Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Er lífið að byrja í skini ljóss frá Vegu? Bandari.sk ir stjörnufræðingar telja nú líklegt, að efnið, sem stjörnuskoðunarhnöttur uppgötv- aði í fvrra kringum stjörnuna Vegu, sé halastjörnusveimur líkur þeim, sem er í útjaðri okkar sól- kerfis. Margt bendir einnig til, að þarna sé að finna smástirnabelti ásamt ótilteknum fjölda pláneta nær stjömunni sjálfri. Þessar upplýsingar er að finna i vísindalegri samantekt stjörnufræðingsins Paul R. Weissmans en honum þykir ekki ósennilegt, að Vega og Sólin séu stjarnkerfi, sem hafi orðið til á líkan hátt, úr ryk- og gasþoku. Vega er hins vegar ekki nema 100 milljón ára gömul en jörðin er aftur á móti 4,5 milljarða ára. Ef skoðanir Weissmans eru rétt- ar er eðlilegt að áætla sem svo, að nokkrar plánetur gangi um Vegu og þar með vakna aftur spurningarnar um líf annars staðar í alheiminum. Weissman, sem greinir frá ályktunum sínum í 1. júní-hefti tímaritsins Science, segir að stjörnuskoðunarhnötturinn, sem skoðar fjarlæga himinhnetti í því innrauða ljósi, sem þeir gefa frá sér, hafi fundið smásteina- belti eða -hvolf í kringum stjörn- una, sem er í 26 ljósára fjarlægð frá jörðu. Vegna ýmissa eigin- leika og einkenna þessa smá- steinahvolfs telur Weissman, að um sé að ræða „halastjörnu- kjarna" eins og eru í „Oort-ský- inu“, sem umlykur sólkerfið. Heitir það eftir hollenska stjörnufræðingnum Jan Oort og er talið vera frosið efni, sem út- undan varð við myndun sólkerf- isins. Oort-skýið er hnöttótt að lög- un þótt ferilmynd plánetanna og smásteinabeltið séu disklaga og upplýsingar frá stjörnuskoðun- arhnettinum benda til, að smá- steinahvolfið um Vegu sé líka hnöttótt. Þar af leiðandi hnígur margt að því, að Vega og sólkerf- ið okkar eigi sér líka myndun- arsögu og e.t.v. er lífið nú að stíga sín fyrstu, óstyrku spor á fjarlægum hnetti í skini ljóssins frá Vegu. Kim II Sung í Tékkóslóvakíu Prag, 4. júní. AP. ÞJÓÐARLEIÐTOGI Norður Kóreu, Kim II Sung, kom í opinbera heim- sókn til Tékkóslóvakíu í dag, að því er segir í fréttum hinnar opinberu fréttastofu CTK. Kim II Sung kom til Tékkóslóv- akíu frá Austur-Þýskalandi, en hann hafði áður heimsótt Pólland og Sovétríkin og er væntanlegur til Ungverjalands síðar í þessari viku. „Lítur út eins og uppstrfluð gála ... “ Margrét Bretaprinsessa horfir hér framhjá poppsöngvaranum Boy George í móttökuathöfn sem fram fór á vegum Sony-fyrirtækisins á Hilton-hótelinu í London á þriðjudagskvöld. Er Ijósmyndarar báðu um að fá að taka mynd af prinsessunni og poppsöngvaranum saman, svaraði hún: „Ekki veit ég hver hann er, en hann lítur út eins og uppstríluð gála. Ég vil ekki láta taka mynd af okkur saman.“ Duarte, forseti E1 Salvador: Ræðum við skæruliða leggi þeir niður vopn San Salvador, Kl Salvador, 4. júní. AP. JOSE Napoleon Duarte, for- seti El Salvador, sagði á sunnudag að hann myndi ekki hefj'a neinar samninga- viðræður við vinstrisinnaða skæruliða fyrr en þeir hefðu lagt niður vopn sín. „Eg ætla mér ekki að verða verkfæri í höndum þeirra sem ekki sækjast eftir friði," sagði Du- arte á fyrsta fundi sínum með blaðamönnum frá því hann var formlega settur í embætti forseta síðastliðinn föstudag. Hann hvatti leiðtoga skæruliða til að reyna að hafa hemil á stríðandi öflum þeirra. Duarte, sem vann sigur yfir Roberto d’Aubuisson í forseta- kosningunum í síðastliðnum mán- uði, tilkynnti