Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Samningafundir voru (gær ( vinnudeilunni ( Vestur-Þýskalandi en ekki varð af þeim nokkur árangur. Verkföll og verkbönn hafa náð til 250.000 manna og er hér um mestu vinnudeilur (landinu í sex ár að rteða. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum þegar verkamenn efndu til mótmæla fyrir framan Opel-bflasmiðjurnar í Riisselsheim. Eitursmyglarar hörfa frá Noregi Osló, 25. maí. Frá Jan Erík Laure, fréttar. Mbl. NOREGUR,Svíþjóð og Danmörk hafa samstarf um að koma í veg fyrir eiturlyfja- smyggl frá helstu eiturlyfja- miðstöðvum veraldar með því að hafa sendimenn með diplómatanafnbót á staðnum til upplýsingaöflunar. Norðmenn hafa Oddmund Dahle í Islamabad í Pakistan og annan sendimann í Lundúnum. Svíar hafa menn í Amsterdam og Bangkok, og Danir hafa menn í Lima í Perú og Wiesbaden. Þessir menn eiga náið samstarf og bera saman bækur sínar. Hlutverk þeirra er að afla upplýsinga um kunna smyglara og smyglleiðir. Reyna þeir að verða einhvers vís- ari til að geta komið í veg fyrir að eiturlyfin komist inn í landið. „Það nægir engan veginn að sitja við skrifborð í Osló og lyfta símtóli, með þessu móti einu get- um við barist gegn eiturlyfja- smygli. Við eigum samstarf bæði við Interpol og „kvislinga" sem við öflum okkur. Okkur hefur orðið talsvert ágengt, en betur má ef duga skal,“ segir Dahl í blaðasamtali nýlega. Hann getur þess einnig að það sé ekkert grín fyrir Norðmann að koma til Pak- istan og spyrja innfædda nær- göngulla spurninga um eitur- lyfjasmygl. Hann hefur sett sig inn í menningu Pakistana, klætt sig eins og þeir og lært tungumál- ið til að verða eitthvað ágengt. Meðal annars vegna starfs um- ræddra útsendara Norðurland- anna, notfæra smyglarar sér Noreg minna en fyrr sem við- komustað fyrir varning sinn. Alþjóðabankinn: Níu milljarðar dollara veittir fátækum þjóðum WaHhington, 25. maí. AP. Talsmenn Alþjóðabankans greindu frá því í dag, að stjórn bankans hefði náö samkomulagi um, að veita fá- tækum þjóðum vaxtalaus lán að upphæð níu milljarðar dollara. Jafnframt var ákveð- Deng er orðinn leiður á lofinu Peking, 25. maí. AP. DENG Xiao-ping, ráðamaður í Kína, er nú orðinn svo leið- ur á mærðarfullu lofínu, sem fjölmiðlar í landinu hlaða í sífellu bæði lifandi og látna kommúnistaforingja, að hann hefur látið frá sér fara nýja dagskipan: Skerið þenn- an áróður niður við trog. Frá þessu segir í Dagblaði al- þýðunnar í dag. Blaðið segir, að Deng hafi komið fyrirmælunum á framfæri við Deng Ying-chao, háttsetta konu í stjórnmálaráðinu, sem aftur lét þau ganga til hóps listamanna og rithöfunda nú í vikunni. Áróðurseftirlitsmenn kommún- istaflokksins fylgjast með og kynna sér fyrirfram efni allra dagblaða, kvikmynda, bóka, leik- rita og tímarita og gæta þess, að engum skriki fótur á línunni. Þeg- ar um látna leiðtoga er að ræða, Karl Marx eða Mao Tse-tung, er það venjan að lofa þá sem guði og segja aldrei frá mistökum þeirra. Kínverskir leiðtogar, sem enn eru ofar moldu, fá svipaða með- ferð í blöðunum og Den Xiao-ping hefur þess vegna varað nokkrum sinnum við sams konar per- sónudýrkun og var f kringum Maó. ið að auka höfuðstól bankans um 8,4 milljarða dollara og verður hann nú 95 milljarðar dollara. