Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 35 Kveðjuorð: Ágústa Randrup Svavarsdóttir Fsdd 5. aprfl 1979. Dáin 20. maí 1984 Sof nú, mitt barn, og bú þú rótt und lfni. Brosfögur sólin hauðrið kveðja fer. Á þig hún sínum ávallt geislum skfni. Sem auga Guðs, er sér og veit af þér. Ó, sofðu væran, sæll er hver ei vaknar, til sorga og kvíða, lifðu í draumi rótt. í engla draumi, sæll, er hver ei saknar, sælla’er að dreyma’um ljós en vaka í nótt. (S.T.) Að þykjast ætla að kveðja Ágústu okkar er ekki hægt, ekki hægt vegna þess að i okkar huga og minningum er prinsessan alltaf hjá okkur, hún verður alltaf í minningunni, falleg og skir. Hún gekk í gegnum erfiðan sjúkdóm, sem barist var við frá fæðingu hennar til síðasta dags, það háði samt ekki því að hún var á undan sfnum jafnöldrum að skírleika. Fjórum sinnum mátti hún ferðast til London undir aðgerð, samt var hún róleg er hún fór f sfðasta sinn og sagði þann sama dag og hún fór: Eg elska pabba minn og mömmu mína og Hrefnu Sif litlu systur, afa minn og ömmu mina og Jesúm minn. Orð fá ekki lýst þeirri heldjúpu sorg er sækir að á kveðjustund, en prinsessan okkar hefði sagt: Grát- ið ekki við sjáumst aftur, og þvf trúum við. Við kveðjum hana í þeirri trú, að Guð varðveiti okkur öll þar til við sjáumst aftur, minningin mun aldrei gleymast um hversu þol- inmóð og hugrökk hún var. Sirrý mín, Savar og Hrefna Sif, Guð varðveiti ykkur og styrki f ykkar miklu sorg. Amma og afi í Keflavík. „Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífí nauða, ljúf og björt í dauða, lést þú eftir litla rúmið auða.“ (M. Joch.) í dag kveðjum við djúpum sökn- uði Ágústu Svavarsdóttur, sem lést þann 2. þessa mánaðar. Fyrstu kynni okkar af Ágústu litlu voru þegar hún kom til okkar á leikskólann Garðasel veturinn 1980, en þá var hún nýkomin úr aðgerð f Englandi. Hún kom eins og sólargeisli inn í barnahópinn okkar og viljum við þakka fyrir þær björtu stundir sem hún veitti okkur. Minningar um sólargeislann geymast f hjört- um okkar allra. „Vertu sæl, vor litia ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Upp til sælu sala, saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala.“ (Höf. M. Joch.) Megi algóður Guð styrkja for- eldra hennar, systur og aðra að- standendur. Starfsfólk og börn á Hvolpadeild. Minning: Sólborg Hjálmars- dóttir frá Sölvanesi Fædd 9. júní 1905 Dáin 28. mars 1984 I þessari stuttu minningargrein um ömmu mfna ætla ég ekki að segja ævisögu hennar eða frá öllu því sem hún afrekaði á þeim tæpu 79 árum sem hún lifði hér á jörð. Mig langar hinsvegar að skrifa nokkur þakkarorð til hennar fyrir þau hlýju kynni sem ég varð að- njótandi af hennar hálfu. Amma á Króknum eins og við kölluðum hana gjarnan, var ákveðinn fasti f lífi mfnu, sem ég ætlaði að yrði alltaf til staðar. Og vissulega er hann það. Minningin lifir að eilífu. Eins og hvassviðrið, sem ein- kenndi jarðarfarardaginn, gaf til kynna, lifði amma ákaflega stormasömu lifi. I starfi sfnu sem ljósmóðir gaf hún allt sem hún átti og var ákaflega farsæl. Hún var sterk persóna og hafði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum. Við- kvæmni og væluskapur var ekki hennar fag og er mér það einkum hugstætt að aldrei heyrði ég hana kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut