Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Engilbert Sigurðsson dúx og formaður Nemendafélags MR: Stefni á læknisfræðina Dúx MR á stúdentsprófi í ár er Engilbert Sigurðsson. Hann hlaut hæstu meðaleinkunn skólans, 9,42, og útskrifast úr náttúrufræðideild 1. Engilbert voru veittar ýmsar viður- kenningar fyrir framúrskarandi námsárangur og auk þess fyrir fé- lagsstörf, en hann var forseti nem- endafélagsins í vetur. Starf forseta nemendafélags felst í örstuttu máli í því að hafa yfirumsjón með öllu félagslífi í skólanum. En hvernig er hægt að samræma svo viðamikið starf í þágu félagslífsins og svo góðan námsárangur sem raun ber vitni? Blm. Morgunblaðsins spurði Eng- ilbert að þessu að útskriftinni lok- inni. „Mestu máli skiptir að nýta tfm- ann vel,“ segir Engilbert. Hann segist yfirleitt ekki hafa undirbúið sig fyrir kennslustundirnar, en fylgst með í tímum og lesið vel fyrir prófin. „Sum fögin eru þó þess eðlis,“ segir Engilbert, „að þau krefjast nokkuð stöðugrar vinnu og rak ég mig á það í stúd- entsprófunum. Það eru viðameiri próf en maður á að venjast og þar er prófað úr nokkuð umfangs- miklu námsefni, sem vart verður lært til nokkurrar hlítar á einum til tveimur dögum fyrir próf, hafi menn ekki sinnt því töluvert áð- ur.“ Hyggurðu á framhaldsnám? „Eg ætla í læknisfræði í Há- skóla íslands næsta haust." Er langt síðan þú ákvaðst það? „Ætli ég hafi ekki gengið með það i maganum síðan ég var fimm eða sex ára gamall." Uppáhaldsfög í MR? „Mér fundust raunar flest fögin í minni deild áhugaverð, þó að ég sé ósáttur við námsefni og kennsluhætti í sumum þeirra. Eigi ég að nefna einhverjar ákveðnar greinar sem uppáhaldsgreinar, þá vil ég helst nefna íslensku og líf- fræði. Helstu áhugamál utan skólans? „Ég var mikið í íþróttum hér áður fyrr, en hef ekki haft tíma til að sinna þeim að ráði síðastliðin ár. Ég tek mig þó öðru hvoru til og hleyp eða syndi. Helstu áhugamál- in upp á síðkastið hafa verið fé- lagsmál og almenn skólamál, en ég tel að víða sé pottur brotinn í ís- lenska skólakerfinu jafnt í grunn- skólum sem framhaldsskólum." Örnólfur Thorlacius rektor MH afhendir Haraldi viðurkenningu fyrir sér- lega góðan námsárangur við skólaslitin í MH síðastliðinn laugardag. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Haraldur Ólafsson sem brautskráðist frá Brynjar Viðarsson semidúx MR '84 ásamt unnustu sinni, Ingunni Hansdótt- ur, sem ennfremur útskrifaðist frá skólanum með ágætri einkunn, 8,71, og hlaut sérstök verðlaun fyrir mjög góðan árangur í þýsku. Ljósm. Mbi. júiíus. „Ég fékk 15 námseiningar metnar úr Tónlistarskóla Reykjavíkur, en ég var í fiðlunámi þar í sex ár. Ég tók stöðupróf í dönsku og þýsku og fékk metna fyrstu tvo áfanga í hvoru fagi fyrir sig og þannig hafði ég í raun um 25 einingar áð- ur en ég hóf nám í skólanum, en alls verða stúdentar að hafa 132 einingar til að útskrifast," segir Nanna. Hver eru helstu áhugamál Nönnu? „Hestamennska," svarar Nanna að bragði. „Ég á sjálf einn hest, en því miður verð ég að selja hann fljótlega. Mig langar að læra dýra- lækningar og er núna á kafi í að ganga frá ýmsu varðandi skólavist og inngöngu í háskóla í