Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 25 fltofgtistlilafrUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintaki Kennarar og skólinn jr Ialmennum umræðum er meira rætt um heimilið og skólann eða atvinnulífið og skólann heldur en kennara og skólann. Nýafstaðið þing Kenn- arasambands íslands dregur hins vegar athyglina að síðasta atriðinu. Ljóst er að meðal kennara er megn óánægja með kaup og kjör sem beinist í senn gegn stjórnvöldum og stéttar- samtökum opinberra starfs- manna, BSRB. Telja kennarar sér fyrir bestu að fara af stað með sjálfstæðar aðgerðir og augljóst er að það eru saman- tekin ráð þeirra að búa þannig um hnúta að þeir geti horfið frá störfum næsta haust eftir lögmætan uppsagnarfrest. Reiðin og óróinn sem stafar af lágum launum kennara hef- ur óhjákvæmilega slæm áhrif á skólastarf og andrúmsloftið í skólunum. Menn þurfa ekki að vera afburða glöggskyggnir til að átta sig á því að þeir sem eru óánægðir með það sem þeir bera úr býtum fyrir vinnu sína inna hana ekki af hendi af sömu alúð og þeir sem telja sig fá hæfilega umbun fyrir erfiðið. Með þessu er ekki verið að væna kennara um að sinna ekki skyldum sínum heldur er vakið máls á staðreynd sem vinnu- veitendur og í þessu tilviki skattgreiðendur hljóta að íhuga. Upphrópanir vinstrisinna um að allt hafi þetta verið betra á meðan alþýðubandalagsmenn voru í stjórn eru marklausar. Staðreyndin er sú að menn eru nú að súpa seyðið af því að allt- of lengi hefur verið látið reka á reiðanum í stjórn skólamála. Þar hafa ekki blásið ferskir vindar um sali heldur allt mið- að að því að koma á fót sjálf- virku og helst sjálfskipuðu stjórnkerfi sem sogar æ meira fjármagn beint til sín svo að æ minna verður til skiptanna í skólunum sjálfum. Furðu vekur hve kennarar einkum á vinstri væng stjórn- málanna eru íhaldssamir þegar rætt er um breytingar á fram- kvæmd skólamála. Úr því að fulltrúar vinstrimennskunnar meðal kennara rjúka upp til handa og fóta út af öllu sem hreyft er til breytinga eftir að Ragnhildur Helgadóttir úr Sjálfstæðisflokknum varð menntamálaráðherra er nær- tækt að álykta sem svo, að þeir líti á núverandi skipan skóla- mála sem pólitískt þrekvirki og hugsjónamál. Ber að meta yfir- lýsingar þeirra og aðfinnslur í þessu Ijósi. Meginþorri kennara hlýtur hins vegar að líta til þess hvort með nýjum ráðum og breyttum starfsháttum sé unnt að spara í skólakerfinu og opinberum rekstri almennt með það fyrir augum að þar með skapist svigrúm til að bæta kjör kennaranna sjálfra og styrkja stöðu þeirra. Hvað sem kerfinu líður og hinni miklu opinberu yfirbygg- ingu skiptir nemendur og for- eldra mestu að skólarnir bregð- ist ekki vonum þeirra. Sérhvert foreldri lítur í eigin barm þegar barn þess gengur í skóla og spyr sig: get ég treyst því að kennarlnn veiti barninu þá leiðsögn sem kemur því að best- um notum á lífsleiðinni? Eng- inn getur verið öruggur með svarið við þessari spurningu á meðan allt logar í ófriði vegna kjaramála í skólunum. Leita verður allra leiða, ekki síst í skólakerfinu sjálfu og innan þeirra fjárveitinga sem til þess renna, til að bæta hlut kennara á kostnað kerfisins. Kórsigur Isíðustu viku var því fagnað hér hve mikils álits Ásgeir Sigurvinsson nýtur sem knatt- spyrnumaður í Vestur-Þýska- landi. Nú berast fregnir um annan og ekki síðri sigur Is- lendinga