Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 45 Ölvun er alltaf bölvun Laugavegur — Til leigu Á besta stað við Laugaveginn er nú til leigu 130 fm verslunarhúsnæöi. Húsnæðið er laust nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 17088 kl. 18—20 í dag og næstu daga. Árni Helgason skrifar: „Kæri Velvakandi. Ö1 er alltaf böl. Og ölvun er allt- af bölvun. Þetta er reynsla allra alda að berja inn í kynslóðirnar, en það vill bera mismunandi árangur, þeir eru svo margir sem heldur vilja og þykir þægilegra að lifa í blekkingu en taka við stað- reyndum. Snillingarnir Einar Ben. og Hannes Hafstein kynntust mörgu um sína daga. Þeir drógu sínar ályktanir. Hvað segir Einar um bjórinn? „Til skaða mín njóta." Og Hannes Hafstein: „bikar sundur brast og brotin skáru æð og sin.“ Minna mátti þetta ekki kosta. Það væri nú ekki til of mikils mælst að þeir félagar (og doktorar) Gunn- laugur og Jón Ottar athuguðu um- mæli þessara snillinga í baráttu sinni við að auka óregluna í land- inu. Það þarf heldur enginn að verða undrandi á því þótt þeir sem árum saman berja höfðinu við steininn verði svolítið ruglaðir í kollinum. Guð hefir gefið mér þá líkn að fá að halda óskertri dómgreind um dagana og forðað mér frá að kaupa dýrum dómum alls konar eiturefni til að brjála hana. Hann hefir líka gefið mér kjark í straumi lífsins til að kveikja ljós í myrkum hugum böls sem aðrir með ýmsu móti hafa leitt inn í sálir auðtrúa og ístöðulausra sálna. Það er mikil gæfa. En því miður eru alltaf margir með sín mýra- og villuljós og of mikinn árangur. Þeir vita að hæg er leiðin niður-á við. Þegar ég heyri gáfaða menn og þá sem almenningur tekur mark á vefja vín og aðra vímugjafa ein- hverjum ævintýraljóma, kemur mér alltaf í hug þegar ferðamaður kom á bæ og bað að vísa sér á vaðið yfir ána: Veit ég að vísu hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér ... Og allir vita hvernig sú leið- sögn endaði og er þetta ekki ein- mitt það sem alltof margir gera í leiðbeiningum í dag. Og enn á það við: Hið góða sem ég vil, geri ég ekki. Þess vegna er heimurinn svona dimmur í dag.“ Þessir hringdu . . , Útrýmum orð- inu vídeó Maður hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ég vil gjarnan taka undir það sem kom fram í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins um síðustu helgi varðandi orðskrípið vídeó. Þetta er orð sem óþarft er að nota því okkar tungumál hefur annað orð sem nær merkingu orðsins fullkomlega og er auk þess styttra. Hættum því að nota orð eins og vídeóleiga og vídeó- tæki og notum orðin mynd- bandaleiga og myndsegulband í þeirra stað. ☆ Velvakandi vill nota tækifær- ið, þar sem verið er að tala um erlend orð í tungumálinu, og minnast á að á Morgunblaðinu er verið að gera harða hríð að orðinu layout en það orð hefur verið notað um útlitshönnun blaðsins. Hér eftir verður orðið hönnun notað í stað hins erlenda orðs. Ljótt er að heyra Góður sjálfstæðismaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ljótt er að heyra. Á miðviku- daginn var viðtal við Magnús Karl Pétursson, yfirlækni á Landspítalanum, og kom fram hjá honum að tækjakostur spít- alans væri á því stigi að hann væri að ganga úr sér og ekki hægt að halda honum við vegna fjárskorts. Hafnarfjarðarhöfn Það er svolítið undarlegt að heyra að ekki sé hægt að halda nauðsynlegum tækjakosti sjúkrahúsanna við og hvað þá að