Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 45 Kveöjuorö: Aðalsteinn Ásgeirs- son héraðslœknir Fæddur 6. ágúsl 1949. Dáinn 19. maí 1984. Ég get ekki látið hjá líða að minnast vinar okkar Aðalsteins Ásgeirssonar, sem kvaddi snögg- lega á sólbjörtum degi. Var þá sem ský drægi fyrir sólu um stund, en er hugur róaðist birti aftur, birti vegna þakklætis að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng, og hafa fengið að njóta starfskrafta hans. Við vorum alltaf örugg þegar hann var heima, því hann var boð- inn og búinn jafnt á nóttu sem degi. Ekki var hann með orða- gjálfur eða skrúðmælgi við sjúkl- inga sína, og þótti sumum þeir tala fyrir daufum eyrum, en kom- ust fljótt að raun um að svo var ekki, svö hans voru ávallt hnit- miðuð og örugg. Undir rólegu yfir- bragði hans leyndist ólgandi skap sem hann stillti vel, en hann stóð fastur fyrir ef svo bar undir. Nátt- úrubarn var hann og unni gróandi sveitalífsins. Best sýndi hann það með að festa hér á Þórshöfn eins djúpar rætur og raun bar vitni. Gaman var að horfa á hann sitj- andi við píanóið afslappaðan með glampa í augum við undirleik kóra og kvartetta. Eitt kvöldið skrapp ég í heimsókn til Mörtu og Aðal- steins, hann sat þá með fiðluna sína og var að setja í hana nýja strengi. Það var unun að horfa á hann fara svo mjúkum höndum um hljóðfærið og heyra brot úr lögum meðan hann stillti streng- ina. Ég hefði viljað stoppa lengur og koma oftar en ég gerði á notalega heimilið hans, en vitandi að hjónin voru bæði störfum hlað- in, hún við skólastörf en hann á vakt allan sólarhringinn var það ekki gert. Strengur Aðalsteins við jarðlífið er slitinn, en trú mín er sú að ekki sé öllu lokið og að lækn- irinn, listamaðurinn og bóndinn fái að starfa áfram á æðri stöðum. Unun var að sjá Aðalstein leika við dæturnar ungu sem voru auga- steinar hans. Oft glumdu við hlátrasköll í garðinum þegar ungu hjónin voru að leik með dætrunum og voffa. Daginn sem útförin fór fram í Reykjavík var sól og hiti hér. Kveðjufánar læknisins okkar blöktu undur þýðlega og sól glampaði á rúðurnar í læknabú- staðnum, en allt var svo þögult. Hafi Aðalsteinn þökk fyrir allt og allt. Hann er ein skærasta perlan í minningakeðjunni. Elsku Marta Hildur, Auður, Þórdís og aðrir ástvinir, ég og fjöl- skylda mín sendum dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum Guð almátt- ugan að styrkja ykkur. Hulda Ingimars., Þórshöfn -1=1 Blombe 1= getum við boðið þér sérstakt verð á eldavél og gufugleypi. E 601 gufugleypir 5 lítra kr. 5.354.- staögr. EK 1024 eldavél gul, rauö og hvít kr. 11.990.- staögr KJör við hæfi EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 og Hljóðvlrkinn sf., Höföatúnl 2, síml 13003. Hún heitir Margo Jeanne Renn- er. Er þrítug Bandaríkjakona bús- ett í Vestmannaeyjum, gift Runólfi Gíslasyni og móöir Sóleyjar 10 ára og Andra sem er fimm ára. Hún kom hingað til landsins fyrst árið 1971 og dvaldist sem skiptinemi í Vestmannaeyjum. Þá kynntist hún Runólfi, manni sínum, og ákvað að vinna í Eyjum sumarið ’72. Ari síð- ar, vorið ’73 ákvaö hún að flytjast búferlum og setjast að í Eyjum, en vegna gossins þurftu þau Runólfur að búa í Reykjavík fram á haust. Síðan haustið 1973 hefur Margo búið í Eyjum ef frá eru taldir nokkrir mánuðir þegar hún fór til Bandaríkjanna til náms. Hún á sér áhugamál sem verður að teljast svolítið sérstakt. Hún hitar gler- stengur upp í 820°C með gasi og súrefni, bræðir þær og mótar svo Margo að störfum. Hún hitar glerið í 820°C með gasi og súrefni, bræðir gleriö og mótar svo úr því hina fjölbreytilegustu listmuni. Glerskúlptúr Rætt við Margo J. Renner sem vinnur ótrúlegustu listmuni úr gleri úr þeim hina fjölbreytilegustu list- muni. Blaðamanni Morgunblaðs- ins þótti þetta tómstundagaman forvitnilegt og bað Margo að segja svolítið nánar frá því. Hún kvaðst reiðubúin til þess og það varð úr að við mæltum okkur mót til að ræða um glerskúlptúr en svo nefnist hin sérstaka listgrein sem á hug og hjarta Margo. — Hvenær hófstu að vinna listmuni úr gleri og hvers vegna? Það var nú eiginlega tilviljun að ég fékk áhuga á glerskúlptúr, segir Margo og lætur hugann reika nokkur ár aftur í tímann. Þremur dögum áður en ég kom til Islands til að setjast hér að, sá ég svokallað „flame work„, eða glerskúlptúr eins og það nefnist á íslensku. Mér fannst þetta strax ákaflega heillandi listgrein og ákvað þá að þetta móðgunartón í röddinni. Þetta er forn tækni og hefur mikið verið notuð í vísindalegum til- gangi, til dæmis við ýmiskonar efnafræðilegar rannsóknir. Listgreinin sem slík er heldur ekki tískufyrirbrigði og það eru fáir í Bandaríkjunum sem leggja stund á þetta. Hér áður