í Þýskalandi, ekki í vestur-þýskri keppni heldur keppni æskukóra sem Evrópu- samband útvarpsstöðva stend- ur fyrir og haldin var í Köln, en í þessari keppni sigraði Hamra- hlíðarkórinn undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Fréttirnar um þennan kór- sigur eru uppörvandi. Þær eru staðfesting á því hve frábær- lega vel kórfélagarnir sem kenna sig við sinn gamla skóla, Menntaskólann við Hamrahlíð, hafa unnið undir öruggri og listrænni stjórn. Þær sýna að verk íslenskra tónskálda eru sigurstrangleg þegar þau njóta jafnræðis frammi fyrir hlut- lausum dómendum. Þær eru öllum þeim mikla fjölda íslend- inga sem helgar sönggyðjunni tómstundir sínar hvatning. Sig- ur Hamrahlíðarkórsins stuðlar að því að íslensk menning hlýt- ur víðtæka kynningu. Nýlega kom fram í Banda- ríkjunum að þar í landi kaupa mun fleiri aðgöngumiða að list- rænum viðburðum, tónleikum og óperusýningum, en íþrótta- leikum. Þessa staðreynd ættum við íbúar smáþjóðarinnar að hafa í huga þegar við íhugum hvernig merki íslands verði best haldið á loft meðal hinna fjölmennari þjóða. Ljósm.: Snorri Snorrason. Frá Breiödalsvík Aðgerðir útgerðarmanna á Austfjörðum: Forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra austur eftir helgi FORSVARSMENN sjávarútvegsfyrirtækja á Austfjörðum, frá Djúpa- vogi til Vopnafjarðar ákváðu á fundi sínum í fyrradag að sigla skipum sínum í land þann 24. þessa mánaðar og hætta útgerð, þar til rekstr- argrundvöllur fyrirtækjanna hefur verið tryggður, eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í gær. Útgerðarmennirnir gera út 15 til 20 togskip en einhverjir útgerðarmenn minni báta voru einnig aðilar að samþykktinni. Segja útgerðarmennirnir að minni togararnir séu gerðir út með 15—25% tapi og hafi svo verið undanfarin ár. Flest þorpin á Austfjörðum byggja allt á útgerð og fiskvinnslu og ef sjávarútvegsfyrir- tækin stöðvast lamast allt atvinnulíf á þessum stöðum. Sigfinnur Karls- son forseti Alþýðusambands Austurlands telur aö 1300 til 1600 manns missi vinnu sína innan viku frá stöðvun. Næslkomandi þriðjudag er fyrirhugaður fundur forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra með for- svarsmönnum fyrirtækjanna. Blm. Morgunblaðsins ræddi í gær við þrjá útgerðarmenn fyrir austan, forseta Alþýðusambands Austurlands og sjávarútvegsráðherra og fara viðtölin hér á eftir. Guðjón Smári Agnarsson: „Sjálfsagt eru ekki önnur ráö til en gengisfelling“ „ASTANDIÐ er mjög slæmt. Viö erum alls staðar komnir í vanskil og þetta getur ekki gengið svona lengur. Skipin myndu stöðvast sjálfkrafa mjög fljót- lega,“ sagöi Guðjón Smári Agnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöövarfjarðar hf. í samtali við blm. Morgunblaðsins er hann var spurður að því hvernig rekstur fyrirtækisins stæði. Hraðfrystihúsið gerir út togarana Kambaröst og Krossanes og þar vinnur nú á þriðja hundrað manns, en Stöðv- arfjörður er aðeins um 350 manna bær. „Það er vita vonlaust að ætla sér að reka útgerð með 25% tapi til lengdar. Hér byggist allt á sjávarútvegi. Við erum með 70% fólksins í vinnu hjá okkur og hér færi allt í rúst ef við þyrftum að hætta. En auðvitað von- um við að ekki þurfi að koma til stöðvunar; að málin verði leyst áður en til þess kemur." — Hvað þarf að gera til þess? „Fyrst og fremst þarf að hækka fiskverðið." — Breytir það einhverju