Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Sköpun eftir Ásmund, sem er eitt verkanna á sýningunni. Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar um vinnuna Asmundarsafn við Sigtún verður opnað almenningi nú um helgina eft- ir gagngerar endurbætur og verður þá haldin sýning á verkum Ásmund- ar sem nefnist „Vinnan í list Ás- mundar Sveinssonar". Sýningin verður opin í sumar og næsta vetur, en sýningarstjórn hefur samþykkt að að minnsta kosti ein sýning verði sett upp í safninu árlega. Sýningunni er skipt í tvo hluta. Annars vegar eru sýnd tæki og mismunandi efni sem listamaður- inn notaði við iistsköpun sína, en hins vegar sýndar höggmyndir þar sem viðfangsefnið er vinnan. Með- al þess sem til þess fyrrnefnda heyrir má nefna stækkunartæki, hefilbekk sem Ásmundur bjó til úr vélarblokk frá General Motors og klippur. Þá eru einnig sýnd mót úr járni, gifsi og leir. Alls eru um 60 verk á sýningunni og hefur það verið haft að leiðarljósi að sýning- in verði fræðandi jafnframt því sem áhorfendur fái notið fegurðar verkanna. Svo dæmi sé tekið um viðhorf Ásmundar til vinnunar, þá segir hann í Bókinni um Ásmund eftir Matthías Johannessen: „Við vor- um vanin á að vinna. Þar sem ég ólst upp, þótti iðjuleysi löstur. Við eigum að kenna unga fólkinu að vinna og hafa nautn af vinnunni. Henni fylgir hamingja." í tilefni sýningarinnar verður gefin út sýningarskrá, ríkulega myndskreytt, þar sem ýmis tækni- leg atriði varðandi höggmyndalist eru skýrð og fjallað um þau efni sem Ásmundur notaði við listiðju sína. Einnig er í sýningarskránni gerð grein fyrir viðhorfi Ásmund- ar til vinnunnar. Eins og fyrr sagði hafa gagnger- ar endurbætur farið fram á safn- inu. Felast þær meðal annars í því Morgunblaðið/KEE. Klippurnar sem Ásmundur bjó til úr vélarblokk frá General Motors. að kjallari hefur verið innréttaður sem geymslurými, allt rafkerfi hússins hefur verið endurnýjað, hitakerfi endurbætt, svo og önnur vinnuaðstaða. í stjórn Ásmundarsafns eiga sæti: Einar Hákonarson, formað- ur, Ásdís Ásmundardóttir, Guð- rún Erla Geirsdóttir, Hulda Val- týsdóttir, Hafliði Jónsson og Þóra Kristjánsdóttir. Safnvörður er Gunnar B. Kvaran. Safnið verður opnað almenningi á sunnudag og verður opið aila daga í sumar frá klukkan 10—17. Ný íslensk grafísk kvikmynd frumsýnd: Markmiðið að túlka fegurð — segir höfundurinn Finnbjörn Finnbjörnsson NÝ íslensk kvikmynd verður frum- sýnd í kvikmyndahúsinu Regnbog- anum á laugardaginn kemur. Mynd- in nefnist INNSYN og er hálftíraa- löng grafísk mynd gerð samkvæmt lögmálum teiknimyndarinnar, nema hvað þarna er um óhlutstæða raynd aö ræöa, þar sem fengist er við form og liti, auk þess sem sólarlag hefur verið kvikmyndað og unnið með lit- um og ber það einnig fyrir sjónir í myndinni. Höfundur myndarinnar er Finnbjörn Finnbjörnsson og hef- ur hann unnið að gerð hennar síð- astliðin 3 ár, enda samanstendur myndin af alls 6 þúsund teikning- um. „Þetta er eiginlega málverk á hreyfingu, blanda af teikningu og myndum sem ég tók af sólarlagi, sem ég setti síðan liti í. Raunar þurfti ég að berjast dálítið við það að ná sólarlagi. Ég náði því ekki hér á landi og fór til Kaliforníu og var þar í um hálfan mánuð en þar var alltaf skýjað þegar sólin sett- ist. Það var svo ekki fyrr en á Flórída í mars sem ég náði mynd- um af sólarlaginu og gat klárað myndina," sagði Finnbjörn í sam- tali við Morgunblaðið. Finnbjörn er menntaður hjá einkaaðiia í San Francisco í Bandaríkjunum, þar