Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 27 Útskriftartónleikar Tónlistarskólans Mánudaginn 28. maí kl. 20.30 halda Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík útskriftartónleika f Háskólabfói. Fjór- ir nemendur Tónlistarskólans ljúka síðari hluta einleikaraprófs. Guðrún Þórarinsdóttir leikur víólukonsert eftir Johann Christian Bach, Sólveig Anna Jónsdóttir leikur pfanókonsert nr. 3 eftir Beet- hoven, Bryndís Halla Gylfadóttir leikur cellókonsert í D-dúr eftir Haydn og Bryndfs Pálsdóttir leikur fiðlukonsert op. 48 eftir Kabal- evský. Stjórnandi á tónleikunum er Páll P. Pálsson. Tónleikar Kórs Langholtskirkju KÓR Langholtskirkju hefur starfað af miklum krafti í vetur en hann mun Ijúka starfsári sínu með tón- leikum næstkomandi sunnudag kl. 5 í Langholtskirkju. Á efnisskránni verða verk af ýmsu tagi, t.d. lagasyrpur í út- setningu Gunnars Reynis Sveins- sonar, sem kórinn flutti í sjón- varpinu í vetur, islensk alþýðulög í hinum hefðbundnu útsetningum, og Gloria úr „Missa Criolla" frá Argentínu, en kórinn flutti hana í heild fyrir nokkrum árum. í vetur hefur kórinn komið fram í sjónvarpsþáttunum „Tökum lag- ið með Kór Langholtskirkju", og er hugmyndin að hluti tónleik- anna verði með svipuðu sniði, þannig að áheyrendur fái tækifæri til að taka lagið með kórnum. Stjómandi kórsins, Jón Stefáns- son, mun sjá um að koma fjörinu af stað, og einnig munu nokkrir kórfélagar koma fram og syngja einsöng. Þessi skemmtun er ætluð fyrir alla fjölskylduna og er þess vænst að fólk fjölmenni á tónleik- ana og taki börnin með. Miðaverð er kr. 150 fyrir full- orðna og kr. 50 fyrir börn. Auk þess sem gestum gefst tækifæri til að þenja raddböndin verður þeim einnig boðið upp á kaffi og með- læti í safnaðarheimilinu í hléinu, við vægu verði. Landbúnaðarráðimeytið: Kannast ekki við að- ild að „kartöflustríöi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá landbúnað- arráðuneytinu vegna „ýktra frétta nokkurra fjölmiðla um innflutning kartaflna, þar sem segir að ráðuneytið sé í stríði við innflytjendur“, eins og segir i yfírskrift tilkynningarinnar: stuðla að sem öruggastri fram- kvæmd á innflutningi kartaflna, meðan unnið er samkvæmt nú- gildandi lögum." Hverfis- og fjöru- hreinsun MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá íbúasamtökum Vesturbæjar syðri: „íbúasamtök Vesturbæjar syðri gangast fyrir árlegri vorhreinsun f hverfinu laugardaginn 26. maí. Hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar leggur til plastsekki og munu þeir liggja frammi á laug- ardagsmorguninn við þrjár versl- anir í hverfinu, KRON við Dun- haga, Melabúð á horni Hofsvalla- götu og Hagamels, og Skjólakjör við Kaplaskjólsveg og Sörlaskjól. Mjög mikið rusl er nú um götur og garða, torg og fjörur hverfisins, eftir langan og snjoþungan vetur, en íbúasamtökin vonast til þess að margar hendur muni vinna létt verk við að hreinsa til fyrir sum- arið. „Itrekað hefur komið fram að innflutningur á kartöflum fer eft- ir lagaákvæðum, sem nú eru til endurskoðunar. Ekki er á valdi ráðuneytisins að víkja frá gildandi lögum. í því bráðabirgðaástandi sem ríkir um þessi mál, hefur ráðuneytið leitast við að ná sam- vinnu við innflytjendur um fram- kvæmd mála m.a. með hliðsjón af því að tryggja hag neytenda varð- andi innfíutning, sölu og dreifingu kartafínanna og tryggja innlenda framleiðendur, þegar að uppskeru þeirra kemur. Þessi viðleitni ráðuneytisins Vorþing Kvenna- lista KVENNALISTINN í Reykjavík hef- ur sent Morgunblaðinu svohljóðandi fréttatilkynningu : „Vorþing Kvennalistans verður haldið dagana 25.