum og starfsliði
Alþingis.
Fyrir hönd Alþingis bið ég öll-
um íslendingum árs og friðar.
KOSTAR HANN
EKKI MEIRAP'
Piíf'ðl
1 Ve»; ióiadrif '^ýri, i
r, vöKva
sk,pÍnar Rf aóðPr
* Útf^yidUÞf't.
''erð
tií
® CHRYSLER
«Æog'