Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 44
Öb
44
mi ÍY'Ti. H flUOAOTJXIVflfM .UÍUAUaVíTlOflOW
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
+
Móðir okkar og tengdamóöir,
EVA BJÖRNSSON,
f»dd BORGE,
Laufásvegi 67,
varó bráökvödd sunnudaginn 3. júní.
Dagný Valgeirsdóttir, Björg Valgeirsdóttir,
Hallvarður Valgeirsson, Ásta Baldvinsdóttir,
Björn Th. Valgeirsson, Stefanía Stefónsdóttir.
Móöir okkar. + SYLVÍA SIGGEIRSDÓTTIR,
er látin. Ingibjörg Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Haukur Jónasaon, Reynir Jónaason.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
GUÐRÚN H. STEPHENSEN,
Noróurbrún 1,
lést í Landspitalanum 29. maí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrr-
þey aö ósk hinnar látnu.
Magnús H. Stephensen, Vilborg G. Stephensen,
Ólafur H. Stephensen, Ellen Guðmundsdóttir,
Halldóra H. Stephensen, Leifur Vigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JÓNAS GUDMUNDSSON,
fyrrv. rafvirkjameistari,
Hávallagötu 23,
lést i Landakotsspítala 5. júní.
Hólmtríður Jóhannsdóttír, Knútur Hallsson,
Erna Hjaltalín,
Jónas Knútsson.
+
Móðir okkar,
MARGRÉT STEFÁNSOÓTTIR SIGUROSSON,
Nökkvavogi 11,
lést á Hvítabandinu 4. júní.
Ragna Sigurðsson,
Páll Ragnarsson.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS EIDSDÓTTIR,
Skjólbraut 5,
Kópavogi,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. júní
kl. 13.30.
Stefán Guðmundsson,
Guörún Stefánsdóttir, Einar Ólafsson,
Jóhanna Stefánsdóttir, Guömundur Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
HÖRDUR GÍSLASON,
Gnoðarvogi 28,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. júní kl.
10.30.
Þeir sem vildu minnast hans eru beönir aö láta SÍBS njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna.
Alfreð Harðarson, Ásta Alfonsdóttir,
Guðbjörg Ó. Haröardóttir, Trausti Finnsson,
Sigurgísli Harðarson, Kristen Moesgaard,
barnabörn, barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
SVEINS KRISTVINSSONAR,
Álftamýri 28.
Rúnar Jónsson,
Krístján Jónsson,
Gunnar Jónsson,
Siguröur Sveinsson,
Kristvin Sveinsson,
Jón Tryggvi Sveinss<
Unnur Ólafsdóttir,
Stefanía Þorvaldsdóttir,
Ásta Baldursdóttir,
Ólöf Guömundsdóttir,
Guörún Hálfdánardóttir,
Minning:
Einar Guðmundsson
frá Bárekseyri
Síðastliðinn laugardag, 2. júní
andaöist í Borgarspítalanum Ein-
ar Guðmundsson, bifreiðastjóri,
frá Bárekseyri á 82. aidursári, en
Einar hafði átt við veikindi að
stríða undanfarin ár.
Einar var fæddur hér í Reykja-
vík þann 5. nóvember 1902. For-
eldrar Einars voru hjónin Soffía
Emelía Einarsdóttir og Guðmund-
ur Guðmundsson, formaður og
sjósóknari, en þau bjuggu að Bá-
rekseyri á Álftanesi, Bessastaða-
hreppi. Fjögur systkini átti Einar
sem öll eru látin, en þau voru Jón,
sjómaður og bóndi, Valgerður,
húsfrú, Elín, húsfrú og Sigurður
Z., kaupmaður. Var Einar yngstur
þeirra systkina.
Foreldrar Einars og þeirra
systkina fluttu til Reykjavíkur
vorið 1902, en þar fæddist Einar í
Gunnarshúsi við Vesturgötu. Síð-
ar fluttu foreldrar Einars með
fjölskyldu sína að Vesturgötu 53a,
sem ávallt var kallaö Bárekseyri.
Einar ólst upp hjá foreldrum
sínum og er hann hafði aldur til
fór hann að vinna og hóf fyrst
störf í Sveinsbakaríi og ók brauð-
unum út um bæinn á handvagni.
Síðan var hann á togurum. Föður
sinn missti Einar 1917 þá 15 ára
að aldri.
Árið 1926 hóf Einar akstur
vörubifreiða og leigubifreiða frá
1930 og þar til heilsan gaf sig
haustið 1981. Einar var einn af
stofnendum bifreiðastjórafélags-
ins Hreyfils fyrir um 40 árum.
Árið 1930 kvæntist Einar eftir-
lifandi konu sinni Sigríði Árna-
dóttur og er það sannast að hjóna-
band þeirra var farsælt og mikið
lán fyrir Einar. Voru þau hjón
mjög samrýnd og hjónabandið hið
farsælasta.
Þau hjónin eignuðust tvær dæt-
ur, Soffíu og Önnu, einnig ólu þau
upp fósturson, Arnar Gunnarsson.
Barnabörn og barnabarnabörn eru
nú 15 talsins, allt hið mannvæn-
iegasta fólk eins og þau bera kyn
til.
Minning:
Gísli Magnússon
byggingastjóri
Fæddur 29. júní 1917.
Dáinn 29. maí 1984.
