Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JUNI 1984 17 Við slíkar aðstæður yrðu Sovét- menn annað hvort að nema staðar eða grípa til kjarnorkuvopna sjálfir og þá ráðast gegn öllum hugsanlegum óvinum sínum sem leiða myndi til gjöreyðingar. Staða Frakklands 1966 ákvað Charles de Gaulle, Frakklandsforseti, að Frakkar skyldu hætta þátttöku í sameig- inlegu varnarkerfi Atlantshafs- bandalagsins og treysta á eigin hernaðarmátt til að tryggja ör- yggi sitt. Nú eiga Frakkar sex eldflaugakafbáta og 16 eldflaugar búnar kjarnaoddum auk fleiri kjarnorkuvopna. Bretar ráða einnig yfir eigin kjarnorkuherafla. Þetta flækir myndina fyrir þann sem hyggur á innrás í Vestur- Evrópu en samkvæmt Ottawa- yfirlýsingu utanríkisráðherra NATO frá 1974 ber að líta á þenn- an kjarnorkuherafla sem hluta af heildarstyrk bandalagsins. Frakk- ar segja hins vegar ekki öðrum þjóðum hvenær eða við hvaða að- stæður þeir ætli að grípa til kjarn- orkuvopna sinna. Sovétmenn hafa viljað setja jáfnaðarmerki milli kjarnorku- eldflauganna sem þeir eiga og ógna aðeins Vestur-Evrópu og kjarnorkuherafla Breta og Frakka. Þarna er ólíku saman að jafna, því að mestu skiptir að Sov- étmenn standi andspænis kjarn- orkuherstyrk Bandaríkjanna, að- eins á milli kjarnorkuherafla risa- veldanna tveggja er unnt að setja jafnaðarmerki, þegar litið er á áhrifamátt kjarnorkuvopna í réttu samhengi. Hefðbundinn herafli Frakka er ekki hluti af þeim herstyrk sem Evrópuherstjórn NATO gerir sameiginlegar varnaráætlanir um en hins vegar er ljóst að NATO getur treyst á franska herinn ef til ófriðar kæmi. Nú er verið að hrinda í framkvæmd áformum um að koma upp fimm hraðliðsdeild- um innan franska landhersins sem með skömmum fyrirvara má senda út fyrir landamæri Frakk- lands gegn hverjum þeim sem ógnar hagsmunum ríkisins. Er ljóst að með þessum hermönnum geta Frakkar tekist á við innrás- arlið úr Austur-Evrópu um leið og það kemur yfir járntjaldið. Frakkar styðja eindregið ákvarðanir NATO um bandarísku Evrópueldflaugarnar og varnar- samstarf þeirra og Vestur-Þjóð- verja er náið. Nú er rætt um það hvort og hvernig þjóðirnar geta sameinast um að nýta hina nýju tækni til að styrkja hefðbundnar varnir sínar og Vestur-Evrópu. Staða íslands í lok máls síns vék Francois de Rose að stöðu íslands með tilliti til varna Evrópu með hefðbundn- um vopnum. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna Sovét- menn leggja jafn mikla áherslu á að byggja upp öflugan herflota og raun ber vitni ef sú skoðun á við rök að styðjast að örlög Evrópu og jafnvel heimsins alls verða ráðin á innan við klukkustund með ragna- rökum í kjarnorkustríði. Við slík- ar aðstæður er ekkert gagn af kaf- bátum eða herskipum sem þjóna ekki öðru hlutverki en því að trufla siglingar og granda kaup- skipum. Floti Sovétmanna á Norður- Atlantshafi á að hindra siglingar á milli Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu og loka Noreg inni sé þess nokkur kostur. Héðan frá íslandi er haldið uppi lífsnauðsynlegu eft- irliti með kafbátum og herskipum og með flugvélum frá Kóla-skag- anum. ísland styrkir varnarkerfi Vesturlanda með þeim hætti að ekkert getur komið í þess stað. Fyrir þeim sem vilja standa vörð um varnir og öryggi Vestur- landa vakir ekki að heyja stríð heldur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stríð og tryggja frið. Jafn- framt ber að búa þannig um hnút- ana að Sovétmenn sjái sér ekki hag í að efna til deilna í því skyni að skapa spennu og skapa hættu- ástand sem síðan leiði til þess að þeir í skjóli hernaðaryfirburða nái sínu fram án þess að gripið sé til vopna. Raðhús í Hafnarfirði Vorum aö fá i sölu endaraöhús viö Noröurvang á einni hæö ca. 138 fm auk 30 fm bílskúrs. Fullbúiö hús sem skiptist í 3 sv.herb., stofu, eldhús og baö. Ágæt- ar innréttingar, fallegur garöur. Skipti á 4ra—5 herb. íbúö meö bilskúr í Hafnarfiröi koma til greina, eöa bein sala. Verö 3,5 millj. 28444 HðSEIGNIR VELTUSUMDM ® ID SIMI 28444 OL Damel Arnason, lógg. fast. Ornóllur Ornólfsson, soluslj Bolungarvík IP CniULM I □ p. iA. - ■- —' 1 105 fm einbýlishús til sölu. 600 fm lóö + bílskúrsrétt- ur. Laust nú þegar. Verðhugmynd aöeins 1,4 millj. Skipti á íbúö í Reykjavík möguleg. Góö greiöslukjör. Upplýsingar í síma 91-39784. Þríbýlishús í Vogahverfi Höfum fengið til sölu vandaö 240 fm þríbýlishús á góöum staö í Vogahverfi. Á 1. hæö er 3ja herb. íbúö, í risi er 3ja herb. íbúö og í kjallara er 2ja herb. íbúö. Tvöf. bílskúr og verkstæöispláss. Stór og fallegur garöur. Hér er um aö ræöa vandaöa og góöa eign. Teikningar og frekari upplýs- ingar á skrifstofunni. EiGnflmiÐLunm TJg _______________ ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 . Sólustjóri Svorrir Kristinsson, Þortoifur Guðmunduon tðlum , Unnstoinn B*ck hrl., simi 12320, Þórótfur Halldórsson Iðgfr. Kópavogur — Einbýli Vorum aö fá sérstaklega fallegt einbýlishús sem er 215 fm, sem skiptist í 6 svefnherb., stofu, eldhús og wc. Húsiö er mikiö endurnýjaö. Auk þess er 45 fm bílskúr. 1000 fm ræktuö lóö. Hugsanlegt aö taka minni eign eöa eignir upp í kaupverð. ÍAStatgnaykUn ^ EIGNANAUST*^ OQCCC Skipholti S - 10S R«yk|svik - Simar 7SSSS ?9SSI Hrólfur Hjaltason, viftsk.fr. Sumarbústaðir Höfum til sölu sumarbústaöi, t.d. viö Elliöavatn, 30 fm, vandaöur bústaöur viö vatniö, mikiö endurnýjaö- ur, leyfi fyrir bát. Einnig viö Helluvatn, 50 fm, mikiö endurnýjaöur. Nýr bústaöur í Vatnaskóli á 1 ha eign- arlandi, skógi vöxnu. Einnig sumarbústaöir viö Apa- vatn og vandaöur nýlegur bústaöur á 1 ha eignar- landi viö Krókatjörn, landió liggur aö vatninu, frábært útsýni, verö 550 þús. Sumarbústaöalóöir í Grímsnesi. Góöir skilmálar. Upplýsingar gefur: Huginn, fasteignamiölun, Templarasundi 3, sími 25722. ósk«»r Mikaelsson, lögg. fasteignasah. i: usaval FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Einbýlishús Viö Bergstaöastræti (timbur- hús) sem er 2 hæöir og kjallari. Á fyrstu hæö er dagstofa, borö- stofa, eldhús og svalir. Á efri hæö 3 svefnherb., hol og svalir. í kjallara tvö ibúöarherb. Eldun- araöstaöa. Geymslur og þvotta- hús, bilskúr. Verö 4 millj. Engihjalli 4ra herb. sérstaklega falleg vönduö endaíbúö á 4 hæö. Tvennar svalir. Sérþvottahús á hæöinnl. Laus fljótlega. Efstaland 2ja herb. falleg vönduð íbúð á jarðhæö. Sér lóö. Kleppsvegur 2ja herb. rúmgóð íbúö á 2. hæð. Svalir. Sérþvottahús i ibúöinni. Kópavogur Hef kaupanda aö sérhæö i Kópavogi eða raöhúsi. íbúö óskast Hef kaupanda aö 3ja herb. íbúö sem næst miöbænum i Reykja- vík. Utborgun viö samning 1. millj. Jörðin Grund í Þverárhreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu er til sölu. Á jöröinni er íbúöarhús 4ra—5 herb. Stórt fjárhús. Hlaöa og geymslur. Tún 13 ha. Silungsveiöi. Verö 1,2 millj. Jörð óskast Hef kaupanda aö sjávarjörö. Má vera eyöibýli. Helfli Ólalason, löggildur fasteignasali Kvoldstm. 21157. Hafnarfjörður Nýkomið til sölu Öldutún 4ra herb. ibúð á jaröhæö i þrí- býlishusi. Allt sér. laus tljót- lega Álfaskeiö 3ja — 4ra herb. ibúö á 2. hæö i fjölbýlishúsi. Ákveöin sala Kvíholt 4ra — 5 herb. efri hæö i tvibýl- ishúsi meö bílskúr og rými i kj. Mikiö útsýni. Breiðvangur 3ja — 4ra herb. nýleg og vönd- uö íbúö á 1. hæö i fjölbýlishúsi. Ákveöin sala Kelduhvammur 3ja herb. 90 fm nýstandsett ris- íbúó. Mikiö útsýni. Túngata Álftanes 5—6 herb. einnar hæöar vand- aö nýlegt steinhús. Tvötaldur bilskúr Fullfrágengin lóö. Laus fljótlega. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. ^^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Bárugata Ca. 120—130 fm íb. á 2. hæö. Ásamt aukaherb. í kj. 3 stór svefnherb. búr innaf eldhúsi Góö eign. Verö 2,1—2,2 millj. Vlösktptafrœöingur. @ 14NGI10LT Ægir Breiöfjörö sölustjóri. Fasteignasala — Bankaitrati Sverrir Hermanss. sölumaður. SIMI 29455 — 4 UNUR Verzlanir til sölu Vorum aö fá til sölu eftirfarandi verzlanir: Matvöruverzlun — Matvöruverzlun þessi er staðsett í glæsilegri verzlunarmiðstöð í austurborginni. Ýmsir greiöslumöguleikar. Sportvöruverzlun — Ný og glæsileg sportvöruverzlun viö Laugaveg. Húsgagna- og gjafavöruverslun — Vönduö verzlun, góö vara. Blóma- og gjafavöruverzlun — Verzlun þessi er staösett i verzlun- armiöstöö. Góð sala, góð kjör. Hentugt fyrir samheldna fjölskyldu. Fyrirtækjaþjónustan, Auaturstræti 17, aimi 26278. Fannborg — 4ra herb. Úrvals íbúö á 2. hæö. íbúðin er m.a. 2 stofur og 2 svefnherb., fyrsta flokks innréttingar. Þvottaherb. á hæöinni. Mjög stórar skjólgóðar suöursvalir. Ýmis þjónusta á jarðhæö. VAGN JÓNSSON Ss FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBRAUT18 SÍMI 84433 LÖGFFúEONGURATLI VAGNSSON . nr. nr ^ i - % H1 1 l 1 Þ1 P Góðan ckiginn! i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.