Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 43 Kalk og beinþynning FÆÐA QG________ HEILBRIGÐI — eftir Jón Óttar Ragnarsson KalkiÖ og kvenfólkið Eitthvert nauösynlegasta neyt- endamál um víða veröld er frseðsla um þaö hvernig fólk geti best hag- að lífi sínu til að varðveita eigin heilsu. Því miður vill það gjarnan gleymast að þá þarf að hugsa um beinin ekkert síður en aðra vefi líkamans og sjá til þess að þau fái þá næringu sem þau þurfa. Á þessu hefur oft orðið mis- brestur. Á árdögum iðnbylt- ingarinnar var loftmengun t.d. víða slík að D-vítamínskortur vegna sólarleysis var víða land- lægur. Þegar D-vítamín vantar nýtist kalk ckki í meltingarvegi og beinin svigna undan líkamsþung- anum. Kallast það beinkröm hjá börnum en beinmeyra hjá full- orðnum. Nú heyra þessir sjúkdómar sögunni til á Vesturlöndum. En þá hefur „nýr“ sjúkdómur skotið upp kollinum og er orðinn far- aldur um allan hinn vestræna heim. Hvað er beinþynning? Beinþynning eða úrkölkun heit- ir á alþjóðamáli osteoporosis og merkir bókstaflega froðukennd bein. Sjúkdómurinn stafar af því að beinin tapa meira en 40% af kalk- inu og verða stökk og viðkvæm. Þarf þá oft lítið til að þau springi eða hrökkvi sundur. Fyrstu einkennin eru oft bak- verkir, aflögun beinanna (t.d. bog- ið bak), sprungur eða brot. Vegna ástands beinanna gróa slík brot oft seint eða alls ekki. Sjúkdómurinn á rætur að rekja til þess að beinin — eins og aðrir líkamsvefir — eru í stöð- ugri endurnýjun þar sem úrkölk- un og kölkun eiga sér stað sam- tímis. Er talið að sjúkdómurinn stafi af því að á fimmtugsaldrinum hægir mjög á kölkun beinanna og eftir það verður það úrkölk- unin sem nær smám saman und- irtökunum. Rýrnun beinanna er að jafnaði helmingi hraðari hjá konum en körlum sem aftur veldur því að sjúkdómurinn er frá 4 upp í 8 sinnum algengari meðal kvenna en karla. Talið er að níu af hverjum tíu konum fái einhver einkenni um sjúkdóminn og a.m.k. fjórða hver kona yfir 65 ára aldri sé komin með sjúkdóminn á háu stigi. Algengustu brotin eru á fram- handleggsbeinum, lærhálsinum og liðbolum hryggjarins. Af þeim konum sem lærbrotna deyja venjulega 15—30% af völdum sjúkdómsins. Orsakir Talið er að orsakaþættir bein- þynningar séu fyrst og fremst þrír: (1) Skortur á kynhormónum (sérstaklega eftir tíðahvörf hjá konum), (2) kalkskortur og (3) kyrrsetur. Meginorsökin virðist vera skortur á kalki t fæði á þeim tíma þegar kölkun beinanna er hvað hröðust samfara skorti á nægi- legri líkamlegri áreynslu. Þar með er ekki sagt að kalk- neysla sé óþörf síðar á ævinni, öðru nær, því allt bendir til að kalkgjöf (ásamt hormóna- og flú- orgjöf) geti tafið framrás sjúk- dómsins. Aðrir þættir sem eru taldir stuðla að úrkölkun eru lágt hlut- fall kalks/hvítu, lágt hlutfall kalks/fosfórs og skortur á D-víta- míni og flúor í fæði. Varnir gegn úrkölkun Það er ekki skemmtileg tilhugs- un í landi þar sem fljúgandi hálka, rok og lélegt skyggni eru landlæg fyrirbrigði að sitja uppi með bein sem brotna við minnsta hnjask. Sem betur fer eru til tvö góð ráð við þessum hörmulega sjúk- dómi: nægilegt kalk á degi hverj- um og nægileg hreyfing árið um kring frá vöggu til grafar. Ráðlagður dagskammtur (RDS) af kalki fyrir fullorðna er talinn vera 800 mg. Fyrir konur eftir tíða- hvörf og á meðgöngutíma er þörfin talin allt að 