fyrir þitt fyrirtæki sem jafnhliða er með fisk- verkun? „Jafnhliða þarf að gera vinnslunni kleift að geta greitt fyrir hráefnið." — Þýðir það gengisfellingu? „Það eru sjálfsagt ekki önnur ráð. Fyrirtæki íem selja á innlendan markað hækka tekjur sínar með því að hækka vörurnar og þjónustuna. Við verðum að selja á erlenda mark- aði en ráðum ekki markaðsverðinu vegna mikillar samkeppni við aðrar þjóðir og þá er fátt annað hægt að gera til að auka tekjurnar en að breyta genginu. Við erum búnir að gera það sem við getum til að spara á undanförnum þrengingarárum. Fjár- hagsstaða okkar er orðin afar slæm, vanskil alls staðar. Það eina sem við höfum staðið í skilum með eru beinar launagreiðslur til fólksins. Maður gerir svona hluti ekki að gamni sínu, þetta er gert þegar allt er komið í þrot.“ — Lítur þú á þessar aðgerðir ykk- ar sem þrýstiaðgerð til að fá gengið fellt? „Markmið okkar er ekkert sér- staklega það að fá gengisfellingu, markmiðið er að ná fram rekstrar- grundvelli fyrir fyrirtækin. Það kem- ur fleira til greina. Við viljum að af- urðalánin verði hækkuð, það átti að lækka þau, en frekar hefði verið ástæða til að hækka þau. Alltaf eru gerðar meiri og meiri kröfur til okkar um að greiða hlutina örar og gengur ríkið á undan með að innheimta með hörku, eins og Póstur og sími gerir og Rafmagnsveiturnar. Þessa hluti þarf að greiða örar en áður var og svo er einnig með launaskatt og fleiri rekstrarliði." — Ef eitthvað raunhæft verður í undirbúningi tel ég að til greina gæti komið að fresta aðgerðum," sagði Guðjón Smári aðspurður en sagðist ekki vita hvort hægt yrði að koma skipunum út. „Það er raunverulega ekki á okkar valdi, heldur fer það eft- ir því hvað lánadrottnarnir vilja gera.“ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Skuldbreyting á allt aö milljarð „ÉG ER nú helst á því að menn verði að hugsa þá stöðu til enda aðrir en ég. Það getur ekki orðið neitt nema iingþveiti út úr því ef Dotinn siglir í höfn. Ég held að það sé fyrst og fremst til að skapa meiri vanda. Fiskverð hefur ekki verið ákveð- iö en það er Ijóst aö þeirri ákvörðun mun engin gengisfelling fylgja, hún leysir heldur engan vanda," sagði Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á þeirri ákvörðun Austfirðinga, að sigla flota sínum í höfn 24. júní n.k., ef ckki verður séð fyrir endann á lausn á vanda útgerðarinnar. „Nú hafa 150 milljónir verið notað- ar til að koma skuldbreytingu útgerð- arinnar af stað eftir nokkra bið. Það má vera að niðurstaðan verði sú að allt' að einum milljarði verði skuld- breytt. Menn verða að hafa þolin- mæði til að sjá hvað út úr því kemur. Hins vegar hafa bankarnir þrengt mjög að fyrirtækjum í sjávarútvegi, í framhaldi af ákvörðun Seðlabankans að draga úr endurkaupum afurða- lána. Það hefur verið ákveðið að taka afurðalánin til endurskoðunar m.a. hefur komið til tals að flytja þau al- veg yfir til viðskiptabankanna og þeir viðskiptabankar sem eru með afurða- lán, fái heimild til að fjármagna þau að nokkru leyti með erlendum lánum. Með þeim hætti yrði aðstaða bank- anna jöfnuð í þessu tilliti. Seðla- bankinn reynir af og til að veita viðskiptabönkunum aðhald með því að draga úr endurkaupum afurðalána en viðskiptabankarnir bregðast alltaf þannig við að þeir draga aftur úr lán- um til sjávarútvegs. Þessu þurfum við að komast út úr, því