Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 mála fyrir hana Hvað viltu helst fá í matinn í dag? HÖGNI HREKKVÍSI Til hvers er um- ferðarráð? J. skrifar: „Til hvers er umferðarráð? Það fer að líta svo út sem það sé til þess að binda sem flesta við bílana, allt annað sé aukaatriði í umferðinni. Kemur þetta ráð eða ráðamenn þess ekki auga á neitt annað til úrbóta f þessari slæmu umferð en það að binda fólkið? Ef ráðið hefði snúið sér í fullri alvöru að bættri umferð og lagt áherslu á að hún færi eftir lögum og reglum þar um og fengið löggæslumenn til að leggja kapp á þann þátt hennar í stað þess að láta þá dreifa happ- drættismiðum til þeirra sem bundnir eru, væru slysin og óhöppin án nokkurs efa miklu færri en þau eru nú á dögum. Árið 1968 fækkaði þeim mjög mikið og varla er hægt að þakka það ólun- um, þær voru varla til þá. Viltu, Velvakandi góður, fá það á hreint og birta það hvort hjá einhverri þjóð þar sem hámarks- hraði er 70 km á klst. eða mest 80 km sé niðurbindingin lögboðin? Einnig hvort betra er eða verra að ná barni út úr brennandi bif- reið ef það er bundið og getur ekki losað sig af sjálfsdáðum? Að síðustu: Þegar hið hörmu- lega slys varð í rallakstrinum í Englandi í vetur hvort maðurinn sem lést var í belti eða ekki?“ „Þótt ég ætti alla þekking...“ W—UUiiLJ 'Rangfærsla séra Árelíusar Dr. HJ. •krií- Séra Árelius Nieluon er enn á ferðinni I Morgunblaðinu. H»nn er slfellt að herja á bóksUfsþnela og „heittrúarfólk" (tilritnunarmerki ÁN). Greinin heitir HoraMetaaina of aoraaapefillinn, Mbl. 90J Mest af þvi sem hann l*tur frá aér fara fínnat mér mest likjaat iðuköstum heits lofta, sem l«tur i gegn glampa marglita Ijósahafa 1 diskóteki «vin- týranna, froða, sápukúlur, fyrir þá sem greina innihaldið þá er þaö þetta: sannleikanum og kjerleikan- um, avo aem aéðum af ÁN, er teflt fnun gega bókatafatrú og frsaða- stagli Nýjaati hrókur hana eru þeasi orð Pála poetula „Bókatafurinn deyðir, andinn llfgar.“ (2. Kor W) Erum viö. aem þetU er *tlað, ekki alveg rot? ÁN nefnir avo aem engin nöfn. Sumum kann að virðaat aem þetu sé gert af nargsetni. Það virðist mér lika Hann vill vera hann telur sig finna hjá Páli poet- ula Það er þvi óhjákvæmilegt að spyrja Hveáa MkaUf og kvaða anda er Páll að tala um? Það fyrsU aem vekur athygli er það, að bókstafurinn, sem Páll er að tala um, er ekki hinn ritaði almenni Uxti Bibliunnar. Um þetU erum við báðir, ÁN og ég, aammála honum. örðin sem ÁN vitnar fc bókstafurinn Hornsteinninn og nornaspegillinn OJiZ Rut Magnúsdóttir, Eyrarbakka, skrifar: „Mig langar að koma eftirfar- andi á framfæri vegna greinar dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar sem birtist í Velvakanda 16. maí 1984. Með því fyrsta, sém mér kom til hugar við lestur þessa pistils, voru orðin: „Ich bin der Geist, der stets verneint," en með þeim kynnir sjálfur myrkrahöfðinginn sig fyrir Fást hjá Goethe. Á nútímamáli mætti það útleggjast: Ég er algjör neikvæður andi. Því miður er ég ókunnug dr. Benjamín H.J. Eiríks- syni og störfum hans, get mér þó til að þau séu heimspekilegs eðlis. Honum — og mér — er illa við að ritningargreinar séu slitnar úr samhengi. Samt vil ég biðja hann að íhuga til að byrja með aðeins hálft vers eftir Pál postula: Þótt ég ætti alla þekking, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Svo ætti hann að lesa ritsmíð sína aftur, og þar á eftir ætti hann að kynna sér álit Jesú á mönnum, sem kalla náunga sína bjána og heimskingja. (Ef einhver lesandi leitar að þessum kafla, þá er hann Fyrirspurn til Árna Bergman