Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Listahátíð í Reykjavík: Klúbbur Listahátíðar á Gauki á Stöng: Almenningur og lista- menn undir sama þaki STJÓRN Listahátídar tilkynnti í gær, að hún hefði í samvinnu við veitingahúsið Gauk á Stöng sett á laggirnar það sem aðstandendur hans nefna Listahátíðarklúbb. Verð- ur hann starfræktur meðan á Lista- hátíð stendur. Þótt hér sé talað um klúbb lögðu Listahátíðarmenn áherslu á að varast bæri að misskilja heitið. Með þessu framtaki væri aðeins verið að gera fólki kleift að kom- ast í kynni við þá listamenn, sem koma fram á Listahátíð í ár. Hugmyndin er að þeir verði á Gauk á Stöng annað veifið og gef- ist þá almenningi, jafnt sem blaða- og fréttamönnum kostur á að ræða við þá. Að sögn Sigmars B. Hauksson- ar, sem á sæti í stjórn Listahátíð- ar, er efnt til þessarar nýbreytni að erlendri fyrirmynd og í því augnamiði að koma á nánari tengslum á milli listamannanna og almennings. Sagði Sigmar, að alls ekki yrði um að ræða ein- hverja lokaða samkundu útval- inna heldur stæði þetta opið öllum þeim er hafa vildu á meðan hús- rúm leyfði. Úr Dúfnaveislunni í uppsetningu leikdeildar Ungmennafélagsins Skalla- gríms. Tvær sýningar Borgnes- inga á Dúfnaveislunni LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms sýnir í Iðnó í kvöld leik- ritið Dúfnaveisluna eftir Halldór Laxness. Síðari sýning á verkinu verður í Iðnó annað kvöld. Leik- deildin sýndi Dúfnaveisluna 13 sinn- um sl. vetur og sáu rúmlega 1000 manns sýningarnar. Theódór Þórðarson, formaður Leikdeildarinnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir að ljóst var, að Borgnesingum yrði boðið að sýna á Listahátíð, að þeta væri mesti heiður sem leiklistarfólki á landsbyggðinni gæti hlotnast. „Ég held líka að viðurkenning sem þessi geti orðið til þess að ýmsir heimamenn líti þetta starf okkar öðrum augum í framtíðinni," sagði Theódór einnig í viðtalinu við Mbl. Sem fyrr segir verða báðar sýn- ingar Borgnesinganna í Iðnó og hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Leikstjóri þessarar uppsetningar Dúfnaveislunnar er Kári Halldór. MetaÖsókn á Kjarvalsstöðum ÞEIR eru íbyggnir á svip Þorvaldur Guðmundsson í Síld & fisk (lengst t.v.) og Guðmundur Árnason í Rammagerðinni, þar sem þeir virða fyrir sér verk Sigurðar Guömunds- sonar, Sverri, á listsýningunni á Kjarvalsstöðum, sem nú stendur yf- ir. Ingólfur Davíðsson, grasafræð- ingur, stendur næst verkinu en virð- ist hafa lokið við að skoða það. Sýning listamannanna 10 á Kjarvalsstöðum hefur verið fá- dæma vel sótt og við opnunina voru þar fleiri gestir en dæmi eru til í sögu Kjarvalsstaða. Taldi Þóra Kristjánsdóttir, listráðu- nautur Kjarvalsstaða, er þeir hefðu verið um eða yfir 2000 tals- ins. Sýning listamannanna stend- ur á meðan Listahátíð varir. Dagskrá Listahátíðar í dag 20.00 GAMLA BÍÓ: Sýning Morse-látbragðsleikhóps- ins. 20.30 NORR/ENA HÚSIÐ: Vísnakvöld meö finnsku söngkon- unni Arja Saijonmaa. Arja kynnir efnisskrá á sænku. 20.30 IONÓ: Dúfnaveislan eftir Halldór Lax- nesa. Gestaleikur leikdeildar Ung- mennafélagsins Skallagrímur í Borgarnesi. Leikstjóri: Kári Hall- dór. Svart og sykurlaust skemmti starfsfólki BÚR LEIKHÓPURINN Svart og syk- urlaust vakti mikla athygli fyrir atriði sín á milli þess sem rokksveitir þöndu sig á Norrokki sl. sunnudagskvöld og í gær efndi hópurinn til sýningar í há- deginu fyrir starfsfólk Bæjarút- gerðar Reykjavíkur á Granda- garði. Er Mbl. bar að garði sat fjöldi starfsfólks flötum beinum fyrir utan frystihúsið og fylgdist með tilburðum leikhópsins. Bar ekki á öðru en þessi nýbreytni mæltist vel