þó ástæða væri til. Nú er sál hennar laus úr þvf búri, sem jarðneskur líkami býr henni hér á jörð. Hún hefur lokið starfi sínu, tekið út þann þroska sem jarðlífinu fylgir og er frjáls. Við sem eftirlifum hér á jörð hugsum til hennar með söknuði en jafnframt gleði og þakklæti fyrir samveruna. Mig langar að ljúka þessum kveðjuorðum með því að vitna f orð Kahlil Gibran þar sem hann segir eftirfarandi um dauð- ann í bókinni „Spámaðurinn"! „Þú leitar ad lejndardómi daudanH. En hvernig aettir þú aó fínna hann, ef þú leiUr hans eltki í eóaMlögum lífsimi? (Jglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræóur ekki gátu Ijóssins. Leitaóu aó sál dauóana í líkama Iffsins, því aó líf og dauói er eitt eins og fíjótió og særinn." Sólborg Alda Pétursdóttir FuUtrúar Akureyrarbæjar í stjóm Slippstöðvarinnar: Meirihlutinn klofnaði Alþýðubandalag og Kvennaframboð með sérframboð Akureyri, 23. muí. MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Ak- ureyrar, sem myndaður er af Fram- sóknarmönnum, Kvennaframboði og Alþýðubandalagi, klofnaði á fundi bæjarstjórnar f gær, þegar kom til kosningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Slippstöðv- arinnar hf. Pulltrúar Alþýðubanda- lags og Kvennaframboðs lögðu til að Valgerður Bjarnadóttir og Páll Hlöð- versson yrðu kosin, en Framsóknar- fulltrúarnir buðu fram Helga Bergs, bæjarstjóra, og Hákon Hákonarson. Sjálfstæðismenn lögðu til að kosnir yrðu Aðalgeir Finnsson og Freyr Ófeigsson. í máli Sigríðar Stefánsdóttur (Abl.) kom fram, að tilnefningum í stjórn væri þannig háttað, að fjár- málaráðherra skipaði fjóra full- trúa, bæjarstjórn Akureyrar tvo og KEA einn. Sigríður kvaðst hafa fyrir því öruggar heimildir, að fjármálaráðherra hygðist skipa eingöngu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í stjórnina, auk þess sem ekki þyrfti að draga í efa flokkssjónarmið fulltrúa KEA. Augljóst væri því, að útiloka ætti fulltrúa stjórnarandstöðuflokk- anna á Alþingi frá áhrifum á stjórn stöðvarinnar og það gætu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins ekki sætt sig við, því væru bornir fram tveir listar frá meirihlutanum f bæjar- stjórn við þessar kosningar. Kosning fór fram um þessa full- trúa og hlutu kosningu sem aðal- menn i stjórn Slippstöðvarinnar Helgi Bergs og Aðalgeir Finnsson, og sem varamenn Freyr ófeigsson og Hákon Hákonarson. Að loknum kosningunum lögðu Sigriður Stefánsdóttir, Sigfriður Þorsteinsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir fram eftirfarandi bókun: „Miklir erfiðleikar steðja nú að í skipasmíðum og virðist ljóst að svo muni verða á næstu misserum eins og nú er ástatt í sjávarútvegi. Slippstöðin hf. er langstærsta fyrirtækið í þessari grein hér á landi með 250—300 starfsmenn og er að nfu tíundu hlutum í eigu Ak- ureyrarbæjar og ríkissjóðs. Með kosningu þeirri sem hér hefur far- ið fram ásamt með vitneskju um tilnefningu fjármálaráðherra á fulltrúum ríkissjóðs í stjórn fyrir- tækisins er greinilegt að stuðn- ingsflokkur ríkisstjórnarinnar ætlar að taka sér vald til að ákveða að fulltrúar þriðjungs kjósenda á Akureyri eigi ekki að- ild að stjórn fyrirtækisins. Ekki er hægt að lita á þessar ákvarðanir á annan hátt en þann að flokkarnir hafi ekki áhuga á nauðsynlegri