það hefur meðal annars skapað þau viðbrögð sem nú hafa blossað upp. Ég mun fara yfir þessi mál með Austfirðingunum eftir helgina, en ég skal ekkert segja um hvort hægt er að leysa úr vanda allra þessara fyrir- tækja. Vandamál þeirra eru marg- vísleg og ekki eingöngu vegna ákvarðana stjórnvalda, heldur einnig vegna þess að þau hafa legið með miklar skreiðarbirgðir og sum þeirra hafa ef til vill haldið úti of mörgum skipum. Því mega menn líta í eigin barm um leið og þeir gera kröfur til stjórnvalda. Skuldbreytingin dugir hins vegar ekki á nokkurn hátt til lausnar vandans, nema að grundvöllur verði fyrir áframhaldandi rekstri. Því er ég á móti því að tapið sé endalaust skuldbreytt. Ástandið var orðið það slæmt að við náum okkur ekki út úr þessum vanda nema á mörgum árum, og til þess verða menn að hafa þol- inmæði. Rekstrargrundvöllur verður eins og er ekki fyrir hendi fyrir hinn stóra flota okkar, nema fiskirí batni allverulega. Það er ekki rekstrar- grundvöllur fyrir flotann eins og er við núverandi aðstæður, við verðum bara að horfast í augu við það og því er það slæmt, hve fá útgerðarfyrir- tæki hafa dregið úr úthaldi skipa sinna, þegar jafnvel 50% af aflaverð- mæti togara fara í olíu. Það hlýtur að enda með ósköpum. Stjórnvöld ráða því miður engu um olíuverðið og geta því lítið gert hvað varðar olíukostnað skipanna," sagði Halldór Ásgríms- son. Ólafur Gunnarsson: „Nauösynlegt að bæta hag sjávar- útvegsins í heild“ „VIÐ kunnum ekki að reka fyrirtæki árum saman með bullandi tapi og vitum ekki hvar við eigum að taka fé til þess,“ sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaup- stað í samtali við blm. Morgunblaðsins um fyrirhugaða stöðvun allra aust- firskra togskipa frá og með 24. júní næstkomandi. Sfldarvinnslan er með 450 manns í vinnu bæöi við útgerð og fiskvinnslu og verður þetta fólk fljót- lega atvinnulaust ef til stöðvunar kem- ur. „Þessi vandi er fyrst og fremst til- kominn vegna þess hvernig staðið var að málum á árunum 1980 til 1983 eða jafnvel frá 1979. Þá var aflinn geysi- lega mikill og hefði átt að safnast eigið fé fyrir í sjávarútvegsfyrirtækj- unum. Ef því fjármagni hefði ekki verið veitt strax út í þjóðfélagið þá værum við betur í stakk búnir til að mæta þeim áföllum sem núna eru að ganga yfir. Nú er hinsvegar enginn mergur í okkur til að takast á við vandamálin. Við erum með gríðarlegt tap á bak- inu, þar sem við höfum verið að tapa fimmtu og fjórðu hverri krónu sem við höfum fengið inn í rekstri minni togaranna á árunum 1982 og 1983. Þó við fengjum olíuna alla ókeypis þá dygði það ekki til. Safnast hefur upp gríðarlegur skuldahali sem við höfum tekið að láni með einu eða öðru móti í þjóðfélaginu; hjá þjónustuaðilum, bönkum, stofnfjársjóðum og öðrum og einhvern tímann vilja þessir aðilar fá fé sitt greitt." „Óskir meinar þú,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður hverjar væru kröfur útgerðarmannanna. „Við telj- um nauðsynlegt að bæta hag sjávar- útvegsins í heild en það var ekki ætl- unin að gera við þá fiskverðsákvörð- un sem nú er verið að semja um. Við sjáum engan tilgang í því að hækka fiskverðið eitthvað smávegis því það minnkar einungis tapið á útgerðinni lítillega en eykur tapið á fiskvinnsl- unni jafn mikið á móti. Slíkt leysir engan vanda. Við viljum einnig láta hækka endurkaup Seðlabankans á