Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 1
80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
127. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tugþúsund-
ir minnast
innrásarí
Normandy
„IJlah-strdnd". Frakklandi, 5. júní. AP.
BÚIST er við því að tugþús-
undir manna muni taka þátt í
hátíðahöldum í Normandy á
Frakklandi á morgun, mið-
vikudag, sem haldin eru til
minningar um innrás herja
bandamanna í Evrópu, en hún
hófst þar þann dag fyrir fjöru-
tíu árum. Innrásin markaði
þáttaskil í sögu síðari heims-
styrjaldarinnar og var upphaf-
ið að sigri bandamanna.
Þjóðarleiðtogar og stjórn-
málaforingjar margra vest-
rænna ríkja verða viðstaddir
hátíðahöldin. í þeim hópi eru
m.a. forsetar Bandaríkjanna
og Frakklands og drottning
Bretlands.
Fjallað er ítarlega um inn-
rásina í Normandy og að-
draganda hennar í fylgiblaði
Mbl. í dag. Sjá: „D-dagur“ á
bls. 49. Ennfremur segir frá
hátíðahöldunum í Frakk-
landi á erlendri fréttasíðu.
Sjá: „Innrásarinnar minnst á
ströndum Normandy" á bls.
22.
Blikur á lofti vid Persaflóa:
Ronald Reagan
í Bretlandi
KONALD Keagan Bandaríkjaforseti
átti í gær fundi með Elísabetu Eng-
landsdrottningu og Margréti Thatch-
er forsætisráðherra Bretlands, en
hann er um þessar mundir í tíu daga
ferð um Evrópu.
Eftir að hafa snætt hádegisverð
með drottningunni í Buckingham
Palace ræddi forsetinn við Thatch-
er í bústað forsætisráðherrans við
Downing Street. Viðræður þeirra
snerust um samskipti ríkjanna og
ýmis alþjóðamál, þ.á m. stríðið við
Persaflóa og sambúð austurs og
vesturs.
Reagan og Thatcher munu bæði
sækja fund stjórnmálaleiðtoga sjö
ríkja um efnahagsmál sem hefst í
London á fimmtudag.
Meðfylgjandi mynd var tekin er
leiðtogarnir hittust í gær.
Símamynd-AP.
Varnarmálaráðuneytið í Riyadh
hefur aðeins staðfest að ein írönsk
herþota hafi verið skotin niður.
Segir ráðuneytið að hún hafi verið
innan lofthelgi Saudi-Arabíu.
Þetta er í fyrsta sinn sem herafli
Saudi-Araba hefur afskipti af
styrjöldinni við Persaflóa.
AP-fréttastofan hefur það eftir
ónafngreindum heimildar-
mönnum sínum í Washington að
vélarnar hafi verið tvær og um
hafi verið að ræða hefndaráðstöf-
un fyrir árás írana á olíuskip
Saudi-Araba í síðasta mánuði.
Haft er eftir háttsettum emb-
ættismanni í Washington, sem
ekki er nafngreindur, að Reagan
Bandaríkjaforseti óttist að árás
Saudi-Araba kunni að magna
ófriðinn við Persaflóa, enda þótt
forsetinn telji að um sjálfsvörn
hafi verið að ræða.
Mondale spáð
mestu fylgi
Lob Angeles, 5. júní. Al\
SÍÐIISTU forkosningar bandarískra
demókrata voru í dag og var kosið í
fimm ríkjum. Kosnir voru 486 fulltrúar
á flokksþing demókrata, sem kemur
saman í júlí og greiðir atkvæði um for-
setaefni flokksins í kosningunum í
nóvember.
Walter Mondale, sem er talinn sig-
ursælastur frambjóðendanna
þriggja, þarf að fá kosna 245 af full-
trúunum í ríkjunum fimm, Kali-
forníu, New Jersey, New Mexíkó,
West Virginia og South Dakota, til
að ná útnefningu í fyrstu umferð á
flokksþinginu. Hann hefur þegar
tryggt sér stuðning 1.722 fulltrúa, en
þarf 1.967 atkvæði til að ná kjöri.