Kveðjuorð frá Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
í dag, miðvikudaginn 6. júní, er
til moldar borinn frá Akureyrar-
kirkju Gísli Magnússon, bygginga-
stjóri, sem andaðist þann 29. maí
sl. Hann fæddist 29. júní 1917 að
Tjörn í Svarfaðardal sonur hjón-
anna Magnúsar Gíslasonar og Jó-
hönnu Júlíusdóttur. Hann hafði
ekki gengið fyllilega heili til skóg-
ar síðustu ár en þó kom hinsta
kallið vinum og vandamönnum í
opna skjöldu nú þegar hann var
aðeins 66 ára að aldri. Stórt skarð
er fyrir skildi, þegar hans nýtur
ekki lengur við.
Það er ekki tilgangurinn með
þessum fáu línum að rita ýtarlega
minningargrein um Gísla Magn-
ússon, heldur aðeins að bera fram
örfá þakkar- og kveðjuorð frá
Kaupfélagi Eyfirðinga. Eftir að
hafa búið í ólafsfirði á árunum
1945—1%5, þar sem Gísli starfaði
sem byggingameistari, bygginga-
fulltrúi og verkstjóri hafnarmála-
stjórnar, flutti hann til Akureyrar
og hóf störf hjá KEA 6. júní 1965.
Fyrsta verkefni hans var ýtarleg
úttekt á aðstæðum til tankvæðing-
ar mjólkurflutninga í héraðinu.
Heimsótti hann þá nálægt öll
sveitabýli á framleiðslusvæði
Mjólkursamlags KEA og renndu
þær heimsóknir stoðum undir ýt-
arlega staðháttaþekkingu Gísla í
eyfirskum byggðum. Hann varð
síðan byggingastjóri KEA. Hann
stýrði fjölda verkefna í uppbygg-
ingu félagsins í starfsstöðvum
þess á Akureyri og í hinum ýmsu
þéttbýliskjörnum við Eyjafjörð.
+ Hugheilar þakkir færum viö öllum fjær og nær sem auösýndu
okkur hlýhug og vináttu viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa.
ÓLAFS JÓHANNESSONAR,
og vottuöu minningu hans viröingu.
Dóra Guóbjartsdóttir, Dóra Ólafsdóttir,
Kristrún Ólafsdóttir, Einar G. Pétursson,
Ólafur Jóhannes Einarsson,
+
Innilegar þakkir til allra sem vottað hafa okkur samúö viö fráfall
KJARTANSJÓNSSONAR,
Garösenda 5.
Sesselja Gísladóttir,
Rögnvald Kjartansson,
Grétar Kjartansson,
Jón Kjartansson,
Jóhanna Kjartansdóttir,
Guðrún Tómasdóttir,
Aliza Kjartansson,
Ólafur Magnússon
barnabörn.
°g
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur
okkar,
GUÐRUNAR M. GUOMUNDSOÓTTUR,
Patrsksfiröi.
Geirþrúöur Siguröardóttir,
Sigrföur Siguröardóttir,
Örlygur Sígurósson,
Ingibjörg Siguröardóttir.
Einar Guðmundsson var hóg-
vær maður og sérstaklega vel lát-
inn. Traustur var hann og ábyggi-
legur og var sómi sinnar stéttar.
Má segja að Einar Guðmundsson
hafi sett sinn svip á bæinn og fer
þeim aldamótamönnum óðum
fækkandi.
Einar Guðmundsson verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl.
13.30 í dag og lagður til hinztu
hvíldar í Gamia kirkjugarðinum
við Suðurgötu.
Ættingjum Einars færi ég sam-
úðarkveðjur og megi minningin
um góðan dreng lengi lifa.
Hess
Hæst ber að sjálfsögðu stjórn
hans á byggingu hinnar miklu
mjólkurstöðvar félagsins á Akur-
eyri, en það verk var aðallega unn-
ið á árunum 1974—1980, en ýmis
verkefni önnur mætti nefna í bæ
°g byggð, mörg þeirra stór og
heillandi.
Á löngum starfsferli í bygg-
ingariðnaði hafði Gísli Magnússon
öðlast mikla reynslu og víðtæka
þekkingu. Hann var jafnframt
ágætum gáfum gæddur, glöggur
og athugull. Skapgerð hans gerði
honum sem stjórnanda auðvelt að
umgangast fólk. Hann var því
mannasættir og leysti hver þau
vandamál, sem að höndum þar.
Hann gekk jafnan brautir sann-
girni og heiðarleika og laðaði fóik
til góðra starfa. Ráð hans voru góð
og til hans var gott að leita. Sem
byggingastjóri Kaupfélags Eyfirð-
inga var hann því mjög farsæll.
Fyrir félagsins hönd flyt ég hon-
um að leiðarlokum innilegar þakk-
ir og óska honum velfarnaðar og
blessunar Guðs á vegferðinni
handan móðunnar miklu.
Eftirlifandi eiginkona Gísla
Magnússonar og traustur lífsföru-
nautur er Sigríður Helgadóttir frá
Ólafsfirði, en þau giftust þann 5.
janúar 1946. Synir þeirra eru
Magnús, múrarameistari, sem
kvæntur er Soffíu Tryggvadóttur
og eiga þau fjögur börn, og Víðir,
rafvirki, sem býr ókvæntur hér í
bæ. Persónulega og fyrir hönd
Kaupfélags Eyfirðinga votta ég
þeim dýpstu samúð og bið þeim
huggunar Guðs í harmi þeirra og
sárum söknuði.
Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri.
Krossar
á leiði
Framleiði krossa
á leiði.
Mismunandi gerðir.
Uppl. í síma 73513.