Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 NYTT SIMANUMER FRUMKVÆÐI OG FORYSTA í FÓÐURVÖRUMÁLUM FÓÐURBLÖNDUNARSTÖÐ SAMBANDSINS Sundahöfn Reykjavik Kramhúsið dans- og leiksmíðja íðasti mnritunai dagur. Kennsla hefst á morgun “EOTar s. 15103. Nútímadans 7.-11. júní Jytte og Heinrik Cristjanssen Gæóagripur sem gleður augað BILDMEISTER FC 690 er vönduð vestur-þýzk gæðavara: 27“ — PIL-S4-myndlampi • frábær myndgæði • sannir litir 15W — hátalari • mikil tóngæöi Orkunotkun aðeins 70W • staðgreiðsluafsláttur eða • greiðsluskilmálar SMITH - & NORLANO H/F Nóatún 4 — 105 Reykjavík sími: 28300 Vinnan í list Asmundar Sveinssonar Myndlist Bragi Asgeirsson Ásmundarsafn við Sigtún hef- ur nú verið opnað almenningi, eftir að ný skipan hefur komist á um stjórn og framtíðarskipan safnsins. Listráð Kjarvalsstaða ásamt einum ættingja Ásmund- ar og garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar skipa stjórnina en Gunnar B. Kvaran, listsögufræð- ingur, er safnvörður. Fyrsta sérsýningin hefur í því tilefni verið sett upp og nefnist hún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar". Skiptist hún jafnt í það að sýna vinnubrögð lista- mannsins í hinum margvísleg- ustu efnum og myndefnið sjálft. Vegleg sýningarskrá fylgir sýn- ingunni með ágætum upplýsing- um um eiginleika hinna ýmsu efna, tilvitnunum í ýmis ummæli Ásmundar um vinnuna og líf sitt svo og stuttu æviágripi. Þá má ekki gleyma ýmsum tækjum, er listamaðurinn notaði við gerð mynda sinna og hann smíðaði sjálfur úr tilfallandi vélarhlut- um, t.d. klippur og hefilbekk. Þau hafa ekki aðeins reynst Ásmundi drjúg í listsköpun hans, heldur eru þau og hin list- rænustu í útliti. Á erfiðum árum hefur hugvitið reynst listamann- inum heilladrjúgt en það ásamt innsæi er kjölfesta allrar mikill- ar myndlistar. Miklar endurbætur hafa farið fram á safninu, það málað hátt og lágt, innréttað hefur verið geymslurými í kjallara, allt rafkerfi hússins endurnýjað, hitakerfi endurbætt, svo og önn- ur vinnuaðstaða. Fer ekki hjá því, að maður hugsi sem svo, að allt þetta hefði mátt gerast fyrr og þá helst hið síðasttalda, þá er listamaðurinn var enn í fullu fjöri. Fyrir þann, er þekkir list Ásmundar út og inn, kemur fátt á óvart á sýningunni fyrir utan teikningarnar, sem sýndar eru. Lengi gekk sú saga, að Ásmund- ur hefði ekkert teiknað um dag- ana og að einungis ein teikning væri til eftir hann. Eftir dauða hans munu samt hafa fundist meira en 2000 teikningar! Þetta munu þó, eftir teikningunum á sýningunni að dæma, aðallega hafa verið vinnuteikningar. í sýningarskrá stendur þannig: „í raun notaði hann línu og pappír aðeins til að draga upp hug- myndir að formum, sem hann notaði svo til hliðsjónar, þegar hann vann höggmyndina í leir eða gifs“. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, og víst er, að Ás- mundur notaði ekki teikniáhöld- in sem andlega upplifun og hlið- argeira höggmyndalistarinnar, svo sem margir starfsbræður hans í listasögunni. Myndhöggv- arar hafa verið og eru margir hverjir frábærir á sviði frjálsrar teikningar, og sú myndtjáning, er þar kemur oft fram, afhjúpar frjóa sköpunargleði þeirra. Hjá Ásmundi er þessu öðruvísi farið, því hann virðist vilja sjá formið á myndum þeim, er hann hefur í smíðum, frá mörgum hliðum í tvívídd, og því hafa þær svip af uppdráttum líkast og það gerist hjá húsameisturum. Þannig