1200—1500 mg. Þrátt fyrir allt mjólkurþamb íslendinga (70% af kalkinu í fæðinu kemur úr mjólkurmat) er meðalneysla íslenskra kvenna á þessum aldri ekki nema 800—900 mg á dag. Það er því afar mikilvægt að sérhver einstaklingur drekki í það minnsta tvö glös af mjólkur- drykk á degi hverjum ævilangt (um 500—600 mg af kalki). Ættu börn og unglingar að halda sig við mjólk, en fullorðnir einungis við léttmjólk, undan- rennu og mysu. Afgang kalksins fáum við svo úr öðrum mjólkur- mat, grænmeti o.fl. BEINÞYNNING Bein sem er illa farið af völdum beinþynningar (stór hluti af kalkinu og fleiri steinefnum hefur skolast burt). Hinn aðalþátturinn sem ávallt verður að huga að er nægileg hreyfing, sérstaklega hreyfing sem nær til allra hluta líkamans, t.d. göngur á ósléttu landi, sund, dans og leikfimi. Að öðru leyti skiptir mestu að hver og einn finni þá aðferð sem hentar honum. Og þótt konurnar þurfi að gæta sín sérstaklega gilda sömu reglur að sjálfsögðu einnig um karlkynið. í*etta er síðasta grein dr. Jóns Óttars Ragnarssonar að sinni. Hann heíur sro skrif um fæðu og heilhrigði á nýjan leik í haust. Hið nýja verslunarhús og veitingaskáli VAL við Lagarfljótsbrú. Sumarverslunin heldur rekstrinum gangandi KgilsNtoAum, 3. júní. „Verslunarfélag Austurlands hef- ur verulega aukið markaðshlut sinn hér um slóðir að undanförnu, á því er ekki hinn minnsti vafi og þar ráða vitanlega að mestu þær umbreyt- ingar sem orðið hafa í allri aðstöðu félagsins til bættrar þjónustu við viðskiptamenn,“ sagði Sigurður Grétarsson, framkvæmdastjóri Verslunarfélags Austurlands, er tíð- indamaður Mbl. hitti hann sem snöggvast að máli í dag. Aðalverslun Verslunarfélags Austurlands í Fellabæ flutti í nýtt og glæsilegt 500 fermetra verslun- arhús skömmu fyrir jól og veru- legrar söluaukningar hefur orðið vart síðan, þótt ábyggilegar tölur liggi ekki fyrir þar um fyrr en við ársuppgjör að ári. „Söluaukning okkar árið 1983 var um 100%,“ sagði Sigurður, „móti 80% verðbólgu. Að vísu var rekstrarhalli nokkur á versluninni síðastliðið ár, sem fyrst og fremst réðist af miklum fjárfestingum og birgðaaukningu vegna flutnings í hið nýja verslunarhús á árinu, sem Verslunarfélag Austurlands leigir af hlutafélaginu Fljótsbæ, er stofnað var sérstaklega til að byggja og reka þetta verslunar- hús. En mér er engin launung á því að það er sumarverslunin fyrst ‘og fremst sem haldið hefur rekstri okkar gangandi." m\m 50 m Ný plata Samhjápar. Æluráaóði rennur raaootrennur m til njalparstarfsins. fcimhjálp Sigurður Grétarsson, framkvæmda- stjóri Verslunarfélags Austurlands. Ljósm. Mbl./Ólafur. — Bjóðið þið ferðamönnum þá upp á sérstaka þjónustu? „Við rekum veitingaskála yfir sumarmánuðina, veitingaskálann Val við Lagarfljótsbrú. Þar eru gillréttir hverskonar á boðstólum og aðrar veitingar. Um miðjan daginn bjóðum við upp á sérstakt hlaðborð, sem greinilega ætlar að verða vinsælt, ef dæma má eftir örtröðinni í dag, á sjómannadag- inn. Nú, þá erum við með Olís- þjónustu og til athugunar er að kjörbúðin verði opin í sumar á laugardögum og væntum við að ferðamenn kunni að meta það, ekki síst þeir sem eru í orlofshús- unum á Eiðum og Einarsstöðum, og e.t.v. verða einhverjar uppá- komur hjá okkur um helgar," sagði Sigurður Grétarsson að lok- um. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.