fyrir. Svart og sykurlaust hefur ekki sagt sitt síðasta orð á Listahátíð. Hópurinn mun t.d. koma fram á Lækjartorgi bæði kl. 17 á laug- ardag og kl. 16 á sunnudag. Lokasýning hópsins verður svo á Lækjartorgi kl. 16 laugardaginn 16. júní. Morgunblaðið/KÖE Fyrri sýning Morse-lát bragðshópsins í kvöld Látbragðsleikhópur Richard Morse heldur fyrri sýningu sína í Gamla Bíói í kvöld kl. 20. Síðari sýn- ingin verður á sama stað og á sama tíma annað kvöld. Hópurinn hefur þegar komið fram við nokkur tæki- færi á Listahátíð en einungis verið með stutt atriði. Sýningarnar í kvöld og annað kvöld eru hins vegar þær einu, þar sem látbragðsleikararnir flytja efnisskrá sína í heild. Morse-hópurinn hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína hvar sem leið hans hefur legið. Leikararnir starfa reyndar allir við leikhús Richard Morse í New York en hafa einnig ferðast víða um heim. Hafa leikararnir efnt til sýninga í meira en 20 löndum. Látbragðsleikur Morse-hópsins er af nokkru hefðbundnu bergi brotinn eins og þeir vita, sem þeg- ar hafa séð til hans. Richard Morse nam enda látbragðslistina í Frakklandi. Flest atriðanna eru sprottin upp úr atburðum úr dag- lega lífinu og kennir þar ýmissa grasa. En sjón er sögu ríkari. Einn látbragðsleikaranna úr Morse- hópnum. Þóra Friðriksdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum sínum í Milli skinns og hörunds. Bókin og börnin á Listahátíð HLUTUR Borgarbókasafns á Listahátíð er Sögustund fyrir yngstu borgarana, sem líka þurfa einhvern menningarglaðning. Var byrjað á þriðjudag, 5. júní, með Sögustund í Aðal- safni í þingholtsstræti 29 A, fyrir börn á aldrinum 3ja til sex ára. Las þá Vilborg Dag- bjartsdóttir fyrir börnin úr bókum sínum. í dag, miðvikudag, les Sigríð- ur Eyþórsdóttir fyrir börn á sama aldri í Bústaðaútibúi í Bústaðakirkju. Verður Sögu- stundin þar kl. 10 f.h. Eftir hvítasunnu mun Herdís Eg- ilsdóttir lesa fyrir litlu börnin og verða stund og staður aug- lýst í dagskrá Listahátíðar. JVIiUI skinns og hörunds frumsýnt á föstudag: Nútímafjölskyldan undir smásjánni NÝUT íslenskt leikrit, Milli skinns og hörunds, eftir Ólaf Hauk Símonarson, verður frum- flutt í Þjóðleikhúsinu á fostudag í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikritið er framlag Þjóðleikhúss- ins til Listahátíðar og verður að- eins sýnt tvisvar. Síðari sýningin verður 14. júní. Leikendur í þessu nýjasta verki Ólafs Hauks, sem jafn- framt er fyrst verka hans til að komast á fjalir Þjóðleikhússins, eru Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúla- son, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Kristbjörg Kjeld, Bryndís Pétursdóttir og Helga E. Jónsdóttir. Leikmynd er eftir Grétar Reynisson, lýs- ing eftir Pál Ragnarsson, bún- ingar eftir Önnu Jónu Jónsdótt- ur og leikhljóð eftir Gunnar Revni Sveinsson. ólafur Haukur hefur samið nokkur leikrit auk þess sem hann hefur sent frá sér fimm ljóðabækur, tvö smásagnasöfn og skáldsögurnar Vatn á myllu kölska, Galeiðuna og Vík á milli vina. Þá er ótalin ljóðsagan Al- manak jóðvinafélagsins. Þekkt- asta leikrit Ólafs Hauks er lík- ast til Blómarósir, sem Alþýðu- leikhúsið sýndi á sínum tíma. í leikritinu Milli skinns og hörunds segir frá fjölskyldu í Reykjavík. Varpað er fram spurningum m.a. um frelsi og ófrelsi einstaklingsins í viðjum fjölskyldunnar og mótun karla og kvenna auk fjöldamargra annarra. í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsdinu segir í lokin: „Milli skinns og hörunds er tragí-kómísk mynd af fjöl- skyldu í íslensku samfélagi nú- tímans."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.