Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Hún mæli Avordögum 1983, eftir fimm ára stjórnaraðild Alþýðu- bandalags, var íslenzkt þjóðar- bú að þrotum komið. Verðbólga mældist 130% og sigldi hraðbyri , upp annað hundraðið. Viðskiptahalli við útlönd nam 6.700 m.kr. 1982 og 14.300 m.kr. 1979-1983. Er- lendar skuldir nálguðust 60% af þjóðarframleiðslu og greiðslubyrði þeirra fjórðung útflutningstekna. Undirstöðuatvinnuvegir bjuggu við umtalsverðan og vaxandi rekstrarhalla 1978—1983, gengu á eignir og söfnuðu skuldum, hérlendis og erlendis. Þjónustustofnanir og ríkisrekin fyrirtæki vóru undir sömu sök seld. Opinber verð- stýring og aukinn fjármagns- kostnaður blésu út verðhækk- unarþörf margháttaðrar þjón- ustu. Verðbólga og fjármagns- kostnaður veiktu samkeppnis- stöðu íslenzkrar framleiðslu. Hrunadans verðbólgunnar lék þjóðarbúskapinn æ verr. Fjöldi fyrirtækja var kominn í rekstr- arþrot og víðtækt atvinnuleysi blasti við. Sá vandi, sem við blasti, var enn hrikalegri vegna verulegs samdráttar í sjávarútvegi, einkum í þorskveiði, og harðn- andi sölusamkeppni sjávarvöru á erlendum mörkuðum. Þjóðar- tekjur drógust saman um 12% á þremur árum. Röng fjárfest- ing og erlend skuldabyrði rýrðu þær enn, áður en til skipta komu milli þjóðfélagsþegn- anna. Tækifærum til að setja nýjar stoðir undir atvinnu- öryggi og lífskjör landsmanna — í lífefnaiðnaði, rafeindaiðn- aði, orkuiðnaði og á fleiri svið- um — var í litlu eða engu sinnt. Það var við þessar kringum- stæður sem samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks var mynduð 26. maí 1983. Hún tók við verri arfleifð og stærri vanda en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Ríkisstjórnin setti sér það meginmarkmið að ná verðbólgu niður á eins skömmum tíma og aðstæður frekast leyfðu og koma á stöðugleika í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Árangur sá sem náðst hefur á einu ári er raunar undraverður: • 1) Verðbólga hefur náðst úr 130% niður fyrir 20%. • 2) Viðskiptahalli, sem var 10% á árinu 1983, náðist niður í 3% 1983. • 3) Gengi íslenzkrar krónu hefur verið stöðugt, eftir ára- langt hrap. • 4) Verðlag hefur verið stöð- ugt og aukin verzlunarsam- á af- í dag keppni hefur tryggt gott vöru- framboð og hagstæðara verð en ella. • 5) Festa í gengismálum og breytt skattastefna hefur styrkt atvinnuvegina, einkum útflutningsframleiðsiu, forðað rekstrarstöðvun fjölda fyrir- tækja og fyrirbyggt annars víð- tækt atvinnuleysi. • 6) Innlendur sparnaður, sem var nánast enginn orðinn, hefur rétt nokkuð við. Sparnaður, sem hætt er í atvinnurekstur, til að skapa ný störf og aukin verðmæti, var gerður skatta- lega jafn rétthár öðrum sparn- aði. Markaðri stefnu íslendinga í utanríkis- og öryggismálum hefur verið fylgt fram með skýrari hætti en áður, í sam- ræmi við eindreginn meiri- hlutavilja. Það er frumskylda hverrar fullvalda þjóðar að tryggja sjálfstæði sitt og öryggi í viðsjálum heimi um leið og hún stuðlar að sátt og friði. Reynslan hefur sýnt að aðild okkar að Atlantshafsbandalag- inu er undirstöðuatriði í þeirri viðleitni. Sú festa, sem sýnd hefur verið í þessum mála- flokki, er fagnaðarefni. Það skiptir meginmáli nú að tryggja til frambúðar það jafn- vægi og þann stöðugleika í efnahagslífi, sem náðst hefur, m.a. með endurskipulagningu í stjórnkerfinu og peninga- og