-27. maí í Valsskálanum við Kolviðarhól. Á dagskrá verður meðal annars innra starf Samtakanna í vetur, starfið framundan, fyrirhuguð hringferð Kvennalistakvenna i júní í sumar og þingstarfið i vetur. hefur mætt skilningi hjá fíestum innflytjendum, en verið misskilin af öðrum og rangfærð. Þar á með- al að ráðuneytið ætlaði innflytj- endum 150 tonna kvóta fram í miðjan júnimánuð. Sú tala sem um ræðir var einungis áætlun um innfíutning á vegum umræddra aðila, sem var byggð á mjög tak- mörkuðum upplýsingum vegna þess að ekki tókst að koma á þeim skiptum á upplýsingum og sjón- armiðum, sem ráðuneytið stefndi að og óskaði eftir. Rétt er að taka fram að heimild- ir til innfíutnings hafa hlotið af- greiðslu jafnóðum og tilskilin skjöl hafa borist ráðuneytinu, sem tollayfirvöld krefjast til að toll- afgreiða kartöflur, er flytja á inn til landsins. Ráðuneytið kannast ekki við að- ild að „kartöflustríði", en vill Félag matvörukaupmanna: Dreifíng grænmetis og kartaflna verði frjáls FÉLAG matvönikaupmanna ítrekar þá skoðun sína að innflutningur og dreifíng innlendrar framleiðslu á grænmeti og kartöflum eigi að vera frjáls, segir í frétt frá félaginu. Félagið bendir á að af mörg þús- und tegundum matvara sem eru á boðstólum í matvöruverslunum, eru kartöflur og fleira grænmeti einu vörutegundirnar sem látnar eru sæta ófrávíkjanlegum einokunar- reglum um innfíutning og dreifingu i heildsölu. Hér með er skorað á viðkomandi yfirvöld að þau hlutist til um að lög- um um innflutning og dreifingu á kartöflum og öðru grænmeti verði breytt nú þegar og innflutningur gefinn frjáls, svo tryggt sé að sam- keppni fái að njóta sín á þessum vettvangi og að neytendum séu tryggð bestu gæði og lægsta verð. Þó skal jafnan gæta þess að innlend framleiðsla eigi aðgang að innlend- um mörkuðum umfram innfluttar A næsta blaðsölustað w # B v '%A I Stjörnublaðið Blað með frábærum persónulýsingum Öll stjömumerkin í einu blaði á aðeins 79 krónur DREPIÐ FYRIR DOLLARA $ >>4* - * < ! ■ ***>*■ Drepið fyrir dollara Góður efnismikill 56 sfðna spennureyfari Heil bók f blaðaformi á aðeins 97 krónur. Þér ætti ekki að leiðast um helgina Akurútgáfan Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfóum Moggans! y afurðir, standist neytenda. hún gæðakröfur Norsk strengja- sveit í heimsókn VIKUNA 24.—31. maf mun dvelja hér á landi norsk strengjasveit I boði Strengjasveitar Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi. Er það Veslefrikk- strengjasveitin frá Majorstuaskole ( Osló, en f henni eru nemendur á aldr- inum 10 til 14 ára. í fréttatilkynningu Tónlistarskól- ans á Seltjarnarnesi segir að norsku gestirnir muni meðal annars heim- sækja Bessastaði í boði forseta Is- lands og einnig leika fyrir vistmenn á Hrafnistu. Veslefrikk-strengjasveitin og Strengjasveit Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi munu sfðan halda sameiginlega tónleika f Frfkirkjunni ( Reykjavfk þriöjudaginn 29. mai nk. kl. 20.30. SUNNLENDINGAR OP€L BÍLASÝNING OPGL Ascona, 4turig I e e Kynnum þessa frábæru fjölskyldubíla á Hellu kl. 13.00-15.00 viö verkalýöshúsiö á Hvolsvelli kl. 16.00—18.00 viö bílaverkstæöi Kf. Rangæinga sunnudag 27. maí. Hagstæö verö — góö greiöslukjör. Komiö og reynsluakiö. BIFREIDADEILD SAMBANDSINSI! ]# OPEL HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.