Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 7 mmmmrn mmmmmmmmm er komiö á bladsölustaði Meðal efnis: Gylfi pústmann í öllu sínu veldi — Þýski herinn — Hrakfallabálkar úti á sjó — Keppnisalmanak 1984 o.fl. Áskriftar- og auglýsingasími 687120. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Þér bjóöast margs konar hlunnindi, t.d. af- sláttur hjá um 50 fyrirtækjum í Reykjavík og um 200 völdum verzlunum, veitingastööum, diskótekum, næturklúbbum og bílaleigum á SPÁNI - PORTÚGAL og ÍTALÍU í kvöld ættiröu aö huga aö ástandi líkamans Líkams- og heilsuræktin Borgartúni 29 býöur þér í ókeypis tíma í kvöld milli 17—21. Sýning og ráögjöf hinnar heimskunnu Lisser Frost-Larsen WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Söiyiö11míi®yir Vesturgötu 16, sími 13280 HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími 13280. i^Omælir Vo*ale&rliS^„_ . MoRginn og Hagvangskðnnumn_f»«II'lloflff' Ófært að menn geti keypt sig frá óæskilegum upplýsingum Skoðanakannanir í Staksteinum í dag er fjallað um skrif Þjóðviljans um skoðanakönn- un er fyrirtækiö Hagvangur hf. gerði í aprílmánuði. Þjóðviljinn hefur gefið Morgunblaðinu að sök að leyna upplýsingum sem eru óþægi- legar fyrir blaöið. Þá er einnig vitnað í skrif Dagfara sl. mánudag þar sem hann tekur í sama streng og Þjóðviljinn og snýr öllum stað- reyndum við — að venju. Oæskilegar upplýsingar Þjóðviljinn hefur reynt að feykja upp moldviðri vegna skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokk- anna er Hagvangur hf. gerði fyrri hluta aprflmán- aðar, en fyrirtækið bauð Morgunblaðinu til birt- ingar. En vegna þess hve langt var um liðið frá því könnunin var gerð og þvf gildi hennar álitamál, ákvað Morgunblaðið að birta hana ekki. Var það þó gert á laugardag með skýr- ingum, en samkvæmt þess- ari skoðanakönnun hafði Sjálfstæðisflokkurinn yfir 50% fylgi kjósenda og stjórnarflokkarnir ræki- legan meirihluta. Hví skyldu það vera sérstakir hagsmunir Morgunblaðs- ins að stinga slíkum upp- lýsingum undir stól? Þótt blaðið sé opið og frjálst er það ekki komið á vinstri væng stjórnmála! 0 Með beinum rangfærsl- um gefur Þjóðviljinn í skyn að annarlegar ástæður liggi að baki fyrrgreindum ákvörðunum. Vegna þessa var ákveðið að birta niður- stöður sköðanakönnunar- innar sl. laugardag. Eins og fyrri daginn eru aðdróttanir Þjóðviljans ekki á rökum reistar. í fyrsta lagi er það rangt að Hagvangur hf. hafi gert könnunina fyrir Morgun- blaðið, eins og áður er greint frá. í öðru lagi eiga dylgjur um að Morgun- blaðið hafi keypt sig frá óþægilegum upplýsingum ekki heldur við neitt að styðjast Nema það sé trú forráðamanna Þjóðviljans að Morgunblaðinu sé hag- ur í að leyna niðurstöðum könnunar er benda til fylg- ishruns Alþýðubanda- lagsins og meirihluta Sjálfstæðisflokksins ef kosningar hefðu farið fram í aprfl. Rykið dustað af lektornum Með vissu millibili dust- ar Þjóðviljinn rykið af Þorbirni Broddasyni, lekt- or, til að spyrja um álit hans á fjölmiðlum, skoð- anakönnunum og fleiru er þessu tengisL Að venju var þetta gert sl. laugardag þegar Þjóðviljinn fjallar um skoðanakönnun Hag- vangs. Ekki er hirt um það hér að fjalla um það sem Imrbjörn, sem er einhver daufasta týra er birtist ( fjölmiðhim og sést yflrleitt ekki nema við tungl- myrkva, lætur