af- urðalánum upp í 60% af aflaverð- mæti. Viðskiptabankar sjávarútvegs- ins, svo sem Landsbankinn og Ut- vegsbankinn, eru í stöðugum yfir- drætti í Seðlabankanum og að því hlýtur að koma að þeir segi hingað og ekki lengra, enda er það ekki hlut- verk þeirra að fjármagna taprekstur. Auk þessa teljum við nauðsynlegt að greiðslum uppsafnaðra vanskila verði dreift á 8—10 ár og til þess tekið lán. Þetta hjálpar þó ekki nema við fáum rekstrargrundvöll, þannig að fiskverðið verði ekki ákveðið nema það verði það hátt að hvorki verði tap á meðalútgerð né fiskvinnslufyrir- tæki.“ — Gerið þið ykkur vonir um að af þessu geti orðið? „Ef menn ætla að hafa sjávarútveg í þessu landi og nýta þær gjaldeyris- tekjur sem sjávarútvegurinn skapar og á meðan menn hafa ekkert betra, þá verður að sjá til þess að ekki sé tap á útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- unum árum saman. „Áhrif stöðvunar fyrirtækjanna kemur til með að hafa sömu áhrif hér í Neskaupstað og ann- arsstaðar á Austurlandi. Almennt verður algjört hrun í atvinnulífinu," sagði ólafur aðspurður um áhrif stöðvunar á atvinnulífinu í Neskaup- stað. „Þetta er framhald á þeirri þróun sem verið hefur undanfarin ár, það er að landsbyggðin hefur verið að hopa fyrir þéttbýlinu. Öll gróska er við Faxaflóa og framleiðslustaðirnir staðna. Fólk hefur ekki trú á atvinnu- grein sem á í stöðugum erfiðleikum eins og sjávarútvegurinn hefur átt í.“ — Lítið þið á þessar aðgerðir sem þrýstiaðgerðir? „Nei, þetta er algjör neyðarráðstöf- un. Það að við gerum þetta sameig- inlega er bara formsatriði því fyrir- tækin stöðvast hvort sem er í sumar. Það eina sem ef til vill má deila á okkur fyrir er að við skyldum láta þessa ákvörðun dragast svona lengi í þeirri óreiðu sem þessi mál hafa öll verið í. Mér finnst eins og menn gleymi því oft hvað fylgir því að gegna framkvæmdastjórastarfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að vera margfaldir vanskilamenn og geta ekki skilað orlofi og lífeyris- sjóðsgjöldum á réttum tíma, svo dæmi sé tekið, en slíkt er hreinlega sakamál. Það er alveg fráleitt að menn sem taka þessi störf að sér þurfi að búa við þetta. Auðvitað höfum við sem að þessum aðgerðum stöndum, miklar áhyggjur, en við vorum bunir að ræða málin mikið áður en gripið var til aðgerða. Við vonum að ekki þurfi að koma til stöðvunar en gerum hinsvegar alveg ráð fyrir því að af því geti orðið með tilliti til þess sem á undan er gengið," sagði ólafur Gunnarsson. Pétur Olgeirsson: „Mælirinn er orð- inn fullur“ „ÞETTA ER svipað hjá okkur og öðr- um. Við getum ekki rekið þetta með margra milljóna króna tapi ár eftir ár,“ sagði Pétur Olgeirsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra hjá Tanga hf. á Vopna- firði, þegar hann var spurður að því hvað staða útgerðinnar væri slæm. Tangi hf. er með fiskverkun og gerir út togarann Bretting auk þess sem það á meirihluta í og gerir út Eyvind vopna sem er 180 tonna bátur. Hjá fyrirtæk- inu starfar á þriðja hundrað manns en á Vopnafirði búa alls um 800 manns. „Aflasamsetning hefur breyst gíf- urlega, minna er af þorski en meira af verðminni tegundum svo sem karfa og ufsa og þegar olían er komin í 56% af aflaverðmæti, eins og maður hefur heyrt dæmi um, þá er staðan orðin hrikaleg. Ég hef ekki tölur yfir stöðuna hjá okkur í prósentum en þetta er rekið með bullandi