lánastofnunum, áframhaldandi festu og hagræðingu í ríkis- búskapnum og síðast en ekki sízt: auknum trúnaði milli stjórnvalda og almennings. Ríkisstjórnin hefur því miður ekki gert nægilega grein fyrir markmiðum sínum í næstu framtíð, né hvern veg hún hyggst ná þeim. Hún stendur nú á krossgötum að ýmsu leyti. Það er mjög mikilvægt að hún haldi þeim almannatrúnaði í stefnumótum og störfum næstu mánuði og misseri, sem hún hefur haft. Til þess þarf hún að gera skilmerkilega grein fyrir næstu skrefum upp úr efna- hagslægð og öldudal lífskjara — til betri tíðar — sem allra fyrst. Lífskjör verða ekki til í samningum. Þau nást aðeins með nýsköpun í atvinnulífi, auknum þjóðartekjum, stærri skiptahlut. Það er engin önnur leið til út úr vandanum né til betri tíðar. Þetta er það höfuð- atriði sem einkenna þarf nýja verkefnaskrá ríkisstjórnarinn- ar. Þá fylgir hagsæld hjöðnun verðbólgu. Þá lifir ríkisstjórnin ekki aðeins annað árið heldur út kjörtímabilið. Stjórnarformannsskipti hjá SH: Jón Ingvarsson tekur við af Ágúst Flygenring Stjórnarformannaskipti urðu hjá Sölu- mióstöð hraðfrystihúsanna á aöalfundi hennar á fimmtudag og föstudag. Ágúst Flygenring, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs vegna heilsubrests. { hans stað var Jón Ingv- arsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins, kjörinn stjórnarformaður. í aðalstjórn Sölumiðstöðvarinnar voru kjörnir Aðalsteinn Jónsson, Eski- firði, Ásmundur Pálsson, Stokkseyri, Einar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum, Gísli Konráðsson, Akureyri, Guðfinnur Einarsson, Bolungarvík, Jón Páll Hall- dórsson, ísafirði, Jón Ingvarsson, Reykjavík, Ólafur B. ólafsson, Sand- gerði, og Rögnvaldur ólafsson, Hellis- sandi. Stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, frá vinstri: Gísli Konráðsson, Akureyri, Jón Páll Halldórsson, ísafirði, Ásgrímur Pálsson, Stokkseyri, Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði, varaformaður, Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Guðfinnur Einarsson, Bolungarvík, Jón Ingvarsson, Reykjavík, formaður, Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi, og Einar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. Útflutningur á ferskum karfa og rækju til Bandaríkjanna á döfinni ÚTFLUTNINGUR á ferskum karfa flug- leiðis til Bandarfkjanna var ræddur í tengslum við aðalfund SH, sem nú er ný- lokið. Alls hafa verið fluttar út á þann hátt 150 til 170 lestir á mánaðartíma eftir að flutningar þessir hafa legið niðri um tíma. Ennfremur var rætt um möguleika á út- flutningi á rækju til Bandaríkjanna í tengslum við fundinn. hefðu legið niðri um nokkurt skeið. Það þyrfti mikið átak til þess, að vinna markaðinn upp að nýju, sérstaklega ef um mikið magn væri að ræða. Vinna við slík markaðsmál væri erfið og mætti líkja við trúboð, þar sem þetta hefði f för með sér grundvallarbreytingar á neyzlu fólks. Tiltölulega auðvelt væri að boða þeim nýja trú, sem nálægastir væru, en erfiðara eftir því sem fjær drægi og fleiri yrðu í takinu. Að sögn Hjalta Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvarinnar, er ekki komin hreyfing á útflutning rækju til Bandaríkjanna enn sem komið er. Fundur var haldinn með þeim aðilum, sem áhuga hafa sýnt á þessu, en engin niðurstað hefur náðst. Sagði Hjalti, að þó væri ákveðið að kanna möguleikana á