hafa eftir sér. Það er hins vegar dæmigert fyrir frétta- mennsku Þjóðviljans að leita til Þorbjörns Brodda- sonar í stað þess að fá upp- lýsingar frá fyrstu hendi, annað hvort hjá Morgun- blaðinu eða Hagvangi. Þáttur Dagfara Nær daglega birtast greinar í DV eftir Dagfara, sem er þekktastur fyrir skrif sín um nauðgunar- mál. Síðastliðinn mánudag birtust skrif hans sam- kvæmt venju. Þar segir Dagfari meðal annars: „f hvert skipti sem DV fram- kvæmir skoðanakannanir taka taugar pólitíkusa að titra... Þess vegna er stjórnmálaflokkunum illa við skoðanakannanir og vilja helst banna þær með lögum sem þýðir á mæltu máli að fólki skuli bannað að hafa skoðanir." Þessi ummæli Dagfara eru sama marki brennd og flest það sem hann læt- ur frá sér fara, hálfkær- ingur, dylgjur og jafnvel ósannindi um menn og málefni. En höfundur Dagfara hefur sjaldan eða aldrei gengið jafn langt og hann gerir nú: Lýðræð- iskjörnum fulltrúum á Al- þingi er geflð að sök að standa á móti frjálsri skoðanamyndun en vilja þess í stað gera almenn- ing að vilja- og skoðana- lausu verkfæri. Skrif af þessu tagi hljóta að vera ritstjórum DV áhyggjuefni nema þeir séu sama sinn- is. Það er og íhugunarefni forráðamanna blaðsins hvort þeir hafl til lengdar bolmagn til að standa undir skrifum af þessu tagi. Öfugmæli Dagfari gerir einnig að umtalsefni títtnefnda skoð- anakönnun Hagvangs, sem, eins og áður sagði, birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar segir: „A blaði allra landsmanna er stóri sannleikur meðhönd- laður með tilliti til lýðræð- Lsins. Þar er það birt sem hentar besL Ef úrslit skoð- anakannana strfða gegn þeim viðhorfum sem að mati málgagns lýðræðisins eru rétt hljóta þau úrslit að vera vitlaus og ómerk. Þess vegna birtast þau ekki.“ Áður fyrr höfðu hagyrð- ingar gaman af því að henda fram öfugmælavís- um, höfundur Dagfara fet- ar í þeirra spor. Fullyrðing hans um að Morgunblaðið hafl ekki birt niðurstöður úr könnun Hagvangs af annarlegum ástæðum hafa þegar verið hraktar, og það raunar áður en Dagfara- greinin er skrifuð í Dag- blaðið og þær því ekki tí- undaðar hér frekar. Á þessi ummæli Dagfara er hins vegar bent til að les- endur slikra skrifa geri sér grein fyrir að oft verður að leggja öfugan skilning ( það sem frá höfundi þeirra kemur. Nátttröll Fyrir skömmu var bent á ósæmileg skrif Dagfara í DV og Skugga í NT hér í Staksteinum. Þessi nátt- tröll í íslenskri blaða- mennsku, er ekki þola að koma fram í dagsljósið hafa komið óorði á blaða- mennsku. Það er ekkert einkennilegt þótt almenn- ingur leggi æ minni trúnað á það sem í fyrrnefndum blöðum segir. Væri ekki rétt að Dagfari tæki upp nafnið Nátttröll, og verði þannig samkvæmur sjálf- um sér. Morgunblaðið/Arnór Blómasala í Njarðvík Sl. laugardag gekkst Systrafé- lag Ytri-Njarðvíkurkirkju fyrir blómasölu á túninu austan við kirkjuna. Ekki þurftu konurnar eða kúnnarnir að kvarta yfir veðr- inu, en hitinn komst um tíma í taep 20 stig. WZterkurog V3 hagkvæmur auglýsingamiðill! JTloruimhlahiíí Varst þú að fá nýtt símanúmer? Prentum handhæga límmiða til notkunar á bréfsefni, + umslög o.fl. Prentum einnig allar stærðir límmerkja og vörumerkimiða. PlnsltM lif Bíldshótöa 10 110 Reykjavík. O 82655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.