Þorkell Valdimarsson hefur beðið Velvakanda að koma á framfæri eftirfarandi spurn- ingu til Árna Bergmann rit- stjóra Þjóðviljans: „Með tilliti til umræðna að undanförnu um gjafir, vil ég spyrja: Hvernig ber að um- gangast þær? Með vinsemd og virðingu og kærjj þakklæti fyrir svar. sá fimmti í Matteusar guðspjalli, sem er fyrsta bók í Nýja Testa- menti.) Ég vil taka skýrt fram, að ég aðhyllist ekki sömu guðfræði- stefnu og Sr. Árelíus Níelsson, og koma þar til bæði æsku-, um- hverfis- og námsáhrif, eins og við mótun ólíkra skoðana fleiri manna. Ég vil biðja dr. Benjamín H.J. Eiríksson um að rifja upp 17. kap. Jóhannesar guðspjalls um eining kristinna manna þrátt fyrir mismunandi uppruna og ólíkar skoðanir. Eiturspúandi flutningur deilu- mála í fjölmiðlum er engum til gagns, aftur á móti vel fallinn til þess að eyðileggja fyrir fullt og allt það takmarkaða álit, sem margir hafa á gildi kristindómsins á okkar tímum. Að lokum vil ég tefla einni stað- reynd á móti fullyrðingu dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar, um að sr. Árelíus hafi á sínum tíma afvegaleitt fermingarbörn sín með villikenningum. Ég tók við starfi organista í Eyrarbakkakirkju 1964 (til að forðast misskilning: sr. Ár- elíus fór frá Eyrarbakka 1952). í kórnum syngja, ásamt yngri og eldri félögum, þó nokkur fyrrver- andi fermingarbörn sr. Árelíusar, nú menn og konur á miðjum aldri. Öllu þessu fólki er annt um kirkju sína, syngur ekki aðeins af mikl- um áhuga, heldur er og fullfært um og fúst til að leggja orð í belg í málefnalegum umræðum innan kirkjunnar. Að lokum vil ég kveðja dr. Benjamín H.J. Eiríksson og aðra, sem öðru hverju hafa fundið sig knúna til að fremja skítkast á trú- bræður sína með miður viðeigandi háðsglósum, með þessu: Si tacuiss- es, philosophus mansisses. Drottinn agar þann sem hann elskar Einar Ingvi Magnússon skrifar: Heill og sæll Velvakandi og les- endur allir. Hún er orðin fáheyrð tilvitnun- in úr Biblíunni, að vegir Guðs séu órannsakanlegir, sem svo oft hef- ur verið höfð yfir, þegar eitthvað hefur hent manninn, sem komið hefur illa við hann á einhvern hátt. Þegar þannig er ástatt er heldur talað um grimma óheppni og bölv- að í barm sér yfir óréttlæti og vondum Guði, ef hann er þá til í huga þess sem í hlut á hverju sinni. Ég vil benda þeim manni sem kannast við sjálfan sig í þessum skrifuðum orðum á tilvitnun i Heilagri ritningu þar sem segir eftirfarandi: „Drottinn agar þann sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefur mætur á.“ (Orðskv. 3:12). Sannarlega er slfk fullyrðing ekki samboðin mönnum tuttug- ustu aldarinnar, sem telja sig vitr- ustu kynslóð sem uppi hefur verið. En mennirnir ganga I gegnum misjafnar og margar raunir í jarðvist sinni, fyrr og síðar, og oft er erfitt að gera upp huga sinn hverjum sé um að kenna. En lífið er okkur ráðgáta. M.ö.o: vegir Guðs eru órannsakanlegir, og í fávisku okkar fáum við ekki skilið hinn háleita tilgang Guðs með okkur mennina. Sorgir okkar og þjáningar, líkamlegar og and- legar, verða margar á æviskeiði hvers og eins, og þykir okkur stór- lega misboðið með slíku fári. En eins og segir i sama kafla Orðs- kviðanna: „Lítilsvirð eigi ögun Drottins, og lát þér eigi gremjast umvöndun hans.“ Þó að sjúkdómurlnn þjái þig, lesandi minn, eða sorgin kvelji hug og hjarta, mundu þá að vegir Guðs eru órannsakanlegir og hafðu í huga eftirfarandi orð Heil- agrar ritningar. „Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit." (Orðskviðirnir 3:7-11.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.