sem hann lærði að gera teiknimyndir. Hann sagði að í raun væri um að ræða sömu tækni og beitt væri við gerð teiknimynda. „Ég hef trú á því að myndlistin eigi eftir að fara út á þessa braut í ríkari mæli í fram- tíðinni, sérstaklega með tilliti til þess að tæknin eykst í sífellu í og samræmi Finnbjörn Finnbjörnsson höfundur myndarinnar við teikningarnar sem fóru í gerð myndarinnar en þær eru alls 6 þúsund. Morgunbiaflið/ kee. þessum efnum," sagði Finnbjörn. Finnbjörn sagði að í myndinni fengist hann við lögmál hreyf- ingar og andstæður lita, sem væri grundvöllur allrar skynjunar og einnig reyndi hann að túlka af- stæði, en markmiðið væri að reyna að túlka fegurð og sam- ræmi. Hann kvað kostnað við mynd- ina kominn í um eina milljón króna, en hann hefði tvívegis fengið fyrirgreiðslu úr Kvik- myndasjóði, 75 og 100 þúsund krónur. Hann sagði að að loknum sýningum hérlendis yrði farið með myndina á erlendar kvik- myndahátíðir. Myndin verður frumsýnd í dag kl. 15.00 í E-sal Regnbogans og verður síðan sýnd á klukkutíma Á þessari mynd, sem tekin var við íþróttahúsið Digranes í Kópavogi, má sjá fulltrúa samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en í íþróttahúsinu var haldið kaffiboð fyrir gestina. Suðurnesjamenn í heimsókn SAMTÖK sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu fengu fyrr í þessum mán- uði heimsókn frá Suðurnesjum. 30—40 manna hópur fulltrúa samtaka sveitarfélaga á Suðurnesj- um kom til höfuðborgarsvæðisins fyrr í þessum mánuði til þess, með- al annars, að kynna sér fram- kvæmdir og skipulag á höfuðborg- arsvæðinu og skiptast á skoðunum við fulltrúa samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn hittist í álverinu í Straumsvík og var álverið fyrst skoðað, og síðan merkilegar fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Hóparnir ræddu ýmis sameiginleg mál og skiptust á skoðunum um þau. Heimsókninni lauk með því að farið var á Kjarvalsstaði í boði Reykjavíkurborgar, þar sem skipu- lagssýningin sem nú stendur yfir var skoðuð. Opið hús í Valhöll — í tilefni 55 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins SjálfstæðLsfélögin í Reykjavík halda opið hús í Valhöll, þriðjudag- inn 29. maí nk. kl. 16—18. Tilefnið er að þann dag á Sjálfstæðisflokk- urinn 55 ára afmæli. Kaffiveitingar eru í boði sjálfstæðisfélaganna og barna- gæsla verður á staðnum. Á afmælinu kemur í fyrsta sinn út Handbók sjálfstæðisfé- iaganna í Reykjavík, sem fyrir- hugað er að dreifa ókeypis til borgarbúa, en bókin hefur að geyma upplýsingar um kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á hinum margvíslegu stöðum. { inngangi bókarinnar segir Guðmundur H. Garðarsson, formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna m.a.: „Það er von okkar sjálfstæð- ismanna í Reykjavík að handbók þessi, sem nú kemur í fyrsta sinn út, auðveldi þátttöku borgarbúa í samstarfinu við okkur. Með upplýsingum um kjörna fulltrúa flokksins í margvíslegum trún- aðarstöðum ætti leiðin að verða greiðari. Við sem að útgáfunni stöndum gerum okkur vonir um að Handbók sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verði árviss út- gáfa, sem stuðlað geti að því mikilvæga sambandi sem vera þarf á milli kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og borg- arbúa.“ Sjálfstæðisfólk og gestir þess er hvatt til að líta við í Valhöll á 55 ára afmæli Sjálfstæðisflokks- ins, segir í frétt frá Fulltrúaráð- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.