auka hann og bæta við fullkomn- ari tækjum sem komin eru á markaðinn. Á sama tíma og tal- að er um fjárskort er hægt að verja fé til að reisa seðlabanka- hús, útvarpshús, sem sennilega er í þrefaldri stærð miðað við það sem nauðsynlegt er, hús fyrir mjólkursamsöluna sem hún hefur ekkert við að gera, og fimm hæða hús fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur sem einungis þarf á einni hæð að halda. Fjárfestingar eru ekki í neinu samræmi við getu þjóðarbúsins og það er ekki fjárfest á þeim sviðum þar sem brýnast er að fjárfesta svo sem eins og í heilsu landsmanna. Af hverju hafa netin ekki enn verið sett upp? Markús Þorgeirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar að bera fram spurningu til Sigurðar Hall- björnssonar, yfirhafnsögumanns í Hafnarfirði, að gefnu tilefni. Á síðastliðnu hausti bað ég Einar Halldórsson að taka út bryggj- urnar í Hafnarfirði í því skyni að kanna hvernig öryggismálum á þeim væri háttað, hvort það þyrfti að fjölga björgunarnetum. Nú þegar eru fjórir kútar með björgunarnetum í og vel frá þeim gengið ásamt bjarghringj- um hér á bryggjunum. Eg sagði við Einar Halldórsson að það væri ósk smábátaeigenda að sér- stakt björgunarnet yrði sett á flotbryggjuna suður í Hafnar- firði, þar sem aragrúi af smá- börnum og ungum drengjum væru daglegir gestir yfir grá- slepputímabilið. Einnig sagði ég við hann að þegar ís væri við höfnina væri verið að fara út á hann og þá væri hann e.t.v. veik- ur og varhugaverður og gott að hafa björgunarnet við höndina á flotbryggjunni. Jóhann Guðmundsson, yfir- verkstjóri hjá Eimskip, óskaði eftir því við mig að hann fengi sérstakt net fyrir framan skrif- stofu sína þar sem ekki væri nema eitt net á bryggjunni og of langt yrði að ná í það ef slys yrði við fossana. Það varð að sam- komulagi milli okkar Einars, en hann er formaður hafnarnefnd- ar, að ég gerði tvö viðbótarnet til að koma fyrir á bryggjunni. Þessi net fékk Jóhann í kútum og umbúðum Iiðið haust en þau hafa ekki enn verið sett á þann stað sem þeim var upphaflega ætlaður, þ.e. fyrir framan skrif- stofu Jóhanns Guðmundssonar og á smábátabryggjunni hjá smábátaeigendunum. Á þriðjudaginn komu til mín tveir smábátaeigendur sem hafa bátana sína í Hafnarfirði og ítrekuðu það við mig að láta setja upp björgunarnet á flot- btyggjuna því það væri farið að tína drengina upp úr höfninni. Mér þætti því vænt um að fara að sjá björgunarnetin á áður- nefndum stöðum. Kútarnir hafa verið í vörslu yfirhafnsögu- mannanna síðan sl. haust. Nú er úlpuveður um garð gengið og umferð við höfnina meiri og því full þörf á að björgunarnetin komist á sinn stað sem fyrst. VfUOIII MEÐ ALLA FJÖLSKYLDUNA Höfum sett upp skemmtilegt barnahorn með leikföngum og blöðum, þar sem yngra fólkið getur unað sér meðan foreldrarnir njóta Ijúffengra veitinga í afar vistlegu umhverfi. Ódýr og góður matur viðhæfi allrar fjölskyldunnar, ósamt girnilegum heimabökuðum tertum og helgarhlaðborði. Fríar veitingar fyrir börn yngri en 6 óra, hólft gjald fró 6 til 12 óra. Einnig fríar | veitingar fyrir afmælisbörn dagsins til 12 óra aldurs. Verið velkomin NOTAÐU FRÍDAGINN TIL AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ OKKAR HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA HUSCACNAEOLLIN BÍLDSHÖFOA 20 - 110 REYKJAVlK S 91-éi 199 og 81410 V—__■_—/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.