eru þetta hreinar og sléttar vinnu- teikningar, en hafa vitaskuld mikið gildi sem slíkar. Að sjálfsögðu er það mikil ánægja, að nú skuli Asmundar- safn hafa verið opnað almenn- ingi, en eitt virðist þó vanta, sem Málverk Magnúsar Tómassonar Myndlíst Bragi Ásgeirsson Hamskipti og skepnuskapur (Metamoforsis and bestiality) er nafn á málverkasýningu er mynd- listarmaðurinn Magnús Tómasson heldur í Listmunahúsinu og stend- ur til 11. júní. Gerandinn hefur söðlað um frá smáskúlptúrum sínum og öðrum þrívíddartilfæringum og í hið flata tvívíða málverk. Hvort það sé undir áhrifum frá ný- bylgjumálverkinu er ekki gott að segja, því að sá er tamið hefur sér ákveðin vinnubrögð í upphafi leitar fyrr eða síðar til þeirra aftur. Þá er jafnan ávinningur af er af hinu mikilvægasta, og það er einmitt andrúmið, er umlukti vinnustað Ásmundar Sveinsson- ar. Því virðist hafa verið kústað burt til hags fyrir kuldalega, fræðilega úttekt, og það get ég alls ekki verið sáttur við. Ég ætti að muna eftir því, hvernig var að koma inn í hálfkúluna forðum daga, er meistarinn var þarna í frumskógi verka sinna mælandi á franska tungu við ferðalanga utan úr heimi, ef því var að skipta. Lotinn rammgerður ís- lendingur með tóbaksklútinn í hendi og kímniglampa í augum. Mætti biðja um nokkrar stórar myndir af meistaranum á stað- inn, helst í fullri líkamsstærð og dálitla mannlega hlýju í upp- setninguna. Veitingahorn væri og vel þegið. Eins og allir vita, þá er mikill vandi að reka einkasöfn, svo að vel fari og flest lenda þau í því að verða köld og hráslagaleg söguleg minnismerki um við- komandi, sem aðallega skóla- nemendur og forvitnir ferða- langar sækja heim. Vonandi fer ekki svo fyrir safni Ásmundar Sveinssonar, og því má ekkert til spara að gera það að þeim upplífgandi griðar- reit, er laðar gest og gangandi að. í allri listasögunni kemur það fram, að sparnaður er iðu- lega mesta bruðlið, en áhætta og mikil útgjöld skila sér aftur. öllum breytingum í tæknibrögð- um til hvíldar og endurnær- ingar. Við sáum fyrst fyrirboða þessara breytinga á sýningu Vetrarmyndar á sl. ári — í nokkrum risastórum háspeki- legum og erótískum myndum. Á sýningunni í Listmunahús- inu eru samankomin 32 verk, sem öll eru unnin í olíu á léreft. Það eru því hin sígldu vinnu- brögð sem eru ríkjandi að þessu sinni og tæknilega séð ekkert sem lætur fólk sperra upp augun né hneykslast. Það er hins vegar margt að gerast í myndum Magnúsar sem vekur til umhugsunar enda eru þær auðsjáanlega gerðar til að hrista upp í sálartetrinu í venju- legu fólki. Magnús umskapar margskonar velþekktar dýrateg- undir frumskógarins, tengir þær saman í óræðum hamskiptum og margræðum samskiptum. Það er skoðandans að mynda sér skoð- anir um það hvað fyrir gerand- anum vakir, en víst er að hann framkvæmir verk sitt með fá- gætum og ísmeygilegum húmor. Vinnubrögðin eru létt og lif- andi og hér er kunnáttumaður á ferð í meðferð efniviðarins, það leynir sér ekki. Mikil endurnýjun á sér stað í myndheimi Magnúsar Tómas- sonar og hann enda segir, að sér finnist hann rétt að byrja í myndlistinni þótt hann sé búinn að fást við hana í aldarfjórðung. Þetta er þannig ef að líkum lætur einungis byrjunin á nýjum áfanga í list Magnúsar Tómas- sonar og af sýningunni í List- munahúsinu að dæma má vænta mikils af framhaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.