Danmörku og Noregi. Ég geri mér vonir um að komast inn í skóla í öðru hvoru Nanna ásamt fjölskyldu sinni að útskriftinni lokinni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Pétur Lúthersson, Nanna, Andri bróðir hennar og Birg- itte Lúthersson. Ljósm. Mbi. ói.k.m. landinu." Nanna er einnig í tón- listarnámi. Eftir að hún hætti að læra á fiðlu fékk hún sér altflautu og hefur lært á hana undanfarin ár. Hver skyldu uppáhaldsfögin hafa verið? Nönnu fundust flestar náms- greinarnar skemmtilegar og sagð- ist eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. Þó hefði henni fund- ist sérstaklega gaman í líffræði og efnafræði, þar sem þau fög tengd- ust náminu sem hún hyggst leggja stund á næstu 5—6 árin. Nanna var að lokum innt eftir því hvenær hún hefði ákveðið að læra dýra- lækningar: „Ég hef verið með þetta í maganum frá því ég man eftir mér,“ sagði Nanna Lúthers- son að lokum. Engilbert Sigurðsson veitir viðtöku viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Það er Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík sem afhend- ir Engilbert viðurkenninguna. Ljósm. Mbi. júiíus. Hvaða augum líturðu MR nú eftir útskrift? „Ég tel MR vera góðan skóla, einkum ef sú starfsaðstaða sem nemendur og kennarar þurfa að búa við, er höfð í huga, svo ekki sé minnst á kjör kennara. Margt má þó betur fara og ýmsu þyrfti að breyta en eins og allir vita er skól- inn orðlagður fyrir íhaldssemi, þannig að breytingarnar vilja láta á sér standa. Sjálfur sé ég alls ekki eftir þessum fjórum árum í Menntaskólanum í Reykjavík, en er þó ánægður með að vera laus. Satt að segja var ég orðinn hálf- leiður á náminu siðasta árið, enda þá farinn að hugsa meira um það sem ég hyggst gera í framtíðinni. Þessi ár hafa verið mjög skemmti- leg og lærdómsrík, ég hef verið svo heppinn að vera jafnan í góðum bekk með hressu og lífsglöðu fólki og slíkt er ómetanlegt," sagði Eng- ilbert Sigurðsson að lokum. Brynjar Viðarsson annar hæsti nemandi á stúdentsprófi í MR: Kom mér mjög á óvart Semidux MR að þessu sinni er Brynjar Viðarsson, en hann hlaut 9,03 í aðaleinkunn. Brynjar var í náttúrufræðideild 1 og auk þess starfaði hann í vetur í stjórn róðrafé- lags skólans. Brynjar hlaut sérstök verðlaun sem annar hæsti nemandi skólans á stúdentsprófi og að auki voru honum veittar viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur í sögu og efnafræði. Uppáhaldsfögin? „Líffræði og stærðfræði," sagði Brynjar, er blm. Morgunblaðsins hitti hann að máli að útskriftinni lokinni í gær. Galdurinn á bak við svo góðan námsárangur? „Ég lærði nú aldrei neitt sérlega mikið fyrir tímana," segir Brynj- ar. „En ég fylgdist vel með því sem kennt var í tímunum og Ias vel fyrir prófin. Annars kom það mér á óvart að vera næsthæstur, því sum prófin gengu ekki nógu vel hjá mér.