fyrr var glervinnslan innan fjölskyldna og gekk frá manni til manns. Þá kenndu feður sonum sínum list- ina og þeir báru hana svo til næstu kynslóðar og þannig koll af kolli. — En hvernig tilfinning er það að vinna með svo harðan hlut og dauðan sem glerið er? Glerið er ekki hart og alls ekki dautt, segir hún ákveðin. Það er mjúkt og lifandi. — Lifandi og mjúkt? Það er ákaflega gaman að sjá Annars held ég yfirleitt lif- andi sýningar. Þá er ég sjálf á staðnum og vinn glerskúlptúr og að sjálfsögðu er öllum velkomið að koma og horfa á mig vinna. En þetta er fyrst og fremst spurning um að æfa sig. í raun er þetta eins og að spila á píanó. Þú verður að æfa þig mikið og fara yfir sömu æfingarnar aftur og aftur til að halda þér í æfingu og verða góður píanóleikari. Svo hefur hugmyndaflugið sitt að segja eins og í öllum listgrein- um. — Hvernig er að vera lista- maður á íslandi? Mér finnst það gott. íslend- ingar eru ákaflega opnir fyrir öllu sem tengist list og opnir fyrir nýjungum. í Bandaríkjun- um er viðhorf gagnvart lista- mönnum gjörólíkt því sem tíðk- Hestar eru uppáhaldsviðfangsefni Margo og ekki annað að sjá en henni hafi tekist vel við gerð klársins. Allir munirnir eru unnir úr glæru gleri og eftir að þeir eru fullmótaðir, málar Margo þá í öllum regnbogans litum. skyldi ég gera á íslandi. Þetta var vorið 1973, skömmu eftir að gaus á Heimaey. Við Runólfur höfðum ætlað okkur að búa í Eyjum, en gátum ekki flutt þangað strax vegna gossins, þess vegna bjó ég í Reykjavík fram á haust, á meðan Runólfur vann í Eyjum. Um haustið fluttum við svo til Eyja. Það var svo ekki fyrr en árið 1975 að ég fór til Bandaríkjanna til að læra glervinnslu. Ég inn- ritaði mig í háskóla og hélt að ég hefði innritað mig í „flame work“, eða glerskúlptúr. Svo kom í ljós að þetta var nám í glerblæstri og ýmsu í sambandi við gler, eins og mismunandi gerðir þess og eiginleika. Ég var ekki sátt við að geta ekki lært glerskúlptúr því ég var svo yfir mig heilluð af þeirri listgrein. Ég varð mér því úti um kennara og fór í einkatíma til hans, auk þess sem ég lærði í háskólanum. Ég held að ég hafi haft ákaflega gott af því sem ég lærði í skólan- um og mér finnst það hafa hjálp- að mér eftir að ég fór að vinna með gler hér á íslandi. — Er algengt að fólk leggi stund á nám í glervinnslu, eða var þetta einhverskonar tísku- fyrirbrigði? Nei, þetta var alls ekki tísku- fyrirbrigði, segir Margo, og það er ekki laust við ofurlítinn hvernig glerið tekur á móti ljósi og litum þegar maður er að vinna með það. Svo þegar ég er búin að tjá ákveðna tilfinningu í gegnum glerið, móta það úr glærum glerstöngum, finnst mér það mjúkt og lifandi. Þegar mað- ur hefur sett hluta af sjálfum sér, hugsanir eða eitthvað ann- að, í einhvern hlut, hefur maður gefið honum líf, eða það er mín tilfinning til þess sem ég geri. — Er þetta ekki dýrt tóm- stundagaman? Jú, þetta er frekar dýrt. Áður en ég keypti gastækið sem ég þarf að nota, hélt ég námskeið í hnýtingum til að safna mér fyrir því, en það var mjög dýrt. Svo þarf ég að láta sérpanta glerið frá Englandi eða Bandaríkjun- um og það hefur líka í för með sér aukakostnað. En mér finnst gaman að þessu og ég er eina manneskjan hér á landi sem vinn glerskúlptúr eftir því sem ég kemst næst. — Hefurðu fólk ekki haft áhuga á að læra glerskúlptúr hjá þér? Margir hafa spurt mig hvort ég taki ekki að mér kennslu í þessu, en þar sem efniskostnað- ur er svo gífurlegur, og svo mikið efni fer til spillis meðan maður er að læra þetta, er mjög óhagkvæmt að taka að sér nem- endur. ast hér. Þar eru listamenn álitn- ir einhverjar sérstakar mann- gerðir en íslendingar gera sér grein fyrir því að hver maður er sérstök gerð af listamanni. — Hver eru helstu viðfangs- efni þín í glerskúlptúr? Ég hef ákaflega gaman af því að gera dýr úr gleri. Mér þykir vænt um dýr og hef gaman af þeim, sérstaklega þó hestum og þeir eru eiginlega uppáhalds viðfangsefnið mitt. Ég bý aðal- lega til styttur úr gleri, óróa, eyrnalokka, skartgripi og jóla- skraut til að hengja á jólatré. Ég vinn alltaf með glært gler, en mig langar að læra að vinna með litað gler, því ég þarf alltaf að mála munina eftir að ég bý þá til. Næst þegar ég fer til Banda- ríkjanna ætla ég að koma aftur heim með kunnáttu í glervinnslu með lituðu gleri uppá vasann! Að þessum orðum mæltum kveðjum við Margo Jeanne Renner, en hún er þessa dagana önnum kafin við undirbúning að lifandi sýningu á glerskúlptúr- verkum sínum, sem verða í versluninni Álafoss 6. 7. og 8. júní og í Eden í Hveragerði dag- ana 9. 10. og 11. júní næstkom- andi. Viðtal: Brynja Tomer Myndir: Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.