Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 47 „Leikurinn verður stærsta stund lífs míns sem knattspyrnumanns' — þá vinn ég minn fyrsta meistaratitil, segir Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart 25. maí. Frá Þórarni Ragnaraayni, „VIÐ stefnum aö sigri og engu öðru í leiknum gegn Ham- burger á morgun, laugardag. Þaö er nær útiiokaö annaö en aö meistaratitillinn veröi okkar. Löngu og ströngu Vill ekki fara í sjónvarpsviðtöl ÞVÍ meir sem maöur ræöir viö áhugamenn um knattspyrnu hér í Stuttgart kemst maöur aö raun um hve hátt Ásgeir er skrifaöur en Ásgeir er ekki aö- eins vinsæll fyrir aö spila góöa knattspyrnu — hann hefur unniö hug og hjörtu manna hér í Stuttgart með mjög lát- lausri og hógværri framkomu sinni og prúðmennsku í hví- vetna, jafnt utan vallar sem innan. Ég ræddi viö þýska sjón- varpsmenn í dag og þeir tjáöu mér aö þeir hefðu sjö sinnum fariö fram á þaö viö Ásgeir aö fá hann í beina sjónvarpsúts- endingu og viötöl, en hann hef- ur ávallt fundiö ástæöu fyrir því aö koma ekki.“ Þetta vekur furöu okkar,“ sögöu sjónvarþ- smennirnir og segir meira en mörg orö því þýskir knatt- sþyrnumenn elska aö vera í sviösljósinu og nota hvert tæki- færi sem gefst til aö koma sér á framfæri. Jafnframt var mér tjáð aö Ásgeir væri mikiö vinsælli og jafnframt betri leikmaöur en Hansi Múller var nokkurn tíma í liði Stuttgart, en Ásgeir tók viö stööu Hansa er hann var seldur til AC Milan á italíu. „Ásgeir spilar fyrir liöið — berst um hvern bolta og leggur upp mörk fyrir félaga sína meö fallegum sendingum auk þess aö skora gullfalleg mörk sjálfur. Hansi Múller lék fyrir sjálfan sig, var eigingjarn og því er Ásgeir mikiö dýrmætari fyrir liöiö en Múller,“ sagöi þýskur blaöamaður sem fylgst hefur meö Stuttgart-liöinu mörg und- anfarin ár. — ÞR. blaóamanni Morgunblaðsins. keppnistímabili er aö Ijúka og viö erum allir — leikmenn liösins — ánægöir yfir því hversu vel hefur gengið og það er mikil og góö stemmn- ing í liöinu fyrir leikinn. Loks- ins vinnur Stuttgart meistara- titilinn eftir 32 ár. Leikurinn á morgun veröur stærsta stúnd í lífi mínu sem knattspyrnu- manns — þá vinn ég minn fyrsta meistaratitil,“ sagði Asgeir Sigurvinsson ( spjalli viö mig í dag. Ásgeir sem leikiö hefur knattspyrnu erlendis í ellefu ár vann aöeins einn titil, bikar- meistaratitil, meö liöi sínu, Standard, í Belgíu. Hann varö þá fyrir því óhappi aö meiðast á fyrstu mínútum úrslitaleiksins og gat ekki tekiö frekari þátt í honum. Þaö veröur því ánægju- legt fyrir Ásgeir, sem á svo stóran þátt í velgengni Stutt- gart, aö enda þetta kepþnis- tímabil meö liöi sínu á troðfull- um heimaleikvangi þar sem stemmning verður án efa eins og hún best gerist á knatt- spyrnuleikjum. Ég spurði Ásgeir aö því hvaöa leikaöferö Benthaus þjálfari heföi lagt fyrir leikmenn Stuttgart gegn hinu harðsnúna liöi Hamburger, sem á þaö til á góöum degi aö vinna hvaöa lið sem er. „Benthaus gerir ráö fyrir því að leikmenn HamPurg- er hefji leikinn af miklum krafti, reyni aö pressa okkur mjög stíft fram á vellinum og leika síðan mikla rangstööutaktík. Þannig ætla þeir aö reyna aö koma okkur í opna skjöldu. Viö vitum líka að þeir leggja mikla áherslu á aö skora á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en viö munum sjá til þess að svo veröi ekki. Mótleikur okkar gegn Ham- burger er aö spila af enn meiri krafti en þeir þegar í upphafi leiksins. Viö látum þá ekki komast upp meö þaö aö koma okkur úr jafnvægi meö því aö pressa okkur og viö munum vara í sömu mynt og ég hef ekki trú á ööru en aö fyrir framan 72.000 heimaáhorfendur takist okkur vel upp.“ Þegar ég spuröi Ásgeir aö þvf hvaöa möguleikar væru á 5:0 tapi gegn Hamburger, brosti hann og sagöi: „Við höf- um aldrei fengið meira en tvö mörk á okkur á heimavelli á keppnistímabilinu, viö erum meö einn besta markmanninn og eina bestu vörnina í Bundes- ligunni og hún kemur ekki til með aö fá meira en tvö mörk á sig í þessum leik nema eitthvaö mikiö komi fyrir. Ég á von á því aö þaö veröi mikill hraöi í leiknum og spiluö veröi opin og skemmtileg knattspyrna," sagöi Ásgeir áð- ur en hann hvarf á braut meö félögum sínum á hóteliö þar sem liðiö dvelst í nótt — síð- ustu nóttina fyrir þennan mik- ilvæga leik. Asgeir 5. vinsæl- asti leikmaðurinn EITT Þýsku dagblaöanna gekkst á dögunum fyrir skoð- anakönnun meöal lesenda sinna hver væri vinsælasti leik- maöurinn ( þýsku knattspyrn- unni. Karl Heinz Rummenigge, fyrirliöi Bayern MUnchen og landsliösins var valinn vinsæl- asti leikmaöurinn en Ásgeir Sigurvinssyni hlotnaöist sá mikli heiður aö lenda í fimmta sæti í skoðanakönnunni. Hann var að sjálfsögöu langhæstur þeirra erlendu leikmanna sem leika í Þýskalandi — og fyrir ofan marga þýska landsliös- menn eins og gefur að skilja. íslandsmótið 1. deild ^^Allir i Laugardalinn eftir beinu útsendinguna iMftAR. í sjónvarpinu REYKVIKINGAR! Komiö og sjaiö gomlu Reykjavíkurrisana og erkifjendurna mætast í 1. stórleik ársins HEIÐURSGESTIR VALS: Til hamingju Ásgeir meö titilinn! Alþingismennirmr Friörik Sophusson, Helgi Seljan og Karvel Pálmason. Bregöa þeir á leik í hléinu? Laugalæk 2 — s. 86511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.