á fundinum að stjórn sín myndi hefja baráttu til að reyna að fá bændur til að snúa sér að því að yrkja land sitt að nýju, en um þriðjungur landsins er óræktaður sökum bardaga eða vegna ótta bænda við árásir skæu- liðanna. Bandarískir embættis- menn og embættismenn í E1 Salvador áætla að sökum striðsins hafi tekjur af landbúnaði minnkað um 2 milljaða dollara á síðastliðn- um þremur árum. Sovéski rithöfundurinn og útlaginn Alexander Solzhenitsyn var fyrir nokkr- um dögum gerður að heiðursdoktor við Holy Cross College í Worchester í Bandaríkjunum. Á myndinni tekur hann við skjali þar að lútandi frá rektor skólans. Andrei Gromyko stöðugt valdameiri ANDREI Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, virðist hafa styrkt stöðu sína meðal leiðtog- anna í Kreml. Svo virðist sem um miðjan aprílmánuð síðastliðinn hafi Æðsta ráðið tekið ákvörðun um að hefja nýtt kalt strð við Vest- urveldin og að maðurinn að baki þeirri ákvörðun hafi ekki verið Chernenko heldur Gromyko. Þetta kemur fram í ummælum vestur- þýskra embættismanna sem í síð- astliðinni viku sneru til baka úr opinberri heimsókn til Moskvu. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, ræddi við Gromyko í meira en fimm klukkustundir meðan á dvöl hans í Moskvu stóð. Gromyko og Genscher hafa átt mikil og ágæt samskipti í meira en áratug, en Gromyko kom Genscher í opna skjöldu í síðastliðinni viku með harðorðri gagnrýni á Ronald Reagan. Þessi gagnrýni Grom- ykos á stefnu Ronald Reagans skýrir margar harðlínuákvarð- anir, sem teknar hafa verið af Æðsta ráðinu frá því um miðjan apríl síðastliðinn sbr. ákvörðun um að taka ekki þátt í ólympíu- leikunum í Los Angeles. Einnig hafa Sovétmenn neitað að setj- ast aftur að samningaborði um fækkun eldflauga í Evrópu og þeir hafa komið fyrir fleiri eld- flaugum í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Vestur-þýsku embættismenn- irnir sögðu augljóst að með fyrr- nefndum ákvörðunum sínum vildu leiðtogar Sovétríkjanna einnig forðast að hafa einhver þau áhrif, sem gætu orðið til þess að Ronald Reagan næði endurkjöri í kosningunum í haust. Vestur-þýskir fréttaskýrendur telja að Gromyko sé nú mun valdameiri en Chernenko, sem lýst er sem ákaflega heilsuveil- um. Gromyko, sem er 74 ára gamall, hefur verið í fremstu línu í utanríkismálum Sovétríkj- anna í meira en aldarfjórðung, eða frá því hann varð utanríkis- ráðherra árið 1957. Hann er heilsuhraustari en Chernenko, sem virtist mun heilsuveilli nú en þegar hann átti viðræður við Hans-Jochen Vogel, leiðtoga sósíaldemókrata, í mars síðast- liðnum. Vestur-Þjóðverjarnir sem sátu fundina í Moskvu segjast sann- færðir um að sovésk stjórnvöld hafi ekki komið sér saman um hvernig beri að haga samskipt- um við Vesturveldin nú, eftir að hafin er uppsetning meðal- drægra eldflauga af gerðinni Pershing-2 í Vestur-Evrópu. Af- leiðing af því eru yfirlýsingar þeirra þess eðlis að þeir geti ekki sest að samningaborði í Genf fyrr en flaugarnar hafi verið fjarlægðar. „Sovétmenn vildu láta líta út sem þeir hefðu vel mótaða áætl- un í þessum málum," sagði einn embættismannanna vestur- þýsku, „en það virðist vera um að ræða rugling í stefnumótun þessa máls hjá þeim þar sem þeir trúðu því aldrei að til þess myndi koma að flaugarnar yrðu settar upp.“ (Hyggt á The Sunday Time.s ojj Internation- al llerald Tribunc.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.