tapi, það liggur ljóst fyrir. Togarinn var rek- inn með 6 milljóna kr. tapi í fyrra og er þetta þó 12 ára gamalt skip með litlum skuldum. Við lentum þó ekki í neinum óeðlilegum bilunum. Rekstr- argrundvöllurinn er hreinlega ekki til. Mælirinn er orðinn fullur," sagði Pétur aðspurður um af hverju ákveð- ið hefði verið að stoppa nú en ekki fyrr, „það voru ef til vill þessar ráð- stafanir hjá Seðlabankanum um dag- inn þegar afurðalánin voru lækkuð sem fylltu mælinn endanlega. Flest fyrirtækin hér á Austurlandi eru bæði með útgerð og fiskvinnslu og er þetta því samverkandi. Ef fiskvinnsl- an getur ekki greitt útgerðinni vegna minni afurðalána þá kemur það niður á útgerðinni. Undanfarin ár hefur fiskvinnslan fjármagnað útgerðina sem rekin hefur verið með miklu tapi.“ — Hvað tekur við hjá ykkur? „Ég get ekki svarað því á þessu stigi. Það liggur þó ljóst fyrir að ef skipin verða látin stöðvast þá verður algert atvinnuleysi á þessum stöðum. Ég vona bara að stjórnvöld grípi fljótt í taumana og skapi rekstrar- grundvöll fyrir þessi fyrirtæki þann- ig að enginn þurfi að stöðva og allir geti lifað í þessu þjóðfélagi. Stjórn- málamennirnir verða að skilja að á þessari atvinnugrein byggist allt í þessu landi, hvar sem við búum,“ sagði Pétur Olgeirsson. Sigfinnur Karlsson: „1.300 til 1.600 manns missa atvinnuna“ „VIÐ lítum mjög alvarlegum augum á þessa aðgerð. Ég var boðaður á þennan fund þeirra í gær og mótmælti aðgerð- unum en þeir hlógu bara að þeim,“ sagði Sigflnnur Karlsson forseti Al- þýðusambands Austurlands í samtali við blm. í gærkvöldi þegar leitað var álits hans á fyrirhugaðri stöðvun aust- flrskra útgerðarmanna á veiðum skipa sinna. Sigfinnur sagði að þetta væri þó þeirra mál. Þeir hefðu verið sammála um að allt væri að stöðvast og eitt- hvað þyrfti að gera. Hefðu þeir ein- róma samþykkt að fara út í þessar aðgerðir. Sagði hann að útgerðar- mennirnir hefðu tekið mjög afdrifa- ríkar ákvarðanir því stöðvun myndi hafa mjög ískyggilegar afleiðingar fyrir byggðarlögin á Austurlandi, sem væru nær eingöngu byggð upp á útgerð og fiskvinnslu. Sagði Sigfinn- ur að 1.300 til 1.600 manns, bæði sjó- menn og fiskvinnslufólk, myndi missa vinnu sína ýmist strax eða viku eftir stöðvun. Fiskvinnslufólki yrði líklega sagt upp þegar viku vinna væri eftir við aflann en það hefði viku upsagnarfrest á kauptrygging- unpi. Sjómennirnir yrðu líklega kauplausir strax fyrsta daginn í landi vegna ákvæða í samningum sem kveða á um að ekki þurfi að greiða sjómönnum kaup í fyrstu átta dag- ana í landi en uppsagnarfresturinn félli inn í þann tíma. Yfirmennirnir á skipunum sagði Sigfinnur hinsvegar að væru allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Ég verð bara að vona að stjórn- völd fari að gera eitthvað í þessum málum, svo að þessi ósköp eigi ekki eftir að ganga fyrir byggðarlögin hér á Austurlandi," sagði Sigfinnur Karlsson að lokum. Fulltrúaþing Kennarasambandsins Fulltrúaþing Kennarasambands íslands var haldið um síðustu helgi. A þinginu var samþykkt að skora á BRSB að segja upp kjarasamningum frá og með 1. september nk. Miklar umræður urðu einnig um úrsögn kennarasam- bandsins úr BSRB og var ákveðið að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna að undangenginni kynningu um hana. Þá var einnig samþykkt að leita til „Hins íslenska kennarafélags" sem eru