Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 17 „Fer um 100 km lengri leið en nauðsyn krefur“ — segir Jón Ingi- leifsson, bifreiða- stjóri, sem hefur lagt bifreið sinni fyrir utan Vegagerð- ina á Selfossi í mót- mælaskyni JÓN Ingileifsson, vörubifreiða- stjóri á Svínavatni, hefur lagt vörubifreið sinni fyrir utan bæki- stöóvar Vegageröar ríkisins á Selfossi til þess að mótmæla þungatakmörkunum á veginum um Grímsnesið að Svínavatni, en bifreið hans var stöðvuð á mið- vikudag þegar ökumaður hugðist aka um Grímsnesiö að Svína- vatni. „í stað þess að aka um 30 kílómetra vegalengd frá Sel- fossi að Svínavatni er mér gert að aka 120 til 130 kílómetra vegalengd; upp Skeið, framhjá Skálholti, austur Biskups- tungnabraut upp undir Geysi, vestur að Laugarvatni og síðan niður að Svínavatni. Ég fer um 100 kílómetrum lengri leið en nauðsyn krefur vegna slælegra vinnubragða Vegagerðarinn- ar,“ sagði Jón í samtali við Mbl. „Það er fráleitt að beina bíl- um i uppsveitir Suðurlands í stað þess að keyra fjórum til fimm bílhlössum í vegarkafl- ann þar sem þungatakmarkan- ir eru á. Það er nú svo, að af vegarspottanum milli Selfoss og Svínavatns eru 20 kílómetr- ar lagðir bundnu slitlagi eða búið að undirbúa fyrir slitlag og kaflinn þar sem þungatak- markanir eru á er um 7 kíló- metrar og á þessari leið er eitt slæmt hvarf. Það væri því eðli- legast að keyra nokkrum bíl- hlössum í þennan kafla i stað þess að beina þungaumferð um allar uppsveitir. Mikil umferð er í gegn um Grímsnesið að Laugarvatni og þetta er því óskiljanleg ráðstöfun hjá Vegagerðinni að hafa þennan veg ekki í góðu ásigkomulagi og benda má á að sú leið sem okkur er nú ætlað að aka er alls ekki betri," sagði Jón Ingi- leifsson. STíT.T ÚR HELLUM OG BROTSTEINUM SEM VIÐ SELJUM. HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MARGS KONAR HELLUR OG BROTSTEINA í STÉTTAR OG GARÐSKREYTINGAR, STÍGA OG ÞREP. MUNIÐ OKKAR ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA - 20% ÚT OG AFGANGINN Á 6 MANUÐUM. 20 ára afmœli I tifejrti tvíUujsajmœRsins vátum við 20%. afsdátt af ödum vömm út maímánuð. 0964 gfflrgm 0984 Starmýii 2, stmi 30580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.