Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 33 huga við sín ræktunarstörf, þá ef- ast ég ekki um, að takast muni á skömmum tíma, að breyta ber- angri í skjólsælan stað. Barnið sem fæddist í dag, verður tæplega fullbjarga fyrr en eftir áratug. Við getum ekki fremur vænst þess að viðkvæmur gróður spjari sig án stuðnings, á mikið skemmri tíma. Það sem spyrjandi ætti fyrst af öllu að gera, er að afla sér leiðbeiningarrita um ræktun og kanna jafnframt hvernig aðrir hafa farið að við að koma upp skjóli fyrir gróður, og hefjast síð- an handa við ræktunarstörfin. Ef vel tekst til, er hugsanlegt að þeir tímar komi að planta megi gull- regni á skjólsælasta stað lóðar- innar og að það nái að blómstra fimm til tíu árum eftir gróður- setningu. þessa áfanga, kom fram mikil ánægja með það hvernig til hefur tekist með þessar siglingar. Töldu ræðumenn siglingarnar og sam- vinnu Færeyinga og íslendinga mikilvægan hlekk í samskiptum landanna , sem ekki mætti brjóta . Og væri því fyllsta ástæða til þess að hlúa áfram að þessari sam- göngubót. Norröna lagðist að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið um morg- uninn og fór fjöldi smárra báta út á móti skipinu og fylgdi því til hafnar. Með skipinu var mikill fjöldi færeyskra boðsgesta og má meðal annars nefna Óla Hammer, framkvæmdastjóra Smyril-Line, Tómas Arabo, Arnfinn Carlsberg, samgöngu- og sjávarútvegsráð- herra, auk fleiri góðra gesta. Tekið var á móti þeim með blómum við komuna og síðan ekið með þá um Seyðisfjörð og þeim sýndur staðurinn og voru móttök- urnar allar hinar alúðlegustu. Við þetta tækifæri kom fram, að Jónas Hallgrímsson, sem verið hefur bæjarstjóri á Seyðisfirði í tíu ár og aðalhvatamaður þessara samgangna og siglinga, lét af störfum bæjarstjóra þennan dag og við starfi hans tók Þorvaldur Jóhannsson, skólastjóri. Jónas hefur ákveðið að helga sig þessum samgöngum og samskiptum við Færeyinga og hefur í þeim til- gangi reist myndarlegt þjónustu- hús á hafnarbakkanum, þar sem tekið verður á móti farþegum til landsins og frá því og þeim veittar upplýsingar og sú aðstoð sem völ er á. Meðal farþega, er fóru utan með Norrönu til Færeyja, var stór hóp- ur Austfirðinga, hluthafa og ann- arra velunnara þessara siglinga og eru þeir í boði Smyril-Line. Norröna kemur í sumar viku- lega til Seyðisfjarðar, klukkan níu á fimmtudagsmorgnum og fer aft- ur á hádegi. Verslunarráð íslands ályktar: Afgreiðslu- tími á að vera frjáls í TILEFNI fyrirhugaðrar laugar- dagslokunar verslana í Reykjavík í sumar vill stjórn Verslunarráðs ís- lands ítreka þá stefnu ráðsins, að afgreiöslutími fyrirtækja og stofn- ana á að vera frjáls. Allar óeölilegar hindranír hvort sem er frá hendi stjórnvalda, stéttarfélaga eða sam- taka atvinnurekenda eru skeröing á athafnafrelsi manna. Verslunarráðið vill að sjálf- sögðu taka undir það sjónarmið að halda beri vinnutíma verslunar- fólks innan hóflegra marka. Laug- ardagslokun er þó ekki rétta leiðin að því marki, því hún kemur í veg fyrir, að neytendum sé veitt sjálf- sögð og nauðsynleg þjónusta á þeim tíma sem þörf krefur. Með breyttri vinnutilhögun er hægur vandi að hafa verslanir opnar eins lengi og þörf krefur án þess að lengja vinnutíma hvers einstaks starfsmanns, svo sem tíðkast í mörgum öðrum þjónustugreinum án verulegra vandkvæða. (Fréttatilkynning.) Félagsfundur Parkinsonsamtaka ÞRIÐJI félagsfundur Parkinson- samtakanna verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, II. hæð, kl. 14.00 laugardaginn 9. júní nk. I. Á dagskrá eru venjuleg fé- lagsstörf. II. Jón Óttar Ragnarsson flytur erindi um: Mataræði og heilbrigði almennt, Mataræði og taugakerf- ið, Mataræði og parkinsonveikina. (Fréttatilkynning frá stjórn Parkinsonsamtakanna.) Riddari af Dannebrog Frú Rannveig Albertsdóttir, húsfreyja að Hallkelshólum í Grímsnesi, var gerð að riddara af Dannebrogsreglunni þann 9. apríl sl. Var Rannveigu veitt orðan i þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð við grænlenska nemendur í sauðfjárrækt og afhenti sendi- herra Dana á íslandi henni hana í Reykjavík þann 30. maf sl. Hótel Hof með vínveitingaleyfi HÓTEL Hofi hefur nú verið veitt leyfl til vínveitinga, og opnunartími hótelsins hefur verið lengdur yflr sumartímann. Segir í fréttatilkynningu hótels- ins að í sumar verði veitingasalur- inn opinn frá kl. 8 til 23. Matur verður framreiddur frá kl. 11.30 til 14, og frá kl. 18 til 21.30, en fríar veitingar eru fyrir börn yngri en sex ára og hálft gjald fyrir börn sex til tólf ára. Glit gefur úr listaverk Á VEGUM Listasmiðju Glits er nú verið að undirbúa útgáfu á nýjum flokki listaverka, sem gefín verða út í mjög takmörkuðu upplagi. Fyrsta verkið verður skúlptúr eftir Ragnar Kjartansson, mynd- höggvara, sem nefnist Litli fiski- maðurinn. Verkið er 32 sentimetr- ar á hæð og brennt í steinleir. Að- eins verða gefin út 15 tölusett ein- tök af þessu verki og er verðið á hverju eintaki kr. 14.800. (Fréttatilkynning.) KYNNTU ÞÉR KOSTI VINNUÞJARKSINSITEK 975 ITEK prentvélar/fjölritarar eru löngu heimsþekktir fyrir frábæra hönnun sem tryggir langa viöhaldslausa notkun. Vélarnar eru framleiddar meö aukabúnaöi viö allra hæfi sem gerir vinnuna hraöa og auövelda en samt meö handbragöi fagmannsins. Af fáanlegum aukabúnaöi má m.a. nefna: Keöjufrálegg, púöursprautu, blástur niöur á pappír í fráleggi, sjálfvirka inntöku á prentplöt- um og útkast, farva og vatnsverk sambyggt eöa aöskiliö, stoppar ef hún tekur tvö blöö eða flækir blaö, notar allar geröir af prentplötum og margt fleira mætti telja sem fróölegra er aö líta meö eigin augum. Því bjóöum viö þér í OPIÐ HÚS sem vió höldum dagana 6., 7., og 8. júní aö Skipholti 1, Reykjavík en þar sýna fulltrúar frá ITEK INTERNATIONAL notkun vélanna og svara fyrirspurnum um þær ásamt plötugeröar- vélunum ITEK 615 E og ITEK IPA 300. Vinsamlega hafiö samband í síma 91-25410 og ákveðið tíma eöa bara lítið inn. OFFSET FJÖLRITUN SF. Skipholti 1. Sími 91-25410. ITEK INTERNATIONAL ptíúrpmM&foifo Gödan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.