Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 26 Ásgeir Sigurðsson sigraði örugglega í „sprettralli“ á fímmtudagskvöld. Hann mun keppa í rallkeppni í Skotlandi í júní á Talbot Sunbeam TL __ _ Morgunblaðið/Gunnlaugur. Rallakstur: Ásgeir Sigurðsson fyrstur „ÞETTA er fyrsti sigurinn, sem ég vinn í rallkeppni. Eg er búinn að keppa í sex ár og í þrjátíu mismun- andi keppnum. Má því segja að leiðin að fyrsta ssetinu hafi verið krókótt," sagði Ásgeir Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið, en hann sigraði „sprett-rallkeppni", sem fram fór á fímmtudagskvöld við Keflavíkurveginn sunnan Straumsvíkur. í „sprett-rallinu" er ekin stutt sérleið og var að þessu sinni ekin í tvígang tveggja kílómetra leið við Hvassahraun. Ásgeir náði í báðum ferðum besta tímanum á Escort 2000 og hlaut samtals 2.46,88 mín., í refsingu, og varð níu sekúndum á undan Matthíasi Sverrissyni á Escort 2000, sem fékk 2.55,37 í refsingu. Óskar Jónsson á Renault 5 varð aðeins nokkrum sekúndubrotum á eftir Matthíasi, með 2.55,74 mín., Júlí- us Ólafsson varð fjórði á 2.56,77, en hann ók sama bíl og sigurveg- arinn. í „sprett-ralli" geta þrír keppendur skiptst á að aka sama keppnisbíl og er það því hag- kvæmur vettvangur fyrir áhuga- menn til að kynnast rallakstri. Hefur Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í hyggju að halda keppni af þessu tagi með reglu- legu millibili í sumar. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík: Sýning á surnar- starfi aldraðra YFIRLITS- og sölusýning á munum sem unnir hafa verið í félagsstarfi aldr- aðra í Furugerði 1, Lönguhlíð 3 og Norðurbrún 1 verður opnuð að Norður- brún 1 og í Lönguhlíð 3 í dag, laugar- dag. Meðal þess sem er til sýnis eru munir sem skornir eru út í tré, bein og horn, leðurmunir og ýmis önnur handavinna sem aldraðir hafa unnið upp á sfðkastið. Félagsstarf þetta hefur verið starfrækt um 15 ára skeið. Sýningin er opin frá kl. 13.30 til kl.17.30 og henni lýkur mánudag- inn 28 maí. Keflavíkurkirkja Kirkjudagur Keflavíkur- safnaðar NÆSTKOMANDI sunnudag, á hinum almenna bænadegi þjóðkirkjunnar, verður árviss kirkjudagur Keflavfkur- safnaðar, segir i frétt frá sóknarprest- inum, séra Olafi Oddi Jónssyni. Guðsþjónusta verður í Keflavík- urkirkju kl. 14. Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup Skálholtsstiftis, pré- dikar. Kór kirkjunnar syngur lof- gjörðar- og bænasálma og félagar úr kórnum syngja einsöng. Organisti og stjórnandi er Siguróli Geirsson. Systra- og bræðrafélagið annast kaffisölu í Kirkjulundi að lokinni messu. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í líknarsjóð kirkjunnar. Eldur í Júpíter ELDUR KOM upp f togaranum Júpí- ter um kl. 11.30 í gærmorgun, þar sem hann lá við bryggju í Reykjavík- urhöfn. Verið var að vinna við log- skurð um borð í skipinu þegar neisti hrökk í stakkageymsluna án þess að eftir því væri tekið fyrr en mikinn reyk tók að leggja út úr henni. Er slökkviliðið kom á vettvang var að mestu búið að ráða niður- lögum eldsins, en mikill reykur var í skipinu. Skemmdir eru tald- ar hafa orðið óverulegar utan hvað stakkarnir í geymslunni eyðilögðust svo og einangrun í henni. Þá var slökkviliðið kallað að Ásvallagötu 19 laust eftir hádegið í gær. Þar var eldur í rusli en greiðlega gekk að slökkva hann. Skemmdir urðu litlar sem engar. Frá fundarsetningu Rauða kross-deilda höfuðborga Noröurlanda í gær. Morgunblaðið/KEE. RK-deildir höfuðborga Norðurlanda þinga hér FUNDUR Rauða kross-deilda höfuðborga Norðurlanda hófst í Reykjavík í gær. Fundur sem þessi er haldinn árlega til skiptis í höfuðborgunum og sitja hann formenn Rauða kross-deildanna nokkrir fulltrúar og gestir. Fundurinn hófst í gær i fund- arsal Reykjavíkurdeildarinnar að Öldugötu 4, en á morgun verður fundum fram haldið í Múlabæ við Ármúla 34. Aðalefni fundanna er ofbeldi í nútímaþjóðfélagi og Rauði krossinn. Fyrirlestra um þetta efni halda Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, og framkvæmdastjórar og ennfremur Anna M. Hreinsdóttir, uppeldis- fræðingur og dr. phil. Eiríkur örn Arnarson. Formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ er Arinbjörn Kolbeinsson. Fundinum lýkur í dag og munu flestir erlendu fulltrúanna fara utan á sunnudag. Grindavík: Eldur í bát Grindavík, 25. maí. ELDUR kom upp í vélbátnum Sóley SK-8 í höfninni hér um fímmleytið í Kastmót hald- ið um helgina Kastklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir móti í stangarköstum í dag og á morgun og er mótið tileinkað SVFR. Þá er áformað að halda íslandsmót í greininni 16. og 17. júní nk. Þátttöku ber að til- kynna til Gísla Rúnars Guð- mundssonar, Víghólastíg lla, Kópavogi. morgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður eldur í lúkar bátsins. Slökkvistarfíð gekk fljótt og vel enda var notuð til þess fljótvirk kvoða. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að út frá eldavél í lúkarnum, sem er talsvert sviðinn og brunninn. Þar virðast skemmdirnar vera mestar en þær hafa ekki verið fullkannaðar enn. Fulltrúar tryggingafélags útgerðarinnar hafa verið hér í dag við athuganir. Vonir standa til að eftir bráða- birgðaviðgerð geti Sóley haldið áfram á netum. Útgerðarmaður er Róbert Jónsson í Hafnarfirði. — Guðfínnur Það er glaðvær hópur Stefnisfélaga, sem hér sést í Skíðaskálanum í Hveradölum huga að undirbúningi samkomu ungra sjálfstæðismanna, sem þar verður haldin næstkomandi laugardagskvöld. Mælst er til þess að gestir mæti í kúrekafotum í kvöld. Skíðaskálinn: Skemmtikvöld Stefnis í kvöld UNGIR sjálfstæðismenn verða með skemmtikvöld á laugardags- kvöldið í Skíðaskálanum í Hvera- dölum, þar sem snætt verður, dansað og ýmislegt gert sér tii skemmtunar. Hópferð verður frá Sjálfstæð- ishúsinu í Hafnarfirði kl. 19.00 og Hamraborg í Kópavogi kl. 19.15. Valhöll í Reykjavík stend- ur þátttakendum opin á milli kl. 19.00 og 20.00 og verður þar boð- ið upp á hressingu áður en lagt verður af stað. Haldið verður aftur í bæinn að loknum dans- leik, um kl. 3.00. Skemmtikvöldið er á vegum Stefnis, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, en húsið er opið öllum ungum sjálfstæðis- mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.