“ Þátttaka í félagslífi skólans? „Já, ég starfaði í stjórn róðrafé- lagsins í vetur. Félagið sá um ým- iskonar skemmtanir fyrir nem- endur og stuðlaði einnig að betra heilsufari þeirra," segir Brynjar sponskur á svip og heldur svo áfram: „Sem dæmi um það, get ég nefnt þrekæfingar sem við héldum kl. 7.25 morgnana eftir að skóla- dansleikir voru haldnir ... “ Nám í framtíðinni? Brynjar sagðist stefna að því að fara í læknisfræði í háskólanum næsta vetur, en þó væri það enn ekki alveg ákveðið. „Ég ætla að hugsa mig um í sumar," sagði Brynjar Viðarsson og að þeim orð- um mæltum hélt hann af stað í átt að Hótel Sögu til að tryggja sér aðgöngumiða á dansleikinn sem haldinn verður þar í kvöld. þremur námsbrautum MH með 190 einingar: Veðurfræði heillar Haraldur Ólafsson, 18 ára gamall, brautskráðist frá MH frá þreraur námsbrautum, eðlisfræði- náttúru- fræði- og nýmálabraut og útskrifað- ist með 190 námseiningar, sem væntanlega er hæsti einingafjöldi sem stúdent frá MH hefur verið útskrifaður með. Haraldur lauk námi sínu á þremur og hálfu ári og' eru hann og Finnur Lárusson, sem var ann- ar dúx skólans, góðir vinir. „Við höfum verið samferða í gegnum skólakerfið," sagði Haraldur er blm. Mbl. ræddi við hann eftir út- skriftina. „Við vorum saman í Melaskóla og Hagaskóla og nú síð- ast í MH“ Væntanlega skilja leiðir þeirra þó innan skamms því Har- aldur hyggst halda til Noregs næsta haust og leggja þar stund á veðurfræðinám. Finnur hefur aft- ur á móti í hyggju að setjast á bekk í Háskóla Islands og nema stærðfræði þar. Hvers vegna fara menn þá leið að útskrifast frá þremur náms- brautum? „Það má segja að ég hafi verið að koma mér hjá því að velja og hafna," segir Haraldur. „Mér fannst eins og ég myndi missa af einhverju, tæki ég ekki áfanga á þessum þremur brautum. Skólinn býður upp á nokkuð frjálsa mæt- ingu og með því að skrá mig í áfanga utan skóla gat ég verið á þessum þremur brautum." Veðurfræðingur í framtíðinni. Hvers vegna? „Mér finnst veðurfræðin heill- andi. I henni er náttúrufræði og eðlisfræði sem byggir á grunni stærðfræðinnar, en það er út- breiddur misskilningur að veður- fræðin sé einhverskonar landa- fræði og kortateiknun. Þetta hefur verið að velkjast í mér nokkur ár,“ segir Haraldur aðspurður um hvenær hann hafi ákveðið að læra veðurfræði. Hann segist hafa fengið jákvæð svör um inngöngu í Óslóarháskóla og reiknar með því að vera fimm til sex ár í almennri veðurfræði þar. Heldurðu að við komum ein- hvern tíma til með að geta stjórn- að veðrinu? „Tæknin ásamt vísindunum verður efalaust komin svo langt fyrr eða síðar að menn geti stjórn- að veðurfari. Annars er það langt frá því að vera keppikefli veður- fræðinga að geta stjórnað veðrinu. Þeir reyna og stefna að því að geta sagt til um veðurfarsbreytingar og spáð í veðrið lengra fram í tím- ann, ennfremur að nýta sér veður- fræðina til nýjunga á sviði rækt- unar lands og fleira í þeim dúr. Og ég get alveg fullyrt það að þó svo að ég gæti stjórnað veðrinu, myndi ég ekki breyta því mikið," sagði Haraldur Ólafsson að end- ingu. Nanna Lúthersson 18 ára sem lauk stúdentsprófi frá MH á tveimur og hálfu ári; Ætlar ad verða dýralæknir „Þessi tími í skólanum hefur verið mjög skemmtilegur," sagði Nanna Lúthersson, 18 ára nýstúdent frá MH er blm. Mbl. ræddi við hana að útskriftinni lokinni. Nanna hlaut ásamt Finni Lárussyni viðurkenn- ingu fyrir sérlega góðan námsárang- ur og hún lauk námi frá MH á tveimur og hálfu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.