Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Vigdís Finnboga- dóttir • ai •• • • sjalfkjorin SH veitir 25 milljónum í fiskeldi SAMÞYKKT var á aðlfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í gær, að verja 25 milljónum króna til fiskeldis. Tillagan er svohljóðandi: „Aðal- fundur SH haldinn í Reykjavík dag- ana 24. og 25. mai 1984 heimilar stjórninni að verja allt að 25 millj- ónum króna á starfsárinu 1984 i því skyni að stuðla að og efla starfsemi á sviði fiskeldis." Hamingjusamar mæðgur ÞÆR ERU sællegar þessar mæðgur, Unnur Steinsson, I lega hálfri annarri stundu eftir að móðirin var flutt á feguröardrottning íslands 1983, og nýfædd dóttir þeirra fæðingardeildina um fjögurleytið í fyrrinótt var komin í Vilhjálms Skúlasonar. Fæðingin gekk fljótt og vel — lið- | heiminn dökkhærð stúlka, 12 merkur og 52 sm. FRESTUR til þess að bjóða sig fram til embaettis forseta íslands næsta kjörtímabil rann út í gær. Eitt framboð barst, frá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta fslands. Er hún því sjálfkjörin. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands 1980 og lýkur kjörtímabili hennar 31. júlí nk. Hinn 1. ágúst nk. verð- ur Vigdís Finnbogadóttir sett í embætti til næstu fjögurra ára eða til 31. júlí 1988. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Tap Coldwater um 34 milljónir á sl. ári — rekstrartap fyrsta ársfjórðung 1984 um 33 milljónir TAP Coldwater, sölufyrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, nam á síðasta ári um 34 milljónum króna fyrir skatta og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nemur rekstrartapið um 33 milljón- um króna. Með áhrifum skattbreyt- inga, það er reglum um millifærslu milli ára og endurgreiðslu greiddra skatta árið 1980, nemur tap síðasta árs um 17,5 milljónum króna. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Jerry Clark, fjármálastjóra Coldwater. Sagði hann aðalástæðu tapsins árið 1983 vera vegna niður- skrifta birgða á sérstakri pakkn- ingu, sem þá var farið út í og hefði hluti hennar bæði reynzt of dýr í framleiðslu og erfiður í sölu. Þá hefðu birgðir fyrirtækisins í 5 punda pakkningum verið skrifaðar niður í kjölfar 10 centa lækkunar- innar til Long John Silver’s og ennfremur hefðu blokkarbirgðir verið niðurskrifaðar vegna lækkun- ar á markaðsverði. Niðurskriftir vegna hinnar nýju Hagkaup og Eggert Kristjánsson hf.: Óska eftir viðskiptum við kartöflubændur í haust HAGKAUP hf. og Eggert Kristjánsson hf. birta í Morgunblaðinu í dag orð- sendingu til kartöflubænda þar sem fyrirtækin óska eftir viðskiptum við kartöfiubændur á hausti komanda. Lýsa þau því yfir að fyrirtækin muni haga innfiutningi í samræmi við upplýsingar frá kartöflubændum um áætlaðan uppskerutíma og magn þannig að erlendar kartöfiur verði ekki til staðar þegar uppskera hefst. Sigurður Gísli Pálmason, fram- kvæmdastjóri hjá Hagkaup, sagði I samtali við blm. Morgunblaðsins, þegar hann var spurður hvort fyrir- tækin væru ekki að brjóta lög með þessari orðsendingu, að hún væri birt í trausti þess að yfirlýsingar stjórnmálamanna, um að þessi verslun verði gefin frjáls stæðust. Uppskeran kæmi ekki fyrr en i haust og fyrr en þá yrði enginn „glæpur“ framinn. „Eg er nokkuð viss um að stór meirihluti kartöflubænda í Þykkvabænum, þar sem stærstur hluti framleiðslunnar er, eru búnir að fá sig fullsadda af Grænmetis- verslun landbúnaðarins og misbeit- ingu hennar á valdi sinu. Þvf á ég von á að þeir taki málaleitan okkar fegins hendi," sagði Sigurður Gísli þegar hann var spurður að þvi hvort hann gerði sér vonir um að kartöflu- bændur sinntu þessari orðsendingu. Blm. Morgunblaðsins reyndi árangurslaust að ná sambandi við Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, í gær til að fá viðbrögð ráðuneytisins við yfirlýsingu sex umsækjenda um innflutningsleyfi á kartöflum um að þeir muni halda áfram innflutningi eins og verið hefur og fyrirhugaðri dreifingu þeirra á innlendri upp- skeru í haust. í gær barst blaðinu hinsvegar tilkynning frá landbúnað- arráðuneytinu þar sem sagt er að ekki sé á valdi ráðuneytisins að vikja frá gildandi lögum en leitast hafi verið við að ná samvinnu við inn- flytjendur um framkvæmd innflutn- ings. Ekki koma fram viðbrögð við þeirri yfirlýsingu innflytjenda að þeir muni halda áfram innflutningi en tekið fram að innflutningsbeiðnir hafi jafnóðum hlotið afgreiðslu og tilskilin skjöl hafi borist ráðuneyt- pakkningar hefðu numið um 22,5 milljónum króna, en alls hefði þar verið um að ræða um 2.000 lestir. Farið hefði verið út í þessa fram- leiðslu til aó vinna upp samdrátt í sölu, meðal annars til Long John Silver’s, en þessi tilraun hefði því miður ekki tekizt sem skyldi og því væru birgðirnar niðurskrifaðar í samræmi við sölumöguleika. Hvað varðaði rekstrartapið fyrsta ársfjórðung þessa árs, væri áðurnefnd tilraunapakkning enn aðalorsökin svo og frekari verð- lækkun á blokkinni. Ennfremur nýjar pakkningar, sem enn hefðu ekki skilað arði, heldur valdið auknum kostnaði, en talið væri að uppskera þess yrði aukin sala í framtíðinni. Ef óheppnin legði ekki fyrirtækið í einelti ættu endar að nást saman á þessu ári, þrátt fyrir erfiða stöðu nú. Það væri kannski bjartsýni en hún væri nauðsynleg í þessari baráttu. Jerry Clark sagði ennfremur, að sala á þessu ári hefði aukizt og fyrirtækið nyti álits á markaðnum fyrir mestu gæðin og 1 því fælist styrkurinn hvað mest. Hins vegar mætti benda á það, til að sýna hve erfiður þessi markaður væri, að gjaldþrot viöskiptavina félagsins hefðu margfaldazt á síðustu árum án þess þó, að það hefði borið af því verulegan skaða. Það væri því eng- inn leikur að halda velli á þessum markaði, en það hefði gengið vel til þessa og ekki væri ástæða til að ætlast til annars í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.