útflutningi til Bandaríkjanna til hlítar. Verð þar væri nú orðið svipað og í Evr- ópu og því væri á ný kominn grundvöllur fyrir framleiðendur hér heima til að flytja rækjuna út til Bandaríkjanna. Eru umræður þessar tilkomnar vegna verulegrar aukningar á rækjuveiðum og erfiðleika með sölu á frystum karfa. óthar Hansson, sölustjóri Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væri unnið að því að koma meiru af karfa inn á bandaríska markaðinn, bæði frystum og ferskum. Veruleg aukning ! hefði verið á karfasölu hjá fyrirtækinu á undanförnum árum eða um það bil fjór- földun á síðustu 5 árum. Á um mánaðar tíma hefðu verið fluttar flugleiðis til Bandaríkjanna um 150 til 170 lestir af ferskum karfa og væri áhugi fyrir því hjá Coldwater að halda þvi áfram. Hins vegar væri sumarið erfiður tími hvað þetta varðaði, eftirspurn væri í lág- marki og verð eftir því. Hins vegar væri haustið bezti tíminn en það háði okkur einnig nokkuð, að þessir flutningar Jón Friðjónsson verkfræð- ingur ráðinn til Coldwater JÓN Friöjónsson, vcrkfræðingur, hefur verið ráðinn til Coldwater til að vinna að vöruþróun hjá fyrirtækinu. Hann mun hefja störf þar í september. Hann hefur starfaö hjá Sláturfélagi Suðurlands sem framleiðslustjóri í 11 ár. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við Jón og spurði hvernig honum litist á það að fara úr kjötinu í fiskinn. Hann sagði, að kjötneyzla væri margfalt meiri en fiskneyzla í heiminum og væri því meðal annars komin miklu lengra í vöruþróun. Þess vegna mætti margt læra af vöru- þróun í kjötvinnslunni. í þeirri sókn, sem nauðsynleg væri á fiskmörkuðum, væri því ekki úr vegi að hafa hliðsjón af kjötvinnslunni. Jón sagði ennfremur, að auk vöru- þróunar væri ætlunin, að hann ynni að því að stytta boðleiðina milli markaðs og framleiðslu. Mikið væri af fólki í fiskiðnaði hér heima, sem hefði góðar hugmyndir og áhuga á vöruþróun og væri hans vinna meðal annars fólgin 1 því að fella hugmyndir hér heima að kröfum og þörfum markaðsins erlendis. Hann hlakkaði til þess að fást við þetta verkefni og vonaðist til að vinna hans skilaði árangri. Fjölbrautir í Garðabæ útskrifa 26 stúdenta FJÖLBRAUTUM Garðaskóla í Garöabæ var slitið laugardaginn 19. maí síðastliðinn og voru þá brautskráðir 26 stúdentar. Þetta er fimmti stúdentahópurinn sem brautskráður er frá skólanum og að þessu sinni náði Elín Guðjónsdóttir á málabraut bestum námsárangri, með 138 námseiningar og einkunnina A í 48 áföngum. Hún lauk stúdentsprófi á þremur árum. Stúdentarnir voru brautskráðir frá átta námsbrautum, þar af átta frá íþróttabraut, fimm frá viðskiptabraut, fimm frá mála- braut, þrír frá náttúrufræðibraut, tveir frá félagsfræðibraut, einn frá uppeldisbraut, einn frá heilsugæslubraut og einn frá eðlis- fræðibraut. Við skólaslitin flutti Gunnlaugur Sigurðs- son skólastjóri ávarp, þar sem meðal annars kom fram að Fjölbrautir Garðaskóla hafa verið í stöðugum uppgangi undanfarið og nemendafjöldinn síðastliðinn vetur var tæplega 300. Stúdentarnir (Garðabæ, að loknum skólaslitum. Helgi Eiríksson kennari afhendir Þorvaldi Árnasyni verðlaun fyrir best- an árangur á stúdentsprófí. Fjölbrautaskóla Suðurnesja slitið Jón Böðvarsson skólameistari afhendir Helene Lauzn, skiptinemanum í ár, frá Kanada, prófskírteini. ÁTTUNDA starfsári og sextándu önn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk með skólaslitaathöfn í Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. maí síðastliðinn. Alls luku 57 nemendur námi á þessari önn, þar af 23 stúdentar. Tveir flugliðar luku nú námi, tveir tækniteiknarar, 17 iðnnem- ar og 13 nemar af tveggja ára námsbrautum. í desembermán- uði luku 32 nemendur námi og hafa því alls 89 nemendur verið brautskráðir frá skólanum á skótaárinu ’83-’84. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut Þorvaldur Árnason sem brautskráðist af eðlisfræði- braut, en Gunnar Valdimarsson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í faggreinum í iðnnámi. Athöfnin í Grindavíkurkirkju hófst með því að Svavar Árna- son lék á kirkjuorgelið, en síðan flutti Ingólfur Halldórsson að- stoðarskólameistari yfirlit um starfsemi í skólanum á önninni. Þar kom meðal annars fram að nemendur í dagskóla voru 524 talsins, en nemendur í bóklegu námi í öldungadeild voru 125. Þá sagði Ingólfur að á döfinni væri að auka starfsemi öldungadeild- arinnar verulega. Jón Böðvarsson skólameistari afhenti prófskírteini en Helgi Eiríksson kennari afhenti verð- laun sem að þessu sinni voru nokkru fleiri en verið hefur und- anfarin ár. Edda Rós Karlsdóttir og Una Steinsdóttir, formaður og ritari nýkjörinnar stjórnar nemenda- félagsins, léku á hnéfiðlu og slaghörpu. Sigrún Oddsdóttir flutti ávarp fyrir hönd kennara, en Ágúst Asgeirsson talaði fyrir hönd nýstúdenta. Baidur Sig- urðsson skýrði frá stofnun tækjasjóðs sem kennarar hafa stofnsett og afhenti hann Hall- dóri /Guðmundssyni varafor- manni skólanefndar sjóðinn og stofnskrá hans. Athöfninni lauk með þvi að skólameistari ávarp- aði brautskráða nemendur og kvaddi þá í nafni skólans. Brautskráðir nemendur af vorönn úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ingólfur A. Þorkelsson afhendir nýstúdentum prófskírteini ( Kópavogs- kirkju í gær. Ljósm. Mbl. KEE Hvítu kollarnir komnir upp. Ljósm. Mbl. KEE Menntaskólinn í Kópavogi brautskráir 65 stúdenta MENNTASKÓLINN í Kópavogi brautskráöi ( gær 65 stúdenta við skólaslit sem fóru fram ( Kópa- vogskirkju. Guðrún Svanborg Hauksdóttir hlaut hæstu einkunn á stúd- entsprófi að þessu sinni, 9,0 í meðaleinkunn. Hæstu einkunn sem veitt var í skólanum hlaut nemandi í 3. bekk, Jóhanna Pálsdóttir, og fékk hún 9,3 i meö- aleinkunn. Ingólfur A. Þorkelsson skóla- meistari flutti ræðu, afhenti stúdentum einkunnir og viður- kenningar þeim sem náð höfðu sérlega góðum námsárangri. Ennfremur hlutu þrjár stúdínur sérstaka viðurkenningu fyrir unnin forystustörf í nemendafé- lagi MK, Hulda Björnsdóttir formaður, Guðlaug Þórhalls- dóttir gjaldkeri og Þóra Guð- mundsdóttir ritari, en það mún vera einsdæmi á íslandi að þrjár stúlkur hafi verið kjörnar þann- ig til forystu í framhaldsskóla. t ræðu sinni fjallaði skóla- stjóri meðal annars um íslenska tungu og varðveisiu hennar. Hann brýndi fyrir stúdentum að standa vörð um menningararf íslensku þjóðarinnar. Þá sagði hann að námsárangur stúdenta væri góður, jafnbetri en á und- anförnum árum, og ýmislegt benti nú til að nemendur í fram- haldsskólum stunduðu námið af meira kappi og metnaði en fyrr. Er skólameistari hafði ávarp- að stúdenta, lauk athöfninni með því að viðstaddir sungu „ísland ögrum skorið“ eftir Eggert ólafsson og Sigvalda Kaldalóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.