pólitiskri samstöðu um rekstur fyrirtækisins eins og þó er brýn nauðsyn að okkar áliti, svo sem nú er háttað í þessum atvinnu- -rekstri." Valgerður Bjarnadóttir og Páll Hlöðversson fengu hvort um sig fjögur atkvæði í kosningum þess- um, þannig að augljóst virðist að einn fulltrúi Framsóknar hafi einnig greitt klofningsframboðinu atkvæði. Þannig virðist ljóst, að meirihlutinn hafi ekki eingöngu klofnað í máli þessu milli flokka, heldur einnig innbyrðis í Fram- sókn. GBerg Jón G. Sólnes, bæjarfulltrúi á Akureyri: „Maraþonræður um ekki neitt“ Miklar umræður um launamisrétti, sem þó virðist ekki vera fyrir hendi Akureyri, 23. maí. „ÉG SKIL í sjálfu sér ekki í sam- flokksmönnum mínum hér í bæjar- stjórninni að taka þátt í þessum maraþonræöum um ekki neitt, sem mér flnnst vera farnar að einkenna umræður hér í bæjarstjórn, á meðan stærri vandamálin brenna á okkur og ckkert er aðhafst til þess að leysa þau,“ sagði Jón G. Sólnes, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Tilefni þessara ummæla Jóns var afgreiðsla á bréfi frá starfs- stúlkum hjá Akureyrarbæ, þar sem þær fara fram á að launakjör þeirra verði endurskoðuð. Mbl. hefur áður birt þetta bréf og sagt frá gangi þessa máls innan kerfis- ins hjá bænum, en það virðist hafa valdið „kvennameirihlutanum" erfiðleikum að leita að leiðum til að afgreiða mál þetta, eftir allar digru yfirlýsingarnar um launa- misrétti eftir kynskiptingu. í könnun, sem gerð var innan bæj- arkerfisins, fundust engin dæmi þess að starfsfólki væri mismunað eftir kynjum, þannig að stóru orð- in um launamisréttið virðast a.m.k. ekki eiga við innan launa- kerfis bæjarins. Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, hóf þessar umræð- ur á fundinum í gær og lagði þar til að erindi starfsstúlknanna yrði vísað til jafnréttisráðs, þar sem hún liti ekki á mál þetta sem hreint kjaramál, heldur endur- speglaði það misrétti það sem víða viðgengist í þjóðfélaginu. Lagði hún til að jafnréttisnefnd yrði fengið málið til umsagnar og að því loknu færi málið aftur til bæj- arstjórnar — og þá kjaranefndar, ef ástæða þætti til. Sigurður J. Sigurðsson (S) lagði hins vegar til að erindinu yrði vís- að beint til kjaranefndar, sem væri eini eðlilegi aðilinn til þess að fjalla um kjaramál bæjar- starfsmanna. „Þetta mál hefur vafist allt of lengi fyrir bæjarráði, þar sem leitað hefur verið leiða til þess að afgreiða málið án þess að þurfa að taka afstöðu til krafna starfsstúlknanna. Sú „lausn“ hef- ur nú fundist. Málinu er vísað til nefndar, sem enga heimild hefur til að afgreiða málið, getur aðeins geflð umsögn um það,“ sagði Sig- urður. Sigríður Stefánsdóttir (Abl.) mótmælti því harðlega að kven- fólkið í bæjarráði ætti nokkurn þátt 1 því, hversu lengi hefði dreg- ist að afgreiða þetta mál. „Stað- reyndin er sú, að vissir fulltrúar í bæjarráði, reyndar allir af sama kyni, snúast ætíð öndverðir gegn öllum málum, ef jafnréttisnefnd aðeins kemur til umræðu í sam- bandi við þau. Hitt er annað mál, að ég viðurkenni fúslega, að jafn- réttisnefnd getur í sjálfu sér ekki fundið neina patentlausn í þessu máli frekar en öðrum, en ég mun þó styðja að nefndin fái þetta mál til skoðunar. Það er bæjarráði til skammar, hversu lengi hefur dregist að afgreiða þetta bréf,“ sagði