Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 37 Kirkjubæjarskóli á Síðu: Tilraun með náms- braut í fiskirækt VIÐ Kirkjubæjarskóla, á Síðu, Kirkju- bæjarklaustri, var gerð tilraun með nýja námsbraut skólaárið 1983—1984. Nemendur í 9. bekk stunduðu flski- rækt og flskeldi ásamt bóklegu námi sem tengdist viðfangsefninu, og fékk skólinn afnot af eídisstöð í næsta nágrenni við skólann, sem er í eigu Kristins Guðbrandssonar. Námið skiptist einkum í tvennt, annars vegar verklegt, að ala upp seiði og sjá um daglegan rekstur stöðvarinnar, og hinsvegar bóklegt nám sem tengdist fiskirækt, fiskeldi og líffræði veiðivatna svo og verk- efnagerð og rannsóknarstörf. 1 fréttatilkynningu skólans segir að helstu rannsóknarverkefni nem- enda hafi verið leiðnimælingar í nokkrum ám á svæðinu, en auk þess voru hafnar rannsóknir á sögu klak- húsa í Vestur-Skaftafellssýslu. Birgir Þórisson kennari og Jón Hjartarson skólastjóri sáu um þetta starf með nemendum. Margir mikilvægir kostir fylgja hinni nýju námsbraut, að því er seg- ir í fréttatilkynningunni. Má þar nefna að nemendum er treyst fyrir miklu stærri og veigameiri hlutum en áður hefur tíðkast í skólastarfi og rannsóknarstarf nemandanna eykur skilning þeirra á vistfræði og líffræði almennt. Ljósm. Mbl./KÖE. Frá endurmenntunarnámskeiðinu. Við tölvuskjáinn situr Lárus Björnsson, kenn- ari. Fiskvinnsluskólinn: Utskrift og endur- menntunarnámskeið FISKVINNSLUSKÓLINN útskrifaði þann 11. mái fjórtán fiskiðnaðarmenn, en tíu ár eru nú liðin frá því að fyrstu fiskiðnaðarmennirnir luku prófi frá skólanum og færðu þeir honum ör- tölvutæki að gjöf í tilefni afmælisins. Skólinn hefur á þessu tímabili útskrif- að 185 fiskiðnaðarmenn og hafa 47 þeirra haldið áfram námi innan veggja skólans og lokið prófi sem fisktæknar. A blaðamannafundi sem nýlega var haldinn í skólanum kom fram í máli skólastjórans, Sigurðar B. Haraldssonar, að í undirbúningi sé að lengja námið, þannig að fisk- tækninám taki yfir þrjá vetur, auk 36 vikna starfsþjálfunar. Inntöku- skilyrði í skólann eru þau, að nem- andi hafi a.m.k. lokið 36 einingum í frumgreinum við fjölbrautaskóla, sem er fiskvinnslubraut 1. Auk fiskiðnaðar- og fisktækni- námsins hefur skólinn að undan- förnu staðið fyrir endurmenntunar- námskeiði fyrir fiskiðnaðarmenn og verkstjóra í frystihúsum, sem nú er lokið. Var um að ræða níu daga námskeið, sem er tvíþætt. Annars vegar varðandi rafeindabúnað og tölvuvinnslu í frystihúsum og hins vegar um gæðabónus (vöruvöndun, afköst og nýting), fiskvinnsluvélar og fiskmat. Fyrirtæki sem fram- leiða tækni- og vélabúnað fyrir frystihús tóku þátt í námskeiðinu, þannig að tækjabúnaði frá þeim var komið fyrir innan veggja fisk- vinnsluskólans til sýnis og sýni- kennslu. Endurmenntunarnám- skeiðið var hið fyrsta sinnar teg- undar á vegum skólans og tóku þátt í því 13 manns, þar af nokkrir fyrstu fiskiðnaðarnemendur skólans. Að sögn Sigurðar B. hefur skólinn þörf fyrir aukið kennslurými, bæði hvað varðar verklega og bóklega kennsiu. Teikning að nýju skóla- húsnæði, sem í ráði er að reisa á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði, hefur um nokkurn tíma legið fyrir og Al- þingi samþykkt að veita 10 milljón- um króna til byggingar hússins, en ekki gefið leyfi til þess að fram- kvæmdir megi hefjast. Kvað skóla- stjóri húsnæðismálin í mesta ólestri og væri það fyrirsjáanlegt að ekki yrði unnt að auka við nemenda- fjölda að svo stöddu. Frá útskriftinni II. maí: Aftari röð f.v.: Garðar Smári Gunnarsson, Sigurður Asgeirsson, Leifur Björnsson, Teitur Gylfason, Ásgeir Guðjón Stefánsson, sem hlaut hæstu einkunn, Björn Jóhannsson og Hjörleifur Brynjólfsson. í fremri röð f.v.: Einar Heiðar Birgisson, Bylgja Hauksdóttir, Birgir Finnsson, kennari, Sig- urður B. Haraldsson, skólastjóri, Sigurður Óskarsson, kennari og Soffía Sigríður Sigurbjörnsdóttir. Á myndina vantar eftirtalda nemendur: Júlíönu Karlsdóttur, Ævar Inga Agnarsson, Hjálmar Jóhannsson og Sveinbjörgu Halldórsdóttur. Stúdentahópur Kvennaskólans í Reykjavík 1984. Kvennaskólinn í Rvík brautskráir 33 stúdenta KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið laugardaginn 19. maí sl. og lauk þar með 110. starfsári skólans. Útskrifaðir stúdentar voru 33, tveir piltar og 31 stúlka. Á vorönn voru í skólanum 307 nemendur, þar af voru 22 á íþróttabraut, 21 á fóstur- braut en aðrir voru á menntabraut. Við skólaslitin fór fram verð- launaafhending, en verðlaun fyrir bestan heildarárangur hlaut Mar- grét Sigmarsdóttir. Signý Sigurð- ardóttir hlaut verðlaun úr Móður- málssjóði og Minningarsjóði frk. Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir sögu, en handmenntaverðlaun úr Minn- ingarsjóði Guðrúnar J. Briem hlaut Ingunn Helga Hallgríms- dóttir. Auk þess voru afhent bóka- verðlaun, m.a. fyrir tungumála- kunnáttu, frá sendiráðum viðkom- andi ríkja. Nokkrir afmælisárgangar voru viðstaddir skólaslitin og fulltrúar Nemendasambands skólans færðu Minningarsjóði frú Þóru Melsteð peningagjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.