samtök kenn- ara í framhaldsskólum um stofnun sérstaks bandalags kennara. En það voru fleiri mál en kjaramál kennara er fengu umfjöllun á þinginu. Innra starf skólanna og skipulagning þeirra tóku drúgan tíma í umræðum. Þá urðu miklar umræður og var oft hart deilt á ýmsar hugmyndir sem viðraðar hafa verið innan menntamálaráðuneytisins um breytingar í skóla- málum. Ilér fer á eftir fyrri hluti viðtala, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við nokkra þingfulltrúa um margt það er snertir skólamál. Jónína Friðflnnsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Skólasafn forsenda nýrra kennsluhátta Það var samdóma álit Ragnhildar Helgadóttur og Jónínu Friðfinns- dóttur aö góð og vel útbúin skóla- söfn séu forsenda nýrra kennslu- hátta sem nauðsynlegt er að taka upp með breyttum tímum, þegar þær voru inntar eftir gildi skólasafna. „Skólasafn er ekki eingöngu bókasafn heldur gagnasafn, út- búið ýmsum kennslutækjum s.s. myndböndum. Bókin er ekki leng- ur eina kennslutækið, það eru komnir nýjir miðlar. Á skólasafni fer fram bein og óbein kennsla og það er því ljóst að kennslufræði- legt hlutverk þeirra er mikið. Ef rétt er á málum haldið og kennar- ar til þess menntaðir að liðsinna nemendum í vinnu á skólasöfnum þjálfast þeir síðar nefndu í sjálf- stæðum vinnubrögðum og gagna- söfnun." Aðspurðar sögðu Ragnhildur og Jónína það ljóst að Reykjavíkur- borg væri leiðandi í uppbyggingu skólasafna en önnur sveitarfélög hefðu tekið seint við sér og væri ástandið verst út á landsbyggð- inni, — á mörgum stöðum alls óviðunandi. „Kennslugagnamið- stöðvar og fræðsluskrifstofur gegna stóru hlutverki og þá sér- staklega fyrir fámenna skóla. Þangað geta kennarar leitað eftir ráðgjöf, gögnum, tækjum, bókum og öðru því er kemur að notum við kennslu. Á meðan ástand skóla- safna er eins slæmt og það er verður ekki hægt að segja að grunnskólalögunum sé framfylgt," bættu Ragnhildur og Jónína við að lokum. Bóknámi er gert hærra undir höfði Málefni verkmenntaskólanna var eitt þeirra mála sem rædd voru á þingi Kennarasambandsins. Bene- dikt H. Alfonsson er einn þeirra er hafa látið þessi mál til sín taka. „Tilvist Stýrimannaskólans er ógnað af gengdarlausum undan- þágum bæði til skipstjórnar og vélgæslu á bátaflotanum. Vegna þess leggja menn ekki á sig langt nám til þess eins að öðlast einhver réttindi. Þá hafa einnig versnandi kjör sjómanna haft þau áhrif að menn leggja síður leið sína í Stýri- mannaskólann." „Almennt verknám hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum en því bóklega gert hærra undir höfði. Aðalástæðan er sjálfsagt sú að stofnkostnaður og rekstur verk- náms er mun hærri en bóknáms. Fiskvinnsluskólinn býr t.d. við alls ófullnægjandi aðstæður og getur ekki veitt nemendum sínum þá menntun er æskilegt væri vegna skorts á húsnæði. Það furðulegt að skóli er tengist undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar skuli ekki vera betur settur en raun ber vitni. Aðspurður sagði Benedikt að námsskrár- og námsgagnagerð Benedikt H. Alfonsson fyrir iðnfræðsluna í landinu væri mjög ábótavant sérstaklega vegna niðurskurðar á fjármagni. „Við slíkar aðstæður er kennslan háð framtakssemi og dugnaði kennara en slíkt skapar óneitanlega ósam- ræmi milli iðnfræðsluskóla," sagði Benedikt að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.