Sigríður. „Mér finnst einhvern veginn lík- legt, að starfsstúlkur þær, sem rit- uðu þetta bréf til bæjarráðs, hafi gert það í einhverjum kaffitíman- um, og þá með það eitt í huga að striða þeim fulltrúum bæjar- stjórnar, sem hæst og mest hafa gasprað um launamisrétti á fund- um bæjarstjórnar og annars stað- ar á opinberum vettvangi,“ sagði Jón G. Sólnes m.a. i umræðunum. Tillaga Valgerðar Bjarnadóttur um að visa erindinu til jafnréttis- nefndar var samþykkt með sjö at- kvæðum gegn þremur í bæjar- stjórninni. GBerg Vinnubúðir verða í Skaftafelli í sumar í SUMAR er fyrirhugað að koma á fót vinnubúðum sjálfboðaliða í þjóð- garðinum Skaftafelli. Stefnt er að því að sjálfboðaliðastarfíð hefjist í byrjun júlí og standi framundir ág- ústlok og gefst fólki kostur á að taka þátt í starflnu um lengri eða skemmri tíma. Undanfarin 10 ár hafa vinsældir Skaftafells sem áningastaðar ferðamanna farið sívaxandi. Þar er nú eitt glæsilegasta tjaldsvæði landsins og kerfi göngustíga ligg- ur vítt um þjóðgarðslandið. Við- hald göngustíganna er mikið verk sem ekki hefur verið hægt að sinna sem skyldi, m.a. vegna fjár- skorts. Auk mikils álags af mannavöldum, hafa náttúruöflin leikið göngustígana grátt. Yfir- borð þeirra hefur rofnað 1 stór- rigningum og leysingum og í flóði í byrjun apríl tók göngubrú yfir Morsá af. Það er því augljóst að mikið starf er framundan að við- haldi göngustíga og mannvirkja í Skaftafelli. Sjálfboðavinna á friðuðum svæðum og víðar á sér nokkra hefð á Bretlandseyjum. Á vegum sam- taka sjálfboðaliða þar (BTCV) kom hingað til lands í fyrra lítill hópur sjálfboðaliða. í framhaldi af því munu fjórir hópar vaskra Breta væntanlegir hingað í sumar og munu hóparnir dveljast við störf í Skaftafelli í rúma viku hver. Nú þegar áhugi hefur vaknað á að skipuleggja sjálfboðaliðasam- tök hér á landi, þykir Skaftafell fyrir margra hluta sakir æski- legur vettvangur fyrir þau í byrj- un. Þar eru ærin verkefni, aðstaða góð og möguleikar á margháttaðri útivist. Verið er að hefjast handa um innréttingu afdreps fyrir þá sem taka munu þátt í sjálfboða- starfinu í Skaftafelli. Þar verður komið upp sameiginlegri eldunar- aðstöðu og svefnplássi, en annars er gert ráð fyrir að þátttakendur gisti í tjöldum. Sðmuleiðis er gert ráð fyrir að sjálfboðaliðar sjái sér fyrir mat, en með sameiginlegum innkaupum og matseld verður reynt að halda kostnaði i lág- marki. Starfið í vinnubúðunum verður skipulagt með það fyrir augum, að þátttakendum gefist kostur á gönguferðum um þjóðgarðslandið undir leiðsögn landvarða, og fræðslu um náttúru og sögu svæð- isins. Sjálfboðavinnan i Skaftafelli verður öllum opin, hvort sem menn kjósa að eyða í hana stund af dvöl sinni í þjóðgarðinum, eða koma sérstaklega til dvalar i búð- unum. Hæfilegur dvalartími gæti þá verið ein vika. Starfið hentar hvort sem er unglingum eða full- orðnum. Með þátttöku i sjálfboðaliðs- starfinu gefst fólki kostur á að leggja sitt af mörkum til uppbygg- ingar og viðhalds á landi sem helgað hefur verið þjóðinni i Skaftafelli. Jafnframt standa von- ir til að i sumar verði lagður grunnur að skipulagi sjálfboða- liðastarfsemi á Islandi i framtíð- inni. Hvort það tekst veltur á áhuga almennings. KrétUtilkynníng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.