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum náðist samkomulag þetta eftir að Bandaríkjamenn og Jap- anir leystu ágreining sinn, en frá því var skýrt í Róm á miðvikudag að Japanir og Bandaríkjamenn hefðu fallist á áætlun, sem gerir ráð fyrir auknum erlendum fjár- festingum i Japan og aukinni hlutdeild japanska gjaldmiðilsins i alþjóðaviðskiptum. Talið er að samkomulagið, sem greint var frá í Róm, muni leiða til hækkunar á stöðu yensins gagn- vart dollar, en Iágt gengi yensins og hækkun dollars að undanförnu hefur haft í för með sér samdrátt 1 útflutningi frá Bandaríkjunum til Japans en aukin innflutning frá Japan til Bandaríkjanna. Eftir aukningu höfuðstóls Al- þjóðabankans verða Japanir næst stærstu eigendur hans og ráða tæpum fimm prósentum atkvæða í bankastjórninni. Bandaríkja- menn, sem eru stærstu hluthafar í bankanum, fara með 20% at- kvæða. Tollgæsla hefur verið aukin og miklu magni eiturlyfja þannig náð. í lok sjötta áratugarins nýttu smyglarar sér til mikilla muna gæsluleysið í Noregi. Nú hefur verið komist fyrir smyglið með hertri tollgæslu. Nýlega varð uppvíst um nýja „leið“. Þannig er mál vexti, að skip og bátar frá öllum möguleg- um löndum sigla til hafnar i Narvik til að skipa upp kopar- farmi sem lestir koma með frá námunum í Kiruna í Svíþjóð. Nýlega fann norska tollgæslan 50 kg af kókaíni um borð í kólomb- ískum báti sem lagðist að bryggju í Narvik. Efnið átti að senda með lest til Kiruna og það- an átti að dreifa því um Svíþjóð. Nú er leitað rækilega I öllum skipum sem til Narvik koma og telja norsk yfirvöld að komist hafi verið fyrir eina smyglæðina enn og hið mikla starf sé þannig að bera ávöxt. Tveir lögreglumenn standa vörð á morðstaðnum. Fjölmennt lögreglulið fínkembdi skóginn í leit að ummerkjum eftir morðingjann. Áköf leit í Kaupmannahöfn að miskunnarlausum morðingja Skaut til bana tvo unga menn í útilegu en sá þriðji komst undan Kaupmannahöfn, 25. maí. Frá Ib Björnbak, ALLT tilUekt lið ( morðdeild lög- reglunnar í Kaupmannahöfn hefur fengið það verkefni að hafa hend- ur í hári manns, sem sl. sunnudag myrti tvo unga menn, Brian, sem var 16 ára gamall, og Enrico, sem var tvítugur. Þriðja drengnum, Dennis, 16 ára, tókst að komast undan morðingjanum. Þeir félagarnir þrír voru sl. sunnudag i tjaldi á Amager- strönd við Eyrarsund begar maður nokkur kom þar að og skipaði þeim að fara úr svefn- frétur. MM. pokunum og tæma vasa sína. Að því búnu sagði hann þeim að leggjast á magann og skaut síð- an tvo drengina með köldu blóði en þeim þriðja, Dennis, tókst að hlaupa burt. Maðurinn skaut á eftir honum og fór kúlan í gegn- um jakkann án þess að koma við Dennis. Dennis lýsti morðingj- anum þannig, að hann hafi verið mjög suðrænn að yfirbragði. Dennis fór nokkru síðar aftur að tjaldinu og sá þá félaga sína liggja þar í blóði sínu. Morðing- inn hafði skotið í gegnum dekkið á hjólinu hans en Dennis komst samt á því eftir hjálp. Þegar sjúkrabifreið kom á vettvang var Brian dáinn en Enrico lést í sjúkrahúsi. Talið er líklegt, að morðinginn hafi viljað ná sér niðri á öðrum drengjum, sem tveimur dögum áður höfðu verið í tjaldi aðeins 50 m frá morðstaðnum. Höfðu þeir orðið varir við, að einhver maður var að sniglast í kringum þá og kölluðu þá til hans „kyn- villingur" og skutu upp i loftið af haglabyssu, sem þeir voru með. Þegar morðinginn kom að drengjunum þremur á sunnudag skipaði hann þeim fyrst að af- henda sér byssuna en þótt þeir hefðu enga skaut hann þá samt. Á milli þess sem morðinginn skipti orðum við piltana flautaði hann lagstúf fyrir munni sér og nú hefur Dennis, sem komst lífs af, flautað hann inn á segulband. Hefur hann verið fluttur í út- varpi og sjónvarpi í von um, að það gæti auðveldað lögreglunni að finna morðingjann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.