Urslit forkosninganna voru ekki
kunn þegar Mbl. fór í prentun í nótt.
Atassut er annar höfuðflokkur
Grænlendinga og hefur eins og Si-
umut tólf menn á þingi. Talið er að
það kunni að draga úr fylgi Atassut
í kosningunum á morgun að leiðtogi
flokksins um árabil, Lars Chemnitz,
hefur kosið að draga sig í hlé og er
ekki í framboði.
Ekki er mikill skoðanamunur
milli Siumut og Atassut, ef undan
er skilið afstaðan til Efnahags-
bandalagsins, og er búist við því að
leiðtogar flokkanna setjist að
samningaborði að kosningum lokn-
um og reyni að ná samkomulagi um
myndun landsstjórnar.
„Við hörmum mjög að hafa
dregist inn í ófriðinn, en við ætl-
um að verja land okkar," var haft
eftir Bandar prins, sendiherra
Saudi-Araba í Washington, er tíð-
indin um loftbardagann voru bor-
in undir hann.
íraskar herflugvélar gerðu í dag
loftárás á borgina Baneh, sem er í
héraðinu Kúrdistan í íran, og
samkvæmt frétt hinnar opinberu
fréttastofu í Teheran féllu og
særðust um 600 manns. í fram-
haldi af árásinni hótuðu íranir
loftárásum á 11 borgir og þorp í
írak og hvöttu íbúa þeirra til að
koma sér á brott. Stjórnvöld í
Hermenn írana búast til atlögu gegn írökum.
Grænlendingar
kjósa til þings
(rfxlthib, 5. iúni, frá Niki-Jorgen Hruun CrenlindutréUaritara Mbl.
Á MORGUN, miðvikudag 6. júní,
verður gengið til kosninga á Græn-
landi. Kosnir verða 26 þingmenn á
landsþingið, sem síðan kýs fimm
manna landsstjórn.
Siumut-flokkurinn, sem lýtur
forystu Jonathans Motzfeldts, fékk
tólf þingmenn kjörna í kosningun-
um í apríl á síðasta ári og myndaði
stjórn með stuðningi hins róttæka
Inuit-flokks, sem náði tveimur
mönnum á þing. Snemma á þessu
ári kom hins vegar upp ágreiningur
milli flokkanna um fiskveiðisamn-
inga landsstjórnarinnar við Efna-
hagsbandalagið og greiddi Inuit at-
kvæði með vantrauststillögu At-
assut-flokksins á landsstjórnina,
sem leiddi til þess að hún varð að
segja af sér.
Saudi-Arabar drag-
ast inn í styrjöldina
Manama, Níkósíu, Wa.shington. 5. júní. AP.
HERÞOTUR frá Saudi-Arabíu skutu
í dag niður eina eða tvær orrustu-
flugvélar frá íran skammt frá Arab-
ia-eyju í Persaflóa þar sem einhverj-
ar mestu olíunámur heimsins eru.
írakar gerðu loftárás á borgina
Baneh í Iran og er talið að um 600
manns, flestir óbreyttir borgarar,
hafi látist eða særst.
Bagdad segjast munu svara slíkri
árás með gagnárás á fimmtán
borgir í íran.
Loftárásin á Baneh er hin um-
fangsmesta sem gerð hefur verið í
einni atrennu í stríði írana og Ir-
aka, sem nú hefur staðið í tæp
fjögur ár.
Búist hafði verið við því að ný
stórsókn írana inn i suðurhéruð
íraks hæfist í dag, en þess er nú
minnst í íran að 21 ár er liðið frá
því að herskáir múhameðstrúar-
menn hófu uppreisn gegn keisara-
stjórninni í landinu. Uppreisnin
var brotin á bak aftur, en einn
helsti leiðtogi hennar, Khomeini
erkiklerkur, sem fór í útlegð,
stjórnaði hinni sigursælu byltingu
1979